Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 32
sem Samvinnuskólinn, Bréfa- skóli SÍS og ASÍ og útgáfa Samvinnunnar, hefur fræðslu- starfið samt minnkað hlut- fallslega jafnt og þétt, sé miðað við viðskiptasviðið. Skortir þar ekki sízt á tengslin við félags- fólkið sjálft. VI. Sé vikið að verkalýðshreyf- ingunni, hefur félagsleg þróun hennar orðið með döprum hætti. Sá styrkur sem sam- vinnuhreyfingin hefur vegna innri samstöðu hefur ekki verið fyrir hendi í verkalýðshreyf- ingunni. Hún hefur orðið vett- vangur mikilla flokkspólitískra átaka, er hafa lamað hana sem áhrifaríkt þjóðfélagsafl. Öfugt við samvinnuhreyfing- una, þar sem Sambandið hefur orðið stórveldi, hefur lítt verið hugsað um að efla Alþýðusam- bandið. Það hefur frá fyrstu tíð verið fjárvana, og í dag rekur það aðeins fáliðaða skrif- stofu, sem ekki annar öðru en því að svara bréfum og boða fundi. Á vegum þess er ekki rekin hagstofnun, sem þó er nauðsynlegt hjálpartæki í kaupgjaldsbaráttu nútímans, og það sem erennþáalvarlegra: um fræðslustarf á vegum þess hefur vart verið að ræða árum saman. Ekki eru einu sinni hafðir uppi tilburðir til að gefa út málgagn. Þannig hefur hvorki verið hugsað um að mennta unga menn í verka- lýðshreyfingunni til forystu- starfa né fræða hinn almenna félagsmann með námskeiðum eða útgáfustarfi. Mörg stærri og öflugri stétt- arfélögin hafa þróazt í þá átt að verða aðeins skrifstofuveldi, þar sem sömu foringjar ráða ríkjum árum saman, enda stjórnir félaganna yfirleitt sjálfkjörnar. Á framboð i verkalýðsfélögunum er litið óhýru auga af ráðandi klíkum, og menn sem hafa uppi slíka tilburði eru illa séðir, ekki að- eins af valdamönnum viðkom- andi félags, heldur allra verka- lýðsfélaga á svæðinu, því flokkarnir hafa skipt upp á milli sín félögunum eins og öllu öðru í þjóðfélaginu, og þar má valdahlutfallið ekki rask- ast. Hinu má samt ekki gleyma, að verkalýðshreyfingunni hef- ur oft tekizt á þessum tíma að ná víðtækri samstöðu i kaup- gjaldsdeilum, og hafa í því sambandi oft unnizt umtals- verðir sigrar. En á hinn bóg- in má það ekki blinda menn fyrir því félagslega ástandi, sem í hreyfingunni ríkir, og að sjálfsögðu er hlutverk verka- lýðshreyfingarinnar miklu víð- tækara en kjarabaráttan ein saman. VII. Síðustu þrjátíu árin hafa þessar tvær stærstu félags- hreyfingar fólksins haft heldur fátækleg samskipti sín í milli og oft komið fram sem andstæð öfl. Eins og ég hef áður stutt- lega rakið, á þessi sundrung sérstakar sögulegar forsendur sprottnar af eðli samvinnu- starfsins á íslandi, þar sem al- mennir launþegar hafa aldrei orðið leiðandi afl í samvinnu- hreyfingunni. Tengsl sam- vinnuhreyfingarinnar við Framsóknarflokkinn, pólitísk skipting verkalýðshreyfingar- innar, stjórnmálaþróunin í landinu, lífsþægindahyggjan og hin félagslega hnignun f’öldasamtakanna hafa í þessu sambandi einnig verið mikil- vægar orsakir. Harðastir hafa árekstrar þessara hreyfinga orðið á sviði kaupgjaldsmálanna. í næstum hverri kjaradeilu hafa þessar hreyfingar komið fram sem andstæð öfl. Samningarnir frá 1961 eru þó ánægjuleg undan- tekning. Samvinnufélögin hafa einnig í öðrum tilfellum gengið fyrr og lengra til móts við kröfur verkalýðsins en aðrir vinnuveitendur. Það er vissulega rétt, að sam- vinnufélögin hafa að óþörfu skipað sér i sveit annarra at- vinnurekenda í kaupgjaldsmál- um. í einstaka tilfellum hafa forystumenn Sambandsins og kaupfélaganna verið íhalds- samari en aðrir í afskiptum sínum af launamálum. Hitt er svo ekki síður ljóst, að foringj- ar hinna svoköiluðu verkalýðs- flokka auglýsa þessa árekstra óspart i pólitískum tilgangi. Þeir halda, að með því að sverta Sambandið eins mikið og mögulegt er séu þeir að hindra fylgisaukningu Fram- sóknarflokksins, sem margir þeirra líta á sem innrásarlið í bæina. Það er vísvitandi rang- túlkun á hlutverki samvinnu- félaganna, að þau eigi að leysa hverja kaupgjaldsdeilu eða geti til lengdar greitt hærri laun en aðrir atvinnurekendur í land- inu. Af flokkslegri blindu hafa smákóngarnir í hinni sundruðu pólitísku sveit á vinstrivængn- um alið á sundurþykkju þess- ara félagshreyfinga í von um stundargróða. Þessum mönn- um eru eiginhagsmunir allt, en umbótabarátta ekkert. VIII. Það er að mínum dómi lang- veigamesta þjóðféiagsverkefni á fslandi að efla þessar félags- hreyfingar fólksins í landinu og stórauka samvinnu og tengsl þeirra í milli. Bændur og dreif- býlisfólk mun að sjálfsögðu halda áfram að leysa vandamál sín á samvinnugrundvelli. Með hliðsjón af þeirri búsetubreyt- ingu, sem orðið hefur i land- inu, hlýtur þó framtiðarsókn samvinnuhreyfingarinnar að fara fram í þéttbýlinu. Það verður því í æ ríkara mæli sama fólkið, sem skipar þessi fjöldasamtök. Aðgerðir beggja hreyfinga hafa einnig stórfelld áhrif á hag almennings og heill þjóðarinnar. Ekki má því lengur dragast að ganga heilshugar til þess verks að efla nauðsynleg sam- skipti samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfingar. Ánægju- legur upphafsþáttur aukinna samskipta og gagnkvæms skilnings getur verið það sam- starf, sem nýlega hefur tekizt á sviði fræðslumála, um Bréfa- skóla SÍS og ASÍ, og samvinnu Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu og Bréfaskólans um námskeiðahald á s. 1. vetri. Einmitt á sviði fræðslumála bíður þessara hreyfinga þýð- ingarmikið sameiginlegt hlut- verk. Vöxtur, velgengni og sam- heldni fé'lagshreyfinganna á Norðurlöndum grundvallast í veigamiklum atriðum á því mikla félags- og fræðslustarfi, sem þessar hreyfingar halda uppi, ýmist sjálfstætt eða sam- eiginlega. Með því er stefnt að menntun og þjálfun trúnaðar- manna og félagslegra leiðtoga, en ekki síður alls almennings í landinu. Fullorðinsfræðsla og Sáttasemjari rikisins (f. miðju) ásamt atkvœðateljara (t. v.) og jonnanni Dagsbrúnar í lcjaradeilu fyrir nokkrum árum. A veggnum hangir málverk af Jörundi Brynjólfssyni, fyrsta fulltrúa verkamanna á Alþingi, sem var kosinn árið 1916. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.