Samvinnan - 01.12.1967, Síða 50

Samvinnan - 01.12.1967, Síða 50
 Sigurður A. Magnússon Austur-Berlín hefur tekið allmiklum stakkaskiptum síð- an vorið 1960, þegar ég kom þar við síðast. Rústirnar í miðborg- inni eru óðum að þoka fyrir nýtízkulegum hótelum og stjórnarbyggingum, sem eru ekki lengur í níðþungum stíl Stalíns, heldur einfaldar og yf- irbragðsléttar, en ekki að sama skapi svipmiklar eða karaktér- fastar. Austur-Þjóðverjar feta enn dyggilega í fótspor Rússa í húsagerð, og vantar mikið á að byggingar þeirra beri hið glæsta yfirbragð sem einkenn- ir Vestur-Berlín. Það er líka léttara yfir íbú- um Austur-Berlínar en áður var, fólkið er betur fatað og frjálsmannlegra í framgöngu; umfram allt er það opinskárra í gagnrýni á ríkjandi ástandi og ófeimnara við að segja sína hjartans meiningu. Fáar borgir státa af fjörugra leiklistarlífi en Berlín, og á það jafnt við um báða borgarhluta. Bæði Austur- og Vestur-Berlín efna til árlegra leikhúshátíða, og drífur þá að áhugamenn hvaðanæva úr heiminum. Ég var s;:o lánssamur að hreppa boð austur-þýzka menningar- málaráðuneytisins um að sækja árlega leiklistarhátíð Austur-Berlínar, sem stóð yfir fyrstu fjórtán daga október- mánaðar og bar yfirskriftina „Berliner Festtage“. Var þetta í ellefta sinn sem efnt var til þessarar hátíðar, og gafst mér færi á að sækja hana seinni vikuna, 7.—14. október. Einsog gefur að skilja, var úr mörgu að velja og ekki að jafnaði auðgert uppámilli kostanna. Ég sá einar tíu sýningar á átta dögum, auk tveggja æfinga á nýjum innlendum verkum sem átti að frumsýna. Hér verður einungis drepið lauslega á sýningarnar sem ég sótti, en heildarmyndin var ákaflega fróðleg og ekki síður upplýsingarnar sem ég fékk í viðræðum við þarlenda áhuga- menn og sérfræðinga um leik- húsmál. Það sem sennilega vekur mesta athygli — og öf- und — aðkomumannsins er tæknileg hagnýting leiksviðs- ins og frábærlega sveigjanleg og fjölbreytt túlkun leikenda, enda sagði fróður Austur-Þjóð- verji við mig: „í tæknilegu og listrænu tilliti er allt í sóman- um hjá okkur, en það vantar betra innihald.“ Undir þessi orð tóku ýmsir sem ég bar þau undir. Ég þykist vita að þetta vandamál sé brýnt víðar en í Austur-Berlín, en þar eru ýms- ar óvæntar hliðar á því. Mér var tjáð að mörg þau verk, sem mestum tíðindum hafa sætt á Vesturlöndum, fengjust ekki sýnd í Austur-Þýzkalandi, t. d. leikrit Ionescos og Becketts. Fannst mér furðulegt að Nas- hyrningar Ionescos skyldu ekki hafa verið á fjölunum þar eystra, en kannski þykir Þjóð- verjum verkið ekki síður höggva nærri kommúnistum en nazistum. Enginn af ungu ensku leikskáldunum hefur heldur fengið verk sín flutt í Austur-Þýzkalandi, ekki einu sinni Arnold Wesker sem þyk- ir þó nógu róttækur heima í Bretlandi. Afturámóti voru Staðgengill Hochhuths og Atvik í Vichy Arthurs Millers sýnd í Austur- Berlín meðan ég dvaldist þar, ásamt ýmsum öðrum vestræn- um verkum, einkum eftir látna höfunda. Leiklistarunnendum svíður það, að yfirleitt skuli öll vestræn leikrit fá mjög góða aðsckn, hvernig svosem þau eru unnin og sviðsett, á sama tíma og rússnesk leikrit og inn- lend verk um samtímavanda- mál eiga mjög erfitt uppdrátt- ar, hversu góð sem þau kunna að vera og vel leikin. Af inn- lendum verkum eru það helzt skopleikir sem hafa einhverja von um aðsókn. Sem dæmi um þessa einstrengingslegu af- stöðu almennings var mér nefnt, að Caesar and Cleopatra eftir Bernard Shaw og Don Juan oder Die Liebe zur Geometrie eftir Max Frisch hefðu hlotið mjög slæma með- ferð bæði af leikendum og leik- dómurum, en þó voru þau sýnd fyrir fullum húsum mánuðum saman, á sama tíma og góð rússnesk verk voru leikin fyrir hálftómum húsum. Þessi af- staða leikhúsgesta á sér djúpar sálrænar orsakir sem Austur- Þjóðverjar sjá ekki ástæðu til að fjölyrða um — þær liggja í augum uppi. Austur-Þjóðverj- ar standa að því leyti miklu betur að vígi en íslendingar í þjóðernis- og menningarmál- um, að óttinn og óvildin í garð Rússa brynja þá gegn hvers- konar áhrifum, en íslendingar gleypa dómgreindarlaust við öllu sem amerískt er, ekki sízt því sem lakast er og mest heimskandi. Pólarnir, sem leiklist í Aust- ur-Berlín snýst einkanlega um, eru annarsvegar Berliner Ensemble, leikhús Bertolts Brechts sem fyrst og fremst sýnir verk eftir hann, og Deutsches Theater sem einnig ræður yfir minna leiksviði í sambyggingu, Kammerspiele. Á þessum þremur leiksviðum gerist það sem máli skiptir í leiklist Austur-Berlínar. Hin leikhúsin í borginni, Volks- buhne, Maxim Gorki Theater og Theater der Freundschaft (sem er æskulýðsleikhús), þjást sárlega af leikstjóraskorti. Berliner Ensemble er löngu heimsfrægt fyrirtæki og oft talið meðal beztu leikhúsa heims, enda er það höfuðvígi hins svonefnda epíska leikhúss Brechts og hefur haft ómæld áhrif á leiklist í Þýzkalandi og víða um heim. En frægðin hef- ur löngum verið vandmeðfarið hnoss, og margir yngri leik- húsunnendur í Austur-Berlín eru þeirrar skoðunar að alveldi þessa leikhúss og helgiljóminn yfir þvi hafi staðið þróun leik- listar í borginni fyrir þrifum — hún hafi staðnað við kenning- ar og aðferðir Brechts. Hvað sem hæft kann að vera í því, þá er það athyglisverð stað- reynd að Austur-Berlínarbúar sækja leikhús Brechts mun minna en vestanmenn. Mér var sagt að yfirgnæfandi meiri- hluti áhorfenda í Berliner Ensemble á hverju kvöldi væru Vestur-Þjóðverjar og útlend- ingar. Ljóminn sem leikur um nafn Brechts vestan tjalds dregur menn ennþá að leik- húsi hans, en austanmenn eru farnir að þreytast á honum, finnst kostur hans of einhæf- ur og einatt beinlínis „úrelt- ur“. Þó þessi viðhorf Austur- Þjóðverja séu eflaust meðfram sprottin af pólitískri andúð, verður því ekki neitað að stór- ir skammtar af Brecht á skömmum tíma geta verið 50

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.