Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 53
GuS hafði talað í ágúst 1945, eftir að Híróshíma og Nagasaki höfðu verið eyddar með kjarn- orkusprengjum og Japanir höfðu form- lega gefizt upp, var keisarinn talinn vera eini aðilinn sem hefði myndugleik til að færa þjóðinni boðskapinn um ósigurinn. Hann steig það dæmalausa og i augum Japana ótrúlega skref að koma framfyrir þjóðina í útvarpi og hvetja hana til aga og hlýðni við nýja húsbændur. Menn skildu kannski ekki fullkomlega það sem hans hátign var að segja, en guð almátt- ugur hafði talað, og það nægði til þess að hernámsliði Bandaríkjanna var tekið með samstarfsvilja, sem í fyrstunni skaut sigurvegurunum hálfgerðum skelk í bringu. Hernámið stóð í sjö ár undir strangri og árvökulli stjórn MacArthurs hershöfðingja, en í apríl 1952 hlutu Jap- anir aftur fullveldi sitt. Þá var löngu hafin sú lygilega sókn til iðnþróunar og efnalegra framfara, sem nefnd hefur verið „japanska undrið“. Við hliðina á því má segja að „þýzka efnahagsundrið“ blikni og sé alls ekki umtalsvert. Á Meiji-skeiðinu, sem Japanir nefna „endurreisnartímann“ og eru ákaflega hreyknir af, var þjóðin altekin „evrópskri hitasótt“ og apaði allt eftir Evrópumönn- um, jafnt klæðaburð sem verktækni; en eftir seinni heimsstyrj öld hefur takmark- ið verið að verða „amerískari en Amerik- anar“, og fullyrða fróðustu menn á sviði efnahagsmála, að áður en þessi öld sé úti muni Japan vera orðið mesta iðnaðar- veldi veraldar. Aldirnar, sem Japanir „misstu“ vegna einangrunar frá umheiminum, hafa þeir unnið upp með svo ótrúlegu framtaki, skipulagi og afköstum, að Vesturlanda- menn standa höggdofa gagnvart afrek- inu. Því, sem iðnaðarþjóðir Evrópu og Ameríku komu i verk á fjórum til fimm öldum, komu Japanir í verk á jafnmörg- um áratugum. Þrennskonar viðbrögð Ýmislegt það, sem kemur aðkomu- manninum skrýtilega fyrir sjónir í Japan nútimans, verður skiljanlegra þegar það er skoðað í ljósi þeirrar miklu ögrunar gagnvart hefðbundinni hugsun og lifs- háttum, sem hin erlendu áhrif hafa falið í sér. í grófum dráttum má segja, að við- brögð Japana við erlendum áhrifum séu þrennskonar. í fyrsta lagi eru þau gleypt hrá og ómelt og leiða þá til allskonar smekklausrar eftiröpunar á vestrænum venjum, einsog þegar stuttfættir jap- anskir kaupsýslumenn klæðast kjól og hvítu með öðru tilheyrandi. Sá siður er að vísu í rénun, en ýmsir aðrir hjákát- legir siðir hafa komið i staðinn. í öðru lagi eru viðbrögð Japana við erlendum áhrifum þveröfug við þau sem nú voru nefnd: þau eru fólgin í ósjálfráðri og af- dráttarlausri afneitun á öllu sem er jap- önskum hugsunarhætti framandi. Þessi viðbrögð eybúans eiga sér upptök djúpt í undirvitundinni og eru einatt samfara tilfinningum sem eru heitari og ofsa- fengnari en efni virðast standa til. í þriðja lagi eru viðbrögðin fólgin í þeirri heilbrigðu afstöðu að samsama hin er- lendu áhrif innlendum arfi og auka þannig fjölbreytni og frjómagn eigin hefða. Öll þessi þrennskonar viðbrögð hafa átt sinn þátt í að móta höfuðborgina Tókíó, sem er skemmtilegur og oft hríf- andi óskapnaður. í einhverri hliðargötu útfrá ysmikilli breiðgötu með nútíma- verzlunum er ferðamaðurinn alltíeinu kominn aftur í miðaldir: handverks- menn og kryddsalar í örlitlum básum meðfram strætinu önnum kafnir við sömu iðju og feður þeirra, afar og áar í marga ættliði, einsog tíminn hafi staðið kyrr öldum saman. Síðasta áratug hefur mannfjölgun i Tókíó numið um fjórðungi milljónar ár- lega, og er hún löngu orðin stærsta borg veraldar með 13 milljónir íbúa. Þó er sú tala hégómleg samanborið við það sem á eftir að gerast á næstu fimm árum. Þá er áætlað að samfelld byggð Tókíó og Jókóhama verði orðin svo víðáttumikil og mannmörg, að þar muni búa rúmar 28 milljónir manna. Tókíó er fyrsta borg heims sem hefur hraðlest á einum teini i förum milli flug- vallar og miðborgar, en skólpleiðslur í borginni eru mjög ófullkomnar og tak- markaðar. í Tókíó er glæsileg neðanjarð- arbraut og neðanjarðarmiðborg, hrað- brautir af ýmsum gerðum, gerviskíða- brekkur, loftkældir leigubilar, strætis- vagnar og veitingahús, en götunöfn eru þar naumast til og húsnúmer svo rugl- ingsleg, að þau koma ekki að neinu gagni. Borgin er samsett af 9 stórum og 25 minni borgum ásamt 14 bæjum. Jarðskjálftarnir 1923 eyðilögðu mikinn hluta Tókíóborgar og loftárásir í seinni heimsstyrjöld jöfn- uðu 80% hennar við jörðu. En i hvorugt skiptið virðist ráðamönnum borgarinnar hafa borizt vitneskja um, að til væri fræðigrein eða fyrirbæri, sem kallaðist skipulag borga. Gömlu hefðinni var því haldið: götunöfn sjást svo að segja hvergi, og þá sjaldan hús eru númeruð, fer röðin eftir því hvenær þau voru reist, þannig að númer 5 stendur kannski við hliðina á númer 193. Að finna heimilisfang í Tókíó er við- líka æsilegt (eða þreytandi) og að setja saman púsluspil eða ráða krossgátu. Fyrst er nauðsynlegt að finna Kú (bæjarfélag- ið), síðan Tsjó (bæjarhverfið), og loks Tsjóme (húsasamstæðuna). Svo biður ferðalangurinn einhvern, sem kann hrafl í ensku eða öðru skiljanlegu máli, að þýða þessar upplýsingar fyrir leigubíl- stjórann. Kannist hann ekki við bæjar- félagið eða hverfið, treystist hann ekki til að aka gestinum; en geri hann það, á hann eftir að finna húsasamstæðuna og húsið. Hann kemur þá gjarna við á ein- hverri lögreglustöð í hverfinu, og geti lög- reglan ekki greitt úr vandanum má hringja til gestgjafans og biðja hann að útskýra málið fyrir lögregluþjóni eða bíl- stjóra. Ef allt um þrýtur er reynt að leita til einhvers hrísgrjónasalans i hverfinu, og venjulega getur hann leitt mann á sporið. Flestar verzlanir og önnur fyrirtæki í Tókíó láta prenta litla uppdrætti af hverfi sinu á eldspýtnastokka eða nafn- spjöld. Þessir kynlegu erfiðleikar við að finna heimilisföng í Tókíó komu mér ekki siður á óvart en sú uppgötvun í Moskvu fyrir nokkrum árum, að þar er ekki til nein opinber símaskrá sem sé tilgengileg al- menningi og því nálega ógerningur að finna símanúmer sem maður hefur ekki aflað sér upplýsinga um með öðrum hætti. ♦ Tókíó var að mestu lögð í rúst í seinni heimsstyrjöld. Nú er Tókíó ein nýtízkulegasta borg í heimi með hraðbrautum, neðanjarðarbrautum og heilu neðanjarð- arhverji undir miðborginni. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.