Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 14
tala um núna. Ég ætla enn að vera athafnasamur þá og taka þátt í því sem heillar mig. Ég hlakka semsagt óskaplega mikið til að verða gamall. Þorbjörn: Ég er svartsýnn. Ég held ég geti litið sagt af sjálfum mér árið 2000, hef semsé engar draumsýnir fyrir sjálfan mig, nema hvað ég geri frekar ráð fyr- ir að verða á lífi og ekki einusinni kominn á eftir- laun. Ég verð líklega við kennslu einsog ég er þegar byrjaður á. En ég held að líf mitt muni ráðast mjög mikið af umhverfinu, og umhverfið verður miklu víð- ara en það er núna. íslend- ingar verða þá, held ég, al- veg hættir að telja sér trú um að þeir séu sjálfstæð þjóð einsog þeir virðast gera núna, og alþjóðleg vanda- mál verða miklu nærgöng- ulli við okkur. Það þýðir ekkert að ímynda sér að við getum verið einhverskonar lokaður heimur þar sem við fáum að rækta okkar garð án áreitni annarra. Þá verða aðrar þjóðir áreiðan- lega komnar inná gafl hjá okkur, til dæmis þróunar- löndin öll. Þau munu heimta meira af hagvextinum sem minnzt var á. Ætli hagvöxt- urinn minnki ekki eftir því sem á líður? Mér skilst hann sé örastur meðan lönd eru að þróast, en síðan geti hann minnkað og jafnvel staðnað. En hvernig sem það verður, þá fáum við ekki að hafa okkar fram- leiðslu í friði. Það verða talsvert mörg hundruð milljónir manna sem munu heimta sinn hlut i vextin- um, og það mun hafa mjög mikil áhrif á allt okkar líf. Erfitt er að segja hvort við verðum hamingjusamari eða ekki, en hér er lika spurn- ing um það sem áður var vikið að, hvort við verðum orðin hörð gagnvart öðrum eða höfum tileinkað okkur gerólíkan hugsunarhátt. Bjarni Bragi: Ég hef átt mér persónulegan draum fyrir árið 2000 sem er einsog skáldið sagði blik af draumi þjóðarinnar. Þá munum við koma saman á Þingvöllum og minnast þess að 1000 ár verða liðin síðan íslending- ar báru gæfu til að leysa ákveðið þjóðfélagsvandamál og samvizkuvandamál með farsælli hætti en flestir aðr- ir. Það merkilega er, að líf flestra okkar hér spannar merkilegar stiklur í þroska- ferli þjóðarinnar: ég tók þátt i Alþingishátiðinni 1930, þá aðeins 2 ára, og man lítið eða ekkert af því; ég stofnaði lýðveldi á Þingvöll- um 1944; við munum sjálf- sagt minnast upphafs fs- landsbyggðar eftir rúm þrjú ár; og árið 2000 finnst mér að mörgu leyti skemmtileg- asta tilefnið. Minn draumur hefur verið að fá að standa á barmi Almannagjár og rekja reynslu þjóðarinnar frá þessum áfanga fyrir 1000 árum. Ég hef þá trú að við munum nota þessa 3 áratugi nokkuð vel, ef við fáum ytri frið til þess, og munum halda áfram á þeirri braut sem við mörkuðum fyrir 1000 árum, að gefa góð fordæmi í samskiptum milli samfélagshópanna. Ég held að við munum komast nokk- uð langt í að leysa þær hug- myndafræðilegu flækjur og þá hagsmunaárekstra sem menn telja að ríki innan þjóðfélagsins, og ég held að við munum hafa þróað að- ferðir til að leysa ekki deilu- mál með hörðum átökum, heldur munum hafa fundið hagfélagslega tækni til sátta. Við erum náttúrlega minnt á bölspár Nostradam- usar rétt fyrir árið 2000, og ég verð að taka undir það sem fram hefur komið hér áður, að það versta við nú- tímann er það, að fyrir dyr- um er svo mikil breytinga- vá, að við vitum ekki hvað snýr upp eða niður á lífs- gildunum eða erum ekki eins viss og fólk hefur verið áður um framhaldstilveru. Geir: Persónulega held ég að sú vitundarbreyting mannkynsins haldi áfram, sem nú bólar á, og að það verði talin róttækasta breyt- ing næstu 30 ára. Vitund mannsins á eftir að breytast og verða miklu stærri. Það er ekki nema örlítill hluti af heilabúinu sem við notum, og kannski eigum við 90% af því ónotuð ennþá. Þegar við notum meira af því, munum við fara að skynja fleiri víddir í félagslegum samskiptum, til að rækta með okkur innsæi og aðrar tegundir hugsunar sem ekki er gefinn neinn gaumur í hefðbundnu menntakerfi samtímans. Þannig munu samfélagshættir breytast mjög mikið, afþvi fólk hef- ur öðru ísi skynjun og skynjar f'eiri víddir. Og þessar b:e‘tingar eru þegar orðnar augljósar meðal unga fólksins sem núna er að vaxa upp. Fólksfjölgun Margrét: Árið 2000 verða ís- lendingar 215.000 talsins. Það lítur kannski ekki vel út fyrir sumum. Á síðasta ári fjölgaði íslendingum um rúmlega 900 manns. Við erum búin að fá inn fólksfjölgunina sem við fá- um af minnkandi ungbarna- dauða; hann lækkar ekki meira en hann hefur þegar gert, því það er alltaf viss fjöldi fæddra barna sem getur ekki lifað. Pillan er ekki komin inn að öliu leyti; hún hefur dregið úr fólksfjölgun og á enn eftir að gera það. Barneignum mun enn fækka, sérstaklega hjá mjög ungum mæðrum. Pillan verður notuð einsog nú eða i einhverj - um svipuðum formum, það er óyggjandi. Síðan höfum við gamla fólkið, sem komið er yfir 65 ára aldur. Þetta er afgang- urinn af þjóð, sem bjó í sveit- um og bjó við mikið af sjúk- dómum og lélegt viðurværi. Mér er því nær að halda að þetta hafi verið úrval náttúr- unnar úr þeim hópi sem fædd- ist fyrir 65 árum eða fyrr. Þetta fólk verður ákaflega gamalt og hefur fengið æ betri læknis- hjálp, þannig að tekizt hefur að lengja líf þess meir en víð- ast gerist með þennan aldurs- flokk. En síðan eigum við eftir að fá inn þætti eins og áhrif óholls umhverfis í borgum og bæjum, afleiðingar streitunnar sem lögð hefur verið á okkur undanfarinn áratug af stjórn- völdum landsins, meðal annars með því að halda launum langt fyrir neðan það sem nauðsyn- legt er til lífsviðurværis með eðlilegum vinnutíma. Þetta mun lækka meðalaldur íslend- inga um 10 ár i yngri fullorðn- um aldursflokkum, en það kemur ekki fram fyrr en á milli sextugs og sjötugs, þ. e. a. s. um það leyti sem árið 2000 rennur upp. Síðan eigum við eftir að fá aðra umhverfisóhollustu inn, einsog mengað andrúmsloft, miklar sígarettureykingar hjá ungu fólki, sem eru óþekktar hjá fólki í elztu árgöngum, og summan af því öllu verður mik- ið hækkuð dánartala, með því að fæðingartala lækkar og ungbarnadauði helzt óbreyttur. Fólksfjölgun verður því að meðaltali um 500 manns á ári. Bjarni Bragi: Það er ekkert að marka reynslu ársins í fyrra, vegna þess að þá voru flutn- ingatilfærslur miklar, og senni- lega er mikið af þeim skráning frá fyrri árum. Hinsvegar er mjög líklegt að við munum fylgja svipuðu fæðingarmynstri og aðrar þjóðir, sem hafa lækkað fæðingartöluna, og við í Efnahagsstofnuninni höfum gert spá með hliðsjón af því. Fjölgunin hér var um 2% á ári um nokkuð langt tímabil. Nú er hún komin niðrí u. þ. b. 1,4—1,5%. Með þvi að spá því að við fylgjum mynstri Norður- landaþjóðanna, t. d. Dana, sem eru komnir nokkuð langt í þessu, þá yrði fjölgunin framtil 1985 kringum 1,4%, og þá yrðu íslendingar 255.000. Ekki er ó- liklegt að fjölgunin muni hægj- ast á árunum 1985 til 2000, en með svipuðu áframhaldi, sem ekki er óhugsandi, yrði íbúa- fjöldinn um eða yfir 300.000, kannski 310.000. En þegar við tölum um sjálfa fólksfjölgun- ina, er það að sjálfsögðu líka háð innflytjendastefnu, og það er alls ekki ólíklegt að við mun- um draga þá ályktun að nauð- synlegt sé að láta innflytjend- ur seytla hér inn í því magni sem við ráðum við að taka á móti og innbyrða og aðlaga þjóðfélaginu, og þessvegna tel ég ekki líklegt að mannfjölgun hérlendis fari mikið niður fyrir 1% á ári. Hildur: Ég hjó þarna eftir hug- takinu „eðlileg fólksfjölgun“. Eina eðlilega fólksfjölgunin sem getur átt sér stað hlýtur að vera sú, þegar kona er frjáls að því, hvort hún á barn eða ekki, og það á ákaflega langt í land hérlendis. Eins þegar við tölum um fæðingarmynstur, þá er í raun og veru verið að tala um, að hve miklu leyti kona hefur aðgang að upplýsingum um takmörkun barneigna og tækifæri til að mynda sér sjálf- stæðar skoðanir og persónulega 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.