Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 33
Samvinnuhreyfingin sem vinnuveitandi og samskipti hennar við verkalýðshreyfinguna leshringastarfsemi þessara fjöldasamtaka er þýðingarmik- ill þáttur lýðræðis í þessum löndum. Það væri að bera í bakka- fullan lækinn að fara að tiunda hér öll þau verkefnasvið, sem þessar hreyfingar gætu sam- einazt um til hagsbóta fyrir alla alþýðu. Sum þeirra hafa verið sett fram, m. a. af forseta ASÍ og forstjóra Sambandsins. Áður en frekara framhald verður á tilraunum til aukins samstarfs, er samt nauðsynlegt að menn geri upp hug sinn um það, hvort þeir raunverulega vilji koma á traustu samstarfi þessara aðila. Þá má ekki held- ur halda áfram að etja þessum hreyfingum saman og skapa þá tilfinningu hjá fjöldanum, að um andstæð öfl sé að ræða. í Noregi gera samtök verka- lýðs og samvinnumanna með sér sérstaka kjarasamninga til þriggja ára i senn. Með þeim skuldbinda samvinnusamtökin sig til að greiða hæstu laun, eins og þau eru á almennum vinnumarkaði hverju sinni, enda geri verkalýðsfélögin aldrei vinnustöðvun hjá sam- vinnufyrirtækjum. Þetta er einungis hægt vegna þess að félagsmenn þessara hreyfinga skoða þær sem bræðrahreyf- ingar, er berjist fyrir sameigin- legum markmiðum eftir ólíkum leiðum. Ekki aðeins til að bæta lífskjör fólksins, heldur líka á breiðara þjóðmálasviði. Þannig nota launþegar í Noregi sam- vinnuhreyfinguna lika sem svipu á aðra atvinnurekendur i landinu við lausn kjaradeilna. Einkafyrirtækin vita glöggt, að hjá samvinnufélögunum verður ekki vinnustöðvun, þótt til verkfalla komi. Þótt slík skipan væri æskileg hér á landi, verður henni ekki komið á nema á undan fari endurmat á stöðu og hlutverki hreyfinganna, og þær leysi þau viðfangsefni, sem brenna á al- menningi. Víðtæk samvinna þessara hreyfinga er sá þjóð- málagrunnur, sem félags- hyggjufólkið í landinu byggir alhliða framfarasókn sína á. Við getum ekki til lengdar beð- ið með þær umbætur, sem hér þarf að gera á nánast öllum sviðum þjóðfélagsins. Við verð- um líka að átta okkur á þvi, að í heimi efnahagsbandalaga og auðhringa, sem í vaxandi mæli munu reyna að ryðjast inn í ís- lenzkt athafnalif, eru einhuga samtök fólksins i landinu eina aflið sem getur hindrað slíka ásælni og tryggt áframhald- andi sjálfstæði þjóðarinnar. Baldur Óskarsson. Júlíus Valdimarsson: Tildrög að stofnun Vinnumála- sambands samvinnufélaganna og tilgangur þess Allt fram til ársins 1951 hafði samvinnuhreyfingin óskipu- lagsbundin samskipti við verkalýðshreyfinguna. Samvinnufélögin sömdu sitt i hverju lagi við verkalýðsfé- lögin á hverjum stað. Eftir því sem árin liðu skapaðist af þess- um ástæðum misræmi í launa- málum starfsfólksins milli hinna einstöku samvinnufélaga og landshluta. Þetta fyrir- komulag og misréttið, sem af þvi leiddi, var bæði samvinnu- félögunum og starfsfólki þeirra í óhag og orsakaði margvísleg vandamál í samskiptum þeirra. Árið 1951 beitti stjórn Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga sér fyrir stofnun samtaka, er koma skyldu skipulagi á launamál samvinnufélaganna. Þann 23. júní sama ár var Vinnumálasamband samvinnu- félaganna stofnað. Tilgangur- inn með stofnun Vinnumála- sambandsins var meðal annars sá, að Vinnumálasambandið kæmi fram fyrir hönd sam- vinnufélaganna sem samnings- aðili um kaup og kjör gagnvart verkalýðsfélögum landsins og heildarsamtökum þeirra. Enn- fremur skyldi Vinnumálasam- bandið vinna að því að sam- ræma launakjörin hjá sam- vinnufélögunum og marka sameiginlega stefnu í launa- málum samvinnufélaganna. Stjórn Vinnumálasambands- ins er skipuð fjórum kaupfé- lagsstjórum, sínum úr hverjum landsfjórðungi, en formaður og varaformaður eru úr hópi framkvæmdastjóra Sambands íslenzkra samvinnufélaga. í Vinnumálasambandið geta gengið Samband ísl. samvinnu- félaga og samvinnufélög innan þess, svo og öll þau félög eða fyrirtæki sem þessir aðilar eiga að meirihluta. Ég mun nú setja fram nokk- ur þankabrot um samvinnu- hreyfinguna og verkalýðsmál- in. Vil ég taka það fram hér í upphafi, að þau viðhorf, sem í grein þessari koma fram, eru mín persónulegu sjónarmið, en ekki sett fram i nafni neinnar stofnunar eða samtaka. Hin tvíþætta staða Þegar rætt er um stöðu sam- vinnuhreyfingarinnar sem vinnuveitanda, kemur fljótt að vandkvæðum, sem felast í hinni tvíþættu stöðu hennar: Jafnframt þvi að vera vinnu- veitendur eru samvinnufélögin samtök almennings i landinu með það markmið að bæta hag félagsmanna sinna, sem gjarna eru jafnframt félagar i hinum ýmsu stéttarfélögum innan verkalýðshreyfingarinnar. Samvinnufélögin hafa ekki gróðann að markmiði eins og einkareksturinn, heldur er honum, ef um hann er að ræða, skipt milli félagsmanna i hlut- falli við viðskipti þeirra við samvinnufélögin. Það er því af ýmsum talið, að samvinnuhreyfingin geti ekki með góðu móti fylkt sér i raðir vinnuveitenda úr einkarekstr- inum og tileinkað sér einhliða stöðu og sjónarmið þeirra, þar eð samvinnuhreyfingin hafi annars konar meginmarkmið en annar atvinnurekstur á hin- um almenna vinnumarkaði. Að hinu leytinu er það stað- reynd, að samvinnufélögin hafa með höndum atvinnu- rekstur og ráða til sín starfs- fólk í flestum greinum at- vinnurekstrar hér á landi. Samvinnufélögin eru því knúin til þess út frá rekstrarlegu sjónarmiði að marka ákveðna stefnu í launamálum starfs- fólks, ekki sízt með tilliti til þeirrar samkeppni sem fyrir- tæki samvinnuhreyfingarinnar þurfa að heyja við annan at- vinnurekstur í landinu á inn- lendum og erlendum vettvangi. Ekki fer hjá því, að þegar ágreiningur verður um launa- kjör við stéttarfélög þau, sem starfsfólk samvinnufélaganna er félagsbundið í, þá er þar um að ræða viðkvæmt vandamál og erfitt viðureignar. Sam- vinnufélögin eiga þar oft að miklu leyti i skiptum við sina eigin félagsmenn, þannig að ef ekki er fyrir hendi skilningur félagsmanna á þeirri baráttu, sem samvinnufélögin verða að heyja fyrir tilveru sinni innan hins stjórnskipaða ramma og í samkeppni við annan atvinnu- rekstur i landinu, þá er hætt við að innviðuiinn fúni og að félagsmenn samvinnufélag- anna standi ekki þann vörð um samvinnufélögin, sem er óhjá- kvæmileg forsenda þess, að samtakamáttur og samvinna verði annað en hugmynda- fræðin ein. Nú kynni einhver að spyrja: „Já, en hvers vegna i ósköpun- um ætti félagsfólkið i sam- vinnuhreyfingunni að standa vörð um samvinnufélögin, ef þau eru á öndverðum meiði við stéttarfélög þess og neita að greiða hærra kaup en greitt er í einkarekstrinum?“ Þessu vildi ég svara þannig: Að mínum dómi fer varla hjá því, að þeir menn, sem á annað borð fylgja samvinnustefnunni og líta svo á að hún hafi þýð- ingaimiklu hlutveiki að gegna í okkar atvinnulífi, séu þess sinnis vegna þeirrar grund- vallarstefnu og markmiða sem tilvera samvinnuhreyfingar- innar byggist á hér á landi og í fjölmörgum þjóðlöndum öðr- um, að bæta beri kjör félags- manna á viðskiptasviðinu, út- deila hagnaði af rekstrinum til félagsmanna, ef um hann er að ræða, í hlutfalli við viðskipti þeirra við samvinnufélögin o. s. frv. Svo og vegna þess sam- takamáttar og margvíslegra möguleika sem samvinna og samvinnurekstur býður upp á í atvinnulífi landsmanna eins og saga síðustu áratuga hefur fært sönnur á. Samstarf samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfingar Samvinnuhreyfingin og verkalýðshieyfingin eru skyld- ar hreyfingar, þar sem er sam- eiginlegur tilgangur beggja að bæta kjör almennings í land- inu. Hins vegar eru hlutverkin tvenns konar. Verkalýðshreyf- ingin vinnur að kjarabótum i formi hærri launa. Samvinnu- hreyfingin leitast við að drýgja tekjur hins vinnandi fólks með bættum viðskiptakjörum. Stóra spurningin er hins vegar: Geta þessar tvær skyldu hreyfingar starfað saman, og hvaða kröfur geta þær gert hvor til annarrar í því sam- bandi? Þessu svara ég þannig: Samvinnuhreyfingin á þær kröfur á hendur verkalýðs- hreyfingunni, að hún sýni því skilning að fyrirtæki innan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.