Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 57

Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 57
Hinsvegar hitnar áin seinna en nú er að sumrinu, en hitinn helzt lengur eins og fyrr var sagt. ís og krapaburður árinnar minnkar stórlega eða hverfur með öllu, því að enginn ís eða krap berst niður fyrir stíflu, og íshrannir þær, sem myndast í Aðaldal, minnka stórlega eða hverfa alger- lega. Að dómi sérfróðra manna á þessum sviðum er því næsta ólík- legt, að umræddar aðgerðir hafi áhrif til hins verra á veiði í Laxá í Aðaldal, enda staðreynd á mörg- um stöðum að slík jöfnun á vatns- rennsli, sem hér um ræðir, hefur aukið veiði í ám en ekki skert. Jafnsjálfsagt er þó að gerðar verði líffræðilegar athuganir á Laxá á næstu árum áður en aðal- breytingin hefst. Þær eru öllum til hagsbóta. Fyrirhugaðar framkvæmdir breyta engu um gerð vatnsvega fyrir fisk upp eftir Laxá upp fyrir virkjun, frá því sem nú er, ef tiltækilegt þykir vegna kostnað- ar, sem enn hefur þótt meiri en svo að réttmætt væri að ráðast í þær framkvæmdir. Þá bera menn ugg í brjósti vegna hinnar háu stíflu og þess þunga, sem á henni hvílir, ekki sízt þar sem vér bú- um í jarðskjálftalandi. En þá er vert að minnast þess, að jarð- skjálftar eru ekkert dularfullt afl og unnt er að gera mannvirki svo úr garði að þau séu einnig trygg gegn slíkum skakkaföllum. Mun ekkert verða til þess sparað eftir því sem tækni og þekking nær til. Margt er rætt um náttúru- vernd bæði í þessu sambandi og öðrum og ráðamenn þessara framkvæmda sakaðir um skiln- ingsleysi í þeim efnum. í því sambandi má nefna að einn aðal- höfundur þessara áætlana á sæti í Náttúruverndarráði, og því sæmilega vel treystandi til að taka tillit til þeirra sjónarmiða. Annars er vert að geta þess, að hvarvetna um heim, þar sem náttúruvernd er orðinn fastur þáttur í þjóðlífinu, er mönnum ljóst það sjónarmið að maðurinn er lifandi vera, sem á rétt sinn í náttúrunni, og hin sanna náttúru- vernd miðar að því, að maðurinn fái hagnýtt sér gæði og auðlindir náttúrunnar án þess að fremja rán eða slík spjöll, að landið verði verra og óbyggilegra eftir. Það er öllum ljóst, að til þess að nútímaþjóðfélag fái þróazt á eðlilegan hátt, verður maðurinn sífellt umsvifameiri og hlýtur því að ganga á hið ósnortna land. Á hinn bóginn er að því keppt að fórna sem minnstu af náttúr- unni og helzt engu nema því, sem brýn nauðsyn krefur. Hinar áætluðu framkvæmdir Gljúfurversvirkjunar krefjast þess að hluti af Laxárdal verði lagður undir vatn. Deila má um, hver náttúruspjöll verði að því. Aðrar aðgerðir í þessu sambandi virðast ekki valda nokkrum þeim spjöllum, sem varanleg séu eða ekki verði bætt. Og þá er að líta á hvað vinnst. Norðurlandi eystra frá Ólafs- firði til Þórshafnar, með um 20 þús. íbúum, verður séð fyrir nægjanlegri orku til iðnaðar og heimilisþarfa á ódýrari hátt en nokkur önnur hugsanleg leið get- ur veitt. Jafnframt því er rekst- ursöryggi virkjananna tryggt bet- ur en unnt er á annan hátt. Hér er því raunverulega um lífsspurs- mál alls þessa landshluta að ræða. Nær það jafnt til þéttbýlis og strjálbýlis. Það er því matsatriði hvort meira vegi lífshagsmunir þessara 20 þúsund manna (tíunda hluta þjóðarinnar) eða þau spjöll, sem hér munu verða og ég hef leitazt við að benda á. Mér er það engin launung, að fyrst er ég heyrði um þessar áætlanir, var ég hikandi, en eftir því sem áætlanirnar fengu fast- ara form og niðurstöður vísinda- legra rannsókna lágu fyrir, hvarf mér allur efi um réttmæti fram- kvæmdanna. Og þannig hygg ég fara mundi hverjum þeim, sem átt hefði þess kost að fylgjast með rannsóknunum stig af stigi, án haturs eða hylli, ef svo mætti kveða að. Og það er einhuga álit vor allra, sem með þessi mál höfum farið, að vér hefðum brugðizt skyldu vorri við þjóðfé- lagið og oss sjálfa ef vér hefðum neitað þessu ráði þegar á það var bent. Höfðum vér engra hags- muna þar að gæta annarra en þeirra að gera rétt eftir því sem samvizka vor og þekking náði til. Og ég er sannfærður um að hver og einn, sem kynnir sér málið til hlítar, mun skilja það viðhorf vort. Land vort er í örri þróun. Fólk- inu fjölgar, tímarnir krefjast sí- fellt betri lífsskilyrða. Þau verða ekki veitt nema með aukinni og bættri framleiðslu. Ein megin- undirstaða hennar er aukin nýt- ing á orku fallvatnanna. Hin fyr- irhugaða Gljúfurversvirkjun er einn áfangi af mörgum til að fylgja þessari þróun. Nokkru þarf að fórna, og þær fórnir eru ekki sársaukalausar fremur en aðrar fórnir. En þær eru færðar til þess að gera þjóðlíf þessa landshluta frjórra og betra, og eru um leið einn þáttur í að skapa íslenzkri þjóð betri fram- tíð. Á þeim grundvelli eru þær ekki einungis réttlætanlegar, heldur sjálfsagðar. Steindór Steindórsson. Þegar ár og vötn eru virkjuð fylgja því meiri og minni breyt- ingar á hinu náttúrlega um- hverfi á vatnasvæðinu, þar sem virkjað er, og geta af því hlotizt margháttaðar afleiðingar fyrir lífverurnar í vatninu. Með tilliti til vatnafiska grípa virkjanir inn í líf þeirra með ýmsu móti til bóta eða til tjóns fyrir viðkomu þeirra og uppvöxt. Þegar virkjun veldur tjóni á veiði, ber henni að bæta fyrir það með beinum ræktunaraðgerðum eða með fjár- greiðslum eða hvorutveggja. í stuttri grein er ókleift að gera viðhlítandi skil einstökum atriðum hinna margþættu áhrifa, sem virkjun getur haft á lífsskil- yrði vatnafiska á hinu virkjaða vatnasvæði. Skal þó leitazt við að gefa hér nokkra hugmynd um helztu breytingar, sem áhrif geta haft á líf fiskanna á slíku vatna- svæði. Ár og stöðuvötn er fjölþætt umhverfi lifandi vera, þar sem hver tegund lífvera hefur haslað sér völl til að lifa á, við meira og minna afmörkuð ytri skilyrði. í ánum eru tegundir lífvera og fjöldi einstaklinga á hverjum stað háð gerð árbotnsins, straum- hraða, vatnsdýpi, vatnshita og magni næringarefna í vatninu. Straumlitlar grunnar ár með hlýju og næringarríku vatni eru þannig frjósömustu árnar. í stöðuvötnunum á það sama við í aðalatriðum, nema hvað straum- hraði skiptir þar ekki máli á sama hátt og í ánum. Fjölskrúð- ugast er lífið á grónum grynn- ingum í stöðuvötnum, og er auð- ugt botndýralíf undirstaða mik- illar veiði. Lífverurnar í hverju veiðivatni eru meðal annars háð- ar sveiflum, sem orsakast af veðr- áttunni, svo sem flóðum eftir miklar úrkomur eða snjóleysing- ar, hitabreytingum og fleira, og hafa lífverurnar aðlagað sig þeim að vissu marki. Ef á hinn bóginn koma fram breytingar á rennsli veiðivatnanna af manna völdum, eins og þegar virkjað er, geta lífverurnar átt erfitt með að falla að, enda er þar ekki fylgt hrynj- andinni í náttúrunni, heldur þörf mannanna fyrir orku. Virkjanir eru gerðar til þess að framleiða orku eftir þörfum neytenda, en þær eru allmismun- andi frá einum tíma til annars, og því betur tekst til við virkjun- ina sem hin breytilega orkuþörf er nær því að vera fullnægt. Byggist slíkt á því, að virkjanirn- ar geti ráðið yfir æskilegu rennsli í gegnum vélar rafstöðv- anna eftir þörfum og stöðugt nægum varaforða af vatni. Þegar vatnasvæði er virkjað, verður meira og minna rask á hinu náttúrlega umhverfi. Reynt er að fá sem hæst fall fyrir að- rennsli að rafstöðinni og sem víðáttumest svæði undir uppi- stöðu til vatnsmiðlunar. Stundum er girt þvert yfir fiskgenga hluta straumvatna. Hér á landi hefur oftast verið stíflað ofan við nátt- úrlegar hindranir. Erlendis eru stundum víðáttumikil landsvæði sett undir vatn og mynduð uppi- stöðulón, en hér á landi þekkj- ast þau varla enn sem komið er. Hefur vatnsmiðlun hér aðallega verið framkvæmd í stöðuvötnum. Röskun á náttúrlegu rennsli við virkjanir er að sjálfsögðu mjög ólík frá einum stað til ann- ars. Er hún háð náttúru viðkom- andi vatnasvæðis, og hve mikil hún verður hverju sinni. Áhrif hennar eru meðal annars háð því, hve vatnsmiðlunin er mikil og hvers eðlis hún er, þ. e. hvort 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.