Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 12
Verkalýðshreyfing og kjara- barátta eru meðal þeirra um- ræðuefna sem efst eru á baugi hérlendis á ári hverju — bæði þegar kjaradeilur eru f aðsigi og meðan verkföll standa yfir — enda eru fá vandamál afdrifaríkari fyrir þjóðarheildina og hvern einstakan þjóðfélagsþegn en úrslit kjarabarátt- unnar: spurningin um það hvernig skipta beri kökunni milli hinna ýmsu stétta og starfshópa í þjóðfélaginu. Um það verður varla deilt, að henni er mjög misskipt, launamisrétti er furðulega mikið í ekki fjölmennara eða auðugra þjóðfélagi, og fátt bendir til þess, að þar verði gerð bragar- bót f bráðina. Menn eru visast almennt sammála um, að langvinn verkföll séu mikið böl hverju þjóðfélagi — þau eru á góðum vegi með að verða árvisst þjóðarböl á íslandi. Þessi óáran á sér samt ofureðlilegar orsakir, sem menn virðast einkennilega gjarnir á að láta sér yfirsjást. Verðbólgan, sem hrjáð hefur íslenzkt þjóðfélag í rúman aldarfjórðung, hefur verið svo stórtæk og hömlulaus, að hún hefur á skömmum tfma eytt öllum þeim kjarabótum, sem fengust með samningum eftir lengri eða skemmri kjara- deilur. Það er til dæmis verðugt íhugunarefni, að kaupgjald á fslandi hefur orðið hæst árið 1947 og aldrei síðan náð sama stigi. Engum heilvita manni kemur væntanlega til hugar, að skæðar kjara- deilur og langvinn verkföll séu látin viðgangast ár eftir ár nema einhver hafi beinan hag af þeim. Hér er ekki um að ræða blint náttúrulögmál og þaðanafsfður guðlega tyftunaraðferð. Sá hlutur er hinsvegar alveg öruggur, að ekki hagnast launamenn á verkföllum: þeir eru lengi að vinna upp vinnutapið aukþess sem kjarabæturnar eru á skömmum tfma af þeim teknar í hækkuðu verðlagi. Samt halda launamenn áfram að berjast að því er virðist vonlausri baráttu, einfaldlega vegna þess að án linnu- lausrar varnarbaráttu mundi íslenzkt launafólk smámsaman þokast niðrá stig þrælalýðs. En hver er það þá sem hagnast á þeim vítahring verðbólgu og verk- falla, sem er að sliga fslenzkt atvinnulíf og þjóðfélagskerfi? Það mál er einfalt, þó furðufáir kæri sig um að horfast í augu við staðreyndirnar: Verðbólgan stafar ekki af verkföllum og kjarabótum, heldur þvingar hún launafólk til verkfalla og baráttu fyrir kjarabótum. Hinsvegar hagnast tilteknir aðilar í þjóðfélaginu á óðaverðbólgunni, semsé braskararnir, „athafnamennirnir", spámenn „hins frjálsa framtaks", sem í orði kveðnu eiga og reka stór eða smá fyrirtæki, en hafa meginhluta fjármagnsins að láni úr bönkum og öðrum lánastofnunum sem ráðstafa sameiginlegum fjármunum þjóðarinnar. I raunverulegum auðvaldsríkjum, þar sem fjár- magnið er f eigu einstakra burgeisa, fjölskyldna eða ætta, láta þessir aðilar það helzt alls ekki viðgangast að verðbólgan fari framúr 3—4% á ári, svo að arður af peningaeign fari ekki niðurfyrir 6—7%. Hérlendis er verðbólgan hinsvegar að meðaltali 12% árlega, en hæstu bankavextir 10%, þannig að f rauninni tapa þeir sem eiga handbært fé en ekki fast- eignir, á sama tfma og hinir græða sem fengið hafa fé að láni. Þetta er mergurinn málsins um íslenzka efnahagskerfið. Að þessu leyti einsog á mörgum sviðum öðrum er hér rekinn „sósíalismi andskotans", einsog Halldór Laxness hefur komizt að orði um íslenzka hagkerfið. Nýjasta dæmið um þetta furðulega kerfi birtist f skuttogarakaupunum á dögunum, sem Morgunblaðið taldi mikið fagnaðarefni, þar sem tilkoma hinna nýju skipa mundi „efla atvinnurekstur í höndum einstaklinganna sjálfra". Við kaup hinna nýju togara leggur ríkisstjórnin fram 80% af andvirðinu sem lánsfé. Þarvið bætist, að úr ríkissjóði verða lagðar fram upphæðir, sem nema 7,5% af byggingarkostnaði skipanna, og síðan er gert ráð fyrir, að sveitarfélagið, þar sem skipin verða gerð út, leggi á sama hátt fram 7,5% af andvirði togaranna. Þau 15% sem lögð eru fram af rfki og sveitarfélagi verða vaxtalaus og ekki endurkræf fyrr en öll lán hafa verið greidd af skipunum, f fyrsta lagi eftir 18 ár. Eftir þessa fjáröflun vantar einungis 5% af andvirði skipanna, og það leggja „eigendurnir" fram. Þess fjár afla þeir væntanlega með því að fara f banka og fá lán af sparifé almennings. Þetta er dæmigerð mynd af hinu annálaða íslenzka einkaframtaki, sem hvergi mun þekkjast annarsstaðar á byggðu bóli, og þessi mynd er bakgrunnur óðaverðbólgunnar, sem leiðir af sér gengisfellingu og stórfellda lækkun skulda á fárra ára fresti. Þeir sem blæða fyrir slíka ævintýramennsku eru íslenzkir launamenn og að sjálfsögðu atvinnuvegirnir sjálfir, en um það kæra lukkuriddarar hins „frjálsa framtaks" sig kollótta, heldur klifa látlaust á því, að þörf sé á meira lánsfé til að reka „einkafyrirtækin". Það er staðreynd, sem ekki verður horft framhjá, að meginhlutinn af veltufé atvinnureksturs og álitlegur hluti stofnfjár atvinnufyrirtækja er eign ríkisbanka, opinberra sjóða, verkalýðssamtaka og almennings i landinu. En þessu fé er að mestu ráðstafað af þeim fámenna hópi, sem stjórnar íslenzku atvinnulífi í krafti pólitískrar aðstöðu í þjóðfélaginu. Þetta séríslenzka ástand stafar meðal annars af því, að öfugt við önnur Norðurlönd, Bretland og jafnvel Vestur-Þýzkaland og Bandarfkin hefur Islandi löngum verið stjórnað í andstöðu við hagsmuni verkalýðsins, en með hagsmuni fjáraflamanna fyrir augum. Stjórn landsins hefur með öðr- um orðum að langmestu leyti verið andfélagsleg, miðazt við einkaþarfir gróðamanna og pólitískra gæðinga, sem láta ríkið og skattborgarana greiða taprekstur sinn, en hirða sjálfir gróðann þegar vel gengur. Þessi þróun á vitaskuld meðal annars rætur að rekja til sundraðrar verkalýðs- hreyfingar, sem er orðin svo áttavillt, að nokkur meðal fjölmennustu verkalýðsfélaga landsins lúta stjórn Sjálfstæðisflokksins, sem er að öllu leyti mótaður af atvinnurekendum og gróðamönnum (ásamt skósveinum þeirra, lögfræðingunum) og lýtur stjórn þeirra í einu og öllu, þó kallaður sé „flokkur allra stétta". Ég held ég megi fullyrða, að hvergi f lýðræðis- ríkjum heims þekkist það, að fhaldsflokkur eignastéttanna eigi ftök ( verkalýðshreyfingunni. Verkalýðshreyfingin er ekki einungis sundruð og áttavillt f pólitlsku tilliti, heldur er hún einnig vegna pólitfsku sundrungarinnar máttlítil á flestum sviðum öðrum. Þannig hafa heildarsamtök verkalýðsins, Alþýðu- samband íslands, næsta fátæklegu hlutverki að gegna og lítið sem ekkert vald til að móta heildarstefnu í kaupgjalds- og kjaramálum, en það veikir að sjálfsögðu taflstöðuna gagnvart atvinnurekendum, sem að jafnaði standa saman einsog einn maður. Þessi skortur á heildarstefnu og ábyrgri forustu Alþýðusambandsins hefur f för með sér handahófslegar baráttuaðferðir, seinagang og skriffinnsku, sem forðast mætti með sam- virkari, myndugri og atkvæðameiri miðstjórn. Það er til dæmis stór- furðulegt, svo einungis sé nefnt eitt dæmi, að heildarsamtök verkalýðs- ins skuli ekki fyrir löngu vera búin að gera samkomulag við samvinnu- hreyfinguna, svipað og gert hefur verið á öðrum Norðurlöndum. Það mundi fortakslaust verða eitt öflugasta vopnið í höndum verkalýðshreyf- ingarinnar f viðureign hennar við atvinnurekendur. En hér sem svo víða annarsstaðar er það flokkspólitísk skammsýni og persónulegir duttlungar sem sitja í fyrirrúmi fyrir raunverulegum hagsmunum vinnandi stétta f landinu. Það er alveg óhætt að slá þvf föstu, að í þjóðfélagi einsog við búum við á íslandi, þar sem ríki, sveitarfélög og samvinnufélög eiga um þriðjung af framleiðslufjármunum þjóðarinnar og bændur annan þriðjung, hlýtur eina viðhlltandi leiðin til lausnar efnahagsvandans að vera fólgin f sem allra nánustu samstarfi verkalýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar og sem allra rfkustum áhrifum þessara hreyfinga beggja f senn á alla stjórn bæði atvinnumála og þjóðmála. s-a-m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.