Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 19
nær þeir vilja selja vinnu sína við því verði, sem vinnukaup- endur telja sér hagkvæmt þá og þá stundina. Afnám þess réttar væri því mannréttinda- og frelsissvipting, sem miðaði í átt til ánauðar hliðstæðrar átt- hagafjötrum eða takmörkun sjálfsákvörðunarréttar til að velja eða hafna lífsstarfi og athafnasviði. Hann er eitt grundvallarskilyrði fyrir því að verkamenn, í viðtækari merk- ingu þess orðs, geti þó innan þröngra marka talizt frjálsir menn. Því verður þessi réttur varinn til síðasta manns með- an nokkur neisti mannlegrar reisnar lifir í hugum vinnu- stéttanna. Hér gildir einu þótt málum sé hérlendis svo háttað, að fjölmennar starfsstéttir séu sviptar verkfallsrétti, sem aft- ur leiðir til þess óæskilega, að ekki sé sagt óhæfa fyrirkomu- lags, að hinir verst settu í þjóð- félaginu verða nauðugir viljug- ir að draga á eftir sér í kjara- legu tilliti nokkur þúsund opin- bera starfsmenn og álika marga vísitölubændur. Lítill vafi leikur mér á því, að þessi háttur hafi verið upp tekinn fyrst og fremst í þeim tilgangi að reyna að gera verkfallsrétt verkafólks að einskonar grýlu á það sjálft. í stað verkfallsréttar bjóða atvinnurekendur og umboðs- menn þeirra uppá „hlutlausan gerðardóm", sem miði úrskurði sína fyrst og fremst við „af- komu þjóðarbúsins“ og „gjald- þol atvinnuveganna". Ekki vil ég gera litið úr þessum hugtök- um, en gallar eru þó augljósir á þessari gjöf Njarðar. í fyrsta lagi er „hlutlaus gerðardómur“ óhugsandi, ef grannt er skoðað, m. a. vegna þess að í hlutarins eðli liggur að slíkur dómur hlyti að sleppa úr dæmi sinu því veigamikla hlutverki, sem sækni verkalýðshreyfingarinn- ar eftir stærri hlut sínum gegnir í því að auka hæfni at- vinnuveganna til að skila þeim, sem við þá starfa, auknum arði og þá væntanlega bættum kjaragrundvelli og „betri af- komu þjóðarbúsins“. Með þessu er þó engan veg- inn sagt, að verkföll séu ætíð og ævinlega af því góða. Eins og önnur lýðræðisleg réttindi leggur verkfallsrétturinn vandasamar og oft þungar skyldur á herðar þeirra, sem hans njóta, og engir eiga meira undir því að verkfalls- vopninu sé beitt af ábyrgðar- tilfinningu upplýstra þjóðfé- lagsþegna, en ekki af þeirri til- hneigingu að skoða hann sem aðstöðurétt til að hrifsa i krafti valds stærri hlut en þann, sem með fullum rökum verður rétt- lættur. Hugleiðingum um verkfalls- rétt og þær baráttuaðferðir, sem honum eru tengdar, mætti svo ljúka að sinni með því að líta út fyrir landsteinana og minnast þess, að hann á alls staðar fulla samleið og lýtur sömu örlögum og önnur þjóðfé- lagsleg réttindi. í einræðisríkj- um, jafnt í austri sem vestri. hefur hann verið leiddur á hinn sama höggstokk og önnur þau lýðréttindi, sem þorri ís- lenzku þjóðarinnar setur öllu ofar, og með þeirri heims- þekktu afleiðingu, að lífskjör eru þar margfalt lakari en hér á landi og í öðrum löndum þar sem verkalýðssamtök hafa ekki verið lamin niður og njóta réttar til að semja um kjör sín á grundvelli verkfallsréttar. Reynslan sannar líka, að þessi réttur er hvati en ekki hemill á æskilega efnahagsþróun. Þótt því hafi hér verið slegið föstu um baráttuaðferðir byggðar á þeim óaðskiljanlega hluta okkar lýðræðis og efna- legrar valddreifingar, sem samnings- og verkfallsréttur er, þá er þó alls ekki fullyrt, að baráttuaðferðir íslenzku verka- lýðshreyfingarinnar þurfi ekki mikilla endurbóta við, og skal hér þó skammt yfir sögu farið um þau efni. Ég tel vafalaust að þar megi margt betur fara og að nauðsyn beri til, ef vel á að vera, að á allra næstu tím- um komi til gagngert endur- mat á stöðu verkalýðshreyfing- arinnar og starfsháttum henn- ar, því óefað búum við, sem risum upp sem ungir og reiðir menn á fjórða áratug aldar- innar, að fyrstu gerð, atvinnu- lausir, sviptir rétti til mennt- unar, hraktir á einu ömurleg- asta skeiði samfélags, sem hafði litla getu og enn minni vilja til þess að sinna þörfum okkar eða móta þjóðfélags- hætti, sem svöruðu ólgandi hug okkar og hugmyndum um betra og fegurra mannlíf. Og auð- vitað hlupum við fegins hugar i náðarfaðm kommúnismans, sem allar gátur leysti, upplýsti okkur um lokað dýrðarríki sovétkommúnismans, veitti sterkri athafnaþrá okkar og stríðshug ótakmarkað svigrúm. Allur annar ferill var í raun óhugsandi og jafneðlilegur og hann væri nú óhugsandi, eftir að allur heimur veit að „dýrð- arríkið" er rammger þrælakista og flest sem kreppukynslóð- inni var þar boðið uppá hefur aldrei átt stoð í veruleikanum. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu kreppukynslóðarinnar stendur þó eftir, að hún lærði „hand- verk“ sitt sem forustulið verka- lýðshreyfingarinnar í ein- strengingslegum skóla, sem ólíklegur var til að skila frá sér „kadrer", sem litu opnum og fordómalausum huga breyttar þjóðfélagsaðstæður og gerólíka heimsmynd við þá, sem við augum blasti á æskuárum hennar. En kraft og ódrepandi seiglu bar hún úr býtum, sem enzt hefur henni til úrslita- valda í verkalýðshreyfingunni fram á þennan dag. Svo ein- hvers virði var „skóli“ hennar þrátt fyrir allt. En tregðan gegn nýjum baráttuháttum varð sterkur þáttur í fari hennar, og þess hefur verka- lýðshreyfingin á margan hátt goldið og árangur hefðbund- innar og einfaldrar baráttu því orðið minni en mörg efni hafa staðið til. Er þar kannski fyrst til að taka, að samband og samstarf verkalýðshreyfing- arinnar við henni skylda og hugsjónalega tengda stjórn- málastarfsemi hefur ýmist mistekizt með öllu eða verið vanrækt. Hefur þar skilið í milli íslenzkra verkalýðssam- taka og bræðrasamtakanna á Norðurlöndum, sem eflt hafa við hlið sér sterka og stóra stjórnmálaflokka, sem úrslita- áhrif hafa haft á þjóðfélags- þróunina og framgang baráttu- mála þeirra. íslenzk verkalýðs- hreyfing hefur ekki sinnt að neinu marki mótun samvinnu- hreyfingarinnar, sem hún hefði þó örugglega getað ráðið, ef hún hefði viljað og hefði skilið mikilvægi hennar sem baráttu- tækis. Fræðslumál hreyfingar- innar hafa algerlega verið van- rækt og þar með forsendurnar fyrir hvorutveggja: þeim þjóð- félagslega skilningi, sem er for- senda fyrir virku lýðræði og fullri þátttöku allra félaga hreyfingarinnar, og einnig og ekki síður fyrir því að ný kyn- slóð, sem tekur við öllu starfi og ábyrgð í forustunni, geti orðið vanda sínum vaxin og fái leitt til sigurs þann fjölda mik- ilvægra baráttumála, sem fram verða að ganga og enn er að litlu eða engu sinnt. Og loks skulu hér svo nefnd fjármál verkalýðssamtakanna, sem að vísu eru öll í röð og reglu, en þar sem viðhorfin mótast enn í alltof ríkum mæli af örbirgð kreppuáranna, meðan erlend bræðrasamtök hafa sum hver verið svo stórhuga að jafnvel stærstu auðhringar óttast fjár- málavald samtakanna. Og svo aðeins að lokum þetta: Ekkert gæti glatt mín gömlu augu meira en það að nú, ekki einhverntíma í blá- móðu framtíðarinnar, risu upp hópar ungra og reiðra stórhuga æskumanna, sem sæju og skildu hve stórbrotin verkefni b:ða þeirra sem arftaka verka- lýðshreyfingarinnar — og hefðu enga þolinmæði til að bíða þess að við kreppukyn- slóðarmenn treystum þeim til að taka við og leggja hönd á þann plóg, sem eftir á að bylta þjóðfélaginu og knýja það til þeirrar uppskeru auðs og menningar, sem okkur sem orðnir erum miðaldra eða eldri gat aldrei dreymt um. Björn Jónsson. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.