Samvinnan - 01.12.1967, Page 34
að samræma betur stærðfræði-
formúlurnar hinum raunveru-
legu aðstæðum á athugunar-
tímabilinu og finna með til-
raunum beztu ákvörðunarregl-
una við val á löndunarstað
fyrir síldveiðiskipin á sama
tímabili. Jafnframt þarf að
líkja eftir aðstæðum á lengra
tímabili, þannig að kerfislík-
anið fái almennara gildi og
verði raunhæfara. Þessi vinna
getur tekið nokkuð langan
tíma, og þar verður sennilega
erfiðast að safna upplýsingum
um liðnar síldarvertíðir. Vinn-
an í rafreiknunum tekur mjög
stuttan tíma og sem dæmi má
nefna, að prófun á tveim
stærðfræðiformúlum til ákvörð-
unar á aflamagni skipanna
tók 2,81 mínútu í öðru tilfell-
inu og 2,94 mínútur í hinu.
Hér er átt við tímann sem það
tók IBM-7090-vélina að fram-
kvæma alla útreikninga fyrir
athugunartímabilið, en út-
skriftin tók nokkuð lengri tíma.
Að þessu verkefni hafa unn-
ið tveir starfshópar, annar í
Reykjavík, hinn í Lyngby í
Danmörku.
í Reykjavíkurhópnum hafa
tekið þátt: Már Elísson, hag-
fræðingur; Jakob Jakobsson,
fiskifræðingur; Helgi Sigvalda-
son, lic. tekn.; Þóroddur Th.
Sigurðsson, verkfræðingur.
í Lyngbyhópnum hafa eftir-
farandi aðilar unnið: Dr. Peter
Pruzan; dr. J. T. Ross Jackson;
Eli Hagerup, verkfræðingur;
Jakob Krarup, verkfræðingur.
í Reykjavíkurhópnum hafa
aðallega verið rædd málefni
sem vörðuðu tilgang athugan-
anna, upplýsingasöfnun, mögu-
leika og takmarkanir á fram-
kvæmd verksins, og jafnframt
hafa skýrslur hópsins í Lyngby
verið ræddar. í Lyngby hefur
aftur á móti farið fram upp-
bygging kerfislíkansins og það
verið reynt á IMB-70-90-raf-
reikni í NEUCC-reiknistofnun-
inni (Northern Europe Uni-
versity Computing Center) við
Danmarks Tekniske Hpjskole.
Ég vil að lokum þakka öllum
þeim aðilum sem gert hafa
þessa athugun mögulega, en
of langt mál yrði að telja þá
alla.
Þóroddur Th. Sigurðsson
JÓN JÓNSSON:
HELZTU FISKSTOFNAR
Á ÍSLANDSMIÐUM
OG ÁHRIF
VEIÐANNA Á ÞÁ
Inngangur
Árið 1964 nam heildarveiði
íslendinga tæplega 970 þúsund
tonnum og skiptist veiðin
þannig eftir tegundum: síld
544 þúsund tonn (56,2%),
þorskur 281 þúsund tonn
(30,0%), ýsa 57 þúsund tonn
(5,9%), karfi 28 þúsund tonn
(2,9%) og ufsi 22 þúsund tonn
(2,2%). Alls nam veiði þessara
fimm tegunda um 97% heild-
araflans, en aðrar tegundir
voru helzt steinbítur, skarkoli,
langa og keila.
Hér á eftir mun gerð laus-
leg grein fyrir fimm þýðingar-
mestu tegundunum í veiði fs-
lendinga og því, sem vitað er
um áhrif veiðanna á þær.
Síld
Síldveiði íslendinga byggist
á þremur síldarstofnum og eru
tveir þeirra íslenzkrar ættar,
en sá þriðji er af norskum
uppruna og kemur hingað í
ætisleit.
Hrygning íslenzku síldar-
stofnanna er greinilega aðskil-
in: vorgotssíldin hrygnir aðal-
lega í marz en sumargotssíld-
in í júlí. Aðalhrygningarsvæði
vorgotssíldarinnar eru á svæð-
inu frá Hornafirði að Reykja-
nesi, en hrygning sumargots-
síldarinnar nær alla leið að
Snæfellsnesi og jafnvel allt
norður á Húnaflóa. Þessir
stofnar eru allfrábrugðnir í líf-
eðlisfræðilegu tilliti.
Norska síldin hrygnir við
vesturströnd Noregs á líkum
tíma og íslenzka vorgotssíld-
in, en hrygningarsvæði henn-
ar er allbreytilegt frá einu
tímabili til annars.
Við mat okkar á stærð síld-
arstofnanna og áhrifum veið-
anna á þá er nauðsynlegt að
geta greint á milli hinna ein-
stöku stofna og athuga hvern
þeirra sérstaklega. Þetta er
aðallega gert með athugunum
á hreistursgerð, kynþroska
og fjölda hryggjarliða. íslenzku
síldarstofnarnir eru blandaðir
mestan hluta ársins og ein-
ungis aðskildir yfir hrygning-
artímann.
Á 1. mynd er sýnd ársveiði
íslendinga í herpinót af hinum
einstöku síldarstofnum á ís-
landsmiðum síðan 1950. Veiði
vorgotssíldar og sumargotssíld-
ar var mjög lítil fram til árs-
ins 1955, en fór að aukast eft-
ir það, sérstaklega veiði vor-
gotssíldar, sem komst upp í
230 þúsund tonn árið 1962.
Sumargotssíldveiðin náði há-
marki árið eftir og fengust þá
rúm 100 þúsund tonn. Síðan
hefur veiði beggja þessara
stofna hrakað mjög.
Stærð íslenzku síldarstofn-
anna á árunum 1962—64 hefur
verið áætluð eftir endurheimt-
um á merktri síld. Samkvæmt
því nam stærð þeirra beggja
931 þúsund tonnum árið 1962,
en var komin niður í 457 þús-
und tonn árið 1964. Dánartal-
an af völdum veiðanna var
nokkuð jöfn öll árin, eða um
33% á ári, og er það mun
hærra en hjá norska síldar-
stofninum. Er talið að frekari
sóknaraukning í þessa stofna
muni ekki hafa í för með sér
tilsvarandi aukningu í afla.
Sú veiði, sem byggist á
norska síldarstofninum, var
lítil en nokkuð jöfn á árunum
1950—1960 og komst aldrei yf-
ir 50 þúsund tonn á ári. Eftir
1960 hefur þessi veiði hins veg-
ar aukizt gifurlega og var kom-
in yfir 500 þúsund tonn árið
1965 og það ár nam norska
síldin 93% af heildarsíldveiði
íslendinga norðanlands og
austan.
Athuganir á stærð hins kyn-
þroska hluta norska síldar-
stofnsins, sem byggðar eru á
endurheimtum úr íslenzku síld-
armerkingunum, sýna, að á
árunum 1953 til 1959 minnk-
aði stofninn úr 13 milljón tonn-
um í 5 milljónir tonna. Rann-
sóknir sovézkra fiskifræðinga
síðan 1958 benda til þess að
stofninn hafi komizt í lágmark
árið 1961 og hafi þá numið
2,5 milljón tonnum, en síðan
farið vaxandi og var stofninn
talinn rúmlega 5 milljón tonn
að stærð árið 1964. Það er vert
að geta þess, að Rússar notuðu
athuganir með dýptarmælum
og kafbátum við rannsóknir
sínar og ber þeim vel saman
við árangur merkinganna, því
að árið 1958, sem er eina árið
þar sem báðar aðferðirnar
voru notaðar, sýndu merking-
arnar stofn að stærð 6,6 millj-
ónir tonna, en athuganir Rússa
rúmlega 6 milljón tonn.
Heildardánartalan í hinum
kynþroska hluta norsku síldar-
innar er talin vera um 40% á
ári og er áætlað að rúmlega
helmingur þess sé af völdum
veiðanna.
Rýrnun norska síldarstofns-
ins á árunum 1953—1959 er að-
allega talin afleiðing þess að
árgangarnir 1951—1958 voru
allir lélegir.
Þorskur
Þorskveiðin hefur um lang-
34