Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 58
á rúminu og hugsaði með sér, að þetta væri betra en í Sviþjóð; þetta gaf skýrari og beinni upplýsingar, og þar að auki var hægt að skipta um rás. Það gerði ekkert til, að hann missti af Canon, hann gat séð það I sjónvarpinu í staðinn. Það var kannski ekki sama reynslan, en svipuð, maður fékk betri yfirsýn og meiri fjarlægð. Maður fylgdist með öllum atburð- unum. Þetta var betra en I Svíþjóð, skýrara, beinna. Millers bjór. Ballantines bjór. Hann leitaði á rás eftir rás. Það var vonlaust, kannski var það búið. Svo kom reykurinn, hermennirnir og æpandi konan f þriðja sinn og svo lá hann grafkjur á rúminu og lokaði augunum og hugs- aði: Nú sofna ég. En hann gaí það ekki. Þá fór hann á fætur og f bað og þurrkaði sér vel og vandlega og fór í vinnubuxur og skyrtu og fór út, en það var enginn á götun- um. Nú sofa þeir þarna útfrá, hugsaði hann, það er gott að sofa í tjaldi. Hann hugsaði stundarkorn um táragasið og fannst það vera svívirðilegt, hvernig farið væri með þá, en það varð svo abstrakt að hann hætti. Hér er ég, hugsaði hann, fyrrverandi þriðja flokks ung- líberal, nú þriðja flokks sósfalisti kominn vel á veg með að verða þriðja flokks kommúnisti með fyrsta flokks samvizkuleysi vegna ails, sem gerist', og leita að meðvitund sem ekki er væmin eða bara leikaraskapur til að friða samvizkuna; hér er ég, þar liggja þeir. Hann fór aftur heim á hótelið, en klæddi sig ekki úr fötunum, heldur lá á rúminu með opin augu og starði upp í Ioftið, þar til allt varð dimmt. Hann gekk f myrkri og hann hrópaði og það kom ekkert bergmál, og hann var í hræðilegu ástandi og hann varð ánægður og glaður. Samtímis varð hann gripinn ótta, vegna þess að hann skyldi ekki vera hræddur. Þegar hann vaknaði var klukkan 9, og hann reif sig upp í skyndi. Ósjálfrátt opnaði hann fyrir sjón- varpið og kom beint inn á Millers bjór. Hann fylltist öryggi og gat aftur hugsað skýrt. Hann tók leigubíl úteftir. Bflstjórinn sagði ekki orð og hlaut að hafa tekið tvöfalt gjald, en það gerði ekkert. Svo stóð hann vlð vegar- brúnina og beið eftir göngunni og gekk siðan aftast en ekkert gerðist. Þetta var einsog að lesa bók. Um kvöldið eða sfðara hlufa dags komu þeir til staðar sem hét Toogaloo. Þar slógu þeir tjöldum, það var fijótlegt, hann horfði bara á. Margir mösuðu, en hann hafði ekkert sérstakt til þess að masa um. Um kvöldið var dagskrá í gríðarstóru hringleika- húsi, sem náttúran sjálf hafði gert, gríðar- stórri dæld, hundrað metra breiðri, tíuþúsund manns komu og sátu í stórum breiðum og hlusfuðu á málmkennt hljóð hátalaranna, sem einu sinni höfðu verið fullkomnir en voru það ekki lengur. Hægfara drunur fóru annað slagið um mannfjöldann; þetta var í fyrsta sinn, sem hann heyrði í Stokely Carmichael, og hann leit með gát í kringum sig. Þetta var einsog miðsumarssamkoma f Sikfors, nema hvað hér voru allir ódrukknir. Allir I kringum hann sátu á jörðinni, þeir voru kátir og brostu oft, þeir voru afslappaðir, rétt einsog hann hafði dreymt um að þeir væru. Smástund varð hann af- slappaður og rór, og hann gat litið á sviðið aftur. Þetfa hérna er mitt vandamál, hugsaði hann; ég á rétt til þeirra vandamála; þetta er mitt vandamál, mitt vandamál, mitt vandamál. Þetta er okkar vandamál. Rétt hjá honum lágu tveir háskólaborgarar frá New York, hann Skáldsagan „Málaliðarnir“ (Legionárerna) eftir Per Olov Enquist kom út áriö 1968 og hlaut bókmenntaverölaun Norðurlandaráös áriö eftir. Hún fjallar aö meginefni um hið mikiö rœdda Balta-fram- sal Svía árið 1946, en greinir jafnframt frá reynslu höf- undar af baráttu blökku- manna og samherja þeirra í Bandaríkjunum sumariö 1966, sem var síðasta „friðsamlega sumar“ mannréttindabarátt- unnar þar í landi. Þessi reynsla varð tilefni þess, að Enquist tók sér fyrir hendur að kanna tildrög Balta-fram- salsins. Bókin fékk frábœra dóma í Svíþjóð. Lars Gustafs- son komst m. a. svo að orði í ritdómi í BLM, að hún vœri „einstœtt bókmenntaafrek, á sinn hátt óviðjafnanleg og án nokkurs samanburðar ein aj merkilegustu bókum áratugs- ins." hafði talað við þá f morgun; þeir lágu á bak- inu með lokuð augu, réft einsog þeir svæfu. Andlit þeirra voru róleg og hvfld, þeir voru ekki hræddir, þeim leið vel. Hann sat og horfði lengi á andlit þeirra, og það var einsog þeir svæfu umluktir gríðarmiklu dökku vatni, sem ruggaði þeim fram og aftur, rétt einsog í móð- urlífi, heimakært og gott og rólegt, og hann hugsaði: Þannig hlýtur hið rétta uppnám og mesta reiði að vera: aðeins að hvíla í ieg- vatni, sem umlykur alla. Ég er kominn alveg að því, hugsaði hann. Ég þarf bara að rjúfa vegg, lítinn, þunnan vegg, og þá er ég kominn inn. Og þá ligg ég í legvatninu og þarf ekki lengur að gaumgæfa sjálfan mig og röksemd- ir mínar og þarf enga fjarlægð og engan efa og gel' framkvæmt. Þá er ég einn af þeim og ligg upp að þeim og það er engin fjarlægð. Þarna niðri var sviðið einsog risastór upp- lýstur blettur, og Sammy Davies Jr. stóð þarna skyndilega og söng án nokkurs undirleiks, og allir byrjuðu að klappa saman lófunum, hátt- bundið. Það hljóta að vera tuttuguþúsund, hugsaði hann. Það eru tuttuguþúsund f þess- ari ormagryfju, tuttuguþúsund, þeir klappa saman lófum, i takf. Þeir sátu á jörðinni og á trjástofnum og á stólum og héngu f trjánum, og neðst voru pallar með sjónvarpstökuvélum, og svo var sviðið, og aðeins þar var ljós. Þeir klöppuðu með lófunum, f takt. Hann söng og þeir klöppuðu. Það var f réttum takti, alveg réttum takti, og hann þarna niðri söng hart og hást, og þetta var bezta hljómsveit, sem hann hafði nokkurntfma heyrt f. í takt. Hann byrjaði að klappa með. Það hreyfðist, hann fann hvernig ailt varð að fljóti, hann hreifst með, stanzaði, skolaðist með, sveið í lófana, klappaði fastar og fastar, taktfastar drunurnar hófust og hnigu, allir reru, og hann fann hvernig hann reyndi að róa líka, án þess að verða hlægilegur; það tóksf, maðurinn þarna niðri söng, og nú var hann að verða einn af þeim. Menn störðu beint niðrá glamp- andi sviðið, og augun sviðu af áreynslu. Þeir klöppuðu og klöppuðu og byrjuðu að syngja, veggurinn þunni sprakk, og hann rann með inn í legvatnið; að síðustu klappaði hann og söng, og þegar maðurinn þarna niðri þagnaði loks fann hann vonbrigðin velta yfir sig einsog hraunflóð. Hann starði beint uppí ioftið til þess að fela það. Þarna uppi voru stjörnur, tveir Ijóskastarar og þyrla. Hann grandskoðaði stjörnurnar. Milli Ijósdeplanna var dökk og heit nóttin, dökk einsog kol. Nú var þetta að verða búið. Það sem ennþá var eftir með honum voru leifar af tilfinningu, sem gæti orðið að kennisetningu. Það var allt og sumt. Þegar það var búið, þá var það búið, og hann vissi bara að hann varð að fara aftur inn til bæjarins. Þeir gengu allir eftir mjóum skógarstig út á aðalveginn; það tók þá hálf- tíma að komast þetta. Það hijóta að hafa verið þúsundir, sem siluðust eftir þessum mjóa stíg, flestir þeldökkir. Hann fann skyndilega, að þetta var I fyrsta skiþti aifan þennan mán- uð, sem hann fann ekki til ótta, Ifkamlegs ótta, og það var nóg. Hann þorði aldrei að tala við þá og vissi ekki hvað hann ætti að segja, hann fann að hann var á góðri leið með að detta niðri öfugsnúna kynþáttarómantík, en eitt lá alveg Ijóst fyrir: Þetta var f fyrsta sinn í margar vikur sem hann fann ekki tii hræðslu í þessu undarlega landi. Myrkrið var nú dekkra en nokkurntfma áður, trén mynduðu óslitna veggi meðfram stígnum, hann sá engan himin, engar stjörnur. Þeir gengu hægt, raulandi og þreifandi fyrir sér einsog skuggar, og skyndi- lega heyrði hann í engisprettunum. Hann hafði heyrt í þeim áður, iesið um þær I bókum, en aldrei heyrt í þeim einsog núna. Það var einsog hávær hljómsveit, mjúk, heit, skerandi, hávær hljómsveit. Hann gekk í heitu myrkrinu, fann fyrir líkömum næstu manna, þekkti hreyfingar þeirra og heyrði kliðinn frá engisprettunum gegnum raulið: allt í einum vef. Ég hreyfist með þeim, hugsaði hann. Ég geng í heitu myrkrinu. Ég þarf ekki að segja neitt, en ég get raulað. Þetta er furðulegt, hugsaði hann: svona margar þúsundir og ekkert orð, og svo þeir sem raula. Hann gekk góða stund án þess að hugsa og hlustaði á kiiðinn. Þegar hann kom út á veginn datt honum snöggvast f hug að fara til baka og reyna þetta allt aftur, en það var ómögulegt, þar sem hann þyrfti að ganga móti straumnum. Það var ekki hægt að opin- bera þannig tilfinningar sinar. Hann stillti sér upp við vegarkantinn og reyndi að sníkja far og tókst það. Hann settist i baksætið og talaði óslitið í tfu mínútur um skoðun sína á Jackson og Mississippi, og öku- maðurinn, sem var velklæddur millistéttarnegri, hlustaði þögull og alvarlegur á hann og sleppti honum út í miðbænum. Hann gekk beint upp á hótelið. Það kostaði 8 dollara á dag. Hann opnaði ekki sjónvarpið, en lagðist á rúmið og 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.