Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 59

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 59
sofnaði strax. Undir eins kom gamli ofsækj- andinn frá bernskuárunum inni drauminn, maðurinn með fuglshausinn, en nú bar hann engin boð og grét' ekki yfir honum og gaf engin merki, bara leið framhjá einsog í myrkri, einsog í draumi. Þegar hann vaknaði var kom- ið miðnætti og myrkur, og hann lá lengi vak- andi og reyndi að framkalla kenndina frá kvöldinu áður, og hann hugsaði: svona er það alltaf: óslitinn eltingaleikur við sekúndur, klukkutíma, kenndir; móðursjúkt völundarhús. Það gekk ekki. Hann opnaði sjónvarpið og þar var auglýsingamynd um sápulög og síðan mynd um innrás blóðsuganna. Hann sveið í augun, en gat ekki sofnað. Hann vissi, að hann var kominn mjög nálægt þýðingarmikilli uppgötvun. Hann gæti náð henni, ef hann bara reyndi ekki að kreista hana fram. Á morgun var síðasti dagur göngunnar. Kannski næðist hún þar, á morgun. Meðan hann beið eftir þessari uppgötvun og rökréttu innlifun, sem átti að bæta fyrir allt, slökkti hann Ijósið í herberginu, skrúfaði niður talið í sjónvarpinu, starði á hvítleitan flekkóttan skerminn og sofnaði. Sérhver rannsókn á sér upphafspunkt. Þetta er tilraun til þess að lýsa einum slíkum: punkti sem er kennd eða vendipunktur kenndarinnar. Hér er kenndin. Vendipunkturinn er mjög nærri. Klukkan 10 um morguninn vissi hann ekki ennþá hvar gangan var. Hún átti að vera á leiðinni inní Jackson, en göturnar voru marg- ar og krókótfar í norðurhverfunum. Gangan virtist hafa vikið af leið, og enginn af þeim, sem hann spurði, vissi neitt. Hann fann hóp, sem virtist vera á leiðinni úteftir, þeir biðu við biðskýli framan við stórt sjúkrahús á leið út á sléttuna, og ekkert gerðist. Við og við sveim- aði þyrla yfir þeim. Það var sjónvarpsstöðin sem fylgdist með atburðunum úr loffi: sjálfur fylgdist hann með frá hlið. Hann reyndi að reikna út hvar gangan væri með þvl að gaum- gœfa flugstefnu og sveigjur þyrlunnar, en það gekk illa. Hann beið, klukkustund leið, það var 102 stiga hiti á Fahrenheit. Svo komu þrír bílar og stönzuðu. Einn þeirra var rúta frá þriðja tug aldarinnar, grámáluð og í þann veginn að gliðna sundur, með rauðan kross málaðan á hliðina. Þetta var einsog ( spænsku borgarastyrjöldinni. Hann gekk fram og spurð- ist fyrir. Sjúkrabíllinn var frá göngunni, hann var á leið til aðalhópsins. Hann fékk að fljóta með. Hann setfist fyrir aftan ökumanninn, hann var bullsveittur, kunni ekki muninn á Celsíus og Fahrenheit, en það var heitt. Eftir stundar- korn kom læknastúdent frá Washington og settist við hliðina á honum. Það voru ekki skemmtilegar fréttir, sem hann sagði, en hann virtist mjög hluflaus, og frásögn hans varð undarlega hversdagsleg. Svo óku þeir — nei, ef til vill ekki hversdagsleg, en væmnislaus — svo óku þeir. Bilstjórinn var ungur negri um tvítugt, hann ók hratt og kæruleysislega, en þetta var ekki i fyrsta skipti, sem hann snerti á stýri. Inní úthverfin, lág hús og fleira fólk og umfram allt fleiri lögreglumenn, fleiri hvitir lögreglumenn. Þeir stóðu æ þéttar. Þeir komu að götuhorni, voru stöðvaðir. Nú voru þeir á gönguleiðinni, það var augljóst, rétt á undan göngunni. Löggan sem stöðvaði þá stóð á miðjum veginum. Lokað! hrópaði hún, farðu til fjandans, bakkaðu og snautaðu burtu! Bíl- stjórinn reyndi f nokkrar sekúndur að útskýra, með höfuðið útum hliðargluggann, að hann hefði leyfi til að aka sjúkrabílnum með göng- unni, en löggan sagði á kjarngóðu máli, að hún gæfi andskotann i öll leyfi, jafnvel þótt þau væru frá jólasveininum sjálfum. Gjöra svo vel að fara og það strax. Hundruð manna höfðu safnazt utanum bílinn, flestir hvítir; þeir hlustuðu á umræðurnar einsog um hanaat væri að ræða, og þegar jólasveinninn kom í spilið hlógu allir. Hér sætu þeir örugglega fastir og það lengi, ef þeim tækist ekki að snúa við. Löggan leit glaðhlakkalega I kringum sig. Hér var hún meðal vina. Það getur verið, að sjúkrabíllinn hafi ein- hverntíma, kannski á þriðja tug aldarinnar, haft fljótvirkan og öruggan bakkgír, en ekki nú. Það urraði og ýldi í skiptingunni, svo hélt bílstjórinn, að hann hefði fundið gírinn, sleppti kúplingunni varlega, og bíllinn rykktist áfram, hálfan metra eða svo og snarstanzaði aftur. Löggan brá við leiftursnöggt: stökk upp á brettið, beindi skammbyssunni að glugganum og æpti hátt og greinilega: — Afturábak, helvítis fíflið þitt! Bakkaðu, sagði ég! Hláturóveðrið úti óx. Og hann, þarna inní bílnum, hann sem í gær lá í legvatninu og var þátttakandi, hann var nú ennþá einu sinni kominn hinumegin við vegginn. Það var eitt- hvað að gerast með honum, hann vissi bara ekki vel hvað það var. Honum fannst allir horfa á sig, þeir horfðu á hann, allir þeir hvítu, rétt einsog hann væri svikari við kynstofn þeirra. Þeir sáu að hann var eini hviti maður- inn í bílnum, og þeir vissu hvað það merkti, og ef þeir hefðu vitað að hann var sænskur, hefði það verið ennþá verra. Þá hefðu þeir örugglega vitað, að hann var hinumegin veggj- arins. Hann sat grafkjur og sá bílstjórann svitna hájfan metra frá sér, svo lækir runnu niður hnakkann, og hann sá byssuna gegnt bflstjóranum, en hann var ekki hræddur við hana, bara við hláturinn. Það hlýtur að vera til önnur leið, hugsaði hann. Hér er mér kastað til og frá af tveimur kenndum. Það hlýtur að vera til önnur leið, hlutlægari. Það hlýtur að vera. Svo fann bílstjórinn bakkgírinn, rétt þegar hann hafði beðið þá að fara út og ýta, hann fann bakkgírinn, og honum létti skyndilega svo honum lá við gráti. Bíllinn rann afturábak, þeir losnuðu. Þeir komust inn I hliðargötu, beygðu og siðan áfram. — Þetta var sveimér byssubráður skratti, sagði bílstjórinn hugsandi, einsog við sjálf- an sig. Skömmu seinna mættu þeir göngunni. Það sem eitt sinn var hundrað, hundraðogfimmtíu manns voru nú fimm þúsundir. Á næstu fimm tímum myndi það nálgast fjörutíu þúsundir. Stundarkorn var allt stopp. Svo hófst hreyf- ingin aftur, rólega. Nú var klukkan tólf. Sólin var beint uppyfir, hitinn lá sem járnhönd yfir bænum, hann gekk með þeim. Eftir því sem gangan hreyfðist, létti honum. Þeir gengu fimm og fimm saman. Fremst fór vörubíll, sem hann hélt fyrst að væri aðsetur foringjanna, en seinna kom í Ijós, að það var blaðamannabfllinn. Þeir áttu nú fimm kílómetra eftir, svo vœri göngunni lokið. Hún hafði staðið í mánuð, hafði hafizt með morði Merediths, og nú átti henni að Ijúka. Þetta var síðasta hetjusumar friðsamlegrar sambúðar, ennþá komu þeir frjálslyndu að norðan og rithöfundar frá Evrópu til að leggja áherzlu á hollustu sína; þetta var fyrsta sumar Black Power-hreyfingarinnar, þeir sáust hér og þar í göngunni, hrópandi sitt Black Power, án þess að kæra sig um augnagoturnar. Áður hafði hann bara lesið um þá í sænskum blöð- um og áleit að þeir væru geggjaðir og hættu- legir, reyndi að líta framhjá þeim. Ég er þátttakandi í friðargöngu, hugsaði hann. Göngunni gegn óttanum. Þessir vitleys- ingar ætfu ekki að fá að vera með. Hann strauk hendinni yfir ennið. Og svo gengu þeir. Þetta var einsog draum- ur, hugsaði hann, glampandi óráð. Hann fann meir en sá, hvernig gangan óx og óx og smá- straumar af fólki runnu innúr hliðargötum og gangstéttum og húsum. Að síðustu gengu þeir tíu hlið við hlið, þétt hver við annan í óstöðv- andi straumi, einsog þrýstingurinn hefði yfir- bugað allar hindranir og engar tálmanir dygðu lengur. Fljót, sjór. Hann leitaði fram á bóginn, allt' til fremsta hluta göngunnar, gekk meðfram henni og inn aftur, einsog hann væri að leita að stað sem hæfði honum, stað þar sem hann gæti og mætti ganga. Hann fann hvernig stemmningin óx og svall í göng- unni, hvernig æsingamennirnir urðu fleiri, hróp- in uxu, deilurnar urðu fleiri og harðari, Black Power-hrópin fleiri, hvernig fjöldinn bylgjaðist, og hvernig hann óx og varð ráðandi, og hvern- ig þeir hvítu við gangstéttarbrúnirnar urðu færri og færri, þar til þeir hurfu næstum. Þá urðu árekstrarnir færri, stemmningin betri, öll mót’staða virtist dvína. Ég get verið alveg öruggur í dag, hugsaði hann. í dag er allt gott. Þeir hafa engan mögu- leika í dag. Þeir sungu. Hann hafði heyrt þetta allt áður, á plötu f herberginu sínu eða í sænska sjón- varpinu, en ekki sungið það. Þetta var ekki öruggt og ekki eins hreint, þetta var rykkjótt og hart, og söngurinn var truflaður hvað eftir annað af hrópunum Black Power, Black Power. Hann hafði alltaf ímyndað sér þetta sem eins- kortar sálmasöng, allir með tárin í augunum syngjandi sálminn til frelsisins, en það var ekki þannig. Ekki mýkt og ekki öryggi, heldur frekja, vonblekking, hæðni, örvænting. — Komið með, hrópuðu þeir út til hliðanna. Komið með, þið þurfið ekki að vera hrædd! Komið með, hræddu svínin ykkar, standið ekki þarna og glápið, þið haldið vinnunni, þótt þið gangið með! Og þeir komu, fleiri og fleiri, þúsundir og aftur þúsundir, og það síðasta sem sást af blaðamanna- og sjónvarpsbílnum var að hann st'óð fastur á krossgötum og komst ekki áfram og myndi ekki komast áfram. En hundrað metrum fjær lá gönguleiðin yfir járnbrautarteina, og þegar göngubroddurinn var kominn yfir sporið, kom einmana lest á hægri ferð, og skyndilega stönzuðu allir eins- og þeir héldu að lestin myndi aka yfir þá alla og einsog þeir væru að vonast eftir árekstrin- um, úr þvi að allt hafði hingað til gengið að óskum. Hálfri mfnútu síðar var lestin þakin fólki, sem sýndist hafa kastað sér yfir óvin, enda þótl' hún hefði stanzað í tæka tíð og ekkert væri lengur að óttast. Þeir voru einsog maurar, hann stóð kjur og sá hvernig árekstr- arnir hófust og mögnuðust og dvlnuðu og hættu; horfði á með áhuga: hvað stjórnar svona deilum? hvernig hefjast þær? Þetta stóð i fimm mínútur, þá var lest'in aflúsuð af fólki og allir héldu áfram. Og þeir gengu. Þegar þeir komu innf mið- 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.