Samvinnan - 01.12.1967, Side 58

Samvinnan - 01.12.1967, Side 58
Bréf frá bandarískum vísindamanni: GEULEG GRÓflUR- EYfllNG fl ÍSLANDI Á liðnu sumri gisti ísland kunnur bandarískur vísinda- maður, dr. George M. Van Dyne, prófessor við háskól- ann í Fort Collins i Colorado. Kom hann til landsins á veg- um Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, en för hans var kostuð af fé sem vísinda- deild Atlantshafsbandalags- ins veitti í fyrravetur til rannsókna á íslenzkum beiti- löndum. Dr. Van Dyne ferð- aðist um ísland í tvœr vikur, bœði hálendið og láglendið, í því skyni að kynna sér með- ferð landsins, og þá einkan- lega beitilanda og áhrif beit- ar á þau. Þau atriði sem prófessorinn kynnti sér sér- staklega hérlendis voru: 1) Kortlagning gróðurs á af- réttum, sem unnið er að i þeim tilgangi að ákveða beit- arþol þeirra. 2) Rannsóknir á beitargœðum íslenzkra út- hagaplantna. 3) Rannsóknir á áhrifum áburðar, sáningar, lyfja og friðunar á gróður- far. 4) Rannsóknir á gróður- og jarCvegseyðin~u og að- gerðir til að koma i veg fyrir hana. Þegar SAMVINNAN var að leita fyrir sér um efni hjá Rannsóknaráði ríkisins, frétti hún af bréfi sem dr. Van Dyne hafði skrifað Steingrimi Hermannssyni og fékk góðfúslegt leyfi hans til að birta það í íslenzkri þýð- ingu, þar sem efni þess á er- indi við íslendinga almennt. Fer bréfið hér á eftir: Eftir heimsókn mina til ís- lands hef ég verið að rifja upp og hugleiða það, sem ég sá þar og heyrði. Vegna stöðu þinnar við Rannsóknaráð ríkisins og vegna áhuga þíns á vísindaleg- um vandamálum, langar mig til að skýra þér i stuttu máli frá því, hverjar niðurstöður þeirra hugleiðinga eru. Ég dvaldist ekki lengi á ís- landi og hafði því takmarkað- an tíma til að kynna mér vandamál íslendinga og nátt- úruauðæfi landsins. Tvær vik- ur eru of stuttur tími til að ferðast um landið og kynna sér málin til hlítar. Hin geysilega gróður- og jarðvegseyðing á íslandi kom mér mjög á óvart. Ég hafði að vísu heyrt um þetta, en mér hafði ekki dottið í hug, að vandamálið væri eins alvarlegt og raun ber vitni. Ég hef áður unnið í Alaska og í hálendi Klettafjalla í Bandaríkjunum og hafði því nokkra hugmynd um, hvernig gróðri íslands væri háttað, áður en ég kom þangað. Mér virðist gróðureyðingin fara sívaxandi, og stöðvun hennar ætti að vera áhugamál íslenzku þjóðarinnar allrar, en ekki aðeins þeirra, sem nytja gróður landsins. Gróðurskilyrði eru óhagstæð á hálendinu og sá gróður, sem þar hefur þróazt, var í jafnvægi við þessi skilyrði; þessu jafn- vægi er hins vegar auðvelt að raska. Mér skilst að gróður á íslandi hafi upphaflega þróazt án þess að vera bitinn að nokkru ráði af búfé eða öðrum grasbítum. Innflutningur bú- fjár til landsins og stöðugt vax- andi fjöldi þess í landinu virð- ist mér vera ein af meginorsök- unum fyrir hinni hröðu gróð- ureyðingu, sem ísland nútím- ans á við að etja. Á ferðalagi mínu þvert yfir hálendið sá ég geysivíðáttumikil svæði, sem sýnilega hafa verið gróin áður, en eru nú algerlega gróðurlaus. En ég sá einnig greinileg merki um vaxandi uppblástur sums staðar á gróðurlendum á lág- lendi. Ef fjöldi búfjár verður ekki í samræmi við beitarþol landsins og ekki verður dregið úr beitarþunganum víða, mun gróðurinn bíða það mikið tjón, að uppblástur mun hefjast á nýjum svæðum. Það, sem þannig skemmist á stuttum tíma, getur tekið náttúruna margar aldir að bæta, svo erfið gróðurskilyrði sem ísland hefur upp á að bjóða. Ég geri mér ljóst, að auðveld- ara er að benda á þessi vanda- mál en gefa ráð um lausn þeirra. Eitt af aðalvandamál- unum er, hvað gera á við búféð, ef draga verður úr beitarþung- anum á ýmsum svæðum. Að mínu áliti ætti að flýta eins og mögulegt er rannsóknum á beitarþoli beitilandanna í þeim tilgangi að ákvarða, hve mikla beit þau þola, og hvernig þau verða bezt nýtt. Gróðurrann- sóknir þær og kortagerð, sem unnið hefur verið að við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins undanfarin ár, munu veita mikilvæg svör við spurningum að þessu lútandi. En þótt vel sé unnið að þessum rannsókn- um og þeim miði vel áfram, á mikil gróðureyðing eftir að eiga sér stað, áður en þeim er að fullu lokið. Niðurstöður rann- sóknanna verða ómetanleg hjálpargögn við framtíðaráætl- anir varðandi hagnýtingu og meðferð beitilandanna. Mér virðist almennt að hagnýta ætti betur en nú er gert niður- stöður ýmissa þeirra rann- sókna, sem unnið er að á ís- landi. Þessvegna ætti að stuðla að því að niðurstöðurnar séu birtar sem fyrst, en liggi ekki ófrágengnar og ónotaðar i langan tíma. Með því móti ná rannsóknirnar ekki tilgangi sínum. Víða á hálendinu þarf greini- lega að draga verulega úr beit- arþunganum á næstu árum, og í þeim tilgangi verður að stór- bæta beitilöndin á láglendi. Verði það ekki gert, getur aukning á fjölda búfjár á landinu leitt til stórfelldrar jarðvegs- og gróðureyðingar þar. ísland virðist vera vel fallið til framleiðslu nautakjöts af holdanautum, enda er full nauðsyn á að auka fjölbreytni landbúnaðarframleiðslu í land- inu. Að vísu þarf að leysa mörg vandamál, áður en af þessu getur orðið. Meðal annars má nefna að hefja þarf framleiðslu innlends fóðurs til fitunar slíkra gripa og innflutning sæðis eða gripa af holdanauta- kynjum til blöndunar við ís- lenzka nautgripastofninn. — Lítill vafi er á því, að slíkt nautakjöt myndi verða vinsæl og eftirsótt vara á meðal ís- lendinga. Að auki mætti auð- veldlega beita holdanautum á gróðurlendi, sem eru lítt eða ekki nýtt af sauðfé, og myndi þetta þannig stuðla að jafnari og betri nýtingu landsins. Það virðist augljóst, að ís- land er að verða mikið ferða- mannaland, enda hefur landið upp á margt að bjóða í þeim efnum. Fegurð landsins er mikil og sérstæð. Hins vegar sá ég þess mörg dæmi, að um- gengni ferðamanna á fögrum og sérstæðum stöðum er ekki sem skyldi. Sem dæmi má 58

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.