Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 39
Saint-Simon. félög sem eftirtaldir aðilar eða stéttir hafa staðið að: verkamenn, láglauna- menn í hópi embættismanna, handiðnað- armenn og bændur. Eftir verkefnum má skipta samvinnu- félögum veraldar i 8 eða 9 flokka. Þeir eru þessir: 1) Neytendafélög sem eru bæði flest og fjölmennust og hafa raunverulega markað stefnuna. 2) Lánafélög sem kalla mætti einu nafni tryggingasamvinnufélög, en það er næststærsti flokkurinn. 3) Landbúnaðarsamvinnufélög sem eru sérstæð að þvi leyti að þau eru blönduð og í eðli sinu skipt milli fjögurra verkefna: framleiðslu, samkaupa, sölu og lánastarfsemi. 4) Útgerðarsamvinnufélög sem átt hafa sín gróskuskeið og sín samdráttar- skeið, en hafa fremur færzt í auk- ana á seinni árum. 5) Byggingarsamvinnufélög sem mjög hafa látið að sér kveða á síðari tím- um. 6) Samvinnufélög handiðnaðarmanna sem um margt hefur svipað til land- búnaðarsamvinnufélaga. 7) Samvinnufélög til verksmiðjurekstr- ar og önnur hrein framleiðendafé- lög. 8) Samvinnufélög á sviði samgöngu- mála er hafa sem verkefni rekstur bifreiða, benzín- og olíusölu. 9) Samvinnufélög er hafa á hendi hinn ólíkasta rekstur, venjulega eitt verk- efni, svo sem sjúkrasamlög, skóla, vegagerð, samyrkju, vélanotkun í landbúnaði og annað af slíku tagi. En hversu mörg og ólík sem verkefni samvinnufélaganna hafa verið og sund- urgreining þeirra hið sama, þá hefur eitt verið þeim öllum sameiginlegt. Við hlið sjálfs samvinnurekstrarins hefur ævin- lega komið fræðslu-, félags- og menning- arþátturinn, vegna þess einfaldlega að öll þessi félög hafa öðrum þræði verið til þess stofnuð og starfrækt að hafa áhrif á sjálfa þróun samfélagsins, marka henni stefnu í samræmi við félagslegar og menningarlegar forsendur. Og raunveru- lega hefur það verið svo, að líf og þróttur hvers einstaks samvinnufélags og þá ekki síður heildarsamtaka þeirra hefur í því birzt fyrst og fremst, hversu vakandi hef- ur verið vitund félagsmannanna og for- ystunnar á þessum sviðum. Gróskuskeið- in hafa alltaf verið undirbúin með félags- legri og menningarlegri sókn, sem skapað hefur meðal alþýðu manna meðvitund um hlutverk samvinnufélaganna, tilgang þeirra og raunverulegan ávinning af til- veru þeirra og eflingu. Það er ekki til- gangur samvinnufélaga í sjálfu sér að verða auðug félög og fyrirferðarmikil. Það er tilgangur þeirra að bæta afkomu félagsmanna sinna og gera aðstöðu þeirra í samfélaginu betri, eða kannski bæri að segja einfaldlega: Að bæta samfélagið, auka félagsþroskann og skerpa blik með- vitundarinnar. IV. Ég hef þegar varið löngu máli til þess að horfa aftur og meta liðinn tíma og framlag hans. Ég sný mér þá næst að því að gera grein fyrir hinum breyttu að- stæðum, sem augljósar eru í veröldinni og samvinnuhreyfingin hlýtur að þurfa að taka mið af og bregðast við. Við lifum nú i breyttum heimi, sé horft aftur til upphafs samvinnuhreyfingar- innar og mótunar hennar á 19. öld og Charles Fourier. reyndar þótt ekki væri horft lengra aftur en til síðari heimsstyrjaldar. Sú er breytingin stærst og mest, að heiminum má nú skipta i þrjár heildir, þar sem mismunandi efnahagskerfi ríkja eða a. m. k. mismunandi efnahagsað- stæður. Ein þessara heilda eru velferðarþjóð- félög Vesturlanda, sem kenna sig sérstak- lega við lýðræði. Þar er hagkerfið með þeim hætti að um blandaðan rekstur er að ræða. Með þrennum hætti getur hann verið: opinber rekstur, samvinnurekstur og loks einkarekstur. Önnur heildin eru sameignarþjóðfélög sósíalismans, hin kommúnistísku lönd, Robert Owen. þar sem efnahagslífið einkennist af opin- berum rekstri. Þriðja heildin eru svo þróunarlöndin eða hin vanþróuðu riki, þar sem hagkerf- in eru i mótun og margvislegir erfiðleikar steðja að. En innan hinna þriggja heilda er líka um breytingar að ræða. í vestrænum þjóðfélögum eru þessar augljósastar: Fyrst er tilfærslan á fólki úr sveitum í þéttbýli borga og bæja. Önnur er hin nýju samgöngutæki, sem breytt hafa hugmyndum manna um fjar- lægð og skapað aukna möguleika sam- skipta. Þriðja er bætt efnahagsafkoma i flest- um ríkjum Vesturlanda. Fjórða er eftirspurnin eftir annars konar þjónustu en áður vegna vaxandi frístunda, en þessa hefur meira gætt í öðium löndum vestrænum en á íslandi. Fimmta er vaxandi atvinnuöryggi, þar sem krafan hefur víðast hvar verið sú, að næg vinna væri öllum tryggð í þjóð- félögum Vesturlanda. Sjötta er hinar miklu tæknibreytingar i framleiðsluháttum með vaxandi sjálf- virkni. Og loks hið sjöunda, sem felst i aukn- um ríkisafskiptum af efnahagsmálum og félagsmálum. Allar þessar breytingar hafa á einn eða annan veg haft áhrif á samvinnusamtök- in, stöðu þeirra í þjóðfélögum Vestur- landa. Hafa þær breytingar bæði snert sjálfan reksturinn og einnig félags- og menningarþáttinn. Hins síðarnefnda hef- ur einkum á Vesturlöndum gætt í sam- bandi við þrjár af fyrrgreindum sjö breytingum. f fyrsta lagi hefur atvinnuöryggið orð- ið stórt atriði i félagsþætti samvinnu- samtakanna og i beinum tengslum við það vaxandi óskir og kröfur um atvinnu- lýðræði, sem margir líta nú á sem stærsta verkefni samvinnusamtakanna og verka- lýðssamtakanna á sviði félagsmála. í öðru lagi hefur félagsþátturinn beinzt að ríkisafskiptum og lagasetningu þess efnis, að reynt væri að koma i veg fyrir að 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.