Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 28
h'á og gagnrýna gerðir ann- arra heldur en að standa sjálf- ur í stórræðunum. Ég veit líka, að vonlaust er að annast vandasöm forystustörf þannig að öllum líki, og að sizt eru stjórnarmenn Stéttarsambands bænda ofsælir af sinu hlut- skipti. En þessa gagnrýni hlýt ég að setja fram, í þeirri von að á hana verði litið sem heiðarlega tilraun til að benda á raun- verulega galla og hugsanlegar leiðir til nokkurra úrbóta. Sanngjarnt má teljast, að ég leitist við að styðja þessar full- yrðingar mínar nokkrum rök- um. Fyrst skulurn við líta á það, er ég segi að stéttarsamtök okkar séu illa starfhæf til kj arabaráttu. Núverandi skipulagi er þann- ig háttað, að um tvö lítt tengd landssamtök bænda er að ræða, það er Búnaðarfélag ís- lands og Stéttarsamband bænda. í grófum dráttum er verka- skipting þeirra sú, að Búnaðar- félagið skal sjá um það, sem kalla mætti faglegu hliðina. Þar er átt við umsjón og út- borgun á jarðabótastyrkjum, búfjársýningar, útgáfustarf- semi, uppgjör búreikninga, fóðurbiigðaeftirlit og fleira. Einnig, og það er mjög mik- ilvægt, er á þess vegum stjórn allrar leiðbeiningaþjónustu ráðunauta í hinum ýmsu bú- greinum (að svo miklu leyti sem um stjórn þeirra mála er að ræða). St'órn Búnaðarfélagsins ræður einnig búnaðarmála- stjóra. Búnaðarþing kemur saman árlega og situr i 3—4 vikur. Venja er að öll meiriháttar lagafrumvörp urn landbúnað- armál eru lögð fyrir það til umsagnar. Grunneiningar Búnaðarfé- lagsins eru hreppabúnaðarfé- lögin, sem starfa í hverri sveit að framfara- og félagsmálum bænda, hvert á sinu svæði. Þau sameinast svo i búnað- arsambönd, eitt í hverju hér- aði. Á þeirra vegum starfa héraðsráðunautarnir, sem koma eiga þeirn faglegu leið- beiningum, sem réttastar eru taldar hverju sinni, áleiðis til bænda. Búnaðarfélagið er þannig vel skipulagt, í smækkandi ein- ingum, og hver bóndi finnur sig vera virkan þátttakanda í félagsstaifinu. Gegnum búnaðarþing, bún- aðarmálastjóra og ráðunauta sína er Búnaðarfélagið sá aðili, sem helzt kemur fram fyrir hönd bænda við mótun land- búnaðarstefnunnar, að svo miklu leyti sem um meðvitaða landbúnaðarstefnu er hér að ræða. Fé til starfsemi sinnar fær Búnaðarfélagið úr ríkis- sjóði, enda eðlilegt, þar sem það hefur að miklu leyti komið í stað landbúnaðarráðuneytis. En eins og kunnugt er, höfum við hér á landi haft landbún- aSarráðherra án nokkurs land- búnaðarráðuneytis. — Þetta fyrirkomulag á fjármálum samtakanna hafa starfsmenn og stjómendur Búnaðarfélags- ins talið standa í vegi fyrir öll- um beinum afskiptum þess af kjaramálum bænda. Það hlut- vetk hefur Stéttarsambandi bænda verið ætlað. Það er nú orðið 25 ára, og hefur skipu- lagi þess lítið verið breytt á þeim tíma. Uppbygging þess er þannig, að hreppabúnaðarfélögin kjósa sína tvo kjörmenn hvert. Þeir mæta svo á kjörmannafundum á starfssvæði hvers búnaðar- sambands. Þar eru svo kjörnir fulltrúar þess héraðs á fundi Stéttarsambandsins og rædd þau mál, sem kjörmenn vilja láta fulltrúana flytja á Stéttar- sambandsfundum. — Þrátt fyr- ir það að samkvæmt þessu megi lita svo á, að hreppabún- aðarfélögin séu grunneiningar Stéttarsambandsins, ekki siður en Búnaðarfélags íslands, hafa tengsli þeirra við sambandið ætið verið mjög veik. Ég vil fullyrða, að bændur almennt líta ekki á búnaðarfélög sín sem hagsmunabaráttutæki, á sama hátt og verkamenn líta á sín samtök. Stjórn Stéttarsam- bandsins hefur heldur ekki ge :t neitt til að halda þvi sjón- armiði að bændum. Þvert á móti hefur þróunin orðið sú, að Stéttarsambandið er oft litið annað en skrifstofa, sem starf- rækt er af hálfu bænda til þátttöku í starfi sex-manna- nefndar og yfirnefndar um verðlagsgrundvöll landbúnað- arafurða, ásamt tilheyrandi gagnasöfnun og störfum í Framleiðsluráði. Ekki vil ég vanmeta þá vinnu, en afleiðingar þessa eru þær, að við höfum annars veg- ar Búnaðarfélag íslands, sem vill ekki skipta sér af kjara- málunum, en hefur allt skipu- lag til þeirra hluta, og hins veg- ar Stéttarsambandið, sem um kjaramálin á að fjalla, en skortir alla aðstöðu til að sinna slíku á annan hátt en tíðkazt hefur hingað til með sex- manna-nefndar-kerfinu. Þetta væri ekki svo hættu- legt, ef þessar aðferðir gætu tryggt bændum mannsæmandi kjör. En mér virðist margt benda til, að slíks sé ekki að vænta. Hér á undan sagði ég að starfshæfni stéttarsamtaka hlyti fyrst og fremst að miðast við þann árangur sem þau ná í baráttu sinni fyrir hagsmun- um meðlima sinna. Og við skulum líta á, hvernig núverandi kerfi hefur dugað. Bændur vinna nú meira en 62 klst. i viku hverri, en eru þó tekjulægstir allra stétta. Þrátt fyrir þetta er verð á landbún- aðarafurðum það hátt, að neytendur telja sig varla geta keypt þær lengur. Þetta getur ekki talizt við- unandi árangur. Ég vil taka það fram að ég álít þetta ekki stafa af ódugn- aði þeirra manna, sem i samn- ingunum hafa staðið. Þeir hafa lagt sig alla fram og unnið mikið starf. En það er varla sigurs að vænta, þegar menn glíma við samherjann í stað andstæð- ingsins. Með þessu á ég við, að í 25 ár hafa fulltrúar okkar bænda verið að þrefa fram og aftur við fulltrúa neytenda um verð- lagningu afurða okkar. í fljótu bragði kann þetta að virðast eðlilegt, að kaupandi og seljandi geri út um verðið sín á milli. En þarna gleymist bara einn aðilinn, og hann ekki svo smár. Þar á ég við ríkisvaldið. — Hvergi i hinum þróaða heimi kemst ríkisvaldið hjá veruleg- um afskiptum af landbúnaðar- málum. Alstaðar i kringum okkur sjáum við, að heppilegt er talið að halda verði landbúnaðaraf- urða niðri með þvi að greiða niður vöruverð eða framleiðslu- kostnað. Þetta er lika gert hér, í svipuðum mæli og i ná- grannalöndum okkar. Vegna þess að þessar greiðsl- ur ríkissjóðs hafa veruleg áhrif, bæði á afkomu framleiðenda og vöruverð til neytenda, er þess ekki að vænta að fullur ávangur náist af viðræðum þessara tveggja aðila, ef hinn þriðji situr hjá. En það hefur ríkisvaldið gert eftir megni. Þar er fyrir hendi skiljanleg tilhneiging til að halda þessum niðurgreiðslum og styrkjum eins lágum og unnt er. En til að firra sig óvinsæld- um af slíku leika stjórnmála- menn þann leik að etja saman fulltrúum neytenda og fram- leiðenda, og láta þá deila um verðlag og tilkostnað. (Sama tilhneiging réð því stefnuskrár- atriði núverandi stjórnar, að launþegar og vinnuveitendur skyldu semja sín á milli um kaupgjaldið, án afskipta rikis- valdsins, sem ekki reyndist fært). Þetta skipulag veldur því, að bændur kenna neytendum og neytendur bændum um það ófremdarástand, sem skapazt hefur. Stjórnmálamönnunum er vel vært, því það er auðveldar'a að stjórna sundraðri alþýðu en þeirri, sem er sterk i samstöðu sinni. Enda eru það ekki þeir, heldur við bændur og lág- launafólk, sem sköðumst á þessu fyrirkomulagi, og þá einkum á tvennan hátt: í fyrsta lagi eykur þetta aug- ljóslega á sundrung og óvin- áttu milli þessara stétta, sem tvimælalaust gætu bætt beggja hag, ef þær stæðu saman. í öðru lagi hefur þessi tregða rikisvaldsins á að viðurkenna þátt sinn i verðlagsmálunum valdið því, að allt styrkja- og Konur í kjötiðnaði. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.