Samvinnan - 01.04.1970, Side 38

Samvinnan - 01.04.1970, Side 38
Finnur Guðmundsson: Verndun Mývatns og Laxár ríkjanna. Miðlunarlónin stuðla venjulega að því að auka jafn- rennsli ánna, sem er hagstætt fyrir laxeldið, því að flóðahættan minnkar og vatnsmagn árinnar vex á lágrennslistímum, en gæta verður þess vandlega að rennslið fari aldrei niður fyrir visst lág- mark. Miðlunarlónin eyðileggja oft náttúrlegar klakstöðvar í án- um, en úr því er auðvelt að bæta með manngerðum klak- og eldis- stöðvum. Dæmi eru til um það, að fallorka vatnsfalla hafi verið gjörnýtt, þannig að eitt miðlun- arlónið taki við af öðru. Fræði- lega séð ætti áin þá að vera ónýt sem laxá, en þrátt fyrir það hefur laxveiðin ekkert minnkað, vegna þess að laxinum hafa verið búin algerlega ný lífsskilyrði með manngerðum klak- og eldisstöðv- um, og hann leitar samt sem áð- ur í sömu ána. Ýmist eru byggðir laxastigar við hliðina á stíflu- mannvirkjum eða hann er tekinn í laxakistur neðan stíflunnar og síðan fluttur á bílum upp fyrir hana. Laxveiðar og virkjun fall- vatna eru því síður en svo and- stæð sjónarmið, því að ofast má nota virkjanaframkvæmdirnar til að auka laxveiðarnar ásamt raf- orkuframleiðslunni, ef sá þáttur er tekinn með í reikninginn strax í upphafi. Jökulvatnsþáttur- inn í mörgum íslenzkum fallvötn- um orkar truflandi á laxeldi og laxveiðar í viðkomandi ám. Nú eru uppi áætlanir um að veita mörgum þessum ám saman uppi á hálendinu. Við það mundu jök- ulvötnin verða færri og stærri, en líklegt er, að ýmsar af þeim ám, sem losnuðu við jökulvatns- þáttinn, mundu batna stórlega sem laxveiðiár. Ein mesta áætlanagerð um vírkjunarframkvæmdir, sem sett hefur verið fram hér á landi, er áætlunin um Austurlandsvirkjun, og skal hér drepið á nokkur þau náttúruverndaratriði, sem nauð- synlegt er að hafa í huga í sam- bandi við þær áætlanir. Austur- landsvirkjun mundi veita tug- þúsundum manna lífsskilyrði, en því er ekki að leyna, að hún mundi breyta náttúrufari lands- ins verulega, sem þarfnast náinna rannsókna. Mjög stór miðlunarlón verða byggð bæði við Eyjabakka, í Brú- ardölum, við Kreppu og Jökulsá á Fjöllum. Óneitanlega mundu nokkuð víðáttumikil gróðursvæði fara undir vatn við þessi lón, sér- .staklega við Eyjabakka og í Brú- arílölum, en þau eru hluti af ihiniwn kjarngóðu beitilöndum þeirra Fljótsdælinga og Jökul- dælinga. f>að tjón yrði bezt bætt jneð því að rækta þarna upp önn- .ur Jandsvæði, sem nú eru gagns- Jítil. Eitthvað mundi þrengjast að hreindýrunum, því að samkvæmt sænskri reynslu leita þau einmitt á slíka staði á haustin til að fita sig fyrir veturinn, sérstaklega á mýrlendið. Mýrlendi er vissulega mjög mikið á Fljótsdalsheiðinni, svo að óvíst er, hvort þetta kem- ur að sök fyrir þau. Einstakir og fagrir gróðurreitir eins og Hvannalindir og Grágæsadalur mundu fara undir vatn og eyði- leggjast, en að þeim er vissulega mikil eftirsjá. Sagt er að tíminn lækni öll sár, og svo er einnig líklegt í þessu tilfelli. Slik stór uppistöðulón hækka jarðvatns- stöðuna á stórum svæðum um- hverfis sig. Þannig geta myndazt bleytur og jafnvel nýjar lindir, sem yrðu undirstaða þess að nýj- ar, fagrar gróðurvinjar mynduð- ust í eyðimörkinni. Stöðuvötn eru alltaf fegurðarauki í náttúrunni, og það mundu uppistöðulónin einnig verða, þó að þau geti aldrei náð fegurð náttúrlegra stöðuvatna, vegna þess að vatns- borð þeirra yrði svo breytilegt. Þáttur jökulvatnsins yrði að mestu tekinn úr Jöklu og Jökulsá á Fjöllum, en það mundi auka fiskræktarmöguleika í þessum ám, eins og áður hefur verið rætt. Lagarfljót mundi aftur á móti vaxa að sama skapi, en þó ekki meira en svo að jafnaðar- rennsli þess yrði lítið eitt meira en meðalrennsli þess er nú í júlí og ágúst á hlýju sumri. Flóða- hætta myndi fremur minnka heldur en hitt, þó að ekki yrði hægt að hafa stjórn á vetrarflóð- um, því að upptök þeirra eru fyrst og fremst neðan virkjunar- staðarins. Aukið meðalrennsli Lagarfljóts mundi auka eitthvað á rofmátt þess, en þar sem far- vegur þess er mjög hallalítill og víðast hvar á mjög traustum berggrunni, þá er þarna mjög lít- il hætta á ferðum, nema þá í ein- stökum tilvikum, þar sem straum- urinn er lítið eitt meiri og fljóts- bakkarnir úr lausum aurum eða sandi. í slíkum tilfellum er viss hætta á ferðum, sem nauðsynlegt er að rannsaka og taka tillit til, annaðhvort með aðgerðum á staðnum eða skaðabótum. Ég vil ljúka þessu lauslega spjalli með því að undirstrika, að náttúruvernd og virkjun fall- vatna stefna í meginatriðum að sama marki. Þær eiga því sam- leið og eiga að hafa samvinnu, sem verður að byggjast á ítar- legum rannsóknum og samvinnu- vilja. Hvort tveggja stefnir að því að gera landið byggilegra og fegurra í leitinni að nýjum og betri lífsskilyrðum fyrir íslenzka þjóð. Guttormur Sigbjarnarson. Hávella. Til skýringar á því, sem hér verður sagt, er nauðsynlegt að gera fyrst grein fyrir nokkrum staðreyndum. Vatnsorka og jarð- hiti eru einhver dýrmætustu nátt- úruauðæfi íslands. Flestir ef ekki allir íslendingar munu vera sam- mála um, að það sé okkur lífs- nauðsyn að nýta þessar orkulind- ir á skynsamlegan hátt. Enn sem komið er hafa þó aðeins um 6% af vatnsorkunni verið nýtt, og jarðhiti hefur ekki verið nýttur nema að sáralitlu leyti til orku- framleiðslu, en hins vegar í vax- andi mæli til upphitunar húsa. ísland er því í dag eitt af mestu orkuforðabúrum Evrópu, og sá fjársjóður, sem í því forðabúri er fólginn, á óefað eftir að stuðla mjög að framförum á íslandi og velmegun íslenzku þjóðarinnar. Að beizlun og hagnýtingu þessara orkulinda vinnur nú stór hópur vel menntaðra verkfræðinga, sem fulltreystandi er til að ráða fram úr öllum tæknilegum vandamál- um á þessu sviði. Vatnsvirkjanir til raforku- vinnslu hafa óhjákvæmilega mik- ið jarðrask í för með sér og ger- breyta oft og einatt svipmóti landsins á tilteknum svæðum. Út af fyrir sig er ekkert við þessu að segja, því að við getum ekki vænzt þess, að ísland verði um aldur og ævi varðveitt sem safn- gripur þar sem engu megi raska. Á hinn bóginn verður að vinna að slíkum framkvæmdum með gát og leitast við eftir megni að sporna við beinum og óþörfum náttúruspjöllum. Þessa hefur þvi miður ekki ávallt verið gætt sem skyldi í sambandi við verklegar Ljásm. Björn Björnsson. framkvæmdir á íslandi, enda eru náttúruverndarsjónarmið hér til- tölulega ný af nálinni, þótt þau séu nú óðum að festa rætur í hug- um manna. Eins og sakir standa er málum svo háttað, að nú eru fyrirhug- aðar á tveimur stöðum á land- inu vatnsvirkjunarframkvæmdir, sem valda munu mjög alvarleg- um náttúruspjöllum, ef úr fram- kvæmdum verður. Hér er um að ræða fyrirhugaðar virkjanir í Laxá í Þingeyjarsýslu og kaffær- ingu Þjórsárvera við Hofsjökul, og skal hér vikið nokkru nánar að hinu fyrra þessara vandamála. Mývatn og Mývatnssveit eru annáluð fyrir grósku og fjöl- breytni hinnar lífrænu náttúru og fyrir merkar jarðmyndanir. Að því er jarðmyndanir varðar næg- ir að minna á Hverfjall, Þrengsla- borgir, Dimmuborgir, fjölda gervigíga, leir- og brennisteins- hveri í Námaskarði, og margt fleira af þessu tagi mætti til tína. Mývatn sjálft er frægast fyrir hið mikla og fjölskrúðuga fuglalíf, en þar verpa hvorki meira né minna en 14 tegundir anda, og við Laxá auk þess 2 tegundir til viðbótar. Alls verða tegundirnar því 16, og eru það allar andategundir, sem verpa á íslandi. Fjórar af þessum andategundum (gargönd, skutul- önd, húsönd og hrafnsönd) verpa hér hvergi svo máli skipti nema við Mývatn og Laxá, og tvær þeirra (húsönd og straumönd) verpa hvergi í Evrópu nema á íslandi. En það er ekki aðeins tegundafjöldinn, heldur miklu fremur einstaklingamergðin, sem setur svip sinn á Mývatn, því að 38

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.