Samvinnan - 01.12.1967, Síða 46

Samvinnan - 01.12.1967, Síða 46
Halldór Sigurðsson: Okkur kemur ásamt um aS bregða okkur til Almendralejo. Nokkra daga höfum við ekið um vestur-spænska héraðið Extremadura, eitt fátækasta og þroskaminnsta hérað Spánar, en einsog flest önnur héröð auðugt að minjum frá þeim tímum, er við norðurbyggjar gengum í skinnum einum fata, fórnuðum mönnum og tignuðum sólina sem æðsta guð. Næstum miðaldalegir, en þó vel varðveittir bæir einsog Cáceres og Trujillo vitna um þau auðæfi sem spænsku conquista- dorarnir tóku með sér heim úr könnunar- og ránsferðum sínum í Nýja heiminum (þótt undarlegt megi virðast voru allir helztu conquistadorarnir fæddir í þessu strandlausa héraði, Extrema- dura). Mérida, helzta samgöngumiðstöð héraðsins, hét einu sinni Augusta Emerita — nafnið hefur síðar einfaldazt til nú- verandi myndar; borgin var höfuðborg spænska héraðsins Lusitaniu í Rómarríkinu, og þá gat hún stært sig af að vera tíunda stærsta borg í heimi með 100.000 íbúa. Stórkostlegar og furðuvel varðveittar rústir, sem enn þann dag í dag bera vott um veldi Augustu Emeritu, hafa ekki enn orðið fyrir barðinu á ferðamannastraumnum frá þeirri Evrópu sem ekki byggja lengur villimenn einir. Við erum hættir að tigna sólu sem guð, en þess í stað ferðumst við til Spánar til að geta komið við enn meiri sóldýrkun. Við aðalþjóðveginn frá Mérida til Sevilla er Almendralejo, eitt af þúsundum eldfornra þorpa á Spáni. Við eigum það eitt til erindis að heimsækja þorpið þar sem hinn frumstæði bónda- son Pascual Duarte eyddi grimmilegri og tragískri ævi sinri fyrir einum mannsaldri í skáldsögunni „Pascual Duarte og fjöl- skylda hans.“ Bckin hefur komið út á 17 tungumálum og hefur máski gert Almendralejo þekktari útávið en marga aðra staði á Spáni. Það er snemma dags að við komum til þorpsins. Hvítkalkaðir múrar á löngum húsaröðum skýla þrjózkulegir og með ofurlitlu fátækrastolti eymdinni sem ríkir bakvið þá. Heiður spænskur himinn hvelfist djúpblár og tignarlegur yfir smáöldótt landið, og fjarlægur sjóndeildarhringurinn hlýtur að hafa seitt þá menn sem héldu að heiman og lögðu undir sig fjórðung veraldar, grimmir og haldnir eyðileggjandi afli einsog Pascual Duarte sjálfur. Fágœtt bros á andliti einrœöisherrans: Franco í Prado-höllinni. Við göngum inná kaffistofu, sem greinilega er helzti sam- komustaður þorpsbúa — vel að merkja karla; konurnar hittast við brunninn einsog þær hafa gert um þúsundir ára. Þegar við höfum fengið glas af kaffi, svörtu og nógu sterku til að útrýma síðustu leifum morgundeyfðarinnar úr líkaman- um, snýr einn hinna gestanna sér að okkur. Það eru einir tíu menn í stofunni; þeir hafa staðið í smáhópum við barborðið og virt fyrir sér gestina með illa dulinni forvitni. — Eruð þið útlendingar? spyr hann. — Ojá, ekki verður því neitað, segjum við. — Og þá eruð þið líklega frá hinni stóru Francia? — Nei, okkar heimalönd eru miklu lengra í burtu en Frakk- land, alveg nyrzt í Evrópu. — Hvað heita þá heiðruð lönd ykkar? — Skandinavía eða Norðurlönd, reynum við að svara; höfum reynslu fyrir því að lönd á borð við Svíþjóð eða ísland eru lítt þekkt svo sunnarlega. Hljóðskraf upphefst í kaffistofunni. Escandinavia? Paises Nórdicos? Menn horfa spyrjandi hverjir á aðra. Þetta hlýtur að vera langt í burtu, lengra en bæði England og Þýzkaland. Þung yfirlætis- og undrunarþögn breiðist yfir andlit mannanna. Kráreigandinn fer að þvo glös undir krananum. — Þekkið þið Pascual Duarte? spyr einn okkar í örvæntingar- fullri tilraun til að rjúfa kyrrstöðuna, sem myndazt hefur í spænsk-norrænum menningartengslum. Hér hlýtur þó að minnsta kosti að vera það umræðuefni sem sameiginlegt getur verið Almendralejo, Gautaborg og Reykjavik. — Pascual Duarte? Sögðu þér það? Mennirnir bera saman bækur sínar í ákafa. Nei, hann býr ekki hér. Nú erum það við sem verðum hissa. Nei, hann býr máski ekki hér núna, en við vitum, að hann bjó hér einu sinni, segjum við til að reyna að draga þá að landi. — Hafið þið aldrei heyrt um Pascual Duarte, Pascual Duarte og fjölskyldu hans? segjum við. Nú eru komnir fleiri gestir inná kaffistofuna, einn þeirra 46

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.