Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 56
Sérhver rannsókn á sér upphafspunkt. Sér- hverri rannsókn tilheyrir rannsóknari. Sérhver rannsóknari hefur sitt mat, upphafspunkta, dulda fyrirvara og leynilegar áætlanir. Það er nauðsynlegt að skýra nánar frá einum upphafspunkti rannsóknarinnar. Hann er mjög nálægur í tímanum: júní 1966. í júní 1966, viku eftir burtförina frá New York, var hann staddur í Oak Ridge í Ten- nessee. Síðar minntist hann bezt hins sér- kennilega, þjakandi hita, sem lá um hann þessa daga. Hann vandist þessu aldrei, loftið var heitt', undarleg þreytutilfinning læddist alltaf að honum. Hitinn lá kyrr; hann var vit- laust klæddur, hafði vitlaust matarœði, vitlaus- ar hreyfingar og venjur, og allt virtist auka undarlega, nánast móðursjúka tilfinningu hans fyrir hitanum. Hann kom þangað tvisvar. Fyrra skiptið um kvöld, gisti og hélt áfram suður á bóginn morguninn efl'ir. Fimm dögum síðar kom hann til baka í sama hitann og sá bæjarféiagið eins- og það raunverulega var í fullri dagsbirtu. Honum var sagt, að fólkinu hefði fækkað eftir stríðið. Einu sinni var þarna miðstöð atómtilrauna og kjarneðlisfræði, og þeir sögðu, að vagga atómsprengjunnar stæði þar ennþá, en um það var hann mjög efins. Þarna höfðu búið sjötíuþúsund íbúar eða meira, nú voru margir tæknifræðinganna farnir, aðeins sér- fræðingarnir voru eftir, teóristarnir, og nú bjuggu þarna aðeins um tuttuguþúsund hræð- ur. Þegar hann kom þangað í seinna skipt’ið, sá hann hversu ömurlegur bærinn var: á miðri dalflötinni var gríðartorg með rauðum sandi og litlum húsum í kring, þau voru lág og nútíma- leg, en myndu fljótt breytast í nútímalega arkítektúrslömma: sjoppur og smáverzlanir og skrifstofur og símastaurar og sól og hiti og bílar, öllu haganlega dreift án minnsta votts um tilfinningu. Merki bankans var kjarn- orkusprenging, menn voru stoltir af sessi sín- um í sögunni. Hvergi var að sjá glóru um bæjarskipulag; hér ríkt'i hið algjöra frelsi, þar sem byggja má íbúðarhús hvar sem maður vill og verzlun hvar sem maður vill. Kjarnann vantaði: húsaþyrpingin var einsog risi hefði að gamni sínu kastað um öxl sér nýtízku vill- um, sandi, stöku trjám, bílum og járnskúrum, án þess einu sinni að líta við. Þetta var annar helmingurinn af beenum. Uppí hlíðinni, í skugga trjánna, voru lúxus- villurnar, eða það sem átti að vera lúxusvillur. Hús með grænar eða gular grasflatir, trjá- garða með vatnsúðara, sem mynda óraunveru- lega vatnsveggi til varnar gegn hitanum, gula sandstíga og steinst'eypufleti, gult sandkennt loft, sem virtist liggja kjurt einsog gulleitt vatn, umlykjandi villur og menn einsog í stór- um fiskabúrum, hús sem liggja í dásvefni á daginn, og þegar myrkrið kemur með söng engisprettanna vakna þau að nýju með undar- legum og óraunverulegum krafti. Það var kvöld, þegar hann kom þangað fyrst, allt var fínt, og honum fannst hann vera sterkur og óþreytanlegur; hann fór morguninn efí'ir, og þegar hann kom til baka var hann mjög þreyttur. Síðar hugsaði hann: Þetta var allt vegna þreytunnar. Það er ekki landslagið eða bærinn. Það er þreytan og hitinn. Svo sat hann í stóru dagstofunni í viftugust- inum og strauk hendinni yfir döggvað glasið, sem líktist glösunum, sem hann hafði séð í viskíauglýsingunum, og hann vissi að nú var um að gera að drekka sig upp sem skjótast og sofna síðan. Þetta var alveg einsog í fyrra skiptið sem hann var hérna. Þá höfðu þeir setið hér og talað um Asíu, og maðurinn gegnt honum hafði brosað að honum og sagt: — Samvizka heimsins. Jú rétt, ég hef átt heima í Svíþjóð. Svíarnir eiga einustu hreyf- anlegu samvizku í heimi. Þeir ferðast um eins- og atvinnumóralistar. Þeir minnast aldrei á þau tilvik, þegar þeir lenda sjálfir í mórölskum vandamálum. Stríðsflutningar Þjóðverja, Balta- framsalið. Hvað veizt þú annars um Balta-fram- salið? Hann hafði þegar í stað getað svarað með fimm kröftugum og sláandi röksemdum, en til hvers var það? Hér sat hann, fyrrverandi frjálslyndur, frelsaður sósíalisti í fimm ár, og gat ekki einu sinni útskýrt fyrir sjálfum sér þessa sérkennilegu fjarlægðar- og þreytutil- finningu, sem ásótti hann. Hann lá opinn fyrir árásum, eina vörn hans var abstrakt ,,álit'“, sem svo auðvelt var að tæta í sundur. Hversu oft hafði þetta ekki komið fyrir hann? Ef rætt var um Venezúela, datt Tíbet inní umræðurn- ar einsog í sjálfsala. Hann vissi ekkert um Tíbet og þagnaði. Hversvegna hafði hann ekki farið til Tíbet? Hafði hann bara áhuga á sínu eigin áliti eða á staðreyndum? Þeir höfðu rætl um kynþáttavandamálin í Suðurríkjunum. Það var ganga á leiðinni frá Memphis til Jackson. Einn hafði verið skotinn. Þetta var „gangan gegn óttanum". Þeir ræddu um kynþáttakúgunina, og hann reyndi að skil- greina pólitíska þróun sína, sem hafði verið óslitin hreyfing til vinstri, en þetta var samtal i myrkri, langt frá því raunverulega, og þegar hann talaði, þá var það með eilítilli blygðunar- tilfinningu, líkt' og hann notfærði sér hin póli- tísku vandamál í stað þess að reyna að hafa áhrif á þau. Þetta var mjög óskynsamlegt af honum. Hann þurfti ekki að hafa þessa til- finningu. Hann átti sér vissu: það voru til kennisetningar, sem sönnuðu þetta. Hann hafði lært í hörðum mælskuskóla. En hvar var hann sjálfur í þessu öllu? Alla sína ævi hafði hann verið á móti þvi uppnámi, sem aðeins birtist í tilfinningasömum hlutum, og allan þennan tíma hafði hans eigið uppnám mestmegnis verið tilfinningasemi. Hann gat bara ekki fundið leið, sem var hrein og án samkenndar, og allt sem hann reyndi virtist auka á svartsýni hans. Allt þetta stendur í beinu og skýru sambandi við rannsóknina. Hann kom til Jackson í Mississippi snemma á föstudagsmorgun. Hann kom með rútu. Rút- an fór framhjá mótmælagöngunni á suðurleið- inni. Hundrað til hundraðogfimmtíu menn, sem gengu í langri halarófu meðfram veginum. Bæði þeldökkir og hvítir. Þeir höfðu lagt upp frá Memphis og ætluðu til Jackson. Þetta var siðasta sumar mótmælagangna hugsjóna- manna, óvirkrar mótstöðu, skæreygðra og fríðra Norðurríkjahugsjónamanna að fara niðrí Suðurríkin hræðilegu og lýsa yfir samúð sinni; þetta var sumarið 1966, og menn sungu ennþá „We shall overcome", án þess að það hljómaði napurt. Hann þrýsti nefinu að bílrúðunni og leitaðist við að sjá andlit þeirra, en hraði rút- unnar var of mikill, og hann sá aðeins ólögu- lega hvíta flekki, flekki sem sögðu honum alls ekki neitt. Það hlýtur að hafa verið hræðilega heitt: leiðin lá yfir víðáttumikla, flata, trjálausa sléttu, og margir kílómetrar milli lítilla, hrör- legra bárujárnsskýlanna. Löng, hörð og and- styggileg leið, sviti og hælsæri. Hann sneri sér við og horfði inni brosandi andlit: maður, sem komið hafði í bílinn um nóttina meðan hann svaf. Hann leit vel út, hafði hlýlegt og brosmilt andlit. — The heroes, sagði hlýlega, brosleita and- litið. Líttu ekki á þá, gefðu skít í þá. Þeir vilja, að við giápum eða köstum grjóti. Þá verða þeir píslarvottar, og þá líður þeim vel. Til fjandans með þá. Hann svaraði ekki, sat kjur meðan vagninn þaut áfram. Hann hafði hugsað sér að láta vagninn stanza, en hann gerði það ekki. Hann getur örugglega ekki stanzað hérna, hugsaði hann. Bara á biðst'öðvum eða brautarstöðvum. Ég get farið með til bæjarins og tekið bíl til baka. Það er líka eins gott. Þeir eru nógu margir. Það væri fjandi skrítið, ef ég stanzaði hér á miðri sléttunni. Ég bíð. Nú kom daldrag með dökkgrænum, sér- kennilega rökum litum. Trén voru þakin snikju- gróðri, villtur vínviður eða klifurplöntur, ó- kunnar jurtir. Hann gæti spurt um klifurgróð- urinn. Það varð að samtali. Það varð ágætt. Það er helvíi'i að ferðast gegnum þessa skóga, sagði maðurinn. Snákar. Klukkan 10 komu þeir til Jackson í Mississippi. Það tók lengri tíma en hann hafði búizt við. Hann fékk ekkert herbergi. Hann gekk um bæinn, og bærinn var hreinlegur og nútíma- legur en engin laus hótelherbergi. Um fimm- leytið síðdegis var allt komið í lag. Hann fór í rútu f norðurátt aftur, þar sem hann vildi ekki eða þorði ekki að taka leigubíl. Þegar hann komst þangað var það of seint, dagleið- inni var lokið; honum létti undarlega mikið, var næstum gripinn kæt'i. Þeir höfðu reynt að slá tjöldum, en skorti leyfi, og svo kom lög- reglan með kylfur og táragas og reif tjöldin upp: það var auðvelt, léttur sigur, þetta var Per Olov Enquist: MÁLALIÐARNIR 1. bók: Sumarið 3. kafli Þýðing: Kristinn Jóhannesson Teikning: Molly Kennedy 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.