Samvinnan - 01.12.1968, Qupperneq 58

Samvinnan - 01.12.1968, Qupperneq 58
Við íslendingar kaupum enga olíu hjá Aröbum, verzlun okkar við þá er hverf- andi, og við erum eina ríki Evrópu, sem aldrei hefur efnt til stjórnmálasambands við Arabaríkin. Það var því ekki að undra, að Kúrdum yrði litið til íslands. Þá gæti enginn ásakað okkur um eiginhagsmuna- stefnu, þótt við sinntum máli þeirra inn- an Sameinuðu þjóðanna. Við gætum rek- ið það þar okkur algerlega að kostnaðar- og skaðlausu. Hlytum aðeins virðingu fyrir. Fyrrverandi utanríkisráðherra okkar var bent á þetta fyrir örfáum árum, en hann vísaði málinu frá sér með þeim orð- um, að hann hefði persónulega fyllstu samúð með Kúrdum, en þetta væri of veigamikið mál til þess að við, smáþjóðin, gætum sinnt því. Fyrir tveim árum var svo samið um vopnahlé, og málið varð ekki eins aðkallandi og áður. í september sl. birti skrifstofa Alþjóða- sambands lögfræðinga (International Commission of Jurists) í Genf allítarlega grein um réttarstöðu og sögu Kúrda. Þar segir m. a.: „Saga Kúrda í frak dregur upp mynd af ástandi sem endurtekur sig í mörgum löndum heims. Hún sýnir þjóðernis- minnihluta, sem æskir að lifa á sinn hefðbundna og eðlilega hátt innan ríkis, er þolir enga takmörkun á innri einingu sinni. í stað þess að leysa vandamálið með samningum reynir ríkið að uppræta það með valdbeitingu". „Hin írakska lausn vandamálsins — með hervaldi — er of algeng í heiminum í dag. Það er smánarlegur dómur um nú- tímann, að hófsamir menn eins og dr. Bassas nái þá aðeins fram stefnu sinni, er hervaldið mætir svo sterkri mótspyrnu, að það fær ekki við hana ráðið. Ef lausn sú, sem nú hefur náð fram að ganga í írak, verður ekki framkvæmd, munu þessir fjórtán mánuðir friðar að- eins verða stutt hlé í langvarandi kúrdísku stríði“. Svo segir í grein lögfræðinganna. 1. júlí sl. birti Vínarblaðið „Kurier“ eftirfarandi í grein frá fréttaritara sínum í Bagdað í tilefni þess að þá voru tvö ár liðin frá samkomulagi Bassas og Barzanis: „Ríkisstjórnin hefur ekki uppfyllt einn einasta lið samkomulagsins............í síðustu viku sögðu báðir ráðherrar Kúrda sig úr ríkisstjórninni í mótmælaskyni við athafnaleysi stjórnarinnar. Þá hefur það orðið til að auka spennuna, að kúrdískir pólitískir fangar, sem lofað var að leysa úr haldi fyrir tveim árum, sitja enn inni. Eina dagblað Kúrda í írak, „A1 Taatsji“, hefur verið bannað vegna árása á stjórn- ina.......Samt vona menn, bæði ráða- menn Kúrda og hófsamir stjórnmála- menn í Bagdað, að ekki komi að nýju til vopnaðra átaka, sem kostað hafa þús- undir mannslífa á undanförnum árum, sérstaklega meðal kúrdískra borgara". í bréfi, sem dr. Osman sendi mér fyrir skömmu frá Teheran, skrifar hann: „Ástandið í landi okkar er nú mjög óöruggt. Við höfum nær ekkert opinbert samband við ríkisstjórnina. Vopnaðar skærur eiga sér stað alltaf öðru hverju. Bagdað treður okkur um tær, og við verð- um að svara í sömu mynt. Við höfum hafiö baráttu fyrir, að sem flestir læri að lesa og skrifa, og reynum að bæta ástand heilbrigðismálannna. Þá undirbúum við okkur hernaðarlega eftir mætti, ef við skyldum verða knúðir til að berjast að nýju........Hvað varð um sjúkraskýlið, sem íslenzka nefndin ætlaði að reyna að útvega okkur? Nú hefðum við brýna þörf fyrir það“. Ekki er hægt að ljúka þessari grein án þess að minnast á hag Kúrda í öðrum löndum. Um Tyrkland segir í grein lög- fræðinganna: „Tyrkland virðist ekki þekkja greinar nr. 38 og 39 í Lausanne-samningnum, þar sem það skuldbindur sig til að virða rétt- indi þjóðernisminnihluta sinna. Kennsla á kúrdísku er bönnuð í skólum. Tilraunir til að gefa út blöð og rit á kúrdísku hafa verið kæfðar í fæðingu og höfundar þeirra fangelsaðir. Nýleg bráðabirgðalög (nr. 7/7635) banna innflutning á prent- uðu kúrdisku efni og hljóðritunum...... Opinberlega eru Kúrdar í Tyrklandi ekki Kúrdar, heldur Fjalla-Tyrkir". í íran er Kúrdum einnig bannað að nota tungumál sitt í skólum (í öllum þessum löndum eru skólar fáir í kúrdísk- um héruðum þótt þeim fjölgi nú ört í íran). Blöð og bækur á kúrdísku fást að- eins örsjaldan gefnar út. Þegar hefur verið minnzt á Kúrda í Sýrlandi. Þar má við bæta, að nýlega voru um 120 þúsund manns (nákvæma tölu veit enginn) sviptir ríkisborgararétt- indum og settir á sérstaka skrá sem út- lendingar. Þeir geta ekki lengur leitað réttar síns fyrir sýrlenzkum dómstólum, fá ekki að gegna opinberum störfum, bændur fá enga hlutdeild í skiptingu jarðeigna, sem þeir hafa jafnvel búið á um áratugi, o. s. frv. „Eigi aðeins brot þessara ásakana við einhver rök að styðjast", segir í grein lögfræðinganna, „er þetta villimannlegt brot á frumstæðustu mannréttindum“. Eina landið, þar sem Kúrdar fá að búa við frumstæðustu mannréttindi og menn- ingarkjör, hafa rétt til að gefa út bækur og blöð á eigin tungu og nota hana í skólum, er Sovétríkin, þar sem innan við hundrað þúsundir þeirra búa í Kákasus. Þetta tveggja ára vopnahlé hafa Kúrd- ar ekki látið ónotað utanlands. Sl. ár sendu þeir fulltrúa til aðalstöðva Sam- einuðu þjóðanna, sem ræddu við fjöl- margar sendinefndir. í þetta sinn báðu þeir ekki um neitt, kynntu aðeins mál sitt í þeirri von, að einhver reyndist fús- ari til athafna, ef stríð brytist út að nýju. Þessara erinda kom kúrdíski sendifull- trúinn dr. Osman einnig til íslands sl. sumar og hitti hér ráðamenn að máli og var vel tekið, hvergi jafnvel, að því er hann sagði, nema í Finnlandi. Áðurnefnda sérstöðu fslands (hverf- andi verzlun og ekkert stjórnmálasam- band við Arabaríkin) þekkti fulltrúinn og eins hitt, að við eins og Finnar höfum ekki búið lengi við frelsi það, sem við njótum í dag, heldur vorum til skamms tíma undir erlendri stjórn, sem var þó hin mannúðlegasta miðað við það sem Kúrdar eiga við að búa. Við vorum aldrei beittir líkamlegu ofbeldi, og enginn bannaði okkur að gefa út íslendingasög- urnar á íslenzku. Ég vona að ég ljóstri ekki upp neinum leyndarmálum þótt ég skýri frá því, að Emil Jónsson utanríkisráðherra átti nokkrum mánuðum seinna, er hann var staddur í New York, ítarlegar viðræður við U Thant um, hvað unnt væri að gera Kúrdum til hjálpar. Er utanríkisráðherra okkar eini maðurinn, sem Kúrdar vita tii að hafi rætt mál þeirra við U Thant. Meðan friður helzt í Kúrdistan er ekki þörf stórra athafna, en bregði til stríðs að nýju, vildi margur mega vona, að ráðamenn okkar sýni málinu áfram- haldandi áhuga og veiti vinasnauðri smáþjóð, sem berst fyrir tilveru sinni, virkan stuðning. „Pesh-Merga“ bíða eftir morgunverði. 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.