Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 25
nú ekki nema um tvennt að velja: Annars vegar að vinna að þeim breytingum á efna- hagslífinu sem siðkapítalism- inn krefst, hins vegar að taka afdráttarlausa afstöðu gegn auðvaldinu. Hið fyrra hefði í för með sér innlimun verkalýðssamtakanna og að- lögun þeirra að auðvaldskerf- inu, þau settu tryggingar fyrir stéttafriði á meðan fastafjár- munir afskrifuðust og endur- nýjuðust. Hið siðara þýddi það að barizt væri fyrir breyting- um á innri byggingu efnahags- lífsins, svo að fjármálaklíkur misstu tök sín, en fólkið öðlað- ist áhrif að því skapi. Samtím- is þessu yrði að mynda svo stóran opinberan geira, að hann réði úrslitum á sviði iðn- aðar, lánastarfsemi og i sam- göngurn. En umfram allt yrði að leggja áherzlu á almanna- eftirlit hins vinnandi manns. í hverju fyrirtæki og í þjóðar- búskapnum i heild sprytti upp valdamótvægi af hálfu verka- lýðs, sem myndi fljótlega leiða til átaka um stjórnmálaleg yf- irráð í landinu.“ Nýsköpun íslenzkra atvinnu- vega getur að sjálfsögðu ekki gerzt eftir neinum algildum formúlum eða kennisetningum, en þar verður ótvírætt þörf fyrir sósíaliskar hugmyndir og þær hugmyndir um atvinnu- lýðræði, sem hér hefur verið vikið að. — Þeir sem vilja taka þátt i þessum verkefnum „þurfa ekki aðeins að móta sér nýja skoðun á þjóðfélaginu, heldur einnig nýja mannlífs- sýn“8). — Menn þurfa að ganga uppréttir. Heimildir og athugasemdir: 1) Á Alþingi 1984—1935 flutti Ragn- ar Arnalds, þáverandi þingmað- ur Alþýðubandalagsins í Norður- landskjördæmi vestra, í fyrsta sinn þingsályktunartillögu um at- vinnulýðræði. Hér er þessi tillaga ekki gerð sérstaklega að um- ræðuefni, en þar sem hún hefur vakið talsverða umræðu um mál- ið, er hún birt hér, ásamt grein- argerð, lesendum til fróðleiks. 2) Ronny Ambjörnsson: Herbert Marcuse, spámaður í stúdenta- uppreisnum. Réttur 2. tbl. 1970. s) Notendur fyrirtækja: Neisti, 1. tbl. 1970. •4) Edvard Bull: Norsk fagbevegelse. 5) Á fundi Stjórnunarfélags íslands 6. des. 1969 skýrði framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Is- lands frá því, að atvinnurekend- ur væru andvígir því að sam- starfsnefndir hér hefðu víðtæk- ari áhrif en ráðgefandi tillögu- rétt. <>) Ragnar Frisch: Aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu er óhyggi- leg og hættuleg. (Fyrirlestur fluttur hér í júlí 1932. Þýð Björn Stefánsson). ") Ernest Mandel: Inledning tiU marxismens ekonomiska teori. 8) Sama og 2), Gunnar Guttormsson. 1968 (89. löggjafarþing) — 96. mál. Tillaga til þlngsálykt- unar um atvinnu- lýðræði Flm.: Ragnar Arnalds. Alþingi ályktar að fela 11 manna nefnd að undirbúa löggjöf um aukin áhrif verkamanna og annarra launþega á stjórn þeirra fyrir- tækja, sem þeir starfa hjá. Skal löggjöf þessi vera fyrsti áfanginn í áætlun til næstu tveggja áratuga um aukið lýðræði í íslenzkum at- vinnuvegum, og ber sérstaklega að stefna að því í íyrstu lotu að veita launþegum ríkisfyrirtækja og þá einkum iðnfyrirtækja veruleg bein áhrif á stjórn þeirra, en starfsmönnum í einkarekstri víðtæk ráðgef- andi áhrif. Nefndin skal skipuð af ráðherra, og tilnefna samtök vinnuveitenda þrjá menn, launþegasamtökin þrjá, þingflokkarnir fjórir tilnefna hver einn mann, en ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar Greinargerð. Þessi tillaga til þingsályktunar miðar að því að skipa 11 manna nefnd til að undirbúa áætlun til næstu tvegg’a áratuga um aukið lýð- ræði í íslenzkum atvinnuvegum. Það skal fúslega viðurkennt, að þetta viðfangsefni er ekki einfalt í framkvæmd. Atvinnulýðræði mun ekki ná fram að ganga nema á löngum tíma og eftir margvíslegar tilraunir. En nauðsynlegt er að hefjast þegar handa um undirbúning: koma á stað viðræðum milli launþega og vinnuveitenda, rannsaka íslenzkar aðstæður og leita eftir reynslu annarra þjóða. í tillögunni er ráð fyrir því gert, að stefnt verði að markinu í nokkrum áföngum og sé athyglinni einkum beint í fyrstu lotu að fyrirtækjum í eigu ríkisins og þátttöku starfsmanna í stjórn þeirra. Einnig verði starfsmönnum í einkarekstri veitt aðstaða til að hafa ráðgefandi áhrif í vissum málaflokkum. Hr atvinnulýðræði sósíalismi? Ýmsir, sem kynna sér þessa tillögu, munu ef til vill spyrja: Er hér ekki verið að ræna vinnuveitendur réttinum til að stjórna eigin rekstri? Er ekki hér í raun og veru verið að læða sósíalisma inn um bakdyrnar? Þessu er til að svara, að atvinnulýðræði er tvímæla- laust eitt skref af mörgum á leiðinni til sósíalismans. Sósíalismi er lýðræði á öllum sviðum þjóðlífsins, og hér er stefnt í lýðræðisátt á einu afmörkuðu sviði. Þessi staðreynd ætti þó tæpast að fæla menn frá þessu sjálfsagða réttindamáli. Hugsjónir sósíahsmans um jafnan rétt allra manna hafa síazt inn í hugmyndaheim jafnvel íhaldssömustu flokka. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, er það staðreynd, að í krafti rétt- lætisvitundar hins almenna manns eru sósíalískar hugmyndir í sókn, jafnt á íslandi sem í afturhaldssömustu ríkjum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að framfarir í tækni og vís- indum eru mjög örar á okkar tímum. Hin nýja iðnbylting, sem ein- kennist af sjálfvirkni og gífurlegri fjöldaframleiðslu, mun bæta lífs- kjör almennings stórkostlega á komandi árum. Þessi þróun er þó ekki með öllu hættulaus. í fyrsta lagi má hún ekki hafa í för með sér, að valdið yfir atvinnurekstrinum safnist á hendur örfárra manna. í öðru lagi er það staðreynd, að samfara vaxandi sjálfvirkni verða störf manna einhæfari, andlausari og tilbreytingarsnauðari. Sérstaklega af þessum ástæðum er það samfélagsleg nauðsyn, að hinn vinnandi maður verði virkur þátttakandi og stjórnandi á þeim stað, þar sem hann dvelur næstum þriðjunginn af ævi sinni, en sé ekki aðeins tann- hjól í hinni tröllvöxnu vélasamstæðu atvinnulífsins. Þessi tillaga til þingsályktunar hefur því tvíþættan tilgang: annars vegar að bæta aðstöðu launþega til áhrifa á sérhverjum vinnustað í atvinnulífi þjóðarinnar — hins vegar að flytja vald og ábyrgð frá hinum fáu til hinna mörgu. Krafan um lýðræði. Krafan um fullkomið lýðræði er krafan um jafnrétti þegnanna á öllum sviðum þjóðlífsins. Jafnt og þétt hefur þessi krafa náð fram að ganga á æ fleiri sviðum og í æ fleiri löndum. Pólitískt lýðræði og lýðræði í félagsmálum eru hvort tveggja kröfur, sem óðum eru að ná almennri viðurkenningu sem grundvallarréttindi hvers manns. Er þá átt við prentfrelsi, málfrelsi, félagsfrelsi, almenn- an kosningarétt, jafnrétti kynjanna o. s. frv. Jafnrétti í menntamálum er gömul réttlætiskrafa. Er þá átt við jafna aðstöðu manna í uppeldis- og menntamálum án tillits til upp- runa eða aðstæðna og jöfn skilyrði til að njóta gæða menningarlífsins. Krafan um skólalýðræði er nú mjög til umræðu, og hafa stúdentar þar forystu. Er þess að vænta, að nemendaráð verði sett á stofn í öllum æðri skólum innan skamms. Krafan um efnahagslegt lýðræði er tvíþætt: Annars vegar er átt við, að lífskjör manna og fjárhagsleg afkoma sé sem jöfnust, svo að allir hafi jafna möguleika til að njóta lífsgæðanna. Hér er því átt við fjárhagslegt jafnrétti allra manna. Hins vegar er átt við jafna aðstöðu manna til að hafa áhrif á stjórn efnahagslífsins og þá um leið til að vinna gegn fjárhagslegu misrétti. Einokun fárra manna á stjórntækj- um efnahagskerfisins hefur og í för með sér drottnun þeirra yfir at- vinnulífinu. Efnahagslegt lýðræði er því nátengt atvinnulýðræði. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.