Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 28

Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 28
verðu stolti, að þá hafi þeim tekizt að knýja fram stefnubreytingu, og virðist það gilda hann einu, þótt það hafi orðið með aðgerð- um, sem tæplega geta talizt sæmandi hugs- unarhætti sjálfstæðrar þjóðar. Þessi um- mæli gefa það og í skyn, að sjónarmið þeirra félaganna séu orðin að ríkjandi þjóðarmeini, og er það því vissulega ekki fögur íslenzk framtíðarmynd, sem höfundur dregur upp af þessu sviði. Að því er heildarbyggingu sögunnar snert- ir verður hún því að teljast allhnitmiðað ádeiluverk, þar sem fyrst og fremst er gripið á hættunni, sem því er samfara, þegar menn verða of háðir erlendum vinnuveit- endum, og afleiðingarnar, sem af því geta hlotizt, bæði fyrir viðkomandi einstaklinga og reyndar þjóðfélagið í heild, ef slíkir aðilar verða of áhrifamiklir í atvinnulífi þess. Ef litið er á málin af raunsæi, má hins vegar segja, að eins og horfir í íslenzkum þjóðmálum, máli Jakobína horfurnar e. t. v. eilítið of dökkum litum, en á hinn bóginn má vissulega hugsa sér, að skapazt geti slík- ar aðstæður sem hún lýsir, ef ekki með allri þjóðinni, þá a. m. k. einstaklingsbundnar. Ádeila hennar er því ekki óþörf, þótt e. t. v. hefði mátt stilla henni örlítið meir í hóf, enda er boðskapur bókarinnar svo altækur, að hann getur auðveldlega átt við fólk á öllum tímum og við flestar kringumstæður. LEIGJANDINN Þessi saga Svövu Jakobsdóttur er um margt forvitnilegust hinna þriggja. Sögu- þráðurinn er mjög einfaldur, í stuttu máli á þá leið, að inn í litla leiguíbúð ungra hjóna flytur fyrirvaralaust erlendur maður, færir stofusófa þeirra fram í forstofuna og sezt þar að. Gestrisnin býður þeim að taka þessu með stillingu, en smátt og smátt fara þau að blanda geði við þennan forstofugest sinn, og lýkur svo, að þau hafa flutt öll hús- gögnin úr stofunni fram til hans og eyða síðan flestum stundum með honum þar. Ungu hjónin standa í húsbyggingu, en skort- ir fé til að ljúka henni. Þegar leigjandinn kemst að því, lánar hann þeim þá peninga, sem á vantar, og síðan flytjast þau öll þrjú í nýja húsið. Þegar þangað er komið, birtist nýr gestur í fjörunni neðan við húsið, sem leigjandinn sýnir strax verulega tortryggni. Jafnframt því fer vinstri fóturinn á leigj- andanum og sá hægri á húsbóndanum að styttast, og á jólum, þegar nýi gesturinn knýr dyra, e. t. v. særður og hjálparþurfi, kemst hvorugur til að opna, heldur renna þeir í staðinn saman í eina tvöfalda persónu. Þegar konan hyggst opna upp á von og óvon fyrir gestinum ókunna, er handleggur hennar hins vegar steinrunninn, svo að hún megnar ekki að hleypa honum inn, en engin skýring er gefin á því, hvort gestur þessi þarfnist e. t. v. hjálpar, boði gæfu eða kannski nýja ógæfu. Söguþráður þessarar bókar er því vægast sagt heldur óvenjulegur og fjarlægur venju- legu mannlegu skynsviði. Eins og getið var, hefur Svava í tveimur smásagnasöfnum sín- um, einkum hinu síðara, gerzt boðberi eins konar fáránleikatjáningar, sem óhugsandi er að skilja á annan hátt en táknrænum (sýmbólískum) skilningi. í þessari sögu gef- ur hún ýmsar ábendingar, sem gera það að verkum, að sé vel að gætt, reynist táknmál bókarinnar ekki svo ýkja flókið. í lýsingu leigjandans í upphafi hennar bendir flest til þess, að þar sé dæmigerður Bandaríkja- maður á ferðinni, og athafnir hans, þegar hann er að breyta útvarpstæki heimilisins, svo að í stað gamalkunnugs lags hljómar bandarískur slagari í eyrum húsmóðurinnar, höfða óneitanlega til hljóðvarps- og sjón- varpsstöðva Bandaríkjamanna á Keflavíkur- flugvelli, a. m. k. að því er varðar venjulega íslenzka lesendur. Hið sama gildir einnig um örlæti hans gagnvart hjónunum, svo sem þegar hann er að bjóða þeim peninga til að Ijúka byggingunni, auk þess sem tortryggni hans gagnvart gestum, sem knýja dyra hjá þeim, undirstrikar það, að honum sé ætlað að leika eins konar verjandahlutverk fyrir hjónin innan sögunnar. Það virðist því einsætt, að þessi saga sé a. m. k. öðrum þræði sett fram sem viðvörun til þeirra, sem ekki gæta sín nægilega fyrir vestrænum áhrifum hér á landi, og ábending um þá hættu á einangrun og ósjálfstæði, sem af slíku geti leitt. En jafnframt því hef- ur sagan einnig ýmsan annan boðskap að flytja. í upphafi er það gestrisni ungu hjón- anna og sakleysislegt andvaraleysi þeirra gagnvart leigjandanum, sem kemur í veg fyrir, að þau geti vísað honum á dyr. Þar er því á ferðinni a. m. k. ábending, ef ekki ádeila, sem beinist að hættunni af því, ef fólk temur sér of opinská viðhorf gagnvart utanaðkomandi nýjungum og straumum. Hér gætir einnig — svo sem í framhaldi af sögunum í Veizlu undir grjótvegg — ádeilu á kapphlaup nútímafólks um þægindi og íburð í húsakosti fram yfir raunverulegar þarfir, sem höfundi virðist vera nokkuð hug- stætt viðfangsefni. Ungu hjónin ráðast í að byggja sér stærra hús en efnahagur þeirra stendur undir, og í stað þess að fullgera það fyrst að innan og gera það íbúðarhæft, láta þau hégómagirndina og hræðsluna við að verða sér til skammar innan um betur stæða nágranna í hverfinu leiða sig út í það að ofbjóða fjárhag sínum með því að full- gera fyrst lóðina og húsið utanvert, svo að þau hafa engin tök á að ljúka innrétting- unum. í svipuðum dúr er og viðhorf kon- unnar til umhverfis síns, þegar hún óttast mest augngotur og óþægilegar spurningar grannkvenna sinna, ef það skyldi spyrjast út, að útlendingurinn dveldist hjá þeim, sem blandast saman við annan ótta hennar, þ. e. við að það komist upp, að raunverulega ástæðan fyrir seinkun húsbyggingar þeirra er féskortur. Þarna er því enn deilt á ósjálf- stæðið, það, þegar fólk lætur umhverfið og nágrannana segja sér um of fyrir verkum, og býður heim þeim hættum sem því fylgja að setja álit samfélagsins ofar öllu. Ennfremur má nefna samtal konunnar við Maríu guðsmóður, þar sem hún á í veru- legum erfiðleikum með að finna henni stað innan um allt glysið, sem fylgir jólaundir- búningnum í nýja húsinu, en leggur sig samt fram um að vera þægileg og býður henni m. a. Pablum-graut handa barninu. Kemur þar enn fram ádeilukennd afstaða, iklædd fáránleikabúningi, sem í þetta sinn beinist að yfirborðsmennsku og innantómleika varðandi jólahaldið, þótt allt sé undir þægi- legu og vinsamlegu yfirborði. Ádeiluþættir bókarinnar reynast því, þeg- ar að er gáð, býsna fjölbreytilegir, og í nán- um tengslum við samtímann eru þeir allir. Það er þannig fjarri því, að það sé einhlít skýring á táknmáli bókarinnar að túlka hana einvörðungu sem ádeilu á dvöl banda- ríska herliðsins á Keflavíkurflugvelli, held- ur grípur hún yfir margfalt fleiri hættur, sem að steðja í nútímanum. Á hinn bóginn hylur höfundur ádeilu sína að verulegu leyti á bak við þá fáránleikaframsetningu, sem hún hefur gerzt brautryðjandi fyrir hér- lendis, og gerir ádeiluna þannig dreifðari og aðhæfanlegri fleiri skotspónum en ella. í þessari sögu birtist þessi tegund framsetn- ingar framar öðru í þeim náttúrufræðilega óskýranlega atburði, er mennirnir tveir eru orðnir svo nátengdir, að þeir renna saman í eina persónu, og sömuleiðis í þeim félags- lega torskýrða viðburði, að alls ókunnur maður skuli geta komið fyrirvara- og skýr- ingarlaust inn á einkaheimili og setzt þar upp án þess að nokkur blaki við honum hendi. Tilgangurinn með því að segja slíka sögu getur ekki verið annar en sá, að hana eigi að skilja einhvers konar táknrænum skilningi, enda er það meginkostur þessarar sögu, hversu táknmál hennar er fjöltúlkan- legt, jafnframt því sem hinum fáránlegu lýsingum er örugglega ihaldið innan hófsam- legra listrænna marka af kaldri rökfestu. Þannig gefur hún lesandanum mikið af óleystum vandamálum úr samtíma sínum, sem hver og einn getur heimfært á sjálfan sig, til að glíma við, svo að kannski er ekki fjarri lagi að nota hið loðna og margþvælda orðalag um þessa bók, að hún „skilji mikið eftir.“ — O — Þessar þrjár bækur eru því allar forvitni- legar, þótt með nokkuð mismunandi hætti sé. Að formi er bók Grétu einna hefðbundn- ust, og jafnframt sú, sem líklegust er til að ná t:l fjöldans, vegna þess hve hressilega og fjörlega hún er skrifuð. Hins vegar spillir það henni verulega, hversu lítil alúð er lögð við mótun sögupersónanna, og hin ríka áherzla, sem höfundur leggur á spennuna í frásögninni, dregur einnig talsvert úr á- deilumætti hennar. Bók Jakobínu ber á hinn bóginn vott um það, að henni er einna mest niðri fyrir af þessum þremur skáldkonum, og hjá henni er hinn beini þjóðfélagslegi ádeiluþáttur höfuðatriði í uppbyggingu verksins. Hins vegar leiðir það, hve mikið henni er í mun að koma boðskap sínum á framfæri, til þess, að nokkuð skortir á æski- lega fágun sögunnar, svo að úr nokkuð sér- stæðu frásagnarformi verður henni tæpast eins mikið og efni gætu staðið til. Svava leggur aftur á móti langmesta áherzlu á framsetningarhliðina, þ. e. beitingu fárán- le5katjáningar sinnar, og það svo, að hjá henni hverfur hin félagslega ádeila að veru- legu leyti í skugga söguformsins. Jafnframt þessu tekst henni þó að halda ádeilu sinni traustum tökum innan hins þrönga ramma framsetningaraðferðarinnar, þ. e. hún gefur nægilega mikið í skyn til þess, að lesandinn situr eftir með ótal umhugsunarefni. Og i heild er það um allar þessar bækur að segja, að þær bera vott um ánægjulegan fjörkipp innan hins félagslega þáttar íslenzku nútíma- skáldsögunnar, þótt þær nálgist viðfangs- efnið með mismunandi hætti. 4 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.