Samvinnan - 01.04.1970, Síða 43
Ullarvinnslan hejur flutzt frá bœndabýlunum
til samvinnufélaganna.
Myndin sýnir spunavélar hjá Gefjun
á Akureyri.
verið hagnýtt til að byggja þau upp og efla
á allan hátt. Svo má ekki gleyma þeirri af-
drifaríku staðreynd, að fjármagn samvinnu-
félags má undir engum kringumstæðum
flytja burt úr byggðarlagi. Þar er sú trygg-
ing sem kannski varðar mestu fyrir smærri
byggðarlög útá landi.
Segja má með nokkrum sanni, að sam-
vinnufyrirkomulagið tryggi það, að einstakl-
ingsframtak njóti sín, því samvinnufélög eru
vitanlega eign allra félagsmanna, en á hinn
bóginn reisir það skorður við ókostum einka-
framtaks sem miðast einvörðungu við einka-
þarfir og einkaneyzlu. Samvinnufélög eru
einnig að því leyti miklu „lýðræðislegri“ en
hlutafélög, að þar eru atkvæði allra félags-
manna jafngild án tillits til eigna, en í hluta-
félögum ræður fjármagnið eitt, að vísu
stundum með ákveðnum takmörkunum.
Því fer víðsfjarri að hlaðið hafi verið und-
ir íslenzk samvinnufélög af opinberri hálfu.
Oft og einatt hefur fremur verið unnið gegn
þeim af íslenzkum stjórnvöldum, til dæmis
undanfarinn áratug, og raunar frá upphafi
af forráðamönnum Reykjavíkurborgar. Þau
hafa eigi að síður spjarað sig og sannað yfir-
burði þeirra grundvallarhugmynda sem
starfsemi þeirra er reist á. Á sama tíma hafa
æ fleiri einkafyrirtæki ýmist verið rekin
fyrir fé almennra sparifjáreigenda eða bein-
línis verið sett á framfæri ríkisins að meira
eða minna leyti.
Sú þróun er einkar fróðleg þegar höfð
er hliðsjón af látlausum áróðri voldugra
aðila og valdamiðstöðva í þjóðfélaginu gegn
opinberum rekstri, hvort heldur er í formi
ríkisfyrirtækja eða fyrirtækja sveitarfélaga.
Hún felur í sér nöturlega áréttingu þeirra
staðreynda, sem vikið var að hér að framan,
að íslenzkt einkaframtak hefur ekki reynzt
þeim vanda vaxið að halda uppi merki hins
svokallaða „frjálsa framtaks“, sem segja má
að sé orðið afkáralegt öfugmæli í íslenzku
efnahagslífi.
Nú má að sönnu benda á ýmsa athafna-
menn sem rekið hafa eigin fyrirtæki af skör-
ungsskap og forsjálni, menn einsog til dæm-
is Tryggva Ófeigsson og Guðmund Jörunds-
son, og afsannar það enganveginn fyrri um-
mæli mín, heldur vekur þá áleitnu spurn-
ingu, hvað verði um fyrirtækin þegar þeir
eru allir. Hefðu þessir skörungar og aðrir
þeim svipaðir veitt forstöðu samvinnufyrir-
tækjum, hefðu hæfileikar þeirra komið að
sömu notum og þeir gera nú, en fyrirtækin
hefðu haldið áfram að blómgast í höndum
annarra hæfra manna, þegar þeir féllu frá,
í stað þess að eiga gengi sitt og framtíðar-
farnað undir jafnóvissum hlutum og erfðum
eða ættarfylgjum. Miklir athafnamenn hafa
vissulega stjórnað samvinnufélögum víða
um land og stóreflt þau, og stundum hefur
staðið styrr um slíka menn, en þeir hafa
skilað sínu æviverki í hendur fólksins sem
á félögin, og það síðan valið þeim hæfa
eftirmenn.
Hér er með öðrum orðum um að ræða
tvennskonar viðhorf við framtaki dugandi
athafnamanna — annarsvegar félagslegt við-
horf sem leggur áherzlu á að hæfileikar og
framtak athafnamanna sé hagnýtt í þágu
heildarinnar (gjarna gegn ríflegri þóknun),
hinsvegar eiginhagsmunaviðhorf sem leggur
mest uppúr því að dugmiklir athafnamenn
sópi sem mestum auði til sín og sinna. Um
gildi þessara ólíku viðhorfa fyrir samfélags
heildina þarf væntanlega ekki að fjölyrða.
Um hitt þarf ekki heldur að hafa mörg orð,
að íslenzkt einkaframtak einsog það er túlk-
að og prédikað er naumast annað en goð-
sögn, sem á rætur í öðrum tíma og verður
því fjarstæðari sem nútímaviðhorf í félags-
og atvinnumálum festa hér sterkari rætur.
Þetta má meðal annars marka af þeim
mörgu samvinnufélögum sem mynduð hafa
verið utan Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga, til dæmis um byggingaframkvæmdir,
leigubílarekstur og ýmislegt fleira. Jafnvel
sumir forkólfar Sjálfstæðisflokksins, sem
einna eindregnast hefur barizt fyrir einka-
framtaki á öllum sviðum, hafa séð þann kost
vænstan að stofna til samvinnureksturs, og
má þar frægastan telja sjálfan landbúnaðar-
ráðherra með kaupfélag sitt á Hellu á Rang-
árvöllum.
Það er löngu kominn tími til að verka-
lýðshreyfingin geri sér fulla grein fyrir því,
að hún á samstöðu með samvinnuhreyfing-
unni um að bæta lífskjör alþýðu manna í
landinu. Þessar tvær fjöldahreyfingar eru
systur sem stefna að sama marki eftir ólík-
um leiðum, önnur með því að bæta launa-
kjör verkalýðsins, hin með því að tryggja
honum hagkvæm verzlunarkjör. Samstarf
þessara hreyfinga á öðrum Norðurlöndum
hefur borið ríkulegan ávöxt, en hér hafa
misskilningur og minniháttar misklíðarefni
unnið báðum hreyfingum mikið tjón. Er til
dæmis leitt til þess að vita, að málgögn
stjórnmálaflokka, sem starfa á grundvelli fé-
lagshyggju, skuli leggja sig niður við að
skemmta skrattanum með tilefnislausum að-
dróttunum og tilhæfulausum dylgjum í garð
samvinnuhreyfingarinnar, í stað þess að
koma til liðs við þau öfl sem vinna vilja
að eflingu hennar og ráða bót á því sem
aflaga kann að fara í rekstri hennar. Öfl
félagshyggju í landinu eru vissulega mátt-
ugri en öfl sérhagsmuna, en fyrrnefndu öflin
eru enn sem komið er alltof sundruð, með
þeim afleiðingum að minnihlutahópar sér-
hagsmunanna ráða lögum og lofum í land-
inu. Þetta verður að breytast, ef nokkur von
á að vera til þess að ísland þróist í sömu átt
og önnur Norðurlönd, en það hlýtur að vera
draumur allra félagslega hugsandi íslend-
inga. 4
43