Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 39

Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 39
Atli Heimir Sveinsson: skilið praktískt gildi tónlistar. Hún kennir fólki einbeitingu, nákvæmni, þolinnueði, er félagslega mjög þroskandi, fyrir utan list- ræna persónumótun, sem erfiðara er að meta á hagrænan mælikvarða. Á þá eigin- leika sem tónlistin skerpir mun reyna mikið í hinu tæknivædda framtíðarþjóðfélagi. Höfuðókostur kennaradeildarinnar er hversu vanmegnug hún er. Það má mikið vera ef deildin útskrifar tónlistarkennara til að mæta fjölguninni; alla vega hefur s - Sinfóníuhljómsveit íslands á œfingu undir stjórn Bodhans Wodiczkos. Þegar rætt er um tónlistarlíf á íslandi ber að hafa í huga hina íslenzku sérstöðu, fjarlægð landsins frá öðrum löndum og fá- menni okkar. Tónlistarlíf er bundið borg- armenningu. Þess vegna eru þau félög og stofnanir, sem bera uppi tónlistarlíf hér, ungar að árum. Margt hefur verið vel gert í upphafi, en annað miður. Sum mistök hef- ur eflaust verið erfitt að sjá fyrir, en það hefur líka hent, að ekki hafi verið hirt um að kippa þeim í lag síðar. Vandamál okkar er og verður, hvernig við getum byggt upp íslenzka tónlistarmenningu við okkar að- stæður, notfært okkur kosti, sem fjarlægðin og fámennið hafa upp á að bjóða, og unnið bug á þeim ókostum sem því fylgja. Vissulega höfum við átt og eigum góða tónlistarmenn. Það er og ánægjuleg stað- reynd, að alltaf fer öðru hverju ungt, efni- legt fólk til tónlistarnáms erlendis, svo við þurfum væntanlega ekki að kvíða skorti á starfskröftum í framtíðinni. íslenzkra tón- listarmanna bíður mikið starf á ókomnum árum, uppbyggingarstarf og útbreiðslu. Hins vegar er hörmulegt til þess að vita, að nú þegar er starfandi erlendis álitlegur hópur íslenzkra tónlistarmanna, og ekkert hefur verið gert til að fá hann heim. Ef við getum ekki nú tekið við þeim tónlistarmönnum, sem menntazt hafa erlendis, og skapað þeim viðunanlega starfsaðstöðu, hvað verður þá síðar? Ég þori að fullyrða að launakjör tón- listarmanna á íslandi séu ekki höfuðástæð- an fyrir því, að tónlistarfólk okkar sezt að erlendis. Miklu fremur skortur á tækifær- um, hætta á stöðnun og annað. Hér þarf því að breyta uppbyggingu tónlistarlífsins og finna ráð sem duga til að bægia þeim ókostum frá, sem jafnan er hætta á í fá- menni. En enginn hefur reynt að finna þau ráð. Margt virðist samt mega gera í fljótu bragði, t. d. stórauka hlut íslenzkra tón- listarflytjenda í tónleikastarfi höfuðstaðar- ins, skipuleggja tónleika um land allt, skipu- leggja skólatónleika, láta hljóðfæraleikara og söngvara koma meira fram í útvarpi og sjónvarpi. Að vísu hafa verið gerðar nokkr- ar tilraunir í þessar áttir, en þær hafa verið handahófskenndar og reynzt hálfgert kák. Einn meginþáttur heilbrigðs tónlistarlífs er tónlistaruppeldi almennings. Af grund- velli almennrar tónlistariðkunar spretta upp atvinnumenn, og kannske einstaka afburða- menn. Á þessu sviði stöndum við mjög illa að vígi, og margir vilja halda því fram, að um afturför sé að ræða frá því sem áður var. Mig brestur þekkingu til að leggja þar á nokkurn dóm, en víst er það, að tónlistar- iðkun almennings, t. d. í heimahúsum, er hverfandi lítil vegna skorts á tónlistarupp- eldi. Koma þar líka til greina aukin áhrif útvarps og grammófóns, sem alls staðar hef- ur reynzt erfitt að hamla á móti. Það er ein- kennandi fyrir okkur, að Tónlistarskólinn í Reykjavík hafði staðið í áratugi, áður en nokkrum datt í hug að stofna við hann deild, sem menntaði tónlistarkennara. Manni virðist að aðaláherzla hafi verið lögð á að rækta „snillinga". Nú hefur söngkenn- aradeildin starfað um nokkurt skeið og út- skrifað söngkennara. Deildin veitir þeim allgóða menntun, og þótt ýmislegt megi að starfi hennar finna, stendur væntanlega margt til bóta. Aðalörðugleikar í starfi deildarinnar eru hversu illa undirbúið fólk innritast í hana. Námið tekur þrjá vetur, og yfirleitt verður að mennta fólk alveg frá grunni. Tónlistin er nefnilega hornreka í íslenzku skólakerfi, fær t. d. aðeins einn tíma á viku; og á gagnfræðastiginu, sem kannske er mikilvægasti aldurinn í mótun listasmekks manna, fyrirfinnst engin tón- listarkennsla. Tónlist er höfð með sem skrautfjöður á barnaskólastiginu, svo unnt sé að láta sjást á skýrslum hversu listræn við séum. Aðrar nágrannaþjóðir, þær sem við sníðum okkar námskerfi eftir, hafa allt annan hátt á. Þar er tónlistarnám raunveru- legur þáttur í almennri menntun frá upp- hafi til enda. Þessar þjóðir hafa fyrir löngu hún enga möguleika til að bæta úr þeim skorti tónlistarkennara sem er um land allt. Ef deildin verður ekki stórefld strax, verð- ur ægilegur skortur á tónlistarkennurum á komandi árum, og þar með aldrei lægra risið á tónlistarmenningu okkar. Tónlistarskólar eru allmargir á landinu og fjölgar smám saman. Þeirra öflugastur og stærstur er Tónlistarskólinn í Reykjavík, eins og vera ber. Rekstur tónlistarskóla úti á landi er sprottinn af samvinnu einstakl- inga eða félaga, sveitarfélaga og ríkisins. Að svo stöddu álít ég það vera heppilegt fyrirkomulag. Um Tólistarskólann í Reykja- vík gegnir öðru máli. Hann þarf að vera ríkisskóli, en nú er hann rekinn á vegum Tónlistarfélagsins að mestu leyti. Hann þarf að þróast upp í að verða tónlistarháskóli fyrir allt landið, skóli sem menntar atvinnu- menn okkar og kennara í tónlist. Auk þess hefur hann auðvitað hlutverki að gegna sem almennur tónlistarskóli fyrir Reykjavík. En enn vantar töluvert á að Tónlistarskólinn í Reykjavík gegni þessu tvíþætta hlutverki. Og enginn virðist hafa haft áhuga á því að gera hann að ríkisskóla, með þeim skyldum og réttindum sem slíkir skólar verða að hafa. Eitt vantar tilfinnanlega hér: námsflokka í tónlist handa fullorðnu fólki. Vísir að því starfi hefur verið unninn í Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar, og er það lofsvert, en þetta þarf að stórefla, ekki eingöngu hér í Reykjavík, heldur út um land allt. Þá vant- ar margskyns handbækur um ýmsa þætti tónlistar, bæði fyrir byrjendur og fyrir þá sem lengra eru komnir. Erlendis hafa útvarpsstöðvar haft miklu hlutverki að gegna í tónlistarlífi, bæði hvað tónlistarflutning og tónsköpun snertir. Út- varpsstöðvar hafa hlúð mjög að nýjum stefnum í tónlist, endurvakið ýmislegt frá fyrri öldum, og fengið hljóðfæraleikurum og söngvurum þakklát verkefni í hendur. Þær hafa álitið sig hafa útbreiðslu- og menn- ingarhlutverki að gegna í tónlist. Hér á landi gegnir allt öðru máli. Tónlist virðist 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.