Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 21
til eflingar efnahagslegu og fé- lagslegu öryggi. Það var lika jafnan talað um að samvinnu- hreyfingin og verkalýðshreyf- ingin væru tvær greinar á sama stofni, og þannig var störfum þeirra háttað á marga lund framan af öldinni. Og enn áttu þessar hreyfing- ar báðar fleiri góð ráð i fórum sínum. Þær tóku að efla þeim kenningum fylgi, að engum væri betur til þess treystandi en fólkinu sjálfu að stjórna vinnu og framleiðslu. Sam- vinnurekstur, bæj arrekstur, ríkisrekstur i höndum fólksins sjálfs væru hin ákjósanlegustu form til þess að tryggja verka- fólkinu sjálfu arðinn af vinn- unni. Til þess að vinna þessum hugsjónum veruleika var ljóst, að stofna þurfti stjórnmála- flokka, er þjóna skyldu hinum miklu félagsmálahreyfingum verkamanna og bænda á al- mennum þjóðmálavettvangi. III. Það er ekki rúm til þess i fáum orðum að rekja sam- fellda sögu þeirra hugsjóna, sem vinnandi fólk á íslandi átti um bættan hag, öryggi og réttlæti og tengdar hafa verið afli og starfi samvinnu- og verkalýðshreyfingar. Vissulega mætti rekja flest það, sem orð- ið hefur til bóta i kjörum fólks og til framfara með þjóðinni, til þessara hreyfinga. En hjá hinu verður ekki komizt, þegar rætt er urn vandamál verka- lýðshreyfingar i dag, að líta á þau i ljósi þeirrar stefnu, sem mörkuð var i uþphafi, skyggn- ast eftir þeim leiðarmerkjum, sem áttu að visa veginn. Verkalýðshreyfingin hefur vissulega eflzt á marga lund. Hún hefur eflzt að mannfjölda, húseignum, tækjum, vélum, menntuðum tæknimönnum, skrifstofustjórum, forstjórum, bæjar- og borgarfulltrúum, al- þingismönnum og ráðherrum. En hvernig hefur henni tek- izt að auka öryggi meðlima sinna: varanleik kjarabót- anna? Hvernig hefur henni tekizt að tryggja þeim réttláta hlutdeild i aukinni framleiðslu og sívaxandi tækniþróun? Þetta hefur i sannleika sagt tekizt hörmulega. Hröðum skrefum eykst sá vandi verkalýðshreyfingarinn- ar að tryggja gildi kjarasamn- inga. Hún virðist standa ráð- þrota i viðskiptum sinum við samningsaðila, sem búnir eru að hugsa það fyrirfram, hvern- ig að því skuli staðið að ómerkja gerða samninga strax að undirskrift lokinni, lætur jafnvel til leiðast að ræða við þá um hvernig það skuli gert. Það er reyndar ekki bráðný saga, að eignastéttin standi ekki við gefin loforð, en eins og flest i þróun timans nú er bundið meiri hraða en fyrr, svo hefur hin fjármagnaða sjón- hverfing og bragðvisi gagnvart verkalýð og launafólki orðið að fjölbreytilegri og skjótvirkari meðulum til hughvarfa. Dæmin frá síðasta áratug um þessa þróun eru mörg og glögg. Gagnstætt yfirlýsingum stjórnarvalda um, að þau vildu með öllum ráðum stuðla að frjálsri samningagerð, hafa engir kj arasamningar siðari ára átt sér stað án þess að stjórnarvöld hafi þar haft fingurna i spilinu til aðstoðar atvinnurekendum. Til þess að rýra kaupmátt launa hafa fjórar gengisfell- ingar riðið yfir og raskað öll- um kjarasamningum, með því að úr gildi voru numin ákvæði um verðbætur á laun. Verzlun- ar- og þjónustuaðilar hafa svo í æ rikara mæli haft sjálfdæmi um verðlag, og stjórnarvöld hafa auk þess jafnan átt frum- kvæði um hækkanir, þar sem þau gátu og áttu að skapa for- dæmi um hið gagnstæða. IV. Þannig er sífellt höggvið að rótum þess trés, sem verkalýðs- stéttin gróðursetti á fyrstu dögum og verða átti fólki hennar til öryggis og skjóls. Grundvöllur launakerfisins er eyðilagður og kaupmátturinn rýrður svo ekki nægir til ein- faldasta lífs. Það sem tæknin hefði átt að færa vinnandi fólki fellur eignastéttinni í skaut. Það, sem barátta og sigrar hafa náð i styttum vinnutíma, er aftur tekið með þvi að gera fólki ókleift að lifa af dagvinnunni einni. Sjóðir verkalýðsfélaganna til styrktar og trygginga, svo og tryggingar hins opinbera, sem tók langa baráttu að koma á fót, öllu er þessu hlaðið i köst verðbólg- unnar og eytt að stórum hluta i hverri verðsveiflu. Húsnæðis- málalánin, með vöxtum og refsivöxtum, eru að verða óbærilegt ok á herðum launa- fólks. Enginn talar lengur um sþarnað, sem áður var lausn- arorð borgaralegs þjóðfélags. Allir vita að merking þess hef- ur snúizt upp í andstæðu sína, og það mundi jafngilda stuldi úr lófa barns að hvetja það til þess að safna i sparibaukinn sinn eða bankabókina til síðari ára. Við þetta ástand verðbólgu, brasks og öryggisleysis bætist svo atvinnuleysi, og landflótti vegna þess. Margir héldu að orðið atvinnuleysi væri horfið úr lifandi íslenzku máli, það væri „fornyrði“ frá dögurn kreppuáranna. Nú tala valda- menn og hagspekingar um það ofurrólegir, að atvinnuleysinu verði ekki útrýmt með öllu, enda eðlilegt (og raddblærinn segir: æskilegt), að um nokkurt atvinnuleysi sé alltaf að ræða; og mikið geti það ekki talizt, nái það ekki 5%. Atvinnuleys- isbætur skulu bjarga, en eng- inn minnist á þann háska, sem einstaklingnum getur af þeim stafað til langframa. V. Þegar við virðum fyrir okkur þessa mynd, sem hér er dregin, hlýtur að vakna sú sþurning, hvað orðið hafi um þær ráð- stafanir, sem vinnandi fólk gerði til styrktar málstað sin- um. Og hvar eru varðsveitir þess í þjóðfélaginu? Hefur ekki samningsaðstaða verkalýðsfélaganna batnað stórum við siaukinn fjölda í samtökunum, samvinnuhreyf- inguna sem stærsta atvinnu- rekanda landsins, verkalýðs- flokka- og samvinnumenn í bæjar- og ríkisfyrirtækjum og þingmenn þeirra og ráðherra til aðstoðar i hverjum vanda? Vissulega ætti þessi aðstaða að vera verkalýðshreyfingunni hagstæð, enda var til þess ætl- azt að svo yrði, þegar barizt var fyrir stofnun bæjar- og ríkisfyrirtækja, samvinnu- reksturinn efldur og völdum mönnum komið i stöður og stofnanir. Allt var þetta gert í því augnamiði að tryggja stöðu hins vinnandi fólks i samskipt- um þess og baráttu við eigna- stéttina. Það er engin þörf á mörgum orðum til lýsinga á veruleika þessara mála hin síðari ár. í einkafyrirtækjum og opin- berum rekstri, sem „vinstri“ menn og „verkalýðssinnar“ ráða, örlar naumast nokkurs- staðar á sjálfstæðri viðleitni til samstöðu með striðandi verkafólki. Samvinnuhreyfing- in og Vinnumálasamband hennar svara launafólki sömu orðum og i sama tón og hörð- ustu einstaklingshyggjumenn eignastéttarinnar. Forsvars- menn samvinnuhreyfingarinn- ar í kaupgjalds- og kjaramál- um virðast engin spor þekkja um hugsjónir fortíðar, þegar vinnandi menn töldu hentast að snúa bökum saman. Nú þyk- ir ekki aðeins hæfa að sitja eignastéttarmegin við samn- ingaborðið, heldur gerast fyrir- tæki samvinnubænda beinir aðilar að Vinnuveitendasam- bandinu og gangast þar með undir heraga þess og fullan fjandskap við óskir verkafólks um betri lífskjör. Sama máli gegnir um öll þau fyrirtæki, sem stjórnað er af „verkalýðs- sinnum"; stefnu þeirra ræður hin harðsnúna klíka Vinnu- veitendasambandsins beint og óbeint. Ef nefna ætti afstöðu hinna bæjar- og rikisreknu fyrirtækja, má segja að þau séu næsturn undantekningar- laust hin nýtustu amboð í höndum hörðustu andstæðinga verkalýðsins. Minnugir muna þó, að til annarrar iðju var þeim komið á fót af verkalýðs- og samvinnuflokkunum. Eitt nöturlegasta dæmi þessarar þróunar er um „prentsmiðju landsins“. í upphafi var hún stofnuð af prenturum i þvi augnamiði að verða félagsskap þeirra voþn og hlíf. í dag er þetta fyrirtæki landsins notað sem fótakefli í hverjum kjarasamningum, og ráðamenn þess vita enga nauðsyn þarfari en þrefið og andhælisháttinn við kröfum þeirrar stéttar, sem i öndverðu skóp það sér til lífs og varnar. VI. Nú fer því fjarri, að fólkið í verkalýðshreyfingunni eða for- ystumenn hennar geti skellt allri skuld á aðra fyrir það, sem öndvert hefur snúizt á langri leið. Varðstaðan hefur brugðizt. Meginorsökin er sú, að i viðskiptum verkalýðs og eignastéttar hefur áróður hennar og auðmagn haft betur. Henni hefur á margan hátt tekizt að deyfa trú alþýðunnar á eigin mátt og möguleika, m. a. með því að hverfa hugum leiðtoga hennar frá þeim kjarna, sem þeim var falið að varðveita. Og fyrir áhrif frá auðstéttinni hefur það tekizt bæði í verkalýðshreyfingunni og á hinum pólitíska vett- vangi að opna gjá milli þeirra sem til forystunnar völdust og hinna óbreyttu liðsmanna og þolenda lélegra lifskjara. En að baki allra tilbrigða um fjar- lægðir milli manna i félagslegu starfi verkalýðsins i dag leik- ur eignastéttin með auðmagni sínu, áróðri og klíkum hið fjöl- breytilegasta sjónarspil með útsýni og góðu skyggni til lífs- þæginda og valda. Og árangur- inn hefur vissulega ekki látið á sér standa hin síðari ár. Ein- stakir leiðtogar hafa tekið að spila á eigin spýtur og stund- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.