Samvinnan - 01.06.1970, Síða 4
Reykjavík, 8.5. 1970.
Hr. ritstjóri.
Beztu þakkir fyrir síðasta hefti
Samvinnunnar. Það er verðugt
verkefni ritsins að ræða vernd
íslenzkrar náttúru svo sem þar
er gert, því að sjáanlega þarf að
vekja menn til alvarlegrar íhug-
unar um þau mál öll, eins og nú
er komið þeim málefnum verald-
ar. Og gott er að finna þann yl,
sem á bak við býr, og þann skiln-
ing á þeim verðmætum, sem okk-
ur ber að varðveita. Ekki er
seinna vænna.
En sérstaklega þakka ég grein-
ina „Goðsögnin um íslenzka
einkaframtakið". Það eru vissu-
lega orð í tíma töluð. Mig hefur
oft furðað á því nú í seinni tíð,
hve sterk og þung sú þögn er,
sem um slíka hluti ríkir hjá
þeim, sem ættu þó að tala. Ég
held að varla hafi verið tek-
ið eftir þeirri furðulegu frétt
SKIPAMÁLNING
um daginn, hvað þá að menn
hneyksluðust, þegar einhver
sagði frá því, að KRON, sam-
vinnufélag fjölda borgara í
Reykjavík, hefði aldrei getað
fengið lóð undir hús hjá Reykja-
víkurborg! Þetta er ótrúleg saga,
en mun því miður vera sönn.
Svo sterkur er „veggur“ einka-
framtaksins.
Hvar er Kveldúlfur nú? spurði
einhver. Og Alliance? o. fl.? Við
sem gamlir erum könnumst við
ýmsa „stóra“ á fyrstu áratugum
aldarinnar, sem lítið munaði um
til lengdar. Sumir fluttu með all-
an „aflann" úr landi, aðrir
dreifðu honum handa sér og sín-
um í óarðbæra hluti, sem smátt
og smátt hafa horfið. Slíkt hefur
því samfélaginu orðið að litlu
gagni.
„En merkið stendur þótt mað-
ur falli“, má segja um samvinnu-
fyrirtækin, þótt óhöpp kunni að
henda við og við. En staðreynd
er ólygnust sú, að þau eru hald-
bezt, þegar allt er skoðað, þrátt
fyrir allt. Um það verður varla
deilt.
Það er því tvímælalaus nauð-
syn að alþýðustéttirnar skilji
þetta og fylki sér undir merki
samvinnunnar eins og nágrannar
þeirra gera. Hér er því vissu-
lega mikið verk að vinna. Bænd-
urnir hófu merkið á sinni tíð og
hafa haft gott af. Þess nýtur öll
þjóðin nú að nokkru. En nú eiga
hinar fjölmennu stéttir verkalýðs
og iðnaðar, þorpa og kaupstaða
að skilja sinn vitjunartíma. Og
til þess á Samvinnan að hjálpa
þeim.
Með beztu kveðju.
Snorri Sigfússon.
D
J
w
' S
w
2
<
ctí
w
X
w
<
w
2
w
Ctí
<
o
D
E-
<
Ctí
'<
CREAU CRACKERS OS FRÚN CRACKERS
MATARKEX. KRINOLÓTT. LtTIÐ
KREMKEX MEB BLONDUDU KREUI
ALLAR ADRAR TEOUNDIR AF KEXI 00 KOKUU
4