Samvinnan - 01.12.1968, Page 49

Samvinnan - 01.12.1968, Page 49
á skemmtistað. Þar eru vegalengdir milli manna til muna minni en er yfirleitt. Sá, sem á í samræðum viö annan, er samtímis umluktur kliði af samræðum annarra. (Auk hljómlistar oftast, en hún helzt óbreytt að styrkleik). Þessi kliður liggur á mörkum þess að vera marklaus hávaði og eftirtektarverð hljóð, sem krefjast skilnings, og sveiflur í honum ná inn á annað hvort sviðið. Þannig er samræðandinn (hver einstakjur sam- ræðandi) sifellt undir álagi, svo athygli hans beinist frá umræðueininu. Eðlileg viðbára af hans hálfu er að hækka röddina og byggja þannig út hljómum, sem hann úrskurðar sér óviðkomandi (aukin virkni árásarhvatar). Þannig hef- ur hann aukið á kliðinn. Meðal hinna verður um sömu viðbrögð að ræða. Og þannig stig af stigi. — Með vaxandi radd- styrk verður það orkuútlát meira, sem fer í tjáninguna. Orkuforði hvers ein- staks er hins vegar innan þessara kring- umstæðna að töluverðu leyti takmarkað- ur. Eftir því sem hávaðinn verður meiri, hneigist hann því til að taka „lárétta“ stefnu og falla að jafnvægisástandi. Vöxtur hans er mestur fyrst, en síðan verður hann hinn sami um hríð. Hver styrkur hávaðans verður í þessu jafn- vægisástandi, er komið undir fjölda ein- staklinganna, líkamlegum styrk þeirra og hversu óþreyttir þeir eru í byrjun, ennfremur að hve miklu leyti þeir eru leystir undan siðferðilegum hömlum vegna neyzlu deyfandi lyfja (en hátt- erni gegn slíkum hömlum krefst því meiri orku sem þær eru óskertari). Óþæg- indi vegna þreytu knýja svo menn til að draga af sér, og tómleg kyrrð fellur yfir. — Annað atriði á jafnmikinn þátt í mótun þessarar sveiflu allrar, nefnilega bein ýfing hugarstarfseminnar vegna hávaðans, þannig að menn finna til miklu meiri löngunar til að tjá sig í slíkri samfellu tjáningar en ella. Verðmætamyndun er lífsmagn þjóð- félags sem heildar, og borgin er brenni- punktur slíkrar starfsemi. Heildin legg- ur að einstaklingnum, að hann lifi í samræmi við þessa þörf, bæði sem neyt- andi og sem framleiðandi. Enginn ein- stakur hefur úrskurðarvald um þetta að- hald; hver þegn er undirorpinn því, en sjálft hreyfiafl þess er aðeins afsprengi samtölu einstaklinganna. Einstaklingur- inn kaupir vöru, kaupmaðurinn eykur innkaup sín og þar með verksmiðjueig- andinn framleiðslu sína: framleiðslu- magnið vex með áfergju einstaklingsins. Grundvallaratriðið er að hægt er að auka þarfir einstaklingsins. Vani gerir annarleg fyrirbæri ómissandi; endurtek- in sýn samkynja hluta í umhverfi og innprentun slagorða með auglýsingum verða fyrst dulvituð þekking einstaklings á umhverfi sínu og aðlögun hans sem mótvægi við öryggisleysi, síðan sam- rennur þessi þekking og kemur fram í hugann sem knýjandi þörf. Einstakling- urinn er frá upphafi stefnumótaður með þessum hætti, og eignasjónarmiðið er honum sjálfsagt og eðlilegt. Með tím- anum hefur svo sjálf hömstrunin tekið á sig venjuformaða mynd, þar sem er tízkan. Einskonar rítúal hefur myndazt, sem kveður á um, að eign úreldist löngu áður en hún er fullnýtt, svo að þörf sé endurnýjunar með skömmu millibili. Þessi tvö atriði, innprentuð þörf og van- traust á endingu, eru hin frumlæga af- komuþörf einstaklingsins útblásin og afmynduð. Eða það mætti nota lík- inguna um píramíta á hvolfi og segja, að hin frumlæga þörf sé toppurinn, sem píramítinn stendur á, en hinar tilbúnu þarfir séu á hverjum tíma botnflötur- inn, þannig að hann stækkar í sífellu og álagið á toppinn, undirstöðuna, vex. í borg er fjöldi manna samankominn á litlu svæði. Margir verða því oft fyrir ertingu sama atriðis, þannig að myndun sameiginlegra sjónarmiða er greiðari en ella. Slík nýting skoðanamótandi afla eykur á sjálfstæði þeirra, gerir úr þeim sérhæfða tæknigrein og mikilvirka fjöl- miðlun. Jafnvægi í lífi hvers einstak- lings er sífelldlega raskað af stefnu- mótandi innskotum: sniðuglega orðuðum auglýsingum, nýjum vörumerkingum, auknum þörfum hinna, fullkomnun tízkuiðnaðarins; jafnvægi milli sjálflífs hans (persónulegs fjölskyldulífs) annars vegar og umhverfisins hins vegar rask- ast, og sem mótvægi leitar hann nýs jafnvægis með því að auka á innkaup sín. Spírallinn virkar á sama hátt og í framangreindu dæmi. Til aukinnar kaupgetu þarf frá sjónarmiði einstak- lingsins aukna vinnu, en frá sjónarmiði heildarinnar aukna nýtingu vinnuaf- kasta hans; hvort tveggja kemur venju- lega fram einhvers staðar í þjóðfélaginu sem aukin framleiðslugeta verðmæta, sem hann muni síðar ágirnast. Spírallinn er í því fólginn, að til þess að öðlast aukin fjárráð og þar með geta svalað áfergju sinni, leggja einstaklingar sig fram um að auka á áfergju annarra. Framleiðni hefur á Vesturlöndum auk- izt um 3—5% á ári (u. þ. b.) síðastliðinn áratug, en hagfræðingar telja að úr þessum vexti muni draga á næstu árum og þrcunin færast yfir á félagslegri svið. Ennfremur velta þeir fyrir sér, hvort til muni vera hámark framleiðni, þannig að mannlegri getu séu takmörk sett í því efni. Ég get þó ekki séð að slíkum mörk- um yrði náð, fyrr en allt samlíf manna hefur umhverfzt í fullkomið maurabú. Félagssálfræðingar velta hins vegar fyrir sér, hvort hægt sé að ofbjóða mönn- um með upplýsingamiðlun og því um líku, og niðurstöður hafa leitt líkur að því að svo sé; að taugaveiklun og rugl- kenndur hugsunarháttur, þar með hátt- erni, verði því ijósari sem nær dregur mörkunum. — Það er ijóst að úr sjálfs- stjórn einstaklingsins dregur, eftir því sem framleiðnimarkmiðið verður alráð- ara. Eða m. ö. o. eftir því sem sjálfvirkni hreyfiafls samfélags verður meiri, nálg- ast hver einstaklingur innan þess stöðu frumu í lífrænni heild. Ennfremur virð- ist það jafnvægi, sem hver einstaklingur telur sig vinna að með neyzluháttum sínum, hafa jafngildi í augum hans frá stund til stundar, jafnvel að þeir aukist að gildi, eftir því sem á líður og fárán- leikinn vex, þegar á heildina er litið. Af þessum ástæðum tel ég líklegra, að hagfræðingar muni sjá á bak vitrænni hugsun, áður en þeir eygi framundan hámark framleiðninnar miðað við mann- lega afkastagetu. Merki þess sér þegar stað, þar sem er skipting manna í sérfræðinga sem starfa að hagstjórn, rannsóknum á x-mönnum og y-mönnum og skipulagn- ingu — og hins vegar sviplausan almúga, sem ekki aðeins skilur ekki „sérfræðing- ana,“ heldur bókstaflega hugsar eftir allt öðrum leiðum. Auk absúrdismans í bók- menntum, sem starfar á sama hátt og skemmdarverkamaður í verksmiðju, sem 49

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.