Samvinnan - 01.12.1968, Qupperneq 21

Samvinnan - 01.12.1968, Qupperneq 21
Sambandslaganefndin 1918 í garði Alþingishússins, talið frá vinstri: Magnús Jónsson ritari danska nefnd- arhlutans, Bfarni Jónsson frá Vogi, Christopher Hage, Frederik H. J. Borbjerg, Jóhannes Jóhannesson, J. C. Christensen, Einar Arnórsson, Erik Arup, Gísli fsleifsson ritari íslenzka nefndarhlutans, Þorsteinn M. Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson ritari íslenzka nefndarhlutans og Aage Funter ritari danska nefndarhlutans. ævarandi hlutleysi sínu og að það hafi engan gunnfána." í greinargerð íslenzku nefnd- armannanna, sem lögð var fram á 2. fundi sambandslaga- nefndarinnar, töldu þeir upp hin svokölluðu „sameiginlegu mál“ Danmerkur og íslands, að beiðni hinna dönsku full- trúa. Þar gera íslendingarnir þá athugasemd, „að eigi getur vel verið um meðferð hermála, er ísland varði, að ræða, þar sem ísland hvorki hefur nú né hefur haft nokkurn her eða hermál.“ Þeir vísa því her- vernd Dana algerlega á bug, en hana höfðu dönsku fulltrú- arnir talið í flokki þeirra sam- eiginlegu mála, er Danmörk skyldi hafa á hendi. Þegar gjörðabók nefndarinnar er at- huguð kemur í ljós, að ákvæð- ið um ævarandi hlutleysi Ís-J lands er ekki sett fram fyrr en á 8. fundi hennar, þann 12. júlí, í tillögum undirnefnd- arinnar, sem urðu frumdrög sjálfra sambandslaganna. í þessari undirnefnd sátu af hálfu íslendinga þeir Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Arn- órsson. Mér þykir ekki ólíklegt, að Bjarni frá Vogi sé beinlínis höfundur þessa hlutleysis- ákvæðis, og virðist mér mega ráða það af ræðu hans á al- þingi 2. sept. 1918 þegar sam- bandslögin voru til umræðu. Svo sem kunnugt er greiddi Benedikt Sveinsson atkvæði gegn sambandslögunum og staðhæfði, að þau veittu ekki íslandi raunverulegt fullveldi. Bjarni svaraði og vitnaði eink- um til 19. gr. sambandslaganna um hlutleysisyfirlýsinguna, þar sem fullveldi íslands væri tek- ið fram skýrum stöfum. Hann sagði að margir erlendir fræði- menn hefðu viðurkennt full- veldi íslands, en slík „viður- kenning fræðimanna er ekki nægileg, ef íslandi yrði kastað inn í landabrutl stórveldanna eftir ófriðinn. Fyrir mér var það höfuðatriði að afstýra þeim voða, það vakti fyrir mér að komast í höfn áður en boð- arnir féllu saman yfir íslandi. Og það varð gert með því að tryggja hlutleysi landsins. Því að þótt það sé vísindalega séð og sannað af nokkrum beztu vísindamönnum, að ís- land hafi sinn fulla rétt, þá dugar það ekki gegn yfirgangs- sömum stjórnmálamönnum, sem í ófriði eiga við Dan- mörku. Þeir mundu segja: „Þetta er hluti úr Danmörku. Eg tek hann.“ En það geta þeir ekki ef Danmörk er búin að viðurkenna að fsland sé full- valda konungsríki, en sé ekki hluti af Danmörku, og þetta hefur verið birt öllum heimsins þjóðum. Sú athöfn er fyrsta tryggingin gegn hinni stærstu hættu og bráðustu, sem vel gat orðið slík, að hún sylgi ísland um aldur og ævi, svo að því gæti aldrei upp skotið. En þetta tryggir þessi yfirlýsing (19. gr.). Þetta mundi nú eitt nægja til að sýna og sanna hverjum heilvita manni, að hér er um fullvalda ríki að ræða, sem lýsir sjálft yfir hlutleysi sínu ...“. Bjarni frá Vogi taldi hlutleysisyfirlýsinguna „trygg- ingu gegn því, að íslandi verði kastað inn í landvinningadeil- ur stærri ríkja: Þeir hafa, fs- lendingar, allt sitt á þurru.“ Síðan bar hann saman Upp- kastið frá 1908 og sambands- lagasáttmálann: „Nú er kon- ungur einn sameiginlegur. Þá voru auk þess sameiginleg konungsmata, utanríkismál og hermál. Eftir því voru íslend- ingar komnir í ófrið með Dön- um, ef ófrið bar að höndum. Eftir samningnum nú hafa þeir lýst yfir ævarandi hlut- leysi og eru gersamlega lausir við hermál sambandsríkisins." Að lokum sagði Bjarni: „Við það er ég hræddastur, að Dan- ir lendi í ófriðnum áður en þeir geta birt hann fyrir öðr- Reykjavík 1. desember 1918. Á myndinni efst til hœgri má meðal annars greina fyrir framan Stjórnarráðið Kristján Jónsson dómstjóra fþriðja frá vinstri) og nœst honum Ólaf Björnsson ritstjóra. Uppi á tröppun- um lengst til vinstri er Sigurður Jónsson frá Yztafelli, og við hlið hans Sigurður Eggerz, en lengst til hœgri á tröppunum er Klemenz Jónsson, síðan P. Smith, Jón Helgason biskup og Gísli Ólafsson símstjóri. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.