Samvinnan - 01.04.1970, Síða 56

Samvinnan - 01.04.1970, Síða 56
Erlendur Einarsson: PR[R BflGflR ( GEBRGlU Laugardagur 23. ágúst 1969. Við stigum upp í Aeroflot-þotuna á flugvellinum í Tasj- kent klukkan 14.30. Ferðinni er heitið til Tibi- lísí, höfuðborgar Georgíu. í næstsiðasta hefti Samvinnunnar var skýrt frá dvölinni í Úzbe- kistan. Rifjað skal upp, að við vorum hér þrír ferðalangar frá íslandi: Margrét Helgadóttir kona min, Guðröður Jónsson kaupfélagsstjóri á Norðfirði og sá sem þetta ritar. Við vorum hér á ferð í boði Samvinnusambands Sovét- ríkjanna, Centrosoyus. Fararstjóri okkar var einn af framkvæmdastjórum Centrosoyus, Sergei Gornóstaév, og túlkurinn okkar var hún frú Natasja. Við höfðum haft sérstaklega ánægjulega þrjá daga í Úzbekistan, skoðuðum m. a. Samarkand. Viff lentum á flugvellinum í Tibilísi klukk- an 15.30. Flugtíminn var 3 klukkustundir. Við höfðum flogið beint í vestur og seinkuðum klukkunni um tvo tíma. >að var steikjandi hiti, er við stigum út úr vélinni. Á flugvellinum var mætt móttöku- nefnd, þar á meðal forseti Samvinnusam- bands Georgíu, Nikolaí K. Djavahidze, en hann á sæti í miðstjórn Alþjóðasamvinnu- sambandsins, og hafði ég hitt hann áður á miðstjórnarfundi. >á var einnig mættur einn af varaforsetum Samvinnusambands Georgíu, Nódarí Kabadze, en hann átti eftir að verða aðalleiðsögumaður okkar meðan við dvöldum í Georgíu. Georgía er eitt af 15 Sovétlýðveldum, heitir eftir heilögum Georg, en rússneska nafnið er Grúsía, og Sakartveli heitir ríkið á georgísku. Stærð Georgíu er um 70 þúsund ferkílómetrar. fbúar eru um 4% milljón. Fjalllendi er mikið í ríkinu, að norðan hin miklu Kákasusfjöll. Fjallstindar komast yfir 5000 metra hæð og eru hæstu fjöll í Evrópu. í Georgíu er aðeins 13% af landinu láglendi. Landið liggur um 42 gráffu norfflægrar breiddar, 42—46 gráffu austlægrar lengdar. Georgía á landamæri að Tyrklandi í suffri. Georgía hefur stundum veriff nefnd gim- steinn á kórónu Sovétríkjanna, og má segja að landiff beri þaff nafn meff rentu. Náttúru- fegurff er mikil í Georgiu og óvíffa meiri. Dalir og láglendi er mjög frjósamt, ef frá er talin steppan í austurhluta landsins. Ámar, sem eiga upptök sín uppi í fjöllunum, bera frjóa leffju niður á láglendið. Mikil vinrækt er stunduð í Georgíu og vín þaðan talin hin beztu í Sovétríkjunum. Landið er allauðugt að málmum. Mangannámurnar í Georgíu eru einhverjar hinar auðugustu sinnar tegundar í heiminum. Kol eru einnig í landinu, svo og járnmálmar. Georgía hefur mikla vatnsorku, og mörgurn orkuvemm hefur verið komið á fót. Georgía á sér langa sögu, tvö þúsund ára eða lengri. Sagan segir, að Georgíumenn séu að stofni til skyldir hinum fomu íbúum Litlu-Asíu og Mesópótamiu. Georgía hefur sína eigin tungu, georgísku, og er hún ólík öðmm tungumálum. Stafróf er sérstætt og mjög fornt. Fjöldi stafa er sá sami og fjöldi hljóða og gerir framburðinn auðveldan. Skrif- stafír og prentstafir eru þeir sömu. Flest karlmannsnöfn í Georgiu enda á „sjvili" eða „adze“, sem hvorttveggja þýðir son. Fyrir byltinguna kunnu aðeins um 15% af íbúum Georgíu að lesa og skrifa. Nú em hins vegar allir læsir og skrifandi, og menntun er talin mjög góð i Georgíu eins og í öðram Sovétlýðveldum. Plestir íbúar landsins tala bæði georgísku og rússnesku, enda bæði tungumálin kennd i skólum. Um 64% af þjóðinni eru Georgíumenn, en þar búa einnig Armenar, Gyðingar, Kúrdar, Ossetínar og Abkhazíanar. Georgíumenn em austurlenzkir. >eir hafa sterkt ættarmót, kolsvart hár, stór dökk augu og gjama virðuleg kónganef. Síðan árið 1801 hefur Georgía verið hluti af Rússaveldi. Tibilísí Eftir stutta móttökuathöfn á flugvellinum var ekið á mjög nýtízkulegt hótel í miðhluta borgarinnar. Við fengum klukkutíma til að kcma okkur fyrir og skipta um föt, en að því búnu skyldi aka um borgina og síðan upp í fjcllin og skoða landið og heimsækja kaup- félagsbúðir. Tibilísi (hét áður Tiflis) er höfuðborg ríkis- ins og hefur verið þaff síffan á fimmtu öld. íbúar eru 850.000. Borgin er í suffausturhluta landsins og stendur á bökkum Kúra-árinnar. Til er saga um upphaf borgarinnar, sem er í stuttu máli þannig: FVrir um þaff bil 1500 árum var konungur aff nafni Vakhtang Georgósali að veiðum i fjalladal og skaut þá dádýr eitt fagurt. Hið særða dýr hljóp þá í uppsprettulind eina. En varla hafði dýriff lent í lindinni fyrr en það stckk upp og hljóp í burtu eins og kólfi væri skotið. f ljós kom, að vatniff í lindinni var heitt og bjó yfir miklum lækningamætti. Konungurinn, sem missti af veiðibráð sinni, gaf þegar skipun um, að borg skyldi hér byggð cg fékk hún nafniff Tibilísí, en orffið „tibilí" þýffir heitur. Viff ókum um borgina, áður en haldið var upp í fjöllin. Aðalgatan í Tibilísí heitir Rústa- veli eftir hinu fræga georgíska ljóffskáldi, sem uppi var á 12. og 13. öld. Viff Rústaveli- götu eru merkustu byggingar borgarinnar: þinghúsið, ungherjahöllin (áffur höll fulltrúa zarsins), óperan, þjóðleikhúsið, Marz-Lenín- háskólinn, tvö affalhótel borgarinnar, pósthús og þjóðminjasafn, svo það helzta sé nefnt. Nú var ekiff upp í fjöllin, en ofan viff Tibilísí er fjalllendi. Vegurinn lá í beygjum svo tugum ef ekki hundruðum skipti. Á hæð einni beint ofan við borgina er stórt veitinga- hús. Hengibraut liggur þangaff upp. En lengra var haldið, upp í um 1600 metra hæð. >ar var komiff í sveitaþorp og skoðaðar kaupfélags- búðir. Voru þær svipaðar þeim sem við höfð- um séð í Úzbekistan. Vöruval var minna en við eigum aff venjast, enda lifnaffarhættir aff mörgu ólíkir því sem gerist á íslandi. Hér fengust þó helztu nauffsynjar, og kaupfélags- búðunum var skipt niður í ýmsar deildir, svo sem matvömdeild, búsáhaldadeild, vefnaðar- vörudeild, brauðgerffarhús, svo það helzta sé nefnt. >á var hér veitingahús, sem kaupfé- lagið rak, en svo er víðast hvar í Sovétríkjun- um, aff í tengslum viff verzlunarmiffstöðvamar eru rekin veitingahús. Eftir að viff höfðum skoðað kaupfélagsbúð- irnar var ekið út í skóg rétt við þorpið. >ar Fyrir utan fœðingarstað Stalíns i Góri. Frá vinstri: Guðröður Jónsson, Margnét Helgadóttir, Erlendur Einarsson, Nódari Kabadze, Natasja og Sergei Gornóstaév. 56

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.