Samvinnan - 01.10.1970, Blaðsíða 48
Halldór Sigurðsson:
Kynþáttaátök í
sunnanveröri Afríku II:
EOFIN AFRÍKA -
SUNDRAÐ
ALMENNINGSÁLIT
„Stjórnmálaástandið, sem einkennir sunnanverða Afríku, ógn-
ar gervöllu samfélagi þjóðanna“. Þannig var komizt að orði ný-
lega í bandaríska tímaritinu Foreign Affairs. Forseti Zambíu, dr.
Kenneth Kaúnda, tjáði mér, að kynþáttaátökin, sem þegar
hefðu beint eða óbeint flækt allmörg lönd í net sitt, bæði í sunn-
anverðri álfunni og um miðbik hennar, gætu auðveldlega þróazt
í „eitthvað meira en Víetnam“.
Slíkar yfirlýsingar kunna að þykja ýkjukenndar. Kannski eru
þær ýktar — úr þvi fær timinn einn skorið. Harðnandi átök milli
„Svörtu Afríku“ og „Hvita möndulsins“ (Suður-Afriku, Ródesiu
og portúgöisku nýlendnanna Angóla og Mózambik) eru þegar
orðin svo viðtæk og alvarleg, að æ fleiri ríki eru þvinguð til að
gera upp við sig, hvorumegin þau standa.
Sviþjóð, sem er tengd Portúgal í EFTA, er þegar farin að senda
lítilsháttar „m.annúðarhj álp“ til uppreisnarmanna i Mózambik;
á liðnu ári nam sú hjálp 140.000 dollurum. En einsog Torsten
Nilsson utanríkisráðherra Svia sagði i desember 1968, veitir
slík hjálp byltingarhreyfingunum „aukið svigrúm til að halda
áfram baráttunni fyrir frelsi þjóða sinna.“
Það kemur kannski meir á óvart, að Danmörk og Noregur, sem
eru tengd Portúgal bæði i EFTA og NATO, skuli hafa fetað i fót-
spor Svíþjóðar. Aukþess hefur Danmörk lýst sig fúsa til að veita
leiðtogum þjóðfrelsishreyfinganna í Angóla, Mózambik og Portú-
gölsku Guíneu frekari hjálp, ef þörf gerist. Danska rikisstjórnin,
sem er einsog kunnugt er samsteypustjórn hægri- og miðflokka,
hefur lýst yfir þvi, að skuldbindingar hennar gagnvart Atlants-
hafsbandalaginu nái ekki lengra en suður að hvarfbaugi. Portú-
galar hafa þegar um 160.000 manna lið undir vopnum i nýlendu-
styrjöldunum í Afríku (dr. Marcello Caetano, forsætisráðherra
Portúgals, nefndi nýlega 130.000 manna lið, en sú tala er án efa
of lág).
Hingaðtil eru Sviþjóð, Noregur og Danmörk einu Evrópurikin
sem hafa tekið opinbera afstöðu gegn Hvíta möndlinum. Aðrar
þjóðir álfunnar virðast vera annað tveggja ruglaðar eða áhuga-
lausar um „hinar gleymdu styrjaldir“ i sunnanverðri Afriku.
Því er hinsvegar ekki til að dreifa um þeldökku þjóðirnar fyrir
norðan Zambesi-fljótið. Meðal þeirra er Zambía.
Stjórnin í Zambíu hjálpar ekki einungis flóttamönnum, heldur
veitir fulltingi sitt hinum ýmsu skæruliða- og frelsishreyfingum
sem berjast gegn nýlendustjórnunum i Angóla og Mózambik,
gegn Suðvestur-Afriku, Suður-Afriku og Ródesíu. Til er jafnvel
„Þjóðfrelsismiðstöð“ í hjarta Lúsaka-borgar, sem samanstendur
af nokkrum bröggum fyrir skrifstofur og fundarsali. Á dyrunum
má sjá nöfn hinna ýmsu þjóðfrelsishreyfinga máluð snotrum
stöfum. Nöfnin fylla heila tylft.
En Kaúnda forseti Zambíu neitar því, að stjórn hans veiti upp-
reisnarmönnum aðra aðstoð en þá að leyfa þeim að hafa aðsetur
í Þjóðfrelsismiðstöðinni og gera þar lævíslegar áætlanir. Við get-
um auðvitað dregið okkar eigin ályktanir, en ljóst er að án
þegjandi stuðnings Zambiu-stjórnar gætu uppreisnarmenn ekki
haldið uppi þjálfunarstöðvum i Zambíu, þaðan sem þeir gera
skyndiárásir á nálæg landsvæði. Það er opinbert leyndarmál hvar
þessar þjálfunarstöðvar liggja.
Kaúnda forseti fer ekki i launkofa með samúð sína með upp-
reisnarmönnum, en hann getur ekki verið of opinskár urn þessi
efni, vegna þess að Portúgalar ráða yfir járnbrautinni frá hinum
afarmikilvægu koparnámum i Zambíu til hafnarborgarinnar
Benguela i Angóla. Þegar fámenn skæruliðahreyfing i Angóla,
sem kallast UNITA, vann skemmdarverk á járnbrautinni, var
leiðtogi hennar, Jósef Savimbi, geröur brottrækur frá Zambiu.
(Hann hefst nú við i Kaíró). Unnin voru skemmdarverk á járn-
brautinni i maí í fyrra, og þá var hún óvirk í nokkrar vikur.
Nokkru síðar unnu portúgalskar árásarsveitir skemmdarverk á
Lúangúa-brúnni, nokkra kilómetra frá landamærum Mózambik,
og stöðvuðu þannig olíuflutninga til Zarnbíu um Beira og Malawi
i eina tíu daga.
Það er þessi brýna þörf Zambiu á aðgangi að hafinu sem
þvingar ríkisstjórnina til að veita uppreisnarmönnum ekki virk-
an stuðning. En gerð hefur verið áætlun um að leggja járnbraut
frá Zambiu um Tanzaníu til Indlandshafs. Kina mun sennilega
taka verkið að sér, þvi vestrænar þjóðir hafa ekki sýnt þvi neinn
áhuga. Þegar eru nokkur hundruð kinverskir tæknifræðingar
komnir til Tanzaniu. Fyrir hálfu öðru ári var þvi lýst yfir i neðri
málstofu brezka þingsins, að hér væri um að ræða stórfelldan
straum Kínverja inní sunnanverða Afriku um Dar-es-Salaam.
46