Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 55
skilji ekki að strax í fæðingu varð hann
hræ umhverfisins, svo að dauðadæmdur er
hann að leita réttlætis í augum heimsins.
í sjálfu sér er það ekkert höfuðatriði hvaða
augum beri að líta á afstöðu hans. Aðal-
atriðið felst í því, að hann hefur markað
afstöðuna, fengið ráspúnkt að mati á við-
burðum dagsins í dag.
Afstaða hans er tvíþætt. í fyrsta lagi rís
hann gegn morðskyldu þjóðfélagsins sem
valdhafinn leggur á herðar honum. Og í öðru
lagi hafnar hann þeim túlkunaraðferðum
sem miða að því að gera morðið réttlætan-
legt í augum heimsins.
í rauninni undrast ég fávizku hrópandans.
Hann tekur hvorki tillit til stundar né stað-
ar og gengur beint af augum hafandi lagt
líf sitt að veði. Og stundum berast hróp
hans að eyrum borgarans eins og hann vilji
ekki vita, að veggir húsanna varpa hrópun-
um burtu.
Ég óttast ekki þau áhrif sem hann kann
að hafa á borgaralegt samfélag af því að
borgaralegi stjórnmálamaðurinn, sem lifir
undir hlemmi krónunnar, er auðsveipasti
þræll minn, líkt og fjarstýrður ráðbani í
gerðum mínum.
ÖNNUR RÖDD:
Hingað hafa hróp hins kúgaða borizt.
Hérna hefur teningunum verið kastað og
reynslan sýnir aðeins hvernig borgaralegi
stjórnmálamaðurinn afneitar hinum kúgaða.
Sá mælikvarði, sem hinn kúgaði hefur lagt
á hlutina, hefur eina afleiðingu í för með
sér í borgaralegu umhverfi, eins og dæmin
sanna. í þessu andrúmslofti þrifst borgara-
legi stjórnmálamaðurinn ekki. Sá borgara-
legi hefur þegar valið sér kjör, hann arf-
leiðir heiminn að híbýlamenningu úr steini
og allar skoðanir borgarans á þessum hlutum
eru af trúarlegum toga spunnar.
Borgaralega valdið er í eðli sínu stað-
bundið. Valdabaráttan og dreifing valdsins
eru tengdar staðháttum. Eins og umheimur-
inn birtist í skoðunum borgaralegra stjórn-
málamanna, verða heimsviðburðirnir að
mestu leyti séðir í ljósi pólitískra trúarjátn-
inga. Hlutirnir eru metnir í gegnum þoku
trúarsefjunar og af þeim sökum verður
skoðanamyndunin firrt lífvænlegri skynsemi,
slitin úr tengslum við þá ógn sem steðjar
hvarvetna að manneskjunni í dag.
Stjórnmálamaðurinn í borgaralegu þjóð-
félagi játast undir pólitísk trúarbrögð, eins-
konar vinstri-hægri þráhyggju sem ætluð er
vera í anda sósíalisma eða kapítalisma eftir
opinberri afstöðu stjórnmálamannsins. Á
þann hátt verður borgaralegi stjórnmálamað-
urinn talandi dæmi þess að hann er lifandi
lík kalda stríðsins. Af hans sjónarhóli séð
jafngildir kalda stríðið náttúrulögmáli. Að
segja þeim borgaralega, að kalda stríðið sé
pólitísk sköpun, hljómar eins og guðlast í
eyrum hans. Stjórnmálamaðurinn, hinn póli-
tíski trúboði, hefur afneitað vitund sinni og
í hennar stað kemur hið pólitíska trúboð,
trúboð ofbeldisins. Höfuðpólarnir í pólitíska
trúboðinu hafa sundrað vitundinni, lamað
dómgreind manneskjunnar svo að hún virð-
ist líta á hlutina í dag í ljósi óraunhæfra’"
trúarvímu. Höfuðpólarnir tveir bera grímu
átrúnaðarins. Mellupólitík natósinnans sam-
svarar í einu og öllu blindum lögmálsátrún-
aði stalínistans. Pólitíska trúarjátningin er
alger. Opinberunin um Stalín leiðir full-
komlega í ljós hið falska öryggi slíks átrún-
aðar, svo að sannleikurinn breytir á einni
nóttu lífi trúfíflsins í pólitíska tragedíu.
Þess vegna virðist utanríkisstefna hins
borgaralega stjórnmálamanns vera í líkingu
við trúarlegan hermileik. Borgaralegi stjórn-
málamaðurinn aðhyllist 19du aldar loftsýnir
þjóðfélagslegra hugsjóna þrátt fyrir það, að
reynslan sé hrein afsönnun á þjóðfélagsleg-
um hugsjónum, og þessi trúarbrögð meina
honum að standa föstum fótum á vígvelli
heimsins. Pólitíski trúboðinn trúir á algildi
sósíalískra eða kapítalískra hugsjóna og rétt-
lætir í sífellu ofbeldið sem sýnt er í nafni
þessarakennisetninga, annað hvort með bein-
um yfirlýsingum eða hlutleysi. Böðlaveldi
Papa Ðocs og lögregluríki Papadópúlosar
hljóta náð í augum mannsins, sem lítur á
sjálfan sig sem lýðræðislegan kapítalista á
sama tíma og sósíalistinn gefur innrásum
Rússa ’56 og ’68 gildi. Pólitíski trúboðinn
styður málflutning sinn með tilvitnunum í
söguna og hann álítur sögulegar tilvitnanir
jafngilda staðreyndum. En dæmisögur hans
geta verið allt annað en staðreyndir. Sagan
er einnig safn viðurkenndra lyga. Engu að
síður verður sagan hinum pólitíska trúboða
að skálkaskjóli trúfíflsins.
Á sama andartaki og kennisetningin kemst
í snertingu við veruleikann í mynd gerð-
anna, fuðrar hún upp, af því að heimsfor-
múla valdhafans samanstendur af fantasíu
og spámennsku. í nafni fantasíunnar gerir
valdhafinn tilkall til heimsins og kallar
skugga sprengjunnar áhrifasvæði sitt. En
gerðir valdhafans eru hvorki sósíalismi né
kapítalismi og í rauninni allt annað en þess-
ar kennisetningar, þó að viðleitni valdhaf-
ans beinist í þá átt að gefa gerðum sínum
tilgang, segi þær vera í þágu sósíalisma
eða kapítalisma. í höndum valdhafans
verður þjóðfélagskerfið löighelgað vopn,
brútalismi valdsins öðlast tilgang. Og vald-
hafinn notar forréttindi sín. Hann gefur sér
forsendur fyrir gerðum sínum til þess að
gera þær réttlætanlegar í augum heimsins.
En þörf valdhafans fyrir réttlætingu dregur
gerðir hans strax í efa, kastar skugga efa-
semdanna á málstað hans.
Forsendur valdhafans eru ekki algildar.
Þær hljóta að eiga rætur í spámennsku, sem
er á kostnað fórnardýrsins, svo að orðaleikir
valdhafans geta ekki réttlætt gerðirnar ef
mannslífið dæmist þyngra á metunum en
forsendur gerðanna. Þess vegna verða til-
raunir valdhafans í þá átt að réttlæta gerðir
sínar lítið annað en hræfræði valdaböðuls-
ins.
Hvarvetna stendur hinn kúgaði andspænis
þessum sama valdaböðli. Gegnum kalda
ásjónu kúgarans skín alls staðar í sömu
hlutina: Ofbeldi, kúgun og dauða.
Og hinn kúgaði mun rísa gegn þessum
hlutum og hafna forsendum valdhafans þar
sem gildi mannslífsins hættir að vera gildi
í sjálfu sér og önnur verðmæti hækkuð í
nafni hugsjóna sem hljóma eins og glæp-
samleg spámennska. Af eigin rammleik mun
hinn kúgaði leitast við að skjóta dauða-
dómi sínum á frest.
í ljósi þess sjáum við hann berjast til
þess að losna undan oki kúgunar og dauða.
Og þennan frest reynum við einnig að hag-
nýta okkur. Við erum komnir í snertingu
við þessar rústir og vitum um öfl eyðingar-
innar eins og við fæðumst inn í þennan
heim háðir óskapnaði hans. Við lifum á
sama tíma og hinn kúgaði og getum sett
okkur í fótspor hans í baráttunni fyrir lífi.
Á vissan hátt eigum við í sameiningu hlut-
deild í þeim verðmætum, sem hann berst
fyrir undir sól sprengjunnar.
Rústirnar liggja skýrt og ljóst frammi fyr-
ir augum okkar, og þó að við gefum skyn-
samlega mynd af hlutunum, heimi hvers-
dagsins, endurspeglar þessi mynd hvorki at-
burði veruleikans né veruleik atburðanna.
í hæsta lagi getum við gert okkur vonir um
að öðlast svipmynd af óskapnaði heimsins
með því að styðjast við verðmæti á skýr-
ingarleið okkar sem hert eru í eldi raun-
veruleikans. Engu að síður er viðleitni okk-
ar dæmd til þess að hverfa í þennan óskapn-
að, þó að við drögum ályktanir af hlutunum
með það fyrir augum að tengja lífsspurs-
málið þessari svipmynd.
Meðan við förum um rústirnar og stönd-
um andspænis óskapnaði hversdagsins,
heyrum við á báðar hliðar röksemdir fyrir
ofbeldinu. Forsendur eru gefnar fyrir
mannfórnum, sem reistar eru á hornstein-
um í einhverri framtíð — framtíð sem að-
eins er tilgáta. í eyrum okkar kunna þessar
forsendur að hljóma eins og sjálfvirkar
túlkanir á ástandinu. Ákveðnar forsendur
eru gefnar til þess að gerðirnar fái fyrir-
fram ákveðna þýðingu í augum heimsins.
Andspænis þessum hlutum verðum við
þess einungis vitandi, að afstaða okkar þarf
ekki endilega að greinast í tvo úrslitakosti:
Með eða á móti. Engin verðmæti knýja
okkur til þess að gera glæpinn að þolan-
legri goðsögn. Við erum vitni að því, að
hinn kúgaði er drepinn, og þar sem við lít-
um hvorki á atburðarás sögunnar sem blind
örlög né helga goðsögn valdsins, heldur
mannanna verk, þá áskiljum við okkur rétt
til þess að líta á gerðir valdhafans í ljósi
pólitískrar sköpunar sem svipt er forrétt-
indum ábyrgðarleysisins.
Ef við viðurkennum réttmæti frumskógar-
laga siðmenningarinnar, að ofbeldið eigi rétt
á sér í dag, þá getur hver og einn kastað
íkveikjusprengjum inn í þéttsetnar löggjaf-
arsamkundurnar í nafni siðmenningarinnar.
Og þá talar valdhafinn fyrir munn okkar,
þegar köld og gagnorð yfirlýsing hans deyr
út í rústunum samtímis lífi fórnardýrsins:
Ég drep, þess vegna lifi ég. 4
53