Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 47
Samkvæmislíf var talsvert í Reykjavík á þessum árum, enda ekki ótítt, að þangað kæmu í heimsóknir tignir erlendir gestir. í því tók Grímur mikinn þátt, enda þótti ekki ónýtt að eiga honum á að skipa, þrautreyndum tungumálagarpi og þjálfuð- um úr helztu hirð- og veizlusölum Evrópu. Kom þetta ekki hvað sízt berlega fram í sambandi við þjóðhátíðina 1874, en þá stóð hann framarlega í flokki í móttökum af hálfu landsmanna, enda kunnugur ýmsu því stórmenni, er þá sótti landið heim. Ýmsu fleiru sinnti Grímur á þessum ár- um, sem í frásögur er færandi. Þannig var hann um tíma í forföllum Björns Jónssonar ritstjóri ísafoldar við góðan orðstír, einnig átti hann þátt í því, að Tímariti Bókmennta- félagsins var hleypt af stokkunum, og birti þar ýmsar greinar, og síðast en ekki sízt er þess að geta, að hann bjó til prentunar eina heildarsafnið, sem enn er til, af sálmum og kvæðum Hallgríms Péturssonar (Sálmar og kvæði I—II, Rvk. 1887—90). í tómstundum sínum fékkst hann m. a. við þýðingar á forn- um grískum kveðskap úr frummálinu, og á rólegum ellidögum naut hann almennrar virðingar manna á Bessastöðum, þar sem hann andaðist hinn 27. nóv. 1896. m Ferill Gríms Thomsens, sem nú hefur verið lýst, er einn sér vissulega nægilega sér- stæður og afrekum hlaðinn til þess að tryggja honum öruggan sess í íslandssögu 19. aldar. Ef ekki kæmi fleira til, væri hans nú minnzt fyrir að hafa brotið sér leið til frama á meðal háaðals Evrópu, en horfið heim með fullum sóma á miðjum aldri, og fyrir margþætt afskipti þar af þjóð- og menningarmálum um nær þriggja áratuga skeið. En hér kemur í rauninni fleira til, því að hann orti líka. Og sá Grímur Thom- sen, sem menn minnast nú á dögum, er fyrst og fremst skáldið, en ekki embættis- eða stjórnmálamaðurinn. Grímur hefur snemma farið að fást við skáldskapariðkanir, því að hið fyrsta þeirrar tegundar frá hans hendi birtist þegar árið 1839. Var það ljóðaþýðingin Alpaskyttan eftir Schiller, sem birtist í Fjölni og lýsir löngun til frelsisins í hinni ósnertu fjalla- náttúru, en boðar jafnframt lífsrétt alls þess sem þar býr. í Fjölni 1844 birtist síðan fyrsta frumorta kvæði Gríms, Ólund. Það er að ýmsu sérstætt verk, örstutt, en túlkar ósk skáldsins um að leggjast til hinztu hvílu á hafsbotni, þaðan sem hann óskar að fá að horfa á „dauðra drauga . . . hrikaleik" og virða fyrir sér sjódauða nái, jafnframt því sem hann huggar sig við, að sjórinn muni þá dynja yfir sér, þótt enginn gráti lát sitt. Sú bölsýni, sem þarna birtist, er þó ekki Gríms eigin, heldur verður að hafa í huga, að um þessar mundir er hann djúpt sokkinn niður í verk Byrons lávarðar og magisters- ritgerð sína um hann. Hefur Richard Beck sýnt fram á það i(í Skírni 1937), að úr þeirri átt gæti áhrifa bæði í þessu kvæði hans og ýmsum öðrum frá næsta rúmlega hálfum öðrum áratugnum þar á eftir. Nokkur önn- ur kvæði sín birti Grímur svo á næstu árum í Nýjum félagsritum, þar á meðal erfiljóð sitt um Jónas Hallgrímsson, þar sem hann gegnumlýsir ljóð hans og líf svo rækilega í hnitmiðaðri mynd, að fáum mun ætlandi að leika eftir, og gefur honum auk heldur fyrstur manna sæmdarheitið „listaskáldið góða“, sem síðan hefur verið tíðhaft um Jónas svo sem kunnugt er. En annars virðist Grímur hafa lagt held- ur takmarkaða stund á skáldskap á úti- vistarárum sínum, en aftur á móti fengizt öllu meir við rannsóknir á bókmenntum og skrif um þær. Þau árin, sem hann var að brjóta sér leið til frama í utanríkisþjónust- unni, eru og talin ófrjór kafli á skáldferli hans. Það var ekki fyrr en á síðustu árum hans á stjórnarskrifstofum Dana, sem hann fór aftur að leggja alúð við skáldgáfu sína, og eftir að til íslands kom, tók hann svo til við kveðskapinn af meiri orku en fyrr. Hins vegar tafði það nokkuð fyrir því, að hann fengi öðlazt þá almennu viðurkenningu fyrir skáldgáfu sína, sem honum bar, að ljóð hans hlutu ekki endanlega mynd fyrr en seint á ævi hans og komu síðla fyrir al- menningssjónir. Sjálfstæða Ijóðabók sendi hann ekki frá sér fyrr en 1880, og þá aðeins lítið kver, og meginsafn ljóða hans kom ekki út fyrr en 1895, árið áður en hann andaðist. Ýmis verk hans birtust og ekki fyrr en að honum látnum, og er þar á meðal viðamesta framlag hans á sviði söguljóðagerðar, Rímur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur, sem fyrst komu á prent árið 1906. Þetta olli því, að Grímur lifði það ekki að öðlast fulla viðurkenningu fyrir ljóð sín, enda hjálpaði þar hvorttveggja til, að á þeim voru ýmsir hnökrar í formi, sem vandfýsnir lesendur þeirra tíma áttu erfitt með að umbera, og að efri ár Gríms voru sérlega viðburðarík í bókmenntalegu tilliti, svo að við borð lá, að ljóð hins aldna skálds á Bessastöðum hyrfu í flóðinu. En þau hafa stöðugt sótt á, og nú er orðið langt síðan Grímur var kom- inn til sætis í fremstu röð á þjóðskáldabekk. 03 Grímur hefur verið óvenjulega vel gerður maður í andlegu tilliti, og fjölþætt menntun hans og lífsreynsla hafa að sjálfsögðu mjög orðið til þess að auka honum þroska. Þessa gætir og mikið í kvæðum hans, en sé litið á þau sem heild, þá eru þau að verulegum hluta borin uppi af skynsamlegu viti, djúp- stæðri mannþekkingu og miklum og marg- reyndum gáfum þess sem yrkir. Á hinn bóg- inn hefur oftlega verið á það bent, að Grím- ur er síður en svo neinn snillingur í með- ferð fíngerðra ytri ljóðforma, þ. e. a. s. í kvæðum hans eru jafnvel slæmir gallar á kveðandi og ljóðstafasetningu langtífrá ótíð- ir. í þessu er vissulega mikið til, en þó má á móti benda t. d. á snilldarverkið Ólag, þar sem náttúruhamförum er lýst í þaul- hnitmiðaðri mynd, sem m. a. byggist upp af snjallri notkun endurtekningar eða áhömr- unar, og er áhrifamáttur myndarinnar auk- inn með því verulega. Með því verki hefur Grímur sannað það svo áþreifanlega, að ekki þarf frekari umræðu við, að venju- legur formskussi er ‘hann ekki, hvað sem öðru líður. Karlmennska og æðruleysi eru þeir eiginleikar í fari manna, sem hann met- ur mest og virðist hafa kappkostað að lifa eftir sjálfur, og í heild leiftra ljóð hans svo af karlmannlegri rósemi og rótgróinni skyn- semd hans, að það nægir þeim fyllilega til langlífis meðal ljóðaunnenda. Þó er ótalinn annar meginkostur þeirra, sem er orðavalið, en hjá Grími er móðurmálið með eindæmum meitlað, kjarnmikið og þrungið merkingu, enda ber það vitni um víðtæka menntun hans og notadrjúg kynni af fornbókmennt- um. En annars eru yrkisefni Gríms margvísleg og harla sundurleit. í ljóðasöfnum hans er m. a. að finna margs konar einlæga og vel gerða lofgerðaróða til ættjarðarinnar, verk eins og Ávarp til fósturjarðarinnar úr fram- andi landi, ísland (Hún er fögur / með fannakögur . . .) og Landslag (Heyrið velia’ á heiðum hveri . . .), og aðdáun hans á fósturjörðinni kemur auk þess vel fram í ýmsum náttúrulýsingakvæðum hans, svo sem kvæðunum Sólheimasandur, Á Sprengi- sandi og Á Fjallabaki. Einnig yrkir hann talsverðan fjölda af tækifæriskvæðum, svo sem erfiljóðum, vináttukveðjum, kvæðum út af margvíslegum yrkisefnum, sem sótt eru til atvika í daglega lífinu, og fleiru, sem tína mætti til. Með merkustu erfiljóðum Grims er Sonartorrek, þar sem hann fléttar saman óskyldar myndir af mikilli fimi og huggar sig við örugga forsjá Drottins, sem nái út yfir gröf og dauða. Beinum trúarljóð- um bregður og fyrir, t. d. kvæðunum Huggun og Vonin, enda var trúarþráðurinn sterkur í Grími, og í trúnni fann hann sér athvarf, einkum að því er talið er þegar á ævina leið. Skyld þessum má og telja nokkur heimspekileg kvæði hans, þ. e. Höfuðskepn- urnar, Stjarnan og Stjörnu-Odda draumur nýrri, en sérstaklega í tveimur síðar töldu kvæðunum sprengir hann af sér jarðar- fjötrana og lætur hugann fljúga lausan um heima og geima. Kossakvæði finnast og meðal ljóða hans, þ. e. kvæðin Ölteiti og Kossinn, en hið síðar nefnda fjallar um kraft kossins, sem vekur dauðan til lífs. Þar er og að finna gamansöm ljóð, svo sem kvæðin Stokkseyrar-reimleikinn 1892, Drykkjuvísa og Jólanóttin á Hafnarskeiði, þar sem hinn fágaði heimsborgari sleppir um stund fram af sér beizlinu í öguðu gamni, og um dýr yrkir hann talsvert, t. d. Sótavísur, kvæðin Hundurinn og Örn og fálki og fleira, enda var Grímur orðlagður dýravinur. Með vikivaka- og dansasvip eru ýmis kvæði hans (Jólnasumbl, Haugganga Hálfs konungs, Rúnaslagur, Jörfagleði), og sums staðar fléttast inn leiðslu- eða hug- sýnir (Leiðsla, Álfadans, Huldur, Kveld- riður) eða jafnvel máttur seiðs og töfra (Barnafoss). Mikilfenglegast þessara kvæða er þó Ásareiðin, stórbrotin mynd af hugsýn skáldsins, sem horfir á Æsi ríða í fylkingu um himinhvolfin á hörðum vetri. Sú skýring er gefin, að þegar vetur sé kaldastur, leiti þeir heim til fornra átthaga, sem þeir hafi áður flúð undan Kristi, svo að reið þeirra er þannig gerð að tákni fyrir baráttu árstíð- anna, sem yfirfærist sjálfkrafa á baráttu hins illa og góða í heiminum. f átthögum sínum hitta Æsir og fyrir systur sína Sögu, sem hvikar hvergi, hvað sem yfir dynur, og skapar þannig fast mótvægi í kvæðinu. — Auk þess sem hér hefur verið talið, eru þýðingar Gríms á ljóðum erlendra skálda einnig verulegur hluti af verkum hans, og eru þeirra á meðal þær á fornum grískum kveðskap, sem hann fékkst við á efri árum sínum á Bessastöðum. 4 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.