Samvinnan - 01.06.1970, Blaðsíða 13
Elísabet Gunnarsdóttir
Bragi Ásgeirsson
Þorgeir Þorgeirsson
Atli Heimir Sveinsson
Sigurður A. Magnússon
í mínum augum tekur góð menning með-
al annars líka til þjóðfélagsvitundar. Góð
menning er að minni hyggju allt það sem
stuðlar að ríkari lífsreynslu, hvort sem sú
reynsla er fengin með sköpun eða neyzlu.
Vinna, sem er án eiginlegs „listræns" inn-
taks, getur einnig verið tillag, stundum mik-
ilsverðasta tillag, til ríkara lífs, svo fremi
takist að gæða hana jákvæðum tilgangi. Svo
tekið sé áþreifanlegt dæmi: fslenzkur fiski-
maður — ég er svo lánsamur að þekkja
nokkur ágæt dæmi — er í mínum augum
ótvíræð menningarpersóna, og þá dæmi ég
hann ekki útfrá svörum við spurningum
sem þessum: á hann tilskilda metralengd af
íslendingasögum og öðrum góðum bók-
menntum heima sjá sér; les hann þessar
bækur oft; fer hann á málverkasýningar og
segir: „dásamlegt", „yndislegt" og „indælt"?
Mér finnst miklu nær að fá svör við eftir-
töldum spurningum. Veit hann hvað fiskur
er? Meðhöndlar hann fiskinn einsog gler-
perlur eða grjótmulning? Blóðgar hann fisk-
inn þegar í stað og leggur hann í kassa, eða
er hann haldinn tröllæðinu og þjónar undir
hið mikla magn og hin lélegu gæði? Getur
fiskurinn hans í einni mynd eða annarri
orðið beinn eggjahvítugjafi eða gómsæt
máltíð, sem er í sjálfri sér þáttur í menn-
ingunni, eða hafa gæði hans rýrnað til
þeirra muna, að hann verði að fara gegnum
grísamaga til að gera þá sem feitir eru enn
feitari?
Svörin við þessum spurningum mundu
ráða úrslitum um menningarlegt mat mitt.
ísland hefur byrjað umfangsmestu ham-
skipti sín til þessa með iðnvæðingunni, sem
kemur samkvæmt örlagadómi tækninnar
hvort sem menn kæra sig um hana eða
ekki.
Þá mun koma á daginn, eftir því sem
þjóðfélagið verður iðnvæddara og fram-
leiðsluhættirnir sjálfgengari, að sjálf vinn-
an á það til að vekja með mönnum tómleika-
kennd, jafnvel stundum tilfinningu algers
tilgangsleysis.
Þessvegna verður það æ algengara og al-
mennara, að frístundaiðkanir, andlegar eða
líkamlegar, verði þeir þættir sem ljá mann-
legu lífi inntak og tilgang.
Skortur á jákvæðu frístundalífi; einkan-
lega líkamsrækt (hugtakið er víðfeðmt og
felur m. a. í sér gönguferðir útí náttúrunni,
útreiðar og allrahanda íþróttaiðkanir) er
kannski það sem fyrst vekur eftirtekt út-
lendings hér. Þó undanskil ég vissulega
sundið, sem er mikið stundað, en ég undan-
skil ekki útreiðar, því þær eru stundaðar
af tiltölulega fáum. Þetta er ekki gagnrýni,
heldur einungis ábending staðreyndar sem
þegar í stað vekur athygli gestsins, og þetta
á fyrst og fremst við um bæi og þéttbýl
svæði. Ég skal strax taka fram, að ég er
sannfærður um, að umræddar frístundaiðk-
anir verða teknar upp hérlendis, einnig af
unglingum, sem hljóta fyrr en seinna að
gera sér grein fyrir því, að ísland er annað
og miklu meira en land til að aka um í
bílum, að það er einnig land til að ganga um
— og hlaupa um. Og nú er bezt ég snúi mér
að Noregi um stund — til vonar og vara.
Flestar þær frístundaiðkanir, sem ég hef
í huga, verða eðli sínu samkvæmt fyrst og
fremst stundaðar af einstaklingum eða fé-
lögum. Það sem nú er mest þörf á í Noregi
er opinber samhæfingar- og hjálparmiðstöð,
sem telji allar jákvæðar frístundaiðkanir
jafnmikilvægar, til dæmis íþróttir, skáta-
starfsemi, ungmennafélög, leikhússtarfsemi,
tónlist og söng, leshringa og allskyns tóm-
stundadútl, ekki síður en þau „menningar-
legu“ viðfangsefni sem Norski menningar-
sjóðurinn hefur á sínum snærum. Opinberir
fjölmiðlar okkar (hljóðvarp og sjónvarp)
verða líka í miklu ríkara mæli að skoðast
í samhengi við frístundaiðkanir og almennt
menningarástand í Noregi.
í flestum iðnaðarlöndum verður nú vart
sama fyrirbæris: menningarútgjöldin á fjár-
lögum aukast tiltölulega mest; jafnvel
framlög til landvarna aukast hlutfallslega
minna. Lögð er æ ríkari áherzla á fríst.unda-
iðkanir, menntamál, listir og líkamsrækt.
Bæði ríki og sveitarfélög beina athygli
sinni í síauknum mæli að skipulagningu og
hugmyndasöfnun með það fyrir augum að
fullnægja andlegum og líkamlegum þörfum
þegnanna, og þessi viðleitni verður æ snar-
ari þáttur í meðvitund fólksins.
Þetta hefur einnig að nokkru leyti átt sér
stað í Noregi. Við höfum eignazt nokkrar
nýjar stofnanir á seinni árum, Norska menn-
ingarsjóðinn, Ríkisleikhúsið, Ríkislistasafn-
ið, Ríkistónleikana, sem allar starfa um
landið þvert og endilangt. Við höfum fengið
allumfangsmiklar og bráðnauðsynlegar við-
bætur við háskóla okkar og lýðskóla. Unnið
hefur verið mikið og víðtækt skipulagning-
arstarf að því er varðar skóla- og mennta-
kerfið, hvað svo sem stúdentarnir okkar
kunna að hrópa um þau efni. (Við skulum
bara leyfa þeim að öskra; það er heilbrigt;
það fyllir að minnstakosti lungun af lofti,
þó það sé að vísu stundum mengað). Þegar
svo ber undir verða menn að grípa til þess
að skjóta spörfugla með fallbyssum, ef til
þeirra á að heyrast.
Miklu verra er hitt, að börn og unglingar
í Noregi hafa ekki enn fengið þá valkosti,
sem eru skilyrði þess að við getum mætt
ögruninni sem felst í forheimskunar- og
deyfingarstarfsemi fjölmiðla og skemmtana-
iðnaðar. Ástandið hjá okkur nú er í grófum
dráttum þannig, að dreifingarkerfi „há-
menningarinnar" er vel á veg komið, en
það vantar bæði mikið af grunninum og
alla fyrstu hæð.
Á því leikur enginn vafi, að börn og ungl-
ingar eiga yfirleitt alltof fárra og slæmra
kosta völ að því er varðar menningar- og
frístundaiðkanir, og á það jafnt við um þá
sem vilja njóta og hina sem vilja leggja
eitthvað fram sjálfir. í Noregi eru einfald-
lega ekki til staðir víða um landið, þar sem
unglingar geti lagt fram hugsanlegan menn-
ingarskerf -—- eða notið menningarverð-
mæta. Á sama tíma standa skólabyggingar
svo hundruðum skiptir tómar og ónotaðar
mikinn hluta dagsins, byggingar sem oft
hafa kostað tugi milljóna króna!
Heildarmat og heildarskipulag hefur ver-
ið ófullnægjandi og á enn langt í land. Svo
er náttúru landsins og íþróttahefðum fyrir
að þakka, að í Noregi eru sennilega hlut-
fallslega færri áhugasnauðir og aðgerða-
lausir unglingar en í flestum öðrum iðn-
aðarlöndum. Það er ekki neitt sem við get-
um stært okkur af. Við höfum fengið svo
mikið ókeypis, og það eina sem við mættum
hrósa okkur af er að við höfum fært okkur
í nyt hluta af því sem okkur var gefið. í
Noregi hafa íþróttir verið ein allra helzta
menningarstarfsemi landsmanna, en það er
að breytast með ógnvænlegum hraða. Vax-
andi hópur áhugalausra ungmenna er
ískyggilegt tímanna tákn, því slíkir ungling-
ar eru hneigðastir fyrir slark og glæpi.
Ég hef ekki haft tíma til að lesa það
sem stendur í stefnuyfirlýsingum íslenzkra
stjórnmálaflokka um þau efni, sem ég hef
vikið að hér að framan. Ég hef ekki lesið
eina einustu stefnuyfirlýsingu íslenzks
stjórnmálaflokks, og ég játa að það er gróf
vanræksla. En með hliðsjón af ríkum
menningaráhuga og máttugum hefðum
landsmanna, einkum á sviði bókmennta, geri
ég ráð fyrir að það sem þar stendur um
menningu í víðasta skilningi sé gott.
Kosturinn við menningarvandamálin, og
þá ekki sízt í sambandi við dreifingu menn-
ingarverðmæta, er sá, að þau snerta alla
menn og rjúfa öll pólitísk flokksbönd. Þau
eru í eðli sínu óflokkspólitísk og verða ekki
flokkuð undir sérmál neins stjórnmála-
flokks. Þau eru óháð hinum algengu hug-
tökum, róttækni og íhaldi.
Hugtaksmörk menningarinnar eru breyti-
leg. Þau eru breytileg frá manni til manns,
og þau eru oft breytileg í einni og sömu
blaðagrein.
Ég hef í þessu tilviki valið mörk, sem eru
eftilvill ekki algeng hér á landi. Og hægt
er að varpa fram óteljandi spurningum í
13