Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 26
Munurinn er sá, að hið fyrra beinist að efnahags- og atvinnulífinu í heild sinni, en atvinnulýðræði er fyrst og fremst bundið við vinnu- staðinn, fyrirkomulag rekstrarins á hverjum stað. Það er vissulega óeðlilegt, að þjóðfélagið viðurkenni lýðræði sem grundvallarreglu, en neiti að framfylgja þessari reglu i mikilvægasta þætti þjóðlífsins — ativinnulífinu. Þess vegna er það ein helzta krafa verkalýðshreyfingarinnar víða um heim í dag, að sigurganga lýðræð- isins sé ekki stöðvuð við dyr vinnustaðanna. Markmið atvinnulýðræðis. Á Islandi hafa umræður um atvinnulýðræði verið mjög af skorn- um skammti. Á hinn bóginn hafa þessi mál verið á dagskrá í öllum nálægum löndum á undanförnum árum og þá ekki sízt á Norður- löndum. Gildir einu, hvort um er að ræða flokka, sem kenna sig við íhaldsstefnu, vinstristefnu eða sósíalisma, — allir viðurkenna þeir þörfina á auknu lýðræði í atvinnulífinu. Aftur á móti er mikill ágreiningur um markmið og leiðir. Til glöggvunar mætti greina á milli þriggja hugmynda, sem allar stefna í sömu átt, en ganga þó misjafn- lega langt: 1) Samráð við starfsmenn í ákveðnum málum. Fyrsta skrefið í átt til atvinnulýðræðis er að veita starfsmönnum íhlutunarrétt um með- ferð nokkurra málaflokka, sem snerta reksturinn, t. d. varðandi vinnu- skilyrði og vinnutilhögun, hagræðingu, vinnutíma, öryggisráðstafanir vegna starfsfólks, bætta þjónustu o. fl. Slík réttindi eru að sjálfsögðu mjög mikilvæg fyrir launþega, en einnig er það skoðun margra, að starfsmenn, sem eiga persónulega hlut að því að leysa vandamál rekstrarins, uni sér betur á vinnustað og eigi hægara með að þroska hæfileika sína í starfinu. Víða meðal atvinnurekenda í kapítalískum löndum er vaxandi vilji til að stefna að þessu marki, þ. e. að auknum, en takmörkuðum meðráðarétti starfsmanna, enda hafa þeir rökstudd- an grun um, að aukin samábyrgð og samvinna leiði til aukinna afkasta og framleiðni. 2) Fulltrúar starfsmanna í minnihluta í stjórn fyrirtækisins. Ráð- gefandi réttindi starfsmanna, eins og lýst er í seinustu málsgrein (1), eru tæpast lokatakmark í margra augum, heldur einungis frumstig atvinnulýðræðis. Næsta skrefið er, að launþegar fá aðstöðu til að hafa veruleg áhrif á ákvarðanir í öllum vandamálum rekstrarins með beinni þátttöku í stjórn fyrirtækisins. Þetta stig er þó rétt að takmarka við þá tilhögun, að starfsmenn fá að velja stóran hluta stjórnarmanna á lýðræðislegan hátt, en hafa þó ekki náð meirihlutaaðstöðu í stjórn rekstrarins. 3) Raunveruleg stjórn starfsmanna. Þá fyrst, þegar starfsmenn hafa öðlazt réttinn til að kjósa meirihluta þeirra, sem sitja í stjórn fyrir- tækisins, er inntak kröfunnar um lýðræði í atvinnurekstri orðið að veruleika. Þessi tilhögun mundi dreifa valdinu í þjóðfélaginu úr höndum hinna fáu til hinna mörgu, svo að efnahags- og atvinnulífið yrði undir lýðræðislegu eftirliti. Réttur löggjafans og framkvæmdar- valdsins til áhrifa á stjórn rekstrarins væri þó ekki afnuminn, enda óh.jákvæmile';t, að sérihvert fyrirtæki sé rekið í samræmi við hagsmuni þjóðarheildarinnar. Erlend reynsla. Víða um heim er atvinnulýðræði á dagskrá og þá einkum innan verkalýðshreyfingarinnar, eins og áður er sagt, en óvíða hefur orðið mikið úr framkvæmdum. Hér skulu nefnd dæmi frá þremur þjóðum, ef það mætti verða til skilningsauka á þessari tillögu: f Englandi hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að koma á auknu lýðræði í atvinnulífinu, en þessi viðleitni er þó skammt á veg komin. Árið 1941 voru stofnaðar framleiðslunefndir hjá öllum fyrirtækjum í málmiðnaðinum, og voru þær hugsaðar sem ráðgefandi aðili af hálfu starfsfólksins. Þessar tilraunir tókust misvel, enda voru nefndirnar valdalitlar, en merkar rannsóknir voru gerðar í þessa átt hjá fyrirtæk- inu Glacier Metais. Eftir seinni heimsstyrjöldina þjóðnýtti ríkisstjórn Verkamanna- flokksins ýmsar mikilvægar greinar atvinnulífsins, svo sem rafmagns-, kola- og gasiðnað og nokkra þætti flutningakerfisins. Samtímis voru gerðar ráSstafanir í lýðræðisátt með því að skipa forustumenn í verkalýðshreyfingunni í stjórn fyrirtækjanna, og komið var á fót stofnunum, sem fastir starfsmenn voru aðilar að og ætlað var einkum að fjalla um mál, sem snertu öryggi, heilsu og velferð launþeganna svo og aukna framleiðni fyrirtækjanna. Þessi tilraun í Englandi hefur gefizt vel, svo langt sem hún nær, en þróun lýðræðis í enskum at- vinnuvegum er þó enn á frumstigi. í Noregi voru lög um verkamannanefndir (arbeiderutvalg) árið 1920 fyrsta viðleitnin í þessa átt. Nefndirnar áttu að vera ráðgefandi í vissum málaflokkum, en lögin komust ekki í framkvæmd. í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu stjórnmálaflokkanna árið 1945 var boðað, að stofnaðar yrðu „ráðgefandi framleiðslunefndir, skipaðar vinnuveitendum, verkamönnum og öðrum starfsmönnum“. Þessi til- högun hefur sxðan náð fram að ganga með heildarsamningum vinnu- veitenda og verkalýðshreyfingar, en án sérstakrar lagasetningar. Fram að þessu hefur viðleitni norskra ráðamanna til að auka lýðræði í norskum atvinnurekstri fyrst og fremst beinzt að hinu fyrsta stigi, sem nefnt var hér að framan: ráðgefandi réttindum starfsmanna. Þó eru þess mörg dæmi, að fulltrúar verkamanna eigi sæti í stjórnum norskra ríkisfyrirtækja. Nú seinustu árin hefur verkalýðshreyfingin unnið að undirbúningi nýrrar löggjafar um þessi efni í samráði við stjórnarvöld, og er eink- um að því stefnt, að launþegar hafi veruleg ítök í stjórn rekstrarins, en verði þar í minnihluta. Fæstir, sem til þekkja, munu neita því, að atvinnulýðræði hefur enn sem komið er náð mestum þroska í Júgóslavíu. Frá stríðslokum hefur verkamannaráðið verið sú grunneining í atvinnulífi landsins, sem stjórnað hefur rekstri flestra meiri háttar fyrirtækja. Júgóslavar hafa einbeitt sér sérstaklega að dreifingu miðstjórnar- og fram- kvæmdavalds með því að veita einstökum landshlutum, sveitarfélögum og þjóðnýttum stórfyrirtækjum aukið sjálfstæði. Verkamannaráðin hafa þó ekki stjórn fyrirtækjanna að öllu leyti í sínum höndum, en bein áhrif starfsmanna á reksturinn eru tvímælalaust mikil. Enginn mun vilja halda því fram, að skipan þessara mála í Júgó- slavíu sé fullkomin, enda um brautryðjandastarf að ræða. En áreiðan- Iega má mikið læra af Júgóslövum um framkvæmd atvinnulýðræðis. Víða um heim er fylgzt með þessum tilraunum þeirra af miklum áhuga, og til dæmis fór nefnd norskra þingmanna nýlega til Júgóslavíu til þess að kynna sér sérstaklega atvinnulýðræði þar í landi. Ekki væri síður ástæða fyrir þá nefnd, sem þessi tillaga fjallar um, að gera ráð- stafanir til að læra af reynslu Júgóslava. íslenzkar aöstæður. Aukin þátttaka launþega í stjórn fyrirtækja er misjafnlega auðveld í framkvæmd. Aðstæður eru mjög ólíkar í hinum ýmsu atvinnugrein- um og jafnvel mismunandi eftir því, hversu fjölmennir vinnustað- irnir eru. Einnig geta skilyrði verið hagstæðari í einu landi en öðru. Verða hér nefnd nokkur atriði, sem snerta sérstöðu íslenzkra at- vinnuvega: a) Frumstæðir atvinnuhættir. íslenzkt atvinnulíf hefur verið í mót- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.