Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 43
Atlantshafsbandalagsins og hætti þátt- töku í stofnunum hennar, en í annan stað leitaðist hann við að gerast milli- göngumaður milli Vestur-Þýzkalands og ríkja Austur-Evrópu, fyrst og fremst Sov- étríkjanna. Þetta siðara áform mistókst honum með öllu, og þar með datt í raun- inni botninn úr gaullismanum sem franskri utanríkisstefnu sem takandi væri alvarlega. Ástæðurnar voru marg- víslegar. Vesturþýzk stjórnvöld neituðu að taka Frakkland fram yfir Bandaríkin sem bandamann. Sovétstjóinin gaf til kynna, að hún þyrfti ekki á franskri milligöngu að halda til að ná sambandi við Vestur-Þjóðverja. Frakkland fékk ekki risið undir þvi hlutverki sem de Gaulle ætlaði því. En þar með er ekki sagt að forsendur gaullismans séu rangar, sem sé að sam- eiginlegir hagsmunir Evrópuríkja i austri og vestri séu að losa sig úr spennitreyj- unni sem heimsveldin hafa haldið þeim í, ýmist nauðugum eða viljugum, frá styrjaldarlokum, binda endi á skiptingu álfunnar i áhrifasvæði Bandarikjanna og Sovétríkjanna. Franski hershöfðinginn var bara ekki réttur maður og ekki á réttum stað til að fylgja eftir frumkvæð- inu sem hann tók. Nú er komið á daginn, hver varð til að grípa merkið úr ellihrumum höndum de Gaulle. Það gerði Willy Brandt, kanslari Vestur-Þýzkalands, og nýlega færði það honum fyrsta stóra sigurinn. Með sátt- mála Vestur-Þýzkalands og Sovétrikj- anna, sem þeir Brandt og Kosigin undir- rituðu í Kreml síðsumars, eru í fyrsta skipti sköpuð skilyrði til verulegra breyt- inga á ástandinu sem rikt hefur i Evrópu frá þvi kalda stríðið komst i algleyming. Ekki svo að skilja að efni sáttmálans sjálfs sæti neinum stórtíðindum. Þar lýsa aðilar yfir að þeir séu staðráðnir í að forðast valdbeitingu i skiptum sinum og heita að virða friðhelgi núverandi landamæra á öllu svæðinu sem milli rikjanna liggur. Slík heit valda í sjálfu sér engum tímamótum, en með skjal- festingu þeirra á hátiðlegasta hátt eru samskipti Vestur-Þýzkalands við Sovét- ríkin og önnur Austur-Evrópuríki komin á nýjan grundvöll, og þar með er stigið fyrsta skrefið sem máli skiptir til að vinna bug á klofningi Evrópu. Það nýja við Moskvusáttmálann er, að með honum taka báðir aðilar sér stöðu á klöpp veruleikans, eftir að hafa flæmzt æði lengi um kviksyndi sjálfsblekkinga og vísvitandi tilbúnings i skiptum sín í milli. Sovétmenn slá því föstu í eitt skipti fyrir öll, að Vestur-Þýzkaland er ekki nýnazistiskt ræningjabæli, heldur riki sem þeir vilja eiga við vinsamleg og náin samskipti. Vesturþýzka stjórnin viður- kennir skjallega afleiðingarnar af ósigri Hitlers-Þýzkalands, skiptingu landsins og missi austurhéraðanna. Aðferð Adenauers heitins við að rót- festa völd sin og flokks síns fyrstu árin sem Vestur-Þýzkaland var við lýði, fólst einkum í því að telja þeim sem vildu láta blekkjast trú um að utanríkisstefna hans, að gera landið að eftirlætisbandamanni Bandaríkjanna i Evrópu, hefði í för með sér að unnt yrði að skjóta sér undan að taka afleiðingum ósigursins 1945. Látið var í veðri vaka, að sú stund myndi renna upp i fyllingu tímans að hernaðarmætti Bandaríkjanna yrði beitt til að knýja Sovétríkin til að láta Austur-Þýzkaland af hendi sem réttmæta eign stjórnarinn- ar í Bonn og endurskoða landamæri á svæðinu frá Oder til Memel sameinuðu Þýzkalandi í vil. í samræmi við þetta var tekið upp i stjórnarskrá Vestur-Þýzka- lands ákvæði um að stjórnin í Bonn gerði tilkall til yfirráða yfir öllu þýzku landi. Jafnframt var neitað að viðurkenna í nokkurri mynd núverandi landamæri Póllands og óljósari krafa gerð til Súdeta- héraðanna í Tékkóslóvakíu. Fyrirheit Adenauers um að losa Þýzka- land við að gjalda varanlega styrjalda Hitlers, gerði fleira en að afla honum fylgis þeirra Þjóðverja, sem höfðu það eitt við hernaðinn að athuga að honum lauk með ósigri. Stalín og eftirmenn hans í Moskvu fengu þarna ákjósanlega átyllu til að herða tökin á ríkjum Austur- Evrópu og sovétþjóðunum hvenær sem þeim þótti þess þurfa, með þvi að vísa til þýzk-bandarisku hættunnar. Siðast var þessu trompi slegið út i hitteðfyrra, þegar Kremlverjar skelfdust svo þróun- ina i átt til frjálsræðiskommúnisma í Tékkóslóvakíu, að þeir fyrirskipuðu inn- rás í landið til að skipta þar um stjórn. Þá var það tilfært meðal annarra ógn- vekjandi dæma um vesturþýzkan við- búnað til að gleypa Tékkóslóvakiu, að Walter Scheel, einn af kunnari stjórn- málamönnum í Bonn, skyldi hafa látið sjá sig í Prag sumarið 1968. Réttum tveim árum siðar skaut sama Scheel upp í Moskvu, en þá var honum tekið sem heiðursgesti, enda orðinn utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands og kominn þeirra erinda að leggja síðustu hönd ásamt Gromiko starfsbróður sinum á sáttmálann við Sovétríkin. Reyndar sker þýzk-sovézki sáttmálinn og afleiðingar hans úr um það, hver skilningur er réttur á innrásinni i Tékkó- slóvakíu. Þegar hún var gerð vildu ýmsir svo vera láta, að kalda striðið hefði kom- izt í algleyming á ný eða jafnvel að sov- ézk innrás vofði yfir Vestur-Evrópu. Aðr- ir töldu, að innanlandsaðstæður i Sovét- ríkjunum, ekki sízt valdabarátta í æðstu flokksstofnunum, hefðu ráðið úrslitum. Atburðarásin síðustu tvö ár hefur sýnt að de Gaulle hafði rétt fyrir sér, þegar hann komst svo að orði að innrásin í Tékkóslóvakiu væri „hryggilegt umferð- arslys“ á leið Evrópu út úr kalda stríðinu. Það kom í hlut Willy Brandt að koma umferðinni af stað á ný. Meðan hann var utanrikisráðherra í samstjórn stóru flokkanna tveggja í Vestur-Þýzkalandi, varð honum lítt ágengt i að bæta sam- búðina við riki Austur-Evrópu. Kiesinger kanslari, yfirboðari hans, hélt fast við stefnu Adenauers í meginatriðum, og vildi auk þess ógjarnan að keppinautur sinn um hylli kjósenda yxi að áliti í ráðherra- stöðunni. Undir lok stjórnarsamstarfsins var svo komið, að Kiesinger hafði í raun- inni gersamlega hrifsað stjórn utan- rikismálanna úr höndum Brandts. Reynslan af ráðríki kristilegra demó- luata i stjórnarsamstarfinu varð til þess, að Brandt veittist auðvelt að sannfæra flokksforustu sósíaldemókrata um að rétt væri að grípa tækifærið sem gafst að afstöðnum siðustu þingkosningum til að vísa kristilegum á stjórnarandstöðu- bekk, með því að mynda stjórn ásamt frjálsum demókrötum. Burðarás stjórn- arsamstarfsins var frá öndverðu ákvörð- un um að víkja frá utanríkisstefnu Aden- auers, segja skilið við blekkinguna að bandalagið við Vesturveldin leysti Vest- ur-Þýzkaland undan þörf á að viður- kenna úrslit styrjaldarinnar gagnvart ná- grönnunum í austri. Því hófu Brandt og Scheel þríþættar samningaviðræður, við stjórnir Austur- Þýzkalands, Póllands og Sovétrikjanna. Eins og vænta mátti reyndist Ulbricht í Austur-Berlín óþjálasti viðsemjandinn. Hann hafði haft sama hátt á í Varsjár- bandalaginu og Adenauer í Atlantshafs- bandalaginu, kappkostað að treysta að- stöðu sína með þvi að koma sér i mjúk- inn hjá forusturíkinu, Sovétríkjunum. Ulbricht þekkir forustuhóp Sovétríkj- anna af áratuga nánum kynnum, og er þvi aldrei óhræddur um að sér verði fórnað fyrir sovézka heimsveldishags- muni, eins og reyndar bæði Stalín og þeir félagar Malénkoff og Bería buðu Vesturveldunum árangurslaust og Krúst- joff var síðar kominn á fremsta hlunn með að gera, þegar honum var steypt. Brandt er vel kunnugt um tvískinnung- inn í afstöðu sovétstjórnarinnar til Þýzkalands frá því hann var yfirborgar- stjóri í Vestur-Berlin nokkur nöprustu ár kalda stríðsins. Sovétmenn hafa bæði fyrr og siðar verið fáanlegir til verulegra tilslakana á kostnað bandamanna sinna í Austur-Þýzkalandi til að ná þeim mark- miðum sem þeir hafa sett sér á hverjum tíma í skiptum við Vestur-Þýzkaland. Að vísu er sú tíð löngu liðin, þegar Stalín og siðar Mólótoff buðu sameiningu Þýzkalands gegn því að hætt yrði við endurhervæðingu Vestur-Þýzkalands innan vébanda Atlantshafsbandalagsins. Héðan af verður þeirri staðreynd ekki haggað, að risin eru á legg tvö þýzk riki, þar sem áður var eitt. En samskipti þeirra geta verið með mörgu móti. Þegar viðræður við austurþýzku stjórn- ina strönduðu á þvi að hún lét sér ekki nægja viðurkenningu Brandts á tilveru tveggja þýzkra ríkja, heldur krafðist þjóðréttarlegrar viðurkenningar með formlegum sendiherraskiptum áður en nokkur önnur mál yrðu rædd, sneri Brandt sér beint til sovétstjórnarinnar. Þar reyndist allt lausara fyrir. Á furðu skömmum tíma var gengið frá sáttmála, sem talið er vist að brátt verði fyrirmynd samninga milli Vestur-Þýzkalands og Póllands, Vestur-Þýzkalands og Tékkó- slóvakíu og Vestur-Þýzkalands og Ung- verjalands um formlegt stjórnmálasam- band og eðlileg samskipti á öllum svið- um. Væntanlegir samningar þýzku rikj- anna tveggja verða með nokkuð öðrum hætti, þar sem vesturþýzka stjórnin er að vísu fús til að koma fram við þá austur- þýzku sem jafnréttháan aðila og virða 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.