Samvinnan - 01.06.1970, Síða 12

Samvinnan - 01.06.1970, Síða 12
Ivar Eskeland Ernir Snorrason Kristinn Einarsson Eysteinn Sigurðsson Hörður Bergmann Einar Bragi Ivar Eskeland: Ég hef verið beðinn að skrifa nokkur orð um viðbrögð útlendings við íslenzku menn- ingarlífi samtímans -— eða réttara sagt við einstökum þáttum þess. Ég verð enn einu sinni að hætta á að láta uppi álit mitt. En i þetta sinn geri ég það ekki án smátilraunar til sjálfsvarnar — þó ég viti raunar fullvel að hún verður ekki tekin gild. Sjálfsvörn mín er tvíþætt: 1. Ritstjórinn hefur beðið mig um að skrifa. Ég veit að það er engin afsökun; ég hefði getað neitað. 2. Það eru mínar eigin skoðanir og sjón- armið sem ég hef ve' ið beðinn um að láta í ljós — ekki opinberar eða viðteknar skoð- anir, ekki skoðanir annarra. Og snúum okkur þá að efninu: ísland getur sennilega stært sig af bezta og þolinmóðasta hópi listneytenda í víðri veröld, að frátöldum þjóðum Austur-Evrópu. Þjóðin er hamingja íslenzkra listamanna. Felst líka í því einhver óhamingja? ísland er land hinna smáu eininga. í er- lendum blöðum læt ég þess getið — og þar fylgir vitaskuld hugur máli — hve undra- verðum árangri þjóðin hefur náð þráttfyrir fámenni sitt. físlendingar láta þess sjálfir getið í eigin blöðum — svo varla er þörf á að fjölyrða frekar um það hér). Engin setn- ing dynur oftar í eyrum útlendings en þessi: „Þetta verður að skoðast í ljósi þess, að við erum einungis rúmlega 200.000 manna þjóð.“ Maður væri fullkomlega sljór and- lega, ef þessi staðreynd hefði ekki smátt og smátt síazt inní vitundina. Og það sem verra er: Þveröfugt við aðrar áþekkar stað- hæfingar, sem tönnlazt er á í það óendan- lega, er þetta fyllilega sannleikanum sam- kvæmt, hvernig sem maður veltir málinu fyrir sér. Endrum og eins furða ég mig á því, hvers vegna þessi augljósu og hversdagslegu sann- indi eru ítrekuð svo staðfastlega, bæði í tíma og ótíma. Hvað er það eiginlega sem fyrir mönnum vakir? Varla það, að lýðveldið ís- land sé svo lítil eining, að hún sé ekki „rekstrarhæf“? Og varla það heldur, að á íslandi séu svo fáir íslendingar, að þeir komist ekki yfir að sinna öllum verkefnum nútímaþjóðfélags? Ég á það enn til góða að fá vitneskju um, hversvegna sífellt er verið að leggja áherzlu á þá gleðilegu staðreynd, að íslendingar eru svo fáir, að enn um langt árabil verður nóg rúm fyrir þá í þeirra eig- in landi. Að þessu leyti einsog svo mörgu öðru njóta þeir sérstakra forréttinda. Ég sé aðeins eina skynsamlega ástæðu til að benda á fámenni þjóðarinnar sem nei- kvæðan þátt: íslendingar eru svo fáir, að þjóðfélag þeirra er enn að verulegu leyti ættbálka- eða ættasamfélag, þar sem segja má með svolitlum ýkjum, að „allir þekkja alla“, með þeim afleiðingum til góðs og ills sem það hefur í för með sér. Vilja menn halda því fram, að ein afleið- ingin sé sú, að á íslandi skorti bæði hina almennu, víðtæku þjóðfélagsgagnrýni og hina sérhæfðu list- og menningargagnrýni? Þá er ég með á nótunum. Það er fljótgert að komast að raun um, að á íslandi eru fleiri skapandi menn en í nokkru öðru landi sem ég þekki til. Og fleiri rithöfundar eða skriffinnar, menn sem setja saman bækur. (í Bandaríkjunum þyrftu félagsbundnir rithöfundar að vera 150.000 talsins, ef þau ættu að eiga hlut- fallslega jafnmarga rithöfunda og ísland; í Noregi þyrftu þeir samkvæmt sömu reglu að vera 3000 talsins, en eru víst bara 350, sem mörgum Norðmönnum þykir kapp- nóg). Er þá eitthvað rangt við það, að svo margt fólk notar naumt skammtaðar frí- stundir sínar til að festa orð á blað eða liti og línur á léreft? Vissulega ekki. Ekki er hægt að búast við því, að allir spili bridge, og svo vitum við líka, að í öllum löndum er til fólk, sem ógjarna eða alls ekki les aðrar bækur en þær, sem það hefur sjálft samið. En hvað þá um lesendurna? Er ekki hætta á því, þegar gagnrýna leiðbeiningu skortir, að menn villist í þessum blómlega gróðri? Er hugsanlegt að venjulegt fólk, sem gera verður ráð fyrir að sé einnig til á íslandi, geti ár eftir ár gert greinarmun á illgresi og eðalgrösum, á hæfileikum og kunnáttu annarsvegar, hæfileikaskorti og fúski hins- vegar? — Því að þriðja möguleikann, þann að hæfileikar vaxi mun þéttar á íslandi en í öðrum löndum, tek ég ekki með í reikn- inginn. — Með öðrum orðum, hvar er hin mynduga, yfirvegaða, margfróða gagnrýni? Ég segi með samlanda mínum: Ég spyr einungis; hlutverk mitt er ekki að svara. En það getur í sjálfu sér líka verið nógu grábölvað. Þarmeð erum við komin að öðrum meg- inþætti í þessu samhengi. Og hann er sá, hvað sjálft hugtakið menning feli í sér. Ég hef aldrei séð neina íslenzka skilgrein- ingu á því, og er það skiljanlegt og kannski líka afsakanlegt. Menn geta semsé fengið sig fullsadda á þessu orði, einsog það er notað í tíma og ótíma; það getur verið nógu erfitt að hósta því upp í hvert sinn sem það gerir sig líklegt til að sitja fast í háls- inum. Hvernig svo sem það er skilgreint, vill gjarna fara svo, að það vefjist utanum hugsunina og veki sömu óbeit og önnur mis- notuð orð. Orsök þess, að ég tel nauðsynlegt að varpa fram einskonar persónulegri skilgreiningu á hugtakinu hér, er einfaldlega sú, að með því móti þykist ég einmitt geta bent á eina eða tvær kynlegar hliðar á íslenzku menn- ingarlífi. í vestrænum þjóðfélögum hefur okkur nú tekizt að bæta eða uppræta á tiltölulega skömmum tíma (á ótrúlega skömmum tíma að því er ísland varðar) ýmis efnahagsleg vandræði og skort; þeir efnaminnstu eru smámsaman að öðlast betri og manneskju- legri lífskjör, jafnframt því sem velmegun eykst yfirleitt. Eftir því sem þessari ánægjulegu þróun fleygir fram (ég sleppi tímabundnum aft- urkippi á íslandi undanfarin ár), þannig að við getum brátt sagt: „Nú höfum við tryggt okkur þolanlegt lífsviðurværi“, þá knýr sú spurning æ fastar á, hvernig við eigum að lifa og hvað við eigum að lifa fyrir. Alls- herjarsvar við þeirri spurningu kýs ég að skilgreina sem menningu. Orðið menning felur þannig ekki í sér neitt gæðamat, ekki fremur en orðtakið modus vivendi. Öll þjóð- félög geta boðið uppá einhverskonar menn- ingu. Eftir tilteknum, nánar skilgreindum auðkennum getum við síðan tekið persónu- lega og stundum kannski jafnvel algilda af- stöðu til þess, hvort um sé að ræða góða menningu, eftirbreytnisverða menningu, há- þróaða menningu eða auvirðilega menningu. Að jafnaði er menningarmyndin jafnmarg- lit og samsett einsog lífið sjálft, jafnvel í þeim iðnþróuðu og þéttbýlu þjóðfélögum sem eru berskjölduðust fyrir hinni alþjóð- legu einhömun og flatneskju, sem almennt og oft ranglega er nefnd ameríkanismi. 12

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.