Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 22
Tilræði við lýðræðið! um ofmetið hæfni sína bros- lega. Forystulið flokkanna hef- ur einnig við aukið atkvæða- magn tekið að fyllast hofmóði, leika einleik og standa á öðr- um fæti. Þvi hefur þótt nota- legt að vera laust við leiðbein- ingar og gagnrýni hinna ó- breyttu liðsmanna — en mega þess i stað viðra sig i andrúms- lofti vinsamlegra samskipta og viðurkenningar andstæðing- anna. vn. Ég er ekki með neinar bolla- leggingar um góða menn og vonda i verkalýðs- eða eigna- stétt. Það er fyrst og fremst aðstaða eignamannsins, sem gerir það að verkum, að launa- maðurinn getur aldrei trúað honum fyrir málefnum sínum. Reynsla langrar vegferðar hefur líka kennt islenzkri al- þýðu, að það er henni ekki nægjanlegt til góðrar leiðsagn- ar, að ágætir menn bjóði fram hæfileika sína og vilja til starfa að málefnum hennar. Þeir verða að sætta sig við það að vera þjónustumenn síns félags eða félagsmálahreyfingar og þola og þykja vænt um, að sem bezt sé fylgzt með störfum þeirra. Enginn flokkur sem haft hef- ur forystu i málefnum launa- fólks á íslandi þolir það í dag, að slíkar kröfur séu til hans gerðar; til þess þyrftu þeir að breytast að allri gerð. Forystu- menn launafólks þurfa að sanna, að þeir vilji vera þjónar þess. Þeir verða að sanna, að þeir séu reiðubúnir til þess að heyja harða baráttu og verk- föll — „ólögleg“ ef nauðsyn krefur — til þess að koma i veg fyrir að samningar launafólks séu brotnir, hvort sem er með lögum eða stjórnarathöfnum. VIII. Verkalýðshreyfingin þarf að fletta blöðum sögu sinnar og draga lærdóma af mistökun- um, og það verk verða hinir óbreyttu liðsmenn að vinna. Það verður að rifja það upp, hvar og hvers vegna leiðir skildi með hugsjónum verka- lýðshreyfingarinnar: stefnu hennar og áformum um „yfir- ráðin til alþýðunnar“ — hvar og hvers vegna ganga hennar hófst inn á öngstigu, þar sem hrævarljós auðstéttarinnar ein vísa veginn. Fólkið í verkalýðshreyfing- unni verður sjálft að stíga fram með hugsjónir sínar fornar og nýjar. Það verður að segja það skýrt og skorinort, að þann einn stjórnmálaflokk styður verkalýðshreyfingin, sem er þjónn hennar og lýtur hennar forystu. Og þann sannleik þurfa allir að viðurkenna, það réttlæti og öryggi i þjóðfélag- inu, sem verkalýðshreyfingin var stofnuð til að færa fólki sínu, verður ekki að veruleika meðan auðstéttin hefur völdin. Aukin menntun fólksins í verkalýðshreyfingunni er orðin brýnni nauðsyn en nokkru sinni fyrr; það er forsenda allra athafna, sem leitt geta til þess að hið vinnandi fólk ákveði réttlætið sem þvi ber. Aðeins vel menntuð alþýða skilur að til „réttláts" arðs af vinnu sinni ber henni — ekki aðeins tillöguréttur og atkvæð- isréttur, heldur eignarréttur á framleiðslutækjunum og ráð- in yfir því þjóðfélagi, sem er nauðsynlegt skipulagsform nú- tíma framleiðslu- og lifshátta. Þótt þessi öld hafi liðið svo, að vinnandi fólk á íslandi hafi oft mátt horfa á eftir sigrum sinum og einnig forystuliði i greipar eignastéttarinnar, mun þróunin verða þvi hallkvæm, svo framarlega sem það heldur vöku sinni og lætur engan hugsa fyrir sig. íslenzkt launa- fólk mun ekki þola það öldina út — sizt sú kynslóð sem nú er að risa til starfa — að taka þá „eymd í arf“ að streitast næst- um allan vökutima sinn á gal- eiðu einkagróðans. Það fer mikið af frumkvæðu hugviti forgörðum i landi okk- ar, og það er fyrst og fremst vegna þess, að einkareksturinn heldur andlegri orku launa- fólks i viðjum, með stærilæti, frekju og fégræðgi. Engin þjóð hefur minni efni á slíkum framleiðsluháttum en við íslendingar, sem einungis getum bætt okkur smæðina með þvi að þroska alla okkar krafta til fullra starfa. Stefán Ögmundsson. Gunnar Guttormsson: Nokkrar spurningar um óleyst vandamál Af siðum „viðlesnasta blaðs landsins“ kannast allir við skiptingu þjóðarinnar i „lýð- ræðissinna“ og „kommúnista“. Sameiginlegt hinum fyrr- nefndu er að vera á móti „kommunum", og auðvitað eru svo „kommarnir“ á móti bæði „lýðræðissinnunum“ og „lýð- ræðinu“. Þarna hafa menn sem sagt einfalda og tiltölulega auðskiljanlega skilgreiningu á „stéttaskiptingunni“ í þjóðfé- laginu. — Einhver munur eða „kenningaþrugl kommanna" um eignastéttir og öreiga. — Það er gaman að lifa. — En svo er allt í einu hlaupin snurða á þráðinn: Ekki bara „kommarnir", heldur lika venjulegt fólk og ungt fólk finnur upp á þvi að skyggnast bak við orðin og kanna þann heim, sem að baki þeim býr. Menn taka að huga að þvi, hverju lýðurinn raunverulega ráði á hinum ýmsu sviðum í þjóðfélaginu: i pólitikinni, í menningarlífinu, i skólakerf- inu, og siðast en ekki sizt í at- vinnulífinu. Já, „fyrirtækið mitt“ og „fyrirtækin min“ fá ekki einu sinni að vera óáreitt. Það er farið að tala um at- vinnulýðræði!). — Þvilikt til- ræði við „lýðræðið“! Eitthvað er að Hvað er eiginlega þetta at- vinnulýðræði? Hvers vegna er fólk í hinum títtnefndu lýð- ræðisrikjum Vestur-Evrópu stöðugt að krefjast aukins lýð- ræðis? Já, meira að segja í só- sialísku ríkjunum, svonefndu, eru menn líka að heimta aukið lýðræði. Eru þeir ekki ánægðir með sinn sósíalisma og sin þjóðnýttu fyrirtæki? Getum við hér vestra ekki látið okkur nægja það lýðræði, sem veitir okkur rétt til að kjósa „okkar fulltrúa“ í kjörklefanum fjórða hvert ár — og látið þá svo i friði þegar þeir eru að leysa efnahagsvandann og öll flóknu málin? Nei, menn eru hvergi nærri ánægðir. Það er eitthvað að — eitthvað meira en lítið. Krafan um atvinnulýðræði er m. a. komin fram vegna þess að fulltrúalýðræðið — kjör- klefalýðræðið — útilokar bein áhrif verkafólks á vinnustaðn- um. Vinnustaðurinn, þar sem verkamaðurinn dvelur lengri eða skemmri tima úr ævi sinni, er veigamesta félagseiningin í þjóðfélaginu — næst á eftir fjölskyldunni. Þar starfar fólk í félagi að sköpun þeirra „af- urða“ (hlutkenndra og óhlut- kenndra) sem eru undirstaða allra efnahagslegra hræringa í þjóðfélaginu. í stað þess að lit- ið sé á þessar „afurðir“ sem fé- lagslega eign verkafólksins, og í stað þess að veita þvi um- ráðarétt yfir þeim, þá er það talið samrýmast lýðræði hins kapítalíska þjóðskipulags, að sá réttur sé á höndum svokall- aðra eigenda fyrirtækjanna. Vexkafólkið er svipt stórum hiuta af ávöxtum eigin vinnu, og þannig rofið samhengið milli vinnunnar og lifsafkomu þess. í augum þess er vinnan ekki lengur lifandi sköpunar- starf i órofa tengslum við dag- legt líf þess, heldur leiðinlegt (oft tilgangslítið) og innihalds- snautt brauðstrit. Að breyta tilgangi vinnunnar Markmið atvinnulýðræðis er að breyta þessu inntaki vinn- unnar, fá menn til að hugleiða þá spurningu, „hvort ekki væri hægt að skapa þjóðfélag þar sem sjálft vinnuferlið væri lostug athöfn, þar sem vinnan væri unaður“, eins og Marcuse orðar hana. Hann heldur því fram, „að í auðvaldsþjóðfélag- inu sé vinnan innan sviga í lifi manna. Það sósíalíska þjóð- félag, sem Marcuse væntir, er jafn frábrugðið skriffinnsku- veldi Austur-Evrópuríkja (sem Marcuse metur ekki mikils) og valdasjúku þjóðfélagi Vestur- landa. Verkefnið er að skapa þjóðfélag lýðræðisins jafnt i grundvelli sem yfirbyggingu .....Á Vesturlöndum er lýð- ræðið búið um leið og menn fara til vinnu. í hinu nýja sósí- alíska þjóðfélagi verður unnt að gera vinnuna lýðræðislega og skapa á þann hátt forsendur þess að vinnan veiti mönnum unað í stað áþjánar.“2) Atvinnulýðræði, lýðræði sem einskorðast við vinnustað 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.