Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 46
gefin undir heitinu Húsfreyjan á Bessa- stöðum (Rvk. 1946), og margan fróðleik um hagi Gríms á þessum árum og síðar er einnig að finna í sendibréfasafninu Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum (Rvk. 1947). í júlí 1841 skrifar Ingibjörg Grími bróður sínum, að nú sé Grímur sonur sinn „hættur að lesa lögin, en farinn að drabba í skáld- skap“, og hefur hún af því þungar áhyggjur. Sama ár tók hann hins vegar, 21 árs að aldri, þátt í verðlaunakeppni háskólans um svar við spurningunni, hvort smekk og tilfinn- ingu fyrir ljóðagerð hefði farið fram eða aftur í Frakklandi á síðustu tímum og hverj- ar væru ástæður þess. Hlaut hann önnur verðlaun ásamt lofsamlegum vitnisburði fyrir ritgerð sína um efnið, sem síðar var prentuð, og var það vissulega vel af sér vikið af svo ungum manni. Fjórum árum síðar, 1845, lagði hann svo fram við há- skólann rit um Byron lávarð og skáldskap hans. Færði það honum þá þegar magisters- nafnbót, sem níu árum síðar var breytt í doktorsgráðu. Að magistersprófinu loknu hlaut hann svo ferðastyrk frá konungi, sem hann notaði til ferðar um Evrópu, en dvald- ist þó lengst í París og London. Grímur hafði á þessum árum óneitanlega sýnt sig að vera nokkuð baldinn og óleiði- tamur, ekki sízt í vali á námsbraut. Kvíði móður hans fyrir, að hann þyrfti að námi loknu að setjast í það sem hún nefnir í einu bréfa sinna „leiðinlegt og oft óþægilegt" skólakennaraembætti, reyndist þó ekki á rök- um reistur. Námsár Gríms höfðu mótað hann svo, að hann var vel til þess hæfur að umgangast æðstu höfðingja þeirra tíma, bæði hvað menntun og framkomu snerti, og árið 1848 réðist hann í þjónustu utan- ríkisráðuneytisins danska. Dvaldist hann í þjónustu þess bæði í Belgíu og Englandi, en síðan heima í Danmörku. Fór vegur hans í þeirri þjónustu vaxandi, svo að hin síðari árin var hann orðinn þar bæði hátt- settur og valdamikill. Það er almennt talið og mun rétt vera, að í kvæðinu Á Glæsivöllum sé Grímur að nokkru leyti með feril sinn á þessum árum innan um æðstu valdamenn hins danska konungsríkis í huga. Er það og að líkindum rétt, að áhrifin og metorðin hafi ekki full- nægt honum. heldur hafi átthagatryggðin verið svo sterkur þáttur í eðli hans, að hug- ur hans hafi tíðum leitað heim í baslið á íslandi og þá endurreisnarbaráttu, sem þar stóð þá hvað hæst. Á Hafnarárum sínum hafði hann og oftsinnis tekið nokkurn þátt í umræðum um og baráttu fyrir framfara- málum lands og þjóðar, m. a. sat hann í forstöðunefnd Nýrra félagsrita um tíma, átti góðan kunningsskap við Fjölnismenn og fleiri baráttumenn þjóðarinnar í Höfn, fékkst nokkuð við íslenzk fræðileg verkefni o. fl. Þrátt fyrir glæsilegan feril í dönsku menntalífi og opinberri þiónustu, hefur hann því eftir sem áður litið á siálfan sig sem íslending fyrst og fremst, og fremur en danskan þegn eða embættismann. Því er sennilegt, að honum hafi ekki verið það með öllu ókært, er ókyrrð í dönskum stjórnmál- um losaði um hann í embætti árið 1866. a. m. k. var hann fluttur alfarinn heim til íslands þegar árið eftir, þar sem hann keypti æskuheimili sitt. Bessastaði, hóf þar búskap 1868 og bjó þar til æviloka. En því fór fjarri, að Grímur settist í helgan stein, þó að heim væri komið. Hann kvæntist árið 1870 þingeyskri konu, Jakob- ínu Jónsdóttur frá Reykjahlíð, og þau hjón- in bjuggu sér síðan eitt höfðinglegasta menningarheimili landsins á Bessastöðum, miðað við þeirra tíma mælikvarða. Þar naut Grímur síðan þægilegra daga við skáld- skapar- og fræðiiðkanir allt til æviloka. Afskipti Gríms af þjóðmálum heima fyrir hófust hins vegar 1869, er hann var kjörinn þingmaður Rangæinga, þrátt fyrir, að því er talið er, andstöðu Jóns Sigurðssonar gegn kosningu hans, og á Alþingi sat hann síðan til 1891. Þessi ár voru meginátök sjálfstæð- isbaráttunnar að hefjast, og fyrstu ár Gríms á þingi fylktu fylgismenn Jóns Sigurðssonar liði þar undir öruggri forystu hans í bar- áttu fyrir réttindamálum þjóðarinnar. Þeir Grímur og Jón voru vel kunnugir frá Kaup- mannahöfn, og flest bendir til, að þeir hafi hvor um sig að fullu metið gáfur og hæfi- leika hins og umgengizt með fullri virðingu og kurteisi. Aftur á móti voru þessir tveir menn svo gjörólíkir að hugsunarhætti og í skoðunum, að um samstarf þeirra á milli gat naumast orðið að ræða. Jón var fram- farasinnaður umbótamaður, sem setti rétt- indamál þjóðarinnar ofar öllu í baráttu sinni. Grímur var á hinn bóginn víðförull húman- isti og fróður af eigin reynslu um hagi og háttu þjóða í grannlöndunum, auk þess sem hann hafði vitaskuld mótazt mjög af störf- um sínum innan embættiskerfis hins danska ríkis. Verður ekki betur séð en honum hafi oft á tíðum ofboðið, hve langt íslendingar gengu í kröfum sínum, og þótt sem þjóðin væri þar af vanefnum að reisa sér hurðarás um öxl, er hún vildi taka æ meira af mál- efnum sínum í eigin hendur. Víst er að minnsta kosti, að Grímur skipaði sér í upp- hafi þingsetu sinnar í hóp hinna íhalds- samari þingmanna og andstæðingasveit Jóns Sigurðssonar og fylgismanna hans, og þeirri stefnu sinni var hann að mestu trúr áfram, þó að Jón hyrfi af sjónarsviðinu og aðrir tækju upp merki hans. En þrátt fyrir íhaldssama afstöðu í þjóð- frelsismálunum, var fjarri því, að Grímur væri nokkur síðasti geirfugl á Alþingi. Hann tók þvert á móti virkan þátt í störfum þings- ins og átti þar þátt í og frumkvæði að ýms- um markverðum málum. Meðal þeirra mála, sem hann lét sig varða, voru svo óskyldir málaflokkar sem horfellir hjá bændum, vitabyggingar, endurskoðun prestakallaskip- unar, kosningar presta og skólamál landsins, svo að nokkuð sé nefnt. í skólamálunum lét hann og ekki sitja við það eitt að hafa skipti af þeim innan veggja Alþingis, því að hann átti hlut að því, að barnaskóli var settur á stofn á Álftanesi um 1880, og reyndar í stofu, sem Grímur léði í húsi sínu. Mál- flutningur hans á þingi þótti og bera af ann- arra, vegna leiftrandi gáfna og skarprar hugsunar, og þótti fáum þægilegt að verða fyrir barðinu á honum, þegar gállinn var á honum. Störf Gríms á Alþingi 1869—91 ásamt öðrum þjóðmálaafskiptum hans eru því fjarri því að vera ómerk, þótt því efni hafi enn ekki verið gerð þau skil, sem það verðskuldar. 104 105 4 2iu!l tfantaPivnnarfrat'i þanbn clotrtuin, fantin of P- Og á dauflra draug.t. et. ^latou, if-lnnfub of riafi ^álffnm, ran.l. thcol. dupru' og hrostnu aug-i, Sliíwt Jtl.iullit. IW3. > "■ >0- >'1’" horfi kal.lnn hrikalriL; 4. gloffabct innilialbanbi Sítbin.vir> ^aífut. Upprifu> o.t cða jcg stúrinn stari ^iuAOtflu-eálma. SUibot.tr JUauflri. IH4.I. Í s. IiImh. á stirðnuð scni í niari (a„l. tiiillilaÁ-.ins). <2rlfl óinnbunbin á ^Prfnlp.tV'Vir liðinna volkast likin hlrik. 1 rbb. r. ©. j fi{,^iflr nfir Jílantá piftiól'ófnfafn. SBibfvar JUauflri. Og jió enginn gráli 1 |«42. XI og 175 ll*.s. í 8. Jcrfl t»a lofavcrbinum yfir minu láli, fnrir 'M P- hvorki svcinn njc svanni ncinn, ii. "iinuir af fifafrcni Jlóníjf-tvni Cf) JtOþVlim ban.-. V rft.tr mun yfir nijer |»ó dynja af ©i.v’irbi SSrtibfjorb cc\ rvtir ljaní banbriti prfntabar. m.ir. og |>iiii- in stynj.i I SíiCfi'.ir JUauflri. 1841. 171) bU*. ©fliafl óini'.bitntuar dukkur hvlgju-harinn stcinn. y á prfiitpappir 38 p. ©ilfurinvnt.ir. 6V. þ. í .( (II.IMI. 1 JEG BID AÐ IIEILSA! \ 1 t.ium hclcl uml öhluiii. Nú an.lar suðrið sxla vin.lum |iiðum, hifs .1 hotui Lúliluiu á sjúnum allar hárur siuáar ri.*a fil lúiu li-gpja hiiu. og (lykLjast hcini að fí'.gru landi Isa. .i ll.llu hvil.l*t l'.lllgi að fú-lurj.irðdr niinnar .strund og hlíðum. uu.lir liiifhi unii.ii-.li-i... ()! hrilaið ullum bcima rnini hli'um um ha ð ng sund i drottins ást og friöi; ti. á >uiiiruiu siii.iij Lvssi jiið, hárur! Lát á CsLimiM, i Hv.il.ir vu-Vir ui.ii.i hl.isi þift, vindar! Iilýtt á Linnuni fríðum. v. fiii hj.iitra "i-ÍhIíi ”Ii» . • Yorbui'inn Ijúfi! fuglino trúr, scm fcr •I.i'.fl • >•>•'■'' Mimuimí mvð Ijaðra hliki háa vegalrysu l.il.i. ...rbul li'L.i . u -II. t suntardal að Lveða LvxSin | in! Opna úr Fjölni 18ýý með frumprentun kvœðisins Ólund eftir Grím Thomsen. Efst á bls. 10i er niðurlag fréttagreinar um nýútkomnar íslenzkar bcekur, en neðst á bls. 105 er upphaf kvœðisins Eg bið að heilsa eftir Jónas Uallgrímsson. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.