Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 30

Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 30
uniun. Þá er og sjálfsagt að fulltrúar þeirra skapandi listgreina, sem mest kveður að, skuli eiga sérstaka fulltrúa, og fengju þá fleiri félög aðild að þessum kosningum, ef þau yrðu stofnuð, t. d. kvikmyndagerðar- menn o. fl. í 9. gr. er lagt til að nefndin verði aðeins kosin til þriggja ára, og ætti öllum að vera augljóst hvers vegna það er gert, þegar litið er á allar þær nefndir, sem þrátt fyrir alls konar afglöp fá að sitja þar til nefndarmenn hrökkva upp af. Aftur á móti er varla hægt að hafa tíðari mannaskipti, því þá gæti nefndin aldrei fengið tíma til að marka á kveðna stefnu. í 10. gr. er kveðið á um fjölda styrkjanna. Gert er ráð fyrir að þeir séu að minnsta kosti 25. Þetta er lágmarkstala, sem gaman væri að hafa hærri, en þar sem ekki er hægt að eyða nema takmörkuðum hluta ríkisteknanna til listastarfsemi verður að láta þetta nægja, en þó má gera ráð fyrir að samkvæmt þessu skipulagi verði fjárveit- ingin u. þ. b. helmingi hærri en nú er. Það sem fyrst og fremst vinnst við að fækka úthlutunum úr tæplega 100 og niður undir 25, er að fjármagnið nýtist mun betur, þar sem listamenn eiga að geta helgað sig list sinni einvörðungu, meðan á styrktímabilinu stendur. Þess vegna er líka gert ráð fyrir því að þeir stundi ekki aðra atvinnu (12. gr.) á meðan, og eru þessi ákvæði einnig í reglum um núverandi starfsstyrki. Þá má ekki verja styrknum til skólanáms, þar sem ríkið veitir aðra styrki til þess. Um styrkina á að sækja (13. gr.), og ætti það að liggja beint við. Þar sem umsóknum á að skila fyrir septemberlok, ætti að vera nógur tími fyrir nefndina til að ákveða sig fyrir 15. janúar, en ekki þykir annað fært en að fastsetja, hvenær hún á að skila nið- urstöðum, svo menn geti gengið að þeim vísum, og auk þess hafa t. d. háskólastúd- entar slæma reynslu af því að niðurstöðum úthlutunarnefndar þeirra er venjulega ekki skilað fyrr en eftir dúk og disk. Aftur á móti er hyggilegt að gefa listamanninum nokkurn frest til þess honum vinnist tími til að koma sínum málum á hreint, t. d. að fá sig lausan úr vinnu eða fá annan í sinn stað. í 17. gr. er fjallað um aukagreiðslu, og er þetta atriði tekið inn vegna þess að fjár- þörf listamanna er mjög mismunandi. Þann- ig er yfirleitt mikill munur á efniskostnaði rithöfundar og myndhöggvara, og þess vegna sjálfsagt að gera einnig mun á fjárveitingu til að góður árangur náist. Þegar talað er um að ríkisvaldinu beri skylda til að stuðla að aukinni listsköpun, og ef með ráðstöfunum þess er gert allt til að tryggja að listamaðurinn nái sem beztum árangri í starfi sínu, er ekki nema sann- gjarnt að ríkið fái forkaupsrétt á framleiðslu listamannsins. Sérstök ákvæði þurfa þó að vera um leikrit, tónsmíðar og önnur slík verk, sem færa má upp hvað eftir annað, og þykir ekki rétt að ríkið geti keypt þau í eitt skipti fyrir öll, heldur fái aðeins rétt til frumflutnings. í 19. gr. er hvað skýrast vikið frá ríkj- andi ástandi, og eru þessi ákvæði m. a. sett til að tryggja að í ljós komi, hvern árangur launagreiðslan hafi borið. Þetta sést bezt á því að núverandi úthlutunarnefnd hefur aldrei fengizt til að gera grein fyrir störf- um sínum, jafnvel þó að eftir sé leitað, og hafa nefndarmenn verið svo fimir í útúr- snúningum og öðrum skyldum kúnstum, að helzt hefur minnt á loftfimleikamenn í sirk- us. Og með þessum aðferðum hefur þeim haldizt það uppi að hafa á listamannalaun- um menn, sem lítið eða jafnvel ekkert hafa látið frá sér fara árum saman, en aftur á móti sniðgengið marga unga og athafnasama menn. Það mætti helzt ætla að úthlutunarnefnd álíti, að þessir gömlu skjólstæðingar hennar myndu fá hjartaslag, ef hýran væri tekin af þeim. Fyrir utan það að sniðganga unga menn, sem þegar hafa vakið athygli, hefur aldrei bólað á þeirri viðleitni hjá nefndinni að styrkja þá, sem eru að koma fram á sjónarsviðið, og gefa þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Með þessu hefur úthlutunarnefnd tekizt að rýja þessa starfsemi svo allri virðingu, að jafnvel þeir, sem eru svo heppnir að fá þessa ölmusu, skammast sín orðið fyrir að taka á móti henni. Með ákvæðum þeim sem eru í 19. gr. er líka verið að stefna að því að auka listkynn ingu á vegum hins opinbera og reyna þar með að gera listir virkari þátt í daglegu lífi manna. Þess vegna er gert ráð fyrir að úthlutunarnefndin hafi einn fastráðinn starfsmann, og er það aðeins hugsað til bráðabirgða, þar sem hugmyndin er að þessi starfsemi vaxi upp í það í framtíð- inni að vera stofnun, sem sæi um að sam- ræma alla starfsemi ríkisins á sviði listkynn- ingar eða starfaði a. m. k. í nánu samstarfi við slíka stofnun. Væri þá möguleiki að gera hugmyndina um „list um landið“ að veruleika. Slík stofnun mundi þurfa að hafa á sínum snærum töluverðan fjölda túlkandi listamanna, og ætti þeim að vera ljúfara að fá tækifæri til að starfa að sinni listgrein en þiggja ölmusu úr ríkissjóði eins og þeir túlkandi listamenn gera sem nú fá listamannalaun. Væri forvígismönnum þess- ara listgreina nær að krefjast verkefna fyrir sig og sína en að heimta að fleiri fái lista • mannalaun. Ekki get ég séð að t. d. leikari sé neinu bættari með listamannalaun, ef hann fær ekki tækifæri til að komast á svið. Köllun og starf leikara er að leika en ekki að vera félagar í Heiðursfylkingu lista- manna, og svo er um alla listamenn; það sem þeir þurfa er aðstaða til að starfa sér og öðrum til gagns og ánægju, en ekki að fá afhenta einhverja silkihúfu árlega. Hægt væri að hugsa sér starfsstyrki til túlkandi listamanna, t. d. til hljóðfæraleik ara sem vildu æfa eitthvert ákveðið verk til flutnings, en slíka styrkveitingu er erfitt að setja undir sama hatt og styrkveitingu til skapandi listamanna, þar sem aðstæður og starfshættir þeirra eru allt aðrir. Það væri þá að öllu leyti heppilegra að setja um slíkt sérstök ákvæði, og við það mundi líka vinn- ast það, að úthlutun yrði dreift á hendur fleiri manna, og yrði þannig sneitt hjá ein- okun. Mætti hugsa sér að byggja upp fyrir túlkandi listamenn svipað kerfi og það, sem hér heíur verið sett fram, og síðan væri samstarf þar á milli um skipulagningu og framkvæmdaratriði. Sá aðili, sem sam- ræmdi þessar framkvæmdir, væri svo stofn- unin, sem minnzt var á að framan. Það mætti t. d. kalla hana LIST UM LAND- IÐ. ♦ TILLÖGUR UM ÚTHLUTUN LISTAMANNALAUNA 1. gr. Listamannalaun skiptast í tvo flokka: a) heiðurslaun sem Alþingi veitir árlega og b) starfsstyrki til skapandi listamanna sem veittir eru árlega af sérstakri nefnd. 2. gr. Enginn getur hlotið tvenns konar listamannalaun samtímis. 3. gr. Þingkjörin nefnd veitir árlega 3—4 listamönnum heiðurslaun. 4. gr. Heiðurslaun miðast við 21. launaflokk opinberra starfsmanna og eru veitt til eins árs í senn. 5. gr. Veita má sama manni heiðursiaun ár eftir ár. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.