Samvinnan - 01.04.1970, Síða 54

Samvinnan - 01.04.1970, Síða 54
Þröstur Ölajsson jlytur ávarp jyrir utan ÞjóðleikhúsiÖ, áöur en áskorunin var afhent NorÖ- u rlandaráði. Sigurður A. Magnússon: Tvser litlar dæmisögur Bandarisku stúdentarnir sýna fjöldamorð i Vietnam á Hótel Loftleiðum. íIILEp ? : ▼fX sína. Þeir settust að sumbli og hófu að kyrja ,,Malakoff“ og „Ólaf liljurós“. Stóð sú gleði lengi nætur með miklum innbyrðis vinahót- um gestgjafanna, sem virtust því fegnastir að vera lausir við hina erlendu gesti með sínar annarlegu hugmyndir um samábyrgð mannkynsins og samstöðu stúdenta allra landa í baráttunni gegn kúgun og morðæði. Mér virðist þessi litla saga dæmigerð um íslenzk viðhorf við þeim vandamálum, sem nú brenna heitast á mannkyninu. Hinsveg- ar hefði ég varla farið að rifja hana upp hér nema vegna þess að hún varð óvart undan- fari annarra viðburða, sem varpa enn skýr- ara ljósi á ástandið hérlendis með tilliti til almennrar upplýsingar um heimsmálin og þeirrar einangrunarstefnu sem rekin er af fjölmiðlum landsins. í tilefni af þingi Norðurlandaráðs i Reykjavík undirritaði hópur íslendinga á- skorun um Víetnammálið og sendi hana þinginu. Áskorunin hljóðaði svo: 1. Með hliðsjón af því, að sœnska ríkisstjórnin hefur þegar viðurkennt stjórn Norður-Víetnams og tekið upp stjórnmálasamband við hana, eru það eindregin tilmæli okkar að Norðurlandaráð skori á aðrar ríkis- stjórnir á Norðurlöndum að fara að dæmi hennar og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að koma á stjórn- málasambandi og eðlilegum samskiptum við Norður- Víetnam. Það yrði raunhæft skref í þá átt að draga úr alþjóðlegum viðsjám og stuðla að því að rígskorð- aðar valdablakkir stórveldanna riðlist en í staðinn þróist eðlileg og fordómalaus samskipti allra þjóða heims í anda stofnskrár Sameinuðu þjóðanna. 2. I annan stað eru það eindregin tilmæli okkar, að ríkisstjórnir Norðurlanda sjái sóma sinn í því að slíta stjórnmálasambandi við stjórnina í Saígon, sem styðst ekki við fylgi meirihluta Suður-Víetnama, og veita í þess stað viðurkenningu bráðabirgðabyltingar- stjórn Suður-Víetnams, sem vinnur að því að losa landið undan erlendum yfirráðum og koma á inn- lendri stjórn, sem njóti trausts og fulltingis meirihluta þjóðarinnar. Með slíkri viðurkenningu væri stigið mikilvægt skref í þá átt að binda enda á það ófremd- arástand, sem ríkt hefur í Suður-Víetnam hálfan annan áratug, og koma þar á friði sem veiti þjóðinni tóm til að reisa land sitt úr rúst eftir margra ára gereyðingarstríð. í þessu sambandi væri æskilegt, að ríkisstjórnir Norðurlanda tækju upp viðræður við bráðabirgðabyltingarstjórnina um efnahagsaðstoð og aðra nauðsynlega hjálp til að koma landinu á réttan kjöl. Meðal annars, sem bar til tíðinda í Reykja- vík í öndverðum febrúarmánuði, var heim- sókn 177 háskólastúdenta frá ýmsum fylkjum Bandaríkjanna sem höfðu hér tveggja daga viðdvöl á leið sinni til Danmerk- ur. Þeir héldu áfram för sinni 5. febr- úar, en kvöldið áður efndi Stúdentafélag Háskólans til kveðjusamsætis fyrir þá á Hótel Loftleiðum. Var svo ráð fyrir gert, að hvor hópur skemmti hinum með þeim hætti sem bezt þætti við eiga, til dæmis með kynningu á einhverju markverðu úr lífi eða menningu heimalandsins. Þegar bandarísku stúdentarnir tóku til við sinn þátt dagskrárinnar, mun ýmsum hinna íslenzku gestgjafa hafa brugðið eigi alllítið, því að gestirnir gerðu sér lítið fyrir og settu á svið leikþátt, sem einkum var fólginn í látbragðsleik, um hernað og fjöldamorð Bandaríkjamanna í Víetnam. Komu þar meðal annarra við sögu banda- rískir auðkýfingar og herforingjar, sem skiptust á að hrópa í síbylju „Power“ (vald) og „Profit“ (gróði). Einnig bar fyrir augu friðsamt fólk við sáningu, sem skyndilega var stráfellt af sveit bandarískra vélbyssu- hermanna, en stríðshetjunum var að sjálf- sögðu vel fagnað við heimkomuna af auð- kýfingum og hermöngurum. Hinsvegar risu Víetnamarnir upp frá dauðum, þegar banda- ríska morðsveitin var á bak og burt, og héldu áfram að sá í akur sinn. Þessi magnaði lát- bragðsleikur hafði djúp áhrif á viðstadda, en bandarísku stúdentarnir kváðu svipaðar sýningar vera daglega viðburði á götum og gatnamótum um gervöll Bandaríkin. Eftir leikþáttinn urðu nokkrar umræður, og höfðu bandarísku gestirnir hug á að kynnast viðhorfum íslenzkra stúdenta við Víetnamstríðinu, en forráðamönnum gest- gjafanna mun ekki hafa hugnazt slíkar umræður, svo þeir gripu til þess ráðs að taka hljóðnema úr sambandi og vísa þeim sem hug hefðu á umræðum í annan sal. íslenzki þátturinn í dagskránni var hins- vegar af rammþjóðlegum toga: glíma (með enskum skýringum), rímnasöngur og þjóð- dansar. Gestirnir tíndust brátt í bólið, og þá fyrst var sem íslenzku stúdentarnir tækju gleði Undir þessa áskorun skrifuðu eftirtaldir 47 einstaklingar: .J Arni Björnsson cand. mag. Arni Böðvarsson cand. mag. Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag. Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Baldur Óskarsson formaður Sambands ungra fram- sóknarmanna. Baldur Óskarsson rithöfundur. Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingar- manna. Björn Stefánsson hagfræðingur. Böðvar Guðmundsson menntaskólakennari. Eðvarð Sigurðsson formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Einar Bragi formaður Rithöfundasambands íslands. Elías Jónsson formaður Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavík. Geir Vilhjálmsson formaður stúdentafél. Verðandi. Guðjón Jónsson formaður Félags járniðnaðarmanna. Hallfreður Örn Eiríksson cand. mag. Hannes Pétursson skáld. Haraldur Ólafsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Haraldur Sigurðsson bókavörður. Haraldur Steinþórsson, varaform. Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. Helga Bachmann leikkona. Helgi E. Helgason formaður Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík. Hringur Jóhannesson listmálari. 54

x

Samvinnan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-6315
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
453
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1926-1986
Myndað til:
1986
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Reykjavík ; Akureyri : Samband íslenzkra samvinnufélaga, 1926-1986. Kaupfélög, Samvinnufélög.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar: 2. Tölublað (01.04.1970)
https://timarit.is/issue/291755

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. Tölublað (01.04.1970)

Gongd: