Samvinnan - 01.06.1970, Page 66

Samvinnan - 01.06.1970, Page 66
— Jú, að vísu, svaraði bíl- stjórinn dræmt. — Ég gat líka farið eftir þeirri bendingu, að nafnið yðar stóð á ferðatösk- unum. ----- / John Dryden (1631—1700), hið kunna enska skáld, átti stundum í hjónabandserjum. Eitt sinn þegar þannig stóð á, sagði kona hans í bræði: — Ef ég væri bók, mund- irðu áreiðanlega sýna mér meiri hugulsemi! Dryden svaraði að bragði: — Góða mín, þá vildi ég óska að þú værir almanak. Því skiptir maður nefnilega árlega! Dryden, sem átti í fjárhags- erfiðleikum ekki síður en önn- ur skáld, var kvöld eitt að skemmta sér með hertoganum af Buckingham, Dorset láv- arði og nokkrum öðrum fagur- kerum samtímans. Hin bók- menntalega umræða snerist um vandann við að tjá sig létt og lipurlega. Þá kom fram uppástunga um, að allir við- staddir skrifuðu nokkrar línur og legðu undir kertastjakann, en síðan skyldi Dryden kveða upp dóm um, hver skrifað hefði fegurstu og bezt orðuðu hugsunina. Flestir viðstaddra lögðu á sig talsverða fyrirhöfn við að semja textann, en Dor- set lávarður hripaði tvær eða 66 þrjár línur í fljótheitum og stakk þeim kæruleysislega und- ir kertastjakann. Þegar Dryden hafði lesið úrlausnirnar, lét hann í ljós ánægju yfir árangrinum: — Ég verð að játa, áð allar eru þessar hugmyndir höfund- um sínum til mikils sóma; en mér finnst ég vera tilneyddur að veita Dorset lávarði verð- launin og held að þá niður- stöðu muni allir skilja, þegar þeir hafa heyrt framlag hans. Hér stendur: „Undirritaður greiðir John Dryden Esq. 500 sterlingspunda upphæð þegar hann fer framá það.“ Enskar og amerískar bækur. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar, Hafnarstræti 9, Reykjavík. íslenzkar, danskar, norskar, þýzkar og franskar bækur og ritföng. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar, Hafnarstræti 4, Reykjavík. Safnast þegar saman kemur SAMVINNUBANKINN ÁVAXTAR SPARIFÉ YÐAR MEÐ HÆSTU VÖXTUM. ÚTIBÚ ÚTI Á LANDI: AKRANESI GRUNDARFIRÐI PATREKSFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI HÚSAVÍK KÓPASKERI STÖÐVARFIRÐI VÍK í MÝRDAL KEFLAVÍK HAFNARFIRÐI SAMVINNUBANKINN ANNAST ÖLL INNLEND BANKAVIÐSKIPTI. SAMVINNUBANKINN Bankastræti 7, Reykjavík, sími 20700 HBS :

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.