Samvinnan - 01.12.1968, Síða 29

Samvinnan - 01.12.1968, Síða 29
leiðslusamningum, vöruafhend- ingarsamkomulögum og sölu- samningum. Samvinnan hefur þróazt mismunandi ört og einatt við andspyrnu og miklar áhyggjur úr mörgum áttum. En þegar ábyrgir aðiljar hafa tekið á- kveðna afstöðu og hrundið samvinnunni af stað, þá hefur árangurinn að heita má und- antekningarlaust reynzt góður. Þeir sem voru kvíðnir og á- hyggjufullir hafa ekki reynzt réttspáir. Við höfum komizt að raun um að samvinna borgar sig. Þess vegna eigum við að halda áfram á vegi samvinn- unnar, og við eigum að sýna meiri dirfsku. Útreikningar eru víst nauð- synlegir. Við eigum ekki held- ur auðvelt með að venja okkur af þeim hér á Noðrurlöndum. En hinir mörgu sérfróðu reikn- ingsmeistarar gera tíðum þá skyssu, að þeir leggja meiri á- herzlu á áhyggjurnar en mögu- leikana. Hver veit nema meira væri gert, ef ábyrgir stjórn- málamenn tækju i auknum mæli ákvarðanir um sam- starfsverkefni út frá pólitísk- um og stefnumarkandi sjónar- miðum, en fælu síðan sérfræð- ingunum að koma verkefninu í höfn. Samvinna Norðurlanda er komin langt, en ekki nógu langt. Hana verður að auka. Góð samvinna Norðurlanda mun ævinlega hafa sitt sjálf- stæða gildi. En Norðurlönd geta aldrei orðið sjálfum sér nóg. Við verðum að taka þátt í æ breiðara alþjóðlegu sam- starfi. Fyrst verður að vinna bug á hinni efnahagslegu sundrung í Evrópu. Því næst verðum við að setja okkur að marki samvinnu sem feli í sér alla Evrópu. í þeirri viðleitni munu nátengd Norðurlönd geta leikið mikilsvert hlutverk. Norð- urlönd, sem nú eru efnahags- legt stórveldi, munu einnig eiga auðveldara með að hljóta við- urkenningu sem eining á hinu verzlunarpólitíska sviði, ef við getum komið til leiðar öflugra og samningsbundnu samstarfi. Samvinnuhreyfingin hefur ævinlega haft jákvæða afstöðu til norræns samstarfs, og hún hefur sjálf verið í broddi fylk- ingar með ýmiss konar sam- starfsverkefni á grundvelli samvinnuhugsj ónarinnar. Norræna samvinnusamband- ið hefur á liðnum 50 árum lagt fram veigamikinn skerf. Sam- vinnuhreyfingar Norðurlanda geta óttalaust byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið. í samkeppnisþjóðfélagi nútím- ans, með hin stóru og fjár- sterku vöruhús og samsteypur, stendur samvinnuhreyfingin andspænis ögrun sem hún verður að bregðast við af dirfsku og framsýni og með þeim styrk sem breitt samstarf getur veitt. Fái samvinnu- hreyfingin hagnýtt þá miklu möguleika, sem jafnvoldug al- þýðuhreyfing býr yfir, verður hún ósigrandi. En það ríður líka á, að í hverju einstöku landi verði unnið markvisst að því að gera samvinnuhreyf- inguna að raunverulegri og lif- andi alþýðuhreyfingu, þar sem hver einstakur meðlimur sé sér þess meðvitandi, að hann hef- ur áhrif á félagsskap sinn, og sé einnig fús til að takast á herðar þá ábyrgð sem á hann leggst. En krafta og möguleika samvinnuhreyfingarinnar verð- ur að samhæfa bæði í einstök- um löndum og alþjóðlega. Þá vex henni afl og vald, og þá getur hún látið til sín taka í hvaða máli sem er. Norræna samvinnusambandið samræmir í veigamiklum greinum krafta samvinnumanna á Norður- löndum. Það getur með stolti bent á þann stórkostlega ár- angur sem þegar hefur náðst, og það er vel búið til að leysa einnig erfið verkefni morgun- dagsins. Fyrra heimsstríði var ekki enn að fullu lokið þegar stofn- fundur Norræna samvinnusam- bandsins var haldinn í Kristí- aníu. Fundurinn sendi skeyti til Alþjóðasamvinnusambands- ins í Lundúnum með „bróður- legri kveðju til samvinnu- manna í öllum löndum og með von um að Alþjóðasamvinnu- sambandið verði strax að stríði loknu fært um að taka af fullum krafti upp að nýju hið blessunarríka starf sitt með það fyrir augum að lækna sár styrjaldarinnar og halda áfram uppbyggingunni á al- þjóðlegu samfélagi samvinnu- manna, þar sem stríð milli þjóða verði óhugsandi." Framkvæmdastjórn Alþjóða- samvinnusambandsins sendi þakkarskeyti, þar sem meðal annars sagði: „Við samþykkj- um ákvörðunina um að vinna að sameiginlegum markmiðum okkar, bróðurþeli mannkyns og innleiðslu þess alþjóðlega bræðralags, sem verða mun hinzta trygging fyrir heims- friði.“ Um þetta leyti var tærandi lokaþáttur fyrri heimsstyrjald- ar að hefjast. Milljónir her- manna, búnar beztu fáanleg- um drápstækjum, gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að svipta hver annan lífi. Það var því ekki að furða þó menn væru alteknir hugsuninni um að binda enda á stríðið og tryggja frið í heiminum. Samvinnumenn vildu tryggja heimsfriðinn með því að mynda hið alþjóðlega sam- vinnusamfélag. Aðrar hreyf- ingar settu sér svipuð háleit markmið. En hingað til hafa baráttumenn friðarins orðið að láta í minni pokann fyrir tor- tímingaröflum stríðsins. Við tölum gjama um „milli- stríðsárin" og „eftirstríðsárin". í rauninni hefur verið stríð allan þennan tíma, ýmist með- al einnar þjóðar eða milli þjóða. Og vopn þau og bar- áttuaðferðir sem beitt er verða stöðugt stórvirkari, og stríðið því æ grimmilegra. Það er stríð í Víetnam, landamæra- árekstrar í Miðausturlöndum, kynþáttaátök og kynþáttaof- sóknir í mörgum löndum. Fréttirnar um fallna menn og særða eru orðnar svo margar og svo algengar, að við sljóvg- umst smátt og smátt og lesum varla fyrirsagnir dagblaðanna. En svo kom allt í einu frétt um að læknar í Suður-Afríku hefðu fært manni nýtt hjarta. Um allan heim fylgdumst við eftirvæntingarfull með frétt- um um heilsufar þessa manns. Og okkur leið vel meðan við heyrðum að allt gengi honum í haginn. Duglegir læknar höfðu bjargað einum einstakl- ingi frá bráðum bana. Örlög þessa eina manns tóku hugi manna um heim allan. Líf eða dauði eins einasta manns — í heimi þar sem stríðið eyðir á degi hverjum hundruðum og þúsundum mannslífa. Undar- legur heimur. Uppbyggingar- og niðurrifsöfl í eilífum átök- um. í þessum átökum hefur samvinnuhreyfingin fundið sér hlutverk. Hún er þáttur upp- byggingaraflanna — aflanna sem vinna fyrir friðinn og lífið. Heimsfriðurinn á enn langt í land. Takmarkið verður að vera svokallað alheimsöryggis- kerfi, og það verðum við að fá fyrir tilstilli Sameinuðu þjóð- anna. En þær þarfnast hjálpar allra sem eitthvað geta lagt af mörkum. Samvinnuhreyfingin er ein þeirra hreyfinga sem starfað geta í þágu friðarins. Hún getur verið einn af brúar- smiðunum milU ólíkra hug- myndakerfa og þjóðfélagssjón- armiða, milli manna af mis- munandi litarhætti og trúar- skoðunum. Hún starfar á vett- vangi og að verkefni sem safn- að getur um sig hinum mikla neytendaskara í öllum löndum. Hún talar tungu sem allir eiga að geta skilið: hún flytur boð- skap sem allir ættu að geta sameinazt um. Og Albjóða- samvinnusambandið með hart- nær 200 milljónir félaga í rúm- um 50 þjóðlöndum byggist nú eins og 1918 á hugsjón, sem takmarkast ekki við efnahags- málin einber. Þetta kom fram á ársþinginu 1965 þegar Al- þjóðasamvinnusambandið hét á alla félaga sína að vinna með endurnýjuðum krafti að varanlegum friðl og öryggi, að almennri og algerri afvopnun undir raunhæfu eftirliti. Al- þjóðasamvinnusambandið lagði elnnig áherzlu á sameiginleg- an vilja félaga sinna til að bæta lífskjörin í öllum lönd- um. Það lítur á samvinnu- hreyfinguna sem efnahagslegt og félagslegt tæki til að reisa réttláta helmsskipan, sem ein- kennist af efnahagsframförum og mannlegri sæmd. Þetta eru hugmyndir sem hljóta að eiga miklu fylgi að fagna um gervallan heiminn. Ég hefði haldið, að þegar sam- Gerhardsen rœðir við Grómýkó utanrikisráðherra Sovétríkianna. 29

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.