Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 42
>0333-1ERLEND VÍDSJÁ Magnús Torfi Ólafsson: Willy Brandt leysir Vestur-Þýzkaland úr læðingi kalda stríðsins Brandt rœðir við Bresnéff (t. v.) og Kosigin eftir komurrn til Moskvu. borgaralegrar heimsskoðunar. Borgara- stéttin hefur hag af því að líta sjálf þessum augum á málin, vegna þess að sannleikurinn getur verið óþægilegur, en fyrst og fremst hefur hún hag af því að þröngva þessum hluta heimsskoðunar sinnar uppá verkalýðsstéttina, þá stétt sem hefur andstæðra hagsmuna að gæta. Það tekst henni vegna þess að hún er rikjandi og ræður yfir margfalt sterkari tækjum til skoðanamyndunar en verka- lýðsstéttin. Og hagur hennar er augljós. Launamaður sem trúir því að atvinnu- rekandi veiti honum vinnu og laun af gæzku hjartans, hann er meðfærilegri en sá sem gerir sér grein fyrir að hann gef- ur atvinnurekandanum hluta af launum sínum eða er rændur þessum sama hluta. Þessi hagur er pólitískur hagur. Hann er kannski ekki mikill i hinni stóru heild, en örlitla hugmynd um mikilvægi hans getum við samt fengið með því að íhuga hvílík bjartsýni það væri að láta sér detta í hug að forystumenn Vinnuveit- endasambands íslands tækju sig til og breyttu nafni samtaka sinna. Það gera þeir aldrei. Ekki af því þei: séu of sljóir til að skilja það sem hér hefur verið sagt. Heldur vegna þess að þeir hafa engan hag af þvi. Þeir hafa af því allan óhag. Þeirra hagur er að viðhalda b'ekkingunni. Og hvílík barnsleg einfeldni væri það ekki líka að láta sér detta i hug að Morgunblaðið hætti alltíeinu að nota orð- in vir.nuveitandi — launþegi. Það ge.ir það aldrei. Ekki einungis vegna íhalds- semi þess og rótgróinnar andúðar á allri rökhugsun, heldur af þvi að það er gefið út til að gæta hagsmuna bo.garastéttar- innar á íslandi. Og þarsem það er and- stætt hagsmunum borgarastéttarinnar að losa okkur við orðin vinnuveitandi — launþegi og þá raunveruleikafölsun sem í þeim felst, þá er það lika • andstætt hagsmunum Morgunblaðsins. Við eigum því kannski eftir að heyra orðin vinnuveitandi — launþegi nokkr- um sinnum enn? V. Einsog segir i byrjun greinarinnar, þá hefur það ótvíræða kosti þegar hægt er að mynda ný orð úr gömlum orðum, orð- stofnum og rótum orða, þannig að merk- ingar þeirra verði ljósar hverjum manni. En þetta hefur líka sína galla, einsog sjá má af þeim dæmum sem hér hafa verið tekin. Kostirnir bjóða hættunni heim. Tvö orð geta verið ófölsk sitt i hvoru lagi, en fölsk í samsetningu. Og ef orð eru fölsk, þá eru þau það vegna þess að þau eru illa hugsuð og/eða vegna þess að þau tjá falska hugsun ákveðinnar heimsskoðunar. Á sama hátt og heimsskoðun getur verið sá varnarmúr sem heil stétt ver hagsmuni sína með, þannig getur mál orðið tæki í pólitiskri hagsmunabaráttu. Ekki bara málið sem tæki til tjáningar, heldur líka möguleik- ar þess til að mynda ný orð á gömlum grunni (og möguleikar þess til að nota gömul orð um ný fyrirbæri). Því orð — orð sem slík — geta verið lygi. Og orð — orð sem slík — geta verið pólitísk lygi. ♦ Aldarfjórðungi eftir að heimsstyrjöld- inni siðari lauk, er enn ógengið frá end- anlegum friðarsamningi milli sigurveg- aranna og höfuðandstæðings þeirra í Evrópu, Þýzkalands. Og þrátt fyrir þenn- an langa drátt á formlegri friðargerð, sjást þess engin merki að heimsveldin tvö sem málið hafa á valdi sinu, Banda- rikin og Sovétrikin, hugsi sér til hreyf- ings að efna til friðarráðstefnu. Greini- legt er að stjórnendur beggja hugsa sem svo, að rikjandi ástand í Evrópu sé þeim tiltölulega hagstætt og þvi engin ástæða til að hrófla við þvi með óvissum afleið- ingum. Megineinkenni ástandsins sem ríkt hef- ur í Evrópu hartnær hálfan þriðja áratug er tvískipting mestallrar álfunnar í bandarískt áhrifasvæði i vestri og sovézkt í austri. Þótt heimsveldin hafi blásið og hvásað allt hvað af tók hvort á annars borgarmúra liðlöng ár kalda stríðsins, hefur markalínan ekki haggazt um hænufet á þeim kafla sem mestu máli skiptir, þar sem hún klýfur Þýzkaland, fyrst og fremst í tvennt en í þrjá hluta þó, ef grannt er reiknað. í Þýzkalandi skerast allar línur þeirrar málaflækju sem við Evrópuþjóðum blasir um leið og kalda stríðið fjarar út. Þar standa bandarískar og sovézkar hersveit- ir hvorar andspænis öðrum í hjarta Evrópu búnar öllum hugsanlegum dráps- tækjum frá kjarnorkuhlöðnum eldflaug- um og niðurúr. Þar hafa risið upp tvö þýzk riki, sem hvort um sig hefur náð forustu í tækniþróun og atvinnulífi í sín- um hluta álfunnar. Þar er Vestur-Berlín einangruð eins og útsker inni í miðju Austur-Þýzkalandi, tengd Vestur-Þýzka- landi og þó ekki hluti af því, heldur formlega enn undir hernámsstjórn hers- höfðingja frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Hvort heldur menn taka að rekja hernaðarlega, pólitiska, efna- hagslega eða menningarlega þætti sam- evrópskra vandamála, skal ævinlega sýna sig, að í Þýzkalandi eru þeir undnir í harðastan hnút. Hver sem leitast vill við að greiða til einhverrar hlítar úr flækjum kalda stríðsins í Evrópu, hlýtur því einkum að beina athyglinni að málefnum Þýzka- lands. Lengi hefur ljóst verið, að þar yrði engu um þokað, nema breyting yrði á við- horfi þýzku ríkjanna hvors til annars og jafnframt á afstöðu bandamanna hvors um sig til þess þýzka ríkisins sem and- stæðri fylkingu fylgir. Frá öndverðu neit- aði stjórn Vestur-Þýzkalands að viður- kenna tilveru austurþýzka ríkisins og lagði öllum sem hafa vildu við hana stjórnmálasamband eða verzlunarvið- skipti með beztu kjörum sömu skyldu á herðar. Á móti héldu valdhafar í Austur- Berlín því fram, að í Bonn sætu á valda- stólum arftakar Hitlers, sem miðuðu allt sitt starf við hefndarstríð og nýja land- vinninga í austurvegi. Þegar de Gaulle á sínum tíma hófst handa að brjóta mót kalda stríðsins af Evrópu, leitaðist hann við að gera tvennt í senn. í fyrsta lagi tók hann franskan herafla undan bandariskri yfirherstjórn 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.