Samvinnan - 01.12.1968, Qupperneq 14

Samvinnan - 01.12.1968, Qupperneq 14
Flokkar og stjórnmálamenn neituðu að virða grundvallarreglur lýðræðislegra stjórnarhátta og bitust um völdin einsog óargadýr; þar kom engin málamiðlun til greina. Ef ein ríkisstjórn bannaði til dæmis munkareglur, gerði eignir þeirra upptækar, lokaði klaustrum, leyfði prest- um að kvænast og bannaði trúarbragða- kennslu í skólum, þá voru allar þessar ráðstafanir numdar úr gildi af íhalds- stjórninni sem tók við völdum næst. Þeg- ar hinir róttæku lýðveldissinnar lög- leiddu verkföll, skall á þvílík alda verk- falla og ofbeldis í Lissabon, Oporto og öðrum stórborgum, að óhjákvæmilegt reyndist að snúa blaðinu við. Herinn skarst hvað eftir annað í leikinn og reyndi að steypa ríkisstjórnum. Flotinn, sem var miklu vinstrisinnaðri en herinn, var svo framtakssamur í hinum pólitísku átökum, að um skeið var hann skotfæra- laus (þetta var á stríðstímum og gerði þýzkum kafbáti fært að sigla upp Tagus- ána án minnstu erfiðleika árið 1918!). f 16 ár gekk ekki á öðru í Portúgal en byltingum og gagnbyltingum, allsherjar- verkföllum, sprengjutilræðum, uppreisn- um hers og flota, pólitískum launmorð- um, aftökum, fjöldahandtökum sem fylltu fangelsin, sakaruppgjöfum sem tæmdu þau aftur, íhlutunum erlendra herskipa til að stilla til friðar og síþverr- andi kaupmætti gjaldmiðilsins. Á 16 ár- um voru 24 byltingar, 44 ríkisstjórnir, 500 ráðherrar og 158 allsherjarverkföll. „Lýð- ræðið“ hafði aldrei virzt máttlausara eða hlægilegra, en í raun og veru hafði saga og lundarfar Portúgala gert þeim ókleift að skilja í hverju lýðræði er fólgið. Þeir höfðu orðið fórnarlömb fáfræði og fá- tæktar, leiksoppar presta og æsinga- manna, kreddupostula kaþólskra hægri- manna og róttækra vinstrimanna. Árið 1926 urðu þáttaskil í stjórnmála- sögu Portúgals með byltingu hershöfð- ingjans Gomes da Costa, sem snerist gegn flokkum og stjórnmálamönnum. Uppreisnir héldu þó áfram framtil 1931 — og var uppreisnin 1927 blóðugust beirra allra. En 1926 tók herinn völdin í land- inu og gekk af „lýðræðinu" dauðu. Da Costa, sem hafði stjórnað herafla Portú- gala í liði bandamanna í fyrri heims- styrjöld, settist að völdum ásamt Car- mona hershöfðingja og óbreyttum borg- ara. Fyrst sendu þeir þingið heim, en síðan tóku þeir að senda hver annan heim, þartil eftir stóð Carmona einn. Hann var í fyrstu bæði forseti og forsæt- isráðherra, og í „þjóðaratkvæði" 1928 var hann „kosinn" forseti og gegndi embætt- inu til dauðadags árið 1951. Da Costa var sendur í útlegð til Azor-eyja. Portúgal var vissulega illa á vegi statt þegar Carmona tók við stjórnartaum- unum. Landbúnaðurinn var í fullkomn- um ólestri, iðnaður frumstæður, vegir og járnbrautir í lamasessi, fjármál ríkisins í öngþveiti, herinn óánægður og illa bú- inn, stétt opinberra embættismanna allt- of fjölmenn, skólar fáir og frumstæðir, íbúar landsins að mestu ólæsir. Þegar da Costa átti tal við blaðamann skömmu eftir byltinguna, sagði hann hálfafsakandi, að á þessum erfiðu tím- um væri ekki völ á betrl stjórn en þeirri sem nú hefði tekið völd. Fjármálaráð- herrann væri til dæmis „Salazar nokkur frá Coimbra. Mér er sagt, að hann sé mjög góður maður. Þekkið þér hann?“ Blaðamaðurinn þekkti hann ekki. Það var ekki að undra. Enginn þekkti dr. Salazar, hljóðlátan mann frá Coimbra, þar sem hann hafði kennt hagfræði við háskólann. António de Oliveira Salazar fæddist 1889, fimmta barn bóndafjölskyldu í þorpinu Vimieiro nálægt Coimbra. Einsog svo mörgum börnum fátæklinga var hon- um ætlað að verða prestur, en hann fann ekki hjá sér köllun til starfans. En hann var ákaflega námfús og næmur, þannig að honum tókst að komast úr þorpsskólanum uppí menntaskóla jesú- íta og þaðan til háskólans í Coimbra, þar sem hann vann fyrir sér með kennslu meðan hann var að ljúka námi. Hann var alvörugefinn og öruggur um sjálfan sig, tók mjög gott embættispróf og var skipaður kennari við háskólann árið 1914. Stjórnmálaskoðanir hans voru ekkert leyndarmál: kaþólskur, þjóðernis- sinnaður og íhaldssamur. Hann hafði litlar mætur á stjórnmálaflokkum. Árið 1919 varð Salazar að verja sig gegn ásökunum um að kennsla hans væri andlýðveldisleg. Hann var látinn hætta störfum um sinn, en hæstiréttur sýknaði hann, og var hann þá settur í embættið aftur. Tveimur árum síðar var hann kosinn á þing, en kom þar aðeins einu sinni. Samt hélt hann áfram að blanda saman háskólakennslu og stjórn- málavafstri næstu fimm árin. Ræður hans voru þurrar og fræðilegar — hann prédikaði upphafningu fjölskyldunnar og kirkjunnar, nauðsyn andlegs aga og und- irgefni ríkisvaldsins við guð. Ræðurnar kynnu að hljóma hástemmdar og bragð- daufar í eyrum vantrúaðra, en þær verða að dæmast í Ijósi ringulreiðarinn- ar sem ríkti í Portúgal, þar sem ekki var þörf á neinu fremur en pólitískri still- ingu og sjálfsaga. Frelsi, sagði Salazar. er ágætt, en maðurinn verður að finna vernd gegn duttlungum frelsisins; hann verður með guðs hjálp að finna lögmálið sem honum ber að hlýða. Þetta voru hástemmdir tímar. En Sala- zar var ekki bara draumóramaður er lét hrífast af heimspekilegum hugsmíðum í kennslustundum. Hann hafði ákveðn- ar áætlanir um að jafna fjárlög ríkisins, og það mælti með honum við herfor- ingjastjórnina sem tekið hafði völdin og vissi ekki hvað hún átti við þau að gera. Hún hafði farið fram á 12 milljón ster- lingspunda lán hjá Þjóðabandalaginu til að lækna efnahagsmeinsemdina ( á 74 árum höfðu fjárlögin aðeins tvisvar verið í jafnvægi), en skilmálar Þjóðabanda- lagsins særðu svo metnað Portúgala (þar var gert ráð fyrir eftirliti bandalagsins með fjármálastjórninni), að herforingi- arnir höfnuðu þeim, kvöddu til sérfræð- inginn Salazar og fólu honum að gera sínar ráðstafanir. Þetta var afdrifarík ákvörðun. Salazar vissi að hann var ómissandi og setti hernum sína kosti. Þeir voru meðal ann- ars í því fólgnir, að hann gæti stöðva^ hverja þá löggjöf sem virtist vera of kostnaðarsöm. Sagt var að Salazar jafn- aði fjárlögin með því einfaldlega að skera niður útgjöld. Hann sneið fjármálum rík- isins stakk eftir vexti. Honum lánaðist þegar í stað að ná markmiði sínu, og hélt því áfram, en það var dýru verði keypt. Allt varð að lúta því meginmarkmiði að jafna fjárlögin — iðnþróunin, landbún- aðarframfarir, félagslegar umbætur, skólalöggjöfin — með þeim afleiðingum að Portúgal dróst stöðugt lengra og lengra afturúr nágrönnum sínum í Evr- ópu sem voru óðfluga að bæta lífskjör almennings. Árið 1929 horfðu menn hinsvegar ekki á stöðnunina, heldur það afrek Salazars að láta endana mætast, og næsta áratug hélt hann áfram með skipulegum hætti að lækka vaxtagreiðslur af ríkisskuldum (stór hluti þeirra var erlendis), koma betra lagi á hinn óhagstæða greiðslujöfn- uð og safna gullforða. í krafti þessa reyndi hann jafnvel árið 1931 að gull- tryggja gjaldmiðilinn með því að tengja gull-escudo við gullpundið, en þetta ár var óheppilegt til slikra aðgerða, því þremur mánuðum síðar var gullpundið ekki framar til — Bretar sögðu skilið við gulltrygginguna og Salazar varð að fara að dæmi þeirra. Hann hafði eigi að síður gert nóg til að tryggja sér um sinn mikið álit bæði heimafyrir og erlendis. í helgisögninni varð hann hinn hljóðláti, ósérplægni. guðhræddi og slungni piparsveinn sem forðaðist sviðsljósin einsog hann forðað- ist kvenfólk, tóbak og áfengi, hlédrægur en harðdrægur maður bakvið tjöldin — baktjaldaeinræðisherra. Þá sjaldan hann talaði opinberlega var „einsog hann tal- aði upphátt, aleinn, við sjálfan sig“. Mat hans sjálfs á hlutverki sínu skipaði hon- um nánast á bekk með helgum mönnum: maður átti ekki „að sækjast eftir valdi sem rétti, heldur taka við því sem kvöð og líta á ríkið sem verkfæri guðs í þágu almannaheilla." Á tímum Hitlers og Mussolinis var Salazar óneitanlega held- ur óvenjulegur einræðisherra, og margir áttu erfitt með að tengja hann hugtök- um einsog „fasisma" og „ógnarstjórn". Þetta var sú mynd sem Salazar vildi að umheimurinn gerði sér af honum, eða með hans eigin orðum: maður „sem var knúinn til að yfirgefa hina háleitu köll- un kennarans til að ganga erfiðari veg með þyngri kross". Þó þarf ekki að fara í neinar grafgötur um dálæti hans á valdinu né hið fasíska eðli stjórnmála- skoðana hans. Á árunum 1930 til 1935 var lagður grundvöllurinn að Estado Novo eða Nýríkinu, sem var í höfuðdrátt- um sniðið eftir fyrirmynd Mussolinis, bæði að inntaki og skipulagi. Estado Novo Salazars krafðist fullkominnar holl- ustu við þjóðina, lagði áherzlu á yfir- burði fjölskyldunnar, hlýðnisskyldu við yfirvöldin, ófrávíkjanlega þörf á trú (kaþólskri) og viðurkenndi réttinn til að vinna. Að því er varðaði einstaklings- frelsið, þá væri það ein mesta blessun mannkynsins, sagði Salazar, en gæti fullt eins vel blómgazt undir einræðisstjórn og við lýðræðisskipulag. Árið 1930 var stofnuð „Þjóðernisfylkingin", „samtök velviljaðra rnanna" undir forustu Sala- 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.