Samvinnan - 01.12.1968, Síða 28

Samvinnan - 01.12.1968, Síða 28
 Einar Gerhardsen flytur rœSu sína í Ráðhúsi Kaupmannahafnar 26. júní sl. arhorfurnar hafa verið hreyfi- aflið í hinu mikla og íjölgrein- ótta starfi sem samvinnuhreyf- ingin hefur unnið. Á þeim tím- um sem við lifum og enn frek- ar i framtíðinni munu einmitt hugmyndir og hugsjónir sam- vinnunnar eflast að styrk og áhrifum. Við stöndum frammi fyrir áframhaldandi þróun velferðarþjóðfélagsins, og í þeirri þróun verður samvinnu- hreyfingin að taka virkan þátt. Samvinnufélög neytenda eru öflug á Norðurlöndum. Saman- lagt eiga þau um 20.000 kaup- félagsbúðir. Maður rekst á þessi kaupfélög um gervöll Norðurlönd undir ýmsum nöfn- um. Þau eru þar einsog notaleg og uppörvandi kveðja til hinna mörgu vina samvinnuhreyfing- arinnar. Á Norðurlöndum eru samtals 3.640.000 samvinnu- menn, og á árinu 1966 höfðu kaupfélögin á hverjum stað og samvinnusamböndin á Norður- löndum veltu sem nam um 20 þúsund milljónum sænskra króna (rúml. 200.000.000.000,00 ísl. króna). Sannarlega öflug hreyfing. Og það sem er sér- kennilegt við þessa hreyfingu er, að hún byggist á hinum mörgu smáu í samfélaginu. Það er til þeirra sem hún sæk- ir styrk sinn og vald. Samvinnuhugsjónin kom í kjölfar iðnbyltingarinnar. Nú gengur yfir heiminn tækni- bylting, sem leiðir af sér veru- lega hlutfallaröskun og mið- mögnun efnahagsstarfseminn- ar. Nú koma til sögunnar fáar voldugar efnahagseiningar sem ósjaldan rjúfa öll landamæri. Þetta verður samvinnuhreyf- ingunni ný ögrun. Á fundi Norðurlandaráðs í febrúar í ár lét Tage Erlander forsætisráðherra Arbeiderblad- et í Osló hafa eftir sér ýmis athyglisverð sjónarmið um þau vandamál sem Svíar standa andspænis. Við hvorki getum né viljum hefta þá þróun sem nú á sér stað, sagði hann. Stóru fyrir- tækin eiga auðveldara með að láta til sín taka á heimsmark- aðinum en smáfyrirtækin. En þetta ástand skapar sérstök vandamál. Við höfum komizt að raun um það í Svíþjóð, að lítill hóp- ur manna drottnar yfir stórum hluta atvinnulífsins. Sami hóp- ur kostar og hefur eftirlit með dagblöðunum og öllum stóru vikublöðunum. Ef einn og sami hópur manna og fylgifiskar hans ráða í senn yfir atvinnu- lífinu, stjórnmálunum og skoð- anamynduninni í tilteknu landi, þá er hætta á ferðum. Að frátöldu stjórnmálalíf- inu hefur hinn almenni ein- staklingur í Svíþjóð hvergi stoð nema í samvinnuhreyfing- unni og verkalýðshreyfingunni. Sænska samvinnuhreyfingin gegnir veigamiklu hlutverki sem mótvægi gegn miðsæknu valdi einkaframtaksins. Og skerfur verkalýðssamtakanna verður ekki ofmetinn þegar um það ræðir að tryggja hagsmuni launþega. Þær ályktanir sem Erlander forsætisráðherra dró af þess- um hugleiðingum ætla ég ekki að ræða nánar hér. Aðstæðurnar í Svíþjóð eru sennilega ekki heldur alveg sambærilegar við aðstæður á öðrum Norðurlöndum, en samt er þar enginn eðlismunur á. Vandamálin, sem Svíar standa nú andspænis að því er varðar miðmögnun valdsins í þjóðfé- laginu, munu með vaxandi þunga einnig gera vart við sig á öðrum Norðurlöndum. Og þá vitum við að samvinnuhreyf- ingin á þess kost að gegna hlutverki til mótvægis við mið- sækið vald einkaframtaksins. Og þetta er mikilsvert. Ein- staklingurinn verður ákaflega máttvana gagnvart þeim sam- steypum einkafyrirtækja, sem nú eru að vaxa upp. En með einingu og samtökum geta neytendurnir, bændurnir og sjómennirnir, orðið voldugt afl fyrir tilverknað samvinnu- hreyfingarinnar — í hverju einstöku landi, á Norðurlönd- um og í heiminum öllum. Hér höfum við skóladæmi um, hve virk og tímabær samvinnu- hreyfingin er í hverjum ein- asta þætti samfélagsþróunar- innar. Hér veltur mest á því að leiðtogar hennar og félagar hafi vilja og djörfung til að sjá verkefni líðandi stundar og framtíðarinnar. Því er haldið fram að Norð- urlönd séu heiltækustu efna- hagssamtök i heiminum. Ég veit ekki hvort það er rétt, en ég veit að samvinna milli Norðurlanda er í stöðugum vexti og nær til flestra sviða þjóðlífsins, allt frá tollasam- vinnu, sameiginlegum vinnu- markaði, félags- og menning- armálum til samvinnu um sameiginlega framgöngu í ýms- um alþjóðlegum stofnunum og um aðstoð við vanþróuðu lönd- in. Ástæða kann að vera til að leggja áherzlu á mikilvægi þess, að með aðild landa okk- ar að Fríverzlunarbandalaginu (EFTA) höfum við fengið frjálsan norrænan markað fyr- ir iðnaðarvörur. Það hefur leitt af sér verulega og gleðilega aukningu á viðskiptum milli Norðurlanda innbyrðis. Enn- fremur er ástæða til að gleðj- ast yfir þeirri samvinnu um framleiðslu og þeim sambönd- um milli norrænna fyrirtækja, sem komizt hafa á með fram- Sumariö 1967 var Gerhardsen gestur ríkisstjórnar íslands. Hér tekur Bjarni Benediktsson forsœtisráSherra á móti honum á flugvellinum. 28

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.