Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 29
niðurgreiöslukerfið er staðnað í úreltu formi. Það er nefnilega greinilegt, að nýting þess fjár- rnagns, sem ríkisvaldið nú veit- ir til landbúnaðarins, er langt frá því að vera eins skynsamleg og æskilegt væri. Til dæmis er augljóst, að hver króna nýtist stórum betur, ef greiddur er niður fram- leiðslukostnaður, en ekki verð hinnar fullunnu vöru. Einnig er ljóst, að hægt væri að beita þjálla styrkjakerfi en við nú búum við til nokkurrar stjórnunar á framleiðslunni, en á þvi er vaxandi þörf. r Ég veit að stjórn Stéttarsam- bandsins gerir sér þetta ljóst, en telur sig ekki hafa bolmagn til að koma fram nauðsynleg- um lagabreytingum í þessa átt. Þetta kann satt að vera, og okkur bændum er hollt að gera okkur grein fyrir því, að liðnir eru þeir dagar, þegar við höfð- urn verulegt pólitískt vald, og koma trúlega ekki aftur. Að minnstakosti hrýs mér hugur við, ef kjarabætur okkar eiga að biða þess tíma. En sá, sem hefur ekki nægj- anlegt afl einsamall, leitar samstarfs við aðra, sem sömu hagsmuni eiga. Þar verður mér fyrst hugsað til Alþýðusambands íslands. Mig furðar á, hve fáir virð- ast gera sér grein fyrir því, hve hagsmunir bænda og neytenda eru að rniklu leyti þeir sömu. Þarna á hið úrelta sex-manna- nefndar-kerfi mikla sök, eins og áður er sagt, ásamt óprúttn- um áróðri ákveðinna hópa, sem telja sig afla sér aukins stjórn- málafylgis með þvi að æsa launþega á móti bændum. Vegna þessa er nauðsynlegt að verja nokkru rúmi til að rökstyðja þá skoðun, að hags- munir þessara tveggja stétta falli saman. í fyrsta lagi er greinilegt, að góð afkoma launþega er bænd- um brýn nauðsyn, þvi í ljós hefur komið að annars dregur svo úr neyzlu landbúnaðaraf- urða, að birgðir hlaðast upp. Það þýðir, að meira verður að flytja út á óhagstæðum kjör- um. (Samt minnist ég þess ekki, að Stéttarsambandið hafi lýst yfir stuðningi við málstað launafólks, þegar það á í kaup- deiluin, og enn siður að sam- tökum þess hafi á nokkurn hátt verið rétt hjálparhönd. Slíkt ætti þó að virðast eðli- legt. Þvert á móti hafa sum sölusamtök bænda gengið í Vinnuveitendasamband ís- lands, hvernig svo sem á jafn undarlegum hlut stendur. Þetta er enn furðulegra þegar þess er gætt, að kauphækkanir laun- þega verka sjálfkrafa til hækk- unar á laun bóndans, þótt hann sé að vísu alltaf nokkr- um mánuðum á eftir.) Neytendum er líka tvímæla- laus hagur i því, að bænda- stéttin búi við mannsæmandi kjör. Það sjá allir, að ef bændur eiga til lengdar að vinna fyrir þriðjungi til helmingi lægra tímakaupi en ófaglærðir verka- menn, þá leggst landbúnaður fljótlega niður á íslandi. Slikt væri engum til góðs. Ef ég má aftur visa til ná- grannalanda okkar, þá keppast þessar þjóðir við að styðja sinn landbúnað með ráðum og dáð, þrátt fyrir það að allar geta þær keypt landbúnaðarvörur á heimsmarkaðnum fyrir minna en framleiðsluverð. Þessar þjóðir telja, að of- framleiðslan sé aðeins tíma- bundin, og vita að sá landbún- aður, sem lagður er í rúst i dag, verður dýr í endurreisn á morgun. Auk þess er það á vissan hátt liftrygging hverrar þjóðar að vera sjálfri sér sem nægust urn landbúnaðarfram- leiðslu. Sama gildir vissulega hér á landi. Hitt er annað mál, að betra skipulagi þarf að koma á landbúnaðarfram- leiðsluna og auka möguleikana á að þoka henni i þá átt, sem hagstæðust er talin hverju sinni. Meira um það síðar. Einnig er greinilegt, að bæði neytendum og framleiðendum er sameiginlegur hagur í þvi, að það fé, sem ríkið leggur fram til landbúnaðarmála, komi að sem beztum notum. Þess vegna eiga Stéttarsam- band bænda og Alþýðusam- band íslands að taka höndum saman og knýja fram þær breytingar, sem nauðsynlegar eru til að slíkt megi verða. Þá má á það líta, að nú er ofarlega á baugi nauðsyn þess að endurskoða kjarabaráttu launþega frá grunni, þannig að reynt verði að finna aðrar og árangursríkari leiðir til aukningar á kaupmætti launa en einhliða kauphækkanir eftir langvinn verkföll. Slíkt verður varla gert nema með beinni þátttöku rikis- stjórnarinnar i samningavið- ræðunum, og þá alls ekki nema verð landbúnaðarafurða komi þar til umræðu. Ljóst er að í þeim viðræðum þarf að koma til samstaða neytenda og fram- leiðenda, ef tryggja á hag beggja. Auk alls þessa, sem ég hef talið hér að framan, er greinilegt að bændur og launa- fólk eiga sömu hagsmuna að gæta í öllum þeim málum, þar sem hinar vinnandi stéttir þurfa að sækja rétt sinn i hendur þeirra, sem með fjár- mála- og þjóðmálastjórn fara hverju sinni. Ég hef gerzt margorður um þetta, vegna þess að mér virð- ist mestu varða að þessir sam- eiginlegu hagsmunir verði við- urkenndir af báðum aðilum, en þess sjást því miður of litil merki. Að visu hafa fulltrúar neyt- enda ekki viljað tilnefna mann í yfirnefnd um verðlagningu landbúnaðarafurða síðustu ár, og þar með lýst óánægju sinni með kerfið eins og það er. Full- trúar okkar bænda gripu ekki þetta tækifæri til að þvinga fram breytingar, heldur leit- uðu þeir til þings og stjórnar um nauðsynlegar lagabreyting- ar, svo að yfirnefnd yrði áfram starfhæf. En ég vona að þetta sýni þó vilja A.S.Í. til samstarfs við okkur bændur um endurskoðun verðlagningaraðferðanna. Ég hef gerzt margorður um núverandi ágalla i félags- og verðlagsmálum. Nú er þvi mál til komið, að ég geri grein fyrir því skipulagi sem ég tel rétt að stefna að. Fyrst er þá að minnast á stéttarsamtök okkar bænda. Ég vil efla Stéttarsambandið. — Fyrst innri byggingu þess, þannig að stjórnin hafi betra samband við hinn almenna bónda, annaðhvort með trún- aðarmanni í hverri sveit og sið- an héraðstrúnaðarmannaráði, eða með þvi að yfirtaka að nokkru leyti hreppabúnaðarfé- lögin til þeirra hluta. Einnig vil ég styrkja Stétt- arsambandið til kröftugri og árangursrikari baráttu út á við, og einkum til meiri áhrifa á stefnumótun í landbúnaðar- málum þjóðarinnar. Hjá því verður varla komizt, að þetta verði að nokkru leyti á kostnað Búnaðarfélags íslands. Mér virðist margt mæla með því að leggja búnaðarþing niður í sinni núverandi mynd, en efla í þess stað þing Stéttarsam- bands bænda. Ég veit að marg- ir eru mér ósammála um þetta atriði og get fallizt á þá mála- miðlun, að búnaðarþing verði stytt og fjalli aðeins um fagleg málefni, en fyrir Stéttarsam- bandsþing verði lögð þau mál, sem flokkast undir kjaramál, samstarf við samtök annarra stétta, stjórnun framleiðslunn- ar, samninga við rikisvaldið, markaðsmál og svo framvegis. Einnig tel ég sjálfsagt, að Stéttarsambandið i þessari mynd tengist Alþýðusambandi íslands á einhvern hátt. Ég vil hafa þessi tengsl sem nánust, og að bændastéttin styðji launþega eftir megni í kjarabaráttu þeirra. Eins og ég hef þegar bent á, er góð af- koma launþega bændum rnjög nauðsynleg. Einnig finnst mér sjálfsagt, að þau sölusamtök okkar bænda, sem nú eru í Vinnu-, eitendasambandi ís- lands, segi sig úr þeim sam- tökum. Ég vil að Stéttarsamband bænda og Alþýðusambandið vinni að því i sameiningu að leggja niður sex-manna- nefndar-kerfið, en taki í stað þess upp beina sameiginlega samninga við ríkisvaldið. Þar verði stefnt að því að bændur fái mannsæmandi laun fyrir vinnu sina, án þess að verðlag sé svo hátt að almenningur geti ekki keypt afurðir þeirra. Þetta tel ég mögulegt með betri nýt- ingu þess fjármagns, sem ríkið leggur nú þegar til landbúnað- arins og aukinnar skipulagn- ingar framleiðslunnar. En til þess er nauðsynlegt, að Stéttarsambandið fái meiri áhrif á ráðstöfun þessa fjár- magns en það nú hefur, og eins að það verði virkur aðili að stefnumótun í landbúnaðar- málum. Það þarf að breyta núverandi niðurgreiðslukerfi, þannig að það verki á frumstigi fram- leiðslunnar, og eins þarf að breyta núverandi styrkjum til bústækkunar í rekstrarstyrki. Það liggur í augum uppi, að á meðan um offramleiðslu er að ræða, á ekki að styrkja al- menna bústækkun, heldur reyna að gera vöruna seljan- legri með lækkun framleiðslu- kostnaðar. Einnig vil ég að Stéttarsam- bandið eða Framleiðsluráð fái vald til að innheimta sérstakt innf lutningsgj ald af kjarn- fóðri og verja því fé til niður- greiðslu annarrar rekstrarvöru, til dæmis tilbúins áburðar, ef nauðsynlegt er talið að draga saman framleiðsluna um stundarsakir. Að vísu er þetta aðeins ein af ýmsurn hugsan- legum leiðum til að ná því marki, en mér virðist hún framkvæmanlegust, þvi hún er einföld og nær tilætluðum ár- angri án þess að draga féð til langframa út úr framleiðsl- unni. Margir bændur munu mér ósammála um þetta síðasttalda atriði og nauðsyn á skipulagn- ingu framleiðslunnar yfirleitt, 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.