Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 27

Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 27
.fiiþingi og ríkisstjórn þeim svo undirgefinn, að áhrifum þeirra í landinu er ekki lengur ógnað. Það fer ekki á milli mála, að fyrirmyndin að forsetamorðinu, aðdraganda þess og eftir- málum, er morðið á Kennedy heitnum Bandaríkjaforseta. Svo sem alkunnugt er, hafa verið uppi háværar raddir um það vestanhafs, að hin opinbera skýring á til- drögum morðsins sé röng, og telja ýmsir, að einhver ótiltekin valdaklíka hafi skipulagt morðið. Gréta notfærir sér þessar hugmynd- ir út í æsar, þ. e. a. s. vinnuaðferð hennar er sú, að hún fellir alþjóðlegan hörmungar- atbui'ð inn í framtíðarmynd sína af íslenzku þjóðfélagi og eykur við hann þeirri skoðun, að Oswald hafi ekki verið hinn raunverulegi forsetamorðingi, eða a. m. k. ekki staðið þar einn að verki, heldur hafi einhver þjóðfé- lagsleg spillingaröfl staðið þar að baki og skipulagt verknaðinn. Þessi saga er því eðli sínu samkvæmt hörð þjóðfélagsádeila. Þó að framtíðarmynd höf- undar lofi okkur vissulega miklum tækni- legum framförum og verulegum umbótum frá því sem nú er á sviði almennra lífsþæg- inda, þá sýnir hún jafnframt dökka yfirlits- mynd af samfélagslegri spillingu og rotnun í undirstöðum þjóðfélagsbyggingarinnar. Að skoðun höfundar stafar okkur og þjóðerni okkar veruleg hætta af erlendu fjármagns- auðvaldi, ef ekki er staðið vel á verði, og er sú vísa vissulega seint ofkveðin. En á hinn bóginn er það víst, að hvort sem ádeilan hefur verið meginmarkmið höf- undar í upphafi eða ekki, þá hefur frásagn- argleðin fljótlega náð yfirhendinnni yfir henni. Það sem fyrst og fremst einkennir þessa bók er ekki boðskapurinn sem slíkur, þótt hann sé vissulega áberandi og ógnvekj- andi, heldur þvert á móti spennan, sem hún býr yfir allt frá upphafi til enda, en atburðarásin er mjög hröð, myndir sögunn- ar skýrar og skiptin á milli þeirra snögg. Lýsingarnar á allri þeirri félagslegu spill- ingu, sem þarna hefur skotið rótum í þjóð- félaginu, eru ófagrar og hrollvekjandi, og með þeirri framsetningaraðferð, sem notuð er, tekst höfundi að gera þær áhrifaríkar og mjög til þess fallnar að vekja andúð les- andans. Aftur á móti eru persónulýsingar bókar- innar flestar grunnar og merglitlar. Um þróun í lýsingum sögupersóna er þarna ekki að ræða, því að þær eru óbreyttar frá upphafi til enda, og ýmsar sálfræðilegar skýringar á hegðun einstakra þeirra eru vægast sagt mjög einfaldar og lítt frum- legar. Á þetta t. d. við um lýsinguna á síð- ustu dögum næturklúbbseigandans Úlfars Arnfinnssonar, þar sem löngun til hefnda fyrir niðurlægingu í æsku er túlkuð sem undirrótin að hátterni hans öllu. Sömuleiðis á þetta við um hinn íslenzka Oswald, Birgi Búason, sem hefur látið stundarhrifningu upptendraða af fölskum hugsjónaljóma reka sig um hálfan heiminn allt til Kína, en snúið aftur eftir að hafa orðið fyrir von- brigðum með staðreyndirnar, sem mættu honum. Er hann því þjóðfélagslegt rekald og auðveidd bráð fyrir útsendara útlending- anna. Hinir þjóðfélagslegu ráðamenn á ís- landi eru og áberandi galla- og flekklausir, og það svo, að allan mannlegan fjölbreyti- leika vantar í lýsingar þeirra. Sögupersón- urnar eru þannig flestar annað hvort nánast algóðar eða alvondar, eða þá byggðar upp á svo grunnfærum sálfræðilegum forsend- um, að þær verða í heild með næsta litlu venjulegu mannlegu svipmóti. Hér er þann- ig mikill munur á því, hversu miklu minni alúð er lögð við persónulýsingarnar en var í fyrri skáldsögu höfundar. SNARAN Þessi skáldsaga Jakobínu Sigurðardóttur er sömuleiðis framtíðarsaga, en henni er þó markaður mun óljósari vettvangur í tíma og rúmi en sögu Grétu Sigfúsdóttur. Hún gerist í þorpi úti á landi, þar sem erlendir aðilar hafa reist stóra verksmiðju, sem þeir reka ásamt undirgefnu íslenzku aðstoðarliði sínu. Tímasetning sögunnar er ekki mörkuð nánar en svo, að aðalsögupersónan, roskinn maður, hefur á yngri árum sínum unnið hjá brezka setuliðinu, sem hér var á stríðsár- unum, og auk þess er talað um Johnson Bandaríkjaforseta sem látinn (bls. 87) og Víetnam styrjöldina sem liðinn atburð (bls. 95), svo að ljóst er, að sagan á að gerast einhvern tíma á allra næstu áratugum. Sögusniðið er með þeim hætti, að sagan er í eintalsformi, nánar til tekið þannig, að sögumaðurinn, sem hvergi er nafngreindur, ræðir við fatlaðan vinnufélaga sinn, en svör hans koma ekki fram, nema hvað stundum má lesa í þau út úr einstökum ummælum talandans. Sögumaðurinn er orðinn roskinn og vinnur ásamt félaga sínum að því að eyða úrgangi frá verksmiðjunni, en annars er hann alinn upp í sveit og hefur varpað frá sér búi og jörð til að vinna fyrir útlending- ana, fyrst herinn og síðan verksmiðjueig- endurna. Það kemur einnig fram, að faðir hans, sem var bóndi, hefur sömuleiðis á sín- um tíma fallið fyrir freistingunni að auka tekjur sínar með setuliðsvinnu, en bognað við áfall, sem óbeint mátti rekja til brott- farar hersins og þá gert tilraun til að hengja sig. Sonurinn hefur hins vegar náð að bjarga lífi föður síns, sem nú dvelst á elli- heimili, en atvikið hefur greypt sig svo í huga hans, að honum gerist alltíðrætt um snörur og hengingar. Af því er nafn bókar- innar dregið, og verður þessi snara því að tákni innan hennar, sem jöfnum höndum höfðar til uppgjafar föðurins og til þeirra hafta, sem sonurinn hefur fest sig í með lífsstefnu sinni og afstöðu. Þessi sögumaður hefur og skiljanlega mótað mjög afstöðu sína til manna og mál- efna af því að hafa unnið alla sína tíð undir stjórn meira eða minna fjarlægra út- lendinga, ef ekki búinna skotvopnum, þá brynjaðra gagnvart honum með fjarlægðar- hjúpi, sem hann nær ekki í gegnum. Því hefur hann tamið sér varnarstöðu afskipta- leysisins, hugsar einvörðungu um starf sitt, gætir þess vandlega að blanda sér ekki í hluti, sem geta bakað honum óþægindi gagnvart yfirboðurunum, en otar á hinn bóginn eigin tota og grípur hvert tækifæri til að bæta hag sinn á kostnað þeirra. Gildir þar einu, hvort um vinnusvik eða smáhnupl er að ræða. Þessi lífsstefna hefur meira að segja leitt hann svo langt afvega, að eitt sinn hefur hann setið aðgerðarlaus í hópi erlendra hermanna, meðan einn þeirra nauðgaði systur hans í næsta herbergi. Eigin húsnæði hefur hann aldrei getað eignazt, heldur er leiguþegi verksmiðjunnar og því háður henni langt umfram atvinnuöryggið eitt saman. Stálpaða syni sína elur hann auk þess upp í nákvæmlega sama hugsunarhætt- inum og notar hvert tækifæri til að brýna það fyrir þeim að forðast að blanda sér í hluti, sem þeim komi ekki við. Andstæður hans, sem að sjálfsögSu koma ekki fram nema í gegnum hans eigin um- mæli, eru fyrrgreind systir hans, Inga, og maður að nafni Ófeigur, sem vinnur á skrif- stofu verksmiðjunnar. Inga hefur brotizt til mennta, gerzt kennari og aðhyllzt róttækar skoðanir, en í uppþoti vinstri smnaðra afla í landinu, sem hann ræðir um sem liðinn atburð, hefur hún slasað mann í átökum og orðið að taka úr fangelsisrefsingu fyrir. Það kemur og fram í máli hans, að eftir þetta uppþot hafa verið reistar verulegar skorður við starfsemi slíkra umbyltingarsinnaðra afla í landinu, og komið hefur verið á eftirliti með kennslu í skólum, sem beinist gegn hugsanlegum áróðri kennara með slíkar skoðanir. Hann hefur aftur á móti slitið öllu sambandi við systur sína, sem að því er hann veit bezt fæst við kennslu fyrir af- brotamenn á sama betrunarhælinu og hún varð að taka út refsingu sína áður. Ófeigur er aftur á móti höfuðóvinurinn í augum verksmiðjustjórnarinnar, skólagenginn á- hugamaður um félagsmál, róttækur og alls óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós. Sögumaðurinn hefur á honum illan bifur og l'tla trú, og er það í samræmi við aðra afstöðu hans. í söguiok er svo þannig komið, að Ófeigur hefur boðað til fundar um ágrein- ingsmál, sem risið hefur í verksmiðjunni út af brottrekstri íslenzks starfsmanns, sem stóð uppi í hárinu á erlendum yfirboðara, og þeir vinnufélagarnir hafa nýlokið við að láta verksmiðjustjórnina múta sér til að eiga þátt í því að hleypa upp fundinum fyrir Ófeigi. Sögumiðið í bók Jakobínu er því það ófrelsi, sem menn búa við, ef þeir verða öðrum atvinnulega of háðir, og þau áhrif, sem slíkt getur haft til spillingar á einstakl- ingssjálfstæðinu — þ. e. a. s. ef menn festa sig svo í þeirri snöru, að þeir reynist þess ekki megnugir að losa sig úr henni aftur, ef á reynir. Jafnframt er hún í nánum tengsl- um við nýliðna atburði — setuliðs- og varn- arliðsvinnan eru enn ferskar staðreyndir í hugum núlifandi fólks, og skammt er síðan hér reis upp fyrsti vísir að erlendum stór- rekstri, sem mikið var rætt og deilt um. Höfundi tekst ennfremur að skapa nokk- uð heilsteypta persónulýsingu, þar sem sögumaðurinn er, en þrátt fyrir þæi' tak- markanir, sem frásagnarformið setur lýsingu hans óhjákvæmilega, kemst lesandinn í all- góð kynni við hann og fær reyndar einnig talsverðan smjörþef af viðhorfum vinnufé- laga hans. Naumast getur hjá því farið, að afstaða þeirra félaganna til vinnuveitend- anna og vinnustaðarins veki verulega andúð fólks, en út yfir taka þó ummæli sögumanns- ins um verkfallsréttinn (bls. 73), þar sem fram kemur, að hann og samverkamenn hans hafa staðið sem einn maður að alls herjarverkfalli, þegar til stóð að hinn er- lendi her hyrfi brott úr landinu og þeir sáu fram á að missa þá atvinnu, sem hann hafði skapað þeim. Talar hann um það af tals- 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.