Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 27
un á undanförnum áratugum. Flestar atvinnugreinar hafa tekið mikl- um breytingum á fáum árum, og ekki hefur enn skapazt sú festa og jafnvægi, sem ríkir í háþróuðum iðnaðarlöndum. Margs konar atvinnu- rekstur, bæði á vegum ríkis og einkaaðila, stendur þó traustum fótum og er undir það búinn að innleiða í rekstrinum lýðræðislegri vinnu- brögð. I öðrum tilfellum einkennist rekstur margra einkafyrirtækja af glæfralegu kapphlaupi við skjóttekinn gróða, tilviljanir ráða miklu og framtíð rekstrarins er algerlega háð einum manni, vilja hans og dugnaði, auraráðum og persónulegum samböndum. í slíkum rekstri, þar sem sjálfsbjargarviðleitnin ræður öllu, er ekki aðstaða til að hugsa um lýðræði. b) Árstíöabundin vinna. Ein helzta forsenda þess, að starfsmenn taki þátt í stjórn fyrirtækja og hafi afskipti af rekstrinum, er sú, að þeir séu samfellt á sama vinnustað um lengri tíma og öðlist þannig nokkra reynslu og þekkingu í starfi sínu við fyrirtækið. Á íslandi er árstíða- bundin vinna fremur algeng, sérstaklega í útgerð og fiskiðnaði. Verður að hafa það í huga, að þar sem fyrirtæki er aðeins starfrækt nokkra mánuði á ári og miklar breytingar verða á starfsliði frá ári til árs, er atvinnulýðræði torveldara í framkvæmd. c) Smæð fyrirtækjanna. Fjöldi starfsmanna við hvert fyrirtæki skipt- ir einnig nokkru máli. Starfsmennirnir verða að eiga á að skipa mönn- um, sem hafa einhverja reynslu í félagsmálum og nægilega forustu- hæfileika til að taka þátt í stjórn rekstrarins. Varla þarf að óttast, að á fjölmennum vinnustöðum skorti hæfa forustumen, en meiri óvissa er um lítil fyrirtæki. Þá ber á það að líta, að þeim mun stærri, sem fyrir- tækin eru, þeim mun meiri þörf er á lýðræðislegum vinnubrögðum, þ. e. meðráðaréttindum starfsmanna við stjórn þeirra. í Iðnaðarskýrslum 1960, sem Hagstofa íslands gaf út 1983, eru töflur, sem gefa yfirlit um slysatryggðar vinnuvikur verkafólks og annars starfsliðs hjá íslenzkum iðnfyrirtækjjum árið 1959. Þessar tölur veita upplýsingar um meðalfjölda starfsmanna í ýmsum iðngreinum, og má af þeim ráða, að meðalfjöldi starfsmanna við meðaliðnfyrirtæki á ís- Iandi er um 12 manns. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðrar atvinnu- greinar. Eftir beiðni flutningsmanns þessarar tillögu hefur Hagstofa íslands samið yfirlit um fjölda íslenzkra iðnfyrirtækja, sem hafa 12 starfs- menn að meðaltali eða fleiri. Kemur í ljós, að af 1246 iðnfyrirtækjum hafa aðeins 362 fleiri en tólf starfsmenn að meðaltali yfir árið. Aðeins 70 iðnfyrirtæki hafa 50 starfsmenn eða fleiri. Smæð fyrirtækjanna og fámenni á vinnustað er því séríslenzkt ein- kenni, sem taka verður tillit til. d) Ríkisfyrirtæki og samvinnufélög. Ástæðulaust er að spá neinu um það, hvern hljómgrunn krafan um atvinnulýðræði muni fá meðal íslenzkra vinnuveitenda í einkarekstri. Einhverjir atvinnurekendur munp, sjálfsagt fullyrða, að afskipti launþega af rekstrinum hafi ein- ungis truflandi áhrif á stjórn hans, enda séu þeir að fara inn á svið, sem þeim komi ekki við, og með þessu sé verið að skerða löghelgaðan eignarrétt atvinnurekandans. En hvað sem líður afstöðu einkaatvinnurekenda til þessa máls, er hitt ekki ósennilegt, að auðveldara verði að koma á atvinnulýðræði í ríkisrekstri en einkarekstri. Hæg eru heimatökin, ef ríkisvaldið fellst á breytta tilhögun í opinberum rekstri, og sú skoðun mun fljótlega ryðja sér til rúms, að starfsmenn, sem öðlazt hafa reynslu og þekk- ingu í starfi sínu, eigi frekar heima í stjórn fyrirtækisins en ýmsir embættismenn, pólitískir erindrekar og bitlingasnatar. Á íslandi er hlutfallslega meira um opinberan rekstur en í flestum löndum Vestur- Evrópu, og má því segja, að skilyrði til að koma atvinnulýðræði í fram- kvæmd hér á landi séu að þessu leyti góð. Þá má minna á, að samvinnuhreyfingin á íslandi er óvenjulega öflug. Eins og fyrr segir, á atvinnulýðræði sérstakan rétt á sér I opinberum rekstri, en ekki á það síður við innan samvinnuhreyfingarinnar. Kraf- an um lýðræði er náskyld og raunar samofin hinni gömlu samvinnu- hugsjón. Félög samvinnumanna byggðu upp starfsemi sína hér á landi með lýðræðislegu samstarfi neytenda í bæjum og framleiðenda í land- búnaði. Síðar hafa forustumenn samvinnumanna villzt nokkuð af leið með því að blanda blóði við einkaframtakið og hverfa frá lýðræðis- legum vinnubrögðum í atvinnurekstri. Iðnfyrirtæki á vegum sam- vinnufélaganna eru mörg í hlutafélagsformi, og hafa hvorki starfs- menn né neytendur þar nokkur áhrif. Því verður þó ekki neitað, að hin styrka staða samvinnuhreyfingarinnar bætir aðstöðuna til að koma á lýðræði í íslenzkum atvinnurekstri. Árið 1957 var hlutur einkaauðmagnsins í framleiðslufjármunum þjóðarinnar um 36%, en hlutur ríkis, bæja og samvinnufélaga um 31% (þau 33%, sem eftir eru, tilheyra bændum). Ef tekið er tillit til þess, að í hópi hlutafélaga eru allmörg félög, sem ríki, sveitarfélög og samvinnufélög eiga meirihlutann í og ráða öllu um, hækkar hlutur þess opinbera og samvinnufélaga á kostnað einkaauðmagnsins. Ef litið er á iðnaðinn sérstaklega, eiga einstaklingar og hlutafélög 70%, en samvinnufélög og opinberir aðilar 30% (með sama fyrirvara og áður). Loks má geta þess, að samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru 70 af 362 iðnfyrirtækjum, sem hafa tólf starfsmenn eða fleiri, ríkisfyrir- tæki, samvinnufélög eða bæjarfyrirtæki, en þar á meðal eru mörg stærstu iðnfyrirtæki landsins. e) Fræðslustarfsemi í molum. Ein helzta forsenda þess, að lýðræði í atvinnurekstri geti náð að dafna, er, að launþegasamtökin standi fyrir víðtækri fræöslustarfsemi meðal meðlima sinna og trúnaðarmanna á vinnustöðum, annaðhvort með eða án aðstoðar ríkisvaldsins. Slík starfsemi er skammt á veg komin hér á landi, enda enginn sérstakur skóli starfandi á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Þó hafa menn verið sendir utan á vegum launþegasamtakanna til náms í hagræðingar- tækni, og öðru hvoru eru haldin námskeið fyrir verkstjóra. Hvort tveggja er spor í rétta átt, en hér þarf samt mikil breyting á að verða, jafnhliða því að spurningin um meðráðarétt starfsmanna við rekstur atvinnulífsins er tekin til umræðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Þorsteinn Þorsteinsson, Skálpastöðum: Stéttarfélög bænda og samskipti við neytendur Mig langar til að gera hér að umtalsefni skipulagið á kjarabaráttu og hagsmuna- samtökum bændastéttarinnar, ásamt tengslum þeirra við önnur stéttarsamtök. Einnig er það ætlun min að vikja að fyrirkomulagi því, sem verið hefur á verðlagningu bú- vöru undanfarin 25 ár. Ég tel þetta fyrirkomulag orðið úrelt, og að það eigi mikla sök á því, að kjör bænda eru nú óviðunandi, án þess þó að tryggja neytendum hag- stætt verð landbúnaðarafurða. Þetta og annað það sem fram kemur hér á eftir eru mín per- sónulegu sjónarmið, en geta tæpast talizt viðhorf stéttar- innar í heild, né neins ákveðins hluta hennar. Þvert á móti óttast ég, að margir bændur séu þarna á allt öðru máli. Einnig er viðbúið, að launa- menn ýmsir verði á annarri skoðun. Ég vona þó, að þessir aðilar báðir geti orðið mér sammála um sumt af því, sem ég held fram, og að greinin geti fengið einhverja til að sjá þessi mál frá nýju sjónarhorni. Ef svo reynist, er betur farið en heima setið. Bændur eru tekjulægstir allra vinnandi stétta á íslandi í dag. Árið 1967 losa meðaltekj- ur bændafjölskyldu alls 123 þúsund krónur. Árið 1968 eru þær komnar aðeins upp fyrir 150 þús. Tölur fyrir árið 1969 eru mér ekki tiltækar, en ástæða virðist til að ætla, að vegna óhagstæðs árferðis um mikinn hluta landsins hafi þær ekki hækkað frá árinu áður. Samt er það svo, að sam- kvæmt gildandi lögum eiga tekjur bænda að vera sambæri- iegar við tekjur annarra vinn- andi stétta. Þar vantar þó sem kunnugt er allmikið á. Eðlilegt er, að við sem land- búnað stundum veltum þessu fyrir okkur, bæði orsökum ástandsins og eins leiðum til úrbóta. Við þvilik heilabrot virðast mér eftirfarandi staðreyndir blasa við: Ljóst er, að bændur, sem eitt sinn voru meginhluti þjóðar- innar, eru það ekki lengur. Við erum nú aðeins ein af mörg- um vinnandi stéttum þjóðfé- lagsins, og langt frá því að vera sú fjölmennasta. Samhliða þessari breytingu höfum við einnig glatað mestu af stjórnmálalegum völdum okkar og öðrum þjóðfélagsleg- um áhrifum. Af þessu leiðir, að barátta okkar fyrir betri kjörum er í eðli sínu ekki lengur þjóðmála- barátta, heldur stéttarbarátta, og hlýtur sem slik að fara fram á vegum stéttarsamtaka okkar. Mér virðist, að á þessu sviði séu samtökin illa starfhæf og alls ekki skipulögð með það fyrir augum að berjast fyrir hagsmunum meðlima sinna á sem áhrifamestan hátt. Hin kröppu kjör okkar bænda benda eindregið í þá átt, að þessi skoðun mín sé rétt, því starfshæfni stéttar- samtaka hlýtur, að öðru jöfnu, fyrst og fremst að metast eftir þeim árangri sem þau ná í bar- áttu sinni fyrir hagsmunum stéttar sinnar. Ég vil taka það fram, að með þessu er ég ekki að saka stjórn Stéttarsambands bænda um ódugnað eða sinnuleysi í störf- um. En ég held því fram, að kerfi það, sem unnið hefur ver- ið eftir, sé úrelt og mikil nauð- syn að breyta um starfsaðferð- ir. Það sem mér virðist brýnast er: í fyrsta lagi, að breyta skipu- lagi samtaka okkar í þá átt að gera þau starfhæfari til stétt- arbaráttu. í öðru lagi, að gera sér ljósa sameiginlega hagsmuni bænda og launþega, og að leitað verði eftir nánara samstarfi við Al- þýðusamband íslands. Og síðast en ekki sízt, að leita fyrir sér um nýjar starfs- aðferðir, þvi í ljós er komið, að sex-manna-nefndar-kerfið get- ur, eðli sínu samkvæmt, ekki tryggt bændum þær tekjur, sem þeim ber að fá eftir lögun- um. Ég veit að það er stórum auðveldara hlutskipti að sitja 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.