Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.12.1967, Blaðsíða 29
frystistöðvar muni breyta vinnsluaðferðum sínum í samræmi við það. Helztu kostir við umrædda endurfrystingu eru þessir: Að jafnaði jöfn vinnsla heila vinnudaga, gott hráefni, góð nýting, möguleikar fyrir lengri starfstíma á ári hverju, og síð- ast en ekki sízt mundi einnig skapast möguleikar víða hér úti á landsbyggðinni til að not- færa sér slíkt hráefni, því auð- velt væri að geyma og flytja það á milli staða. Að öllu þessu athuguðu verð- ur naumast hægt að komast hjá því að kaupa hingað til lands vélasamstæðu til upp- þíðinga og reyna hana um nokkurn tíma með góðu hrá- efni, sem síðan yrði sent full- unnið til okkar helztu við- skiptalanda með hraðfrystan fisk. Ef að þessu verður unn- ið ötullega og sérfróðir menn látnir fylgjast vel með fram- förum annarra þjóða, þá leik- ur naumast nokkur vafi á þvi, að það muni færa fiskiðnaði okkar hagnað í rekstri og stór- bæta alla fjárhagsafkomu. Guðmundur Jörundsson DR. MAGNÚS Z. SIGURÐSSON: STÖÐNUN — FRAMFARIR. FISKIÐNAÐUR OG MARKAÐSMÁLÁ KROSSGÖTUM Á undanförnum árum hafa orðið víðtækar breytingar í viðskiptaheiminum og raunar líka á flestum öðrum sviðum mannlegs lífs. Svo miklar hafa þessar breytingar verið, að segja má, að nýr heimur hafi skapazt tæknilega og efnahagslega. Framleiðsla og heimsviðskipti hafa margfaldazt, fjöldi nýrra vörutegunda hefur komið fram og heilar atvinnugreinar hafa orðið til. Fjölbreytni í vöru- framboði hefur stóraukizt, tækni við framleiðslu og dreif- ingu á vörum og þjónustu hef- ur fleygt fram. Frelsi í alþjóða- viðskiptum hefur aukizt veru- lega. Fjölda þjóðlegra og al- þjóðlegra stofnana hefur ver- ið komið á fót til að annast um jafnvægi og framfarir í einstökum löndum og í al- þjóðaviðskiptum. Til að tryggja aðstöðu sína í alþjóðlegri samkeppni er hverju landi nauðsynlegt að fylgjast vel með í þessari þró- un. Lönd, sem ekki fylgjast með, dragast aftur úr og staðna, efnahagur þeirra versnar hlutfallslega og þau vakna við það einn góðan veð- urdag, að þau hafa misst af strætisvagninum! Lágmarks- krafan er að fylgjast með hinni almennu þróun. Helzt þarf að reyna að vera í broddi fylkingar og á vissum sviðum á undan keppinautunum. Matvælaiðnaður og dreifing matvæla eru eitt þeirra sviða efnahagslífsins, sem hafa tek- ið víðtækum breytingum. Þetta á ekki hvað sízt við einmitt um fiskiðnað og dreifingu mat- væla úr fiski. Það á alveg sér- staklega við um hraðfryst mat- væli úr fiski og öðrum sjávar- dýrum. Undanfarin ár hafa komið á markaðinn í hinum þróuðu löndum fjölmargar nýjar tegundir matvæla, sem eru unnar úr fiski. Aðallega er um að ræða að vinna fiskinn meira en áður, vanda mun meira til umbúða og útlits, gera hann eftirsóknarverðari til kaups og mæta kröfum nú- tímaheimila um sparnað á vinnu og fyrirhöfn við mat- reiðslu. Þá eru nú nýtt ýmis verðmikil sjávardýr, m. a. margskonar tegundir skeldýra, sem áður voru ekki talin verzl- unarvara. Sölutækni hefur fleygt fram, og sem fullkomnust þjónusta við neytendur er nú talin sjálf- sagður liður í dreifingu. í hinni hörðu samkeppni nú- tímaviðskipta er nauðsynlegt að notfæra sér margþætt skipulag í sölustarfsemi, skipu- lag sem gerir mögulegt að fylgjast vel með nýjungum og bregðast fljótt við breytingum, skipulag sem fylgir framtaks- samri sölutækni. Neytandinn er sá sem ræður markaðnum — ekki framleiðandinn! Við uppbyggingu hinna stóru markaðsbandalaga í Evrópu, Efnahagsbandalagsins (EBE) og Fríverzlunarsvæðisins (EFTA), undanfarin ár hafa skapazt alveg ný viðhorf í milliríkjaviðskiptum Evrópu. Ný aðstaða hefur skapazt, ekki aðeins fyrir þau lönd, sem eiga aðild að þessum bandalögum hvoru fyrir sig. Ný aðstaða hef- ur líka skapazt fyrir þau lönd, sem standa utan við þessi bandalög. En höfum við íslendingar þá verið með í þessum öru fram- förum og hinni auknu fjöl- breytni í framleiðslu matvæla úr fiski? Þessari spurningu verðum við því miður að svara neitandi. Undanfarin 10—15 ár höfum við ekki sent á er- lenda markaði neinar nýjar vörur úr t. d. frystum fiski, framleiddar á íslandi. Hér er um stöðnun að ræða. Orsakir þessarar stöðnunar eru ýmsar, m. a. mjög tilfinnanlegur fjár- magnsskortur íslenzkra fram- leiðenda, ríkjandi skipulag á útflutningnum og skortur á nægilegri upplýsingarstarf- semi. Samhliða þessari stöðnun hvað snertir fjölbreytni og meiri fullvinnslu í framleiðslu hefur farið stöðnun í markaðs- málunum. Undanfarin mörg ár höfum við íslendingar ekki unnið neina nýja markaði fyrir hefðbundnar útflutningsvörur okkar — og auðvitað enga markaði fyrir nýjar vöruteg- undir, svo teljandi sé, þar sem um slíkar vörur hefur naum- ast verið að ræða. Þetta er hvorttveggja hættu- leg þróun þjóð, sem er svo mjög háð útflutningi eins og við erum, íslendingar. Til fróðleiks skulu hér nefnd- ar tölur um veltu í utanríkis- verzlun (útflutningur og inn- flutningur samtals) á hvern íbúa í nokkrum löndum árið 1965: ísland .......... Kr. 60.000 Belgía—Luxemburg — 56.000 Ilolland .......... — 49.000 Sviss ............. — 49.000 Svíþjóð — 47.000 Danmörk — 45.000 Noregur............ — 42.000 Vestur-Þýzkaland . — 26.000 England............ — 23.000 Bandaríki Norður- Ameríku ........ — 11.000 Undanfarin ár, þar til um mitt s.l. ár, voru markaðir hag- stæðir fyrir íslenzkar útflutn- ingsvörur almennt. Eftir- spurn var sæmileg og verðlag fremur hagstætt. Óðaverðbólg- an innanlands var þó svo mik- il, að sumar helztu framleiðslu- greinarnar voru reknar með stórfelldu tapi. Það er önnur saga, sem ekki verður farið út í hér. En einmitt á tímum hag- stæðra markaða ber að leita nýrra markaða eða skapa þá og byggja upp. Slíkt er margra ára starf, sem kostar mikið fé og mikla vinnu sérfróðra manna. Hvað snertir markaðsbanda- lögin í Evrópu, þá verður varla um það deilt, að okkur er brýn nauðsyn að fá notið jafnréttisaðstöðu á þessum mörkuðum miðað við keppi- nauta okkar. Það verður að teljast mikið tjón fyrir íslenzkt efnahags- líf, að við skyldum ekki fyrir nokkrum árum þegar hafa gerzt aðilar að EFTA, enda er- um við nú óðum að tapa í hendur keppinautanna þýðing- armiklum og hefðbundnum mörkuðum. Úr því sem komið er, ætti þetta mál í aðalatrið- um ekki að þurfa langrar at- hugunar við frá okkar hendi, svo augljóst er að við megum ekki einangrast. Eins og kunnugt er hafa ýmis EFTA-ríki sótt um upp- töku í EBE, þ. á. m. England. Þótt forseti Frakklands kunni að geta tafið þessa þróun mála eitthvað, getur hann ekki breytt henni. Allt bendir til þess, að að baki þessarar þró- unar séu að verki sterkari öfl, efnahagsleg og stjórnmálaleg, en svo, að nokkur aðili fái stöðvað hana. Þegar EFTA og EBE hafa verið sameinuð í eitt markaðssvæði, verður þar um að ræða markað með um 300 milljónum neytenda, stærsta markað veraldar. Um 3/5 hlut- ar af útflutningi okkar hafa undanfarin ár verið seldir til þessara landa. Að sjálfsögðu verðum við að vera með í þessari þróun með því að vera aðilar á einhvern hátt að þessum stóra mark- aði. Jafnframt eru nokkur at- riði í sambandi við aðild að EBE, sem við þurfum að gæta sérstaklega. Óbeint mundi aðild okkar að þessum bandalögum auð- velda lausn ýmissa vandamála innanlands varðandi verðlag, tolla o. fl. Skilyrði mundu skap- ast fyrir ýmiskonar nýjum viðskiptum. í þessu sambandi má ekki einblína á hagsmuni útflutn- ingsins. Fyrir íslenzkan iðnað er það lífsnauðsyn að geta flutt út framleiðslu sína, þar sem íslenzkur markaður er svo lít- ill, að fjöldaframleiðslu verð- ur ekki komið við, sé miðað við sölu innanlands eingöngu. Fyrir almenna þróun efna- hagsmála, fyrir tækni og vís- indi hér á landi er nauðsyn- legt fyrir okkur að vera með í þessum markaðsheildum. Við megum ekki láta þröng- sýni og gamla hleypidóma ráða stefnunni í þessum málum. Við erum háðari útflutningi en nokkur önnur þjóð. Við meg- um þessvegna ekki undir nokkrum kringumstæðum ein- angrast frá mörkuðunum. Við verðum að horfa fram á leið 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.