Samvinnan - 01.04.1971, Qupperneq 10
Framtlðarrannsóknir og fram-
tíðarfræði eru meðal þeirra
fyrirbæra sem mjög eru í
tízku um þessar mundir, enda mun flestum skynbærum mönnum orðið
Ijóst, að ekki sé einasta æskilegt að velta fyrir sér framtiðarhorfum, held-
ur beri brýna félagslega og efnahagslega nauðsyn til að gera sér sem allra
gleggsta grein fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem hugsanlegir eru, I
þvf skyni að reyna að hafa jákvæð áhrif á þróunina, beina henni í heþpi-
lega farvegi, ef þess er nokkur kostur.
Þó eiginlegar framtíðarrannsóknir hafi ekki verið stundaðar hérlendis,
hefur áhrifa þeirra gætt beint og óbeint i ýmsum aðgerðum og fram-
kvæmdum. Má þar sem dæmi nefna skipulagningu ýmissa byggðarlaga
(sbr. 4. tbl. Samvinnunnar 1970) og aðgerðarannsóknir í sildariðnaði og
sildveiðum (sbr. 9. tbl. Samvinnunnar 1967). Einsog svo margt annað,
sem til heilla hefur horft, áttu framtíðarrannsóknir upptök sin í seinni
heimsstyrjöld, þó leitt sé um að hugsa. Frakkar urðu fyrstir þjóða til að
taka þær upp á vegum hins opinbera á friðartímum, og á siðustu árum
hafa þær mjög rutt sér til rúms í Bandarikjunum og víðar.
Einsog gefur að skilja eru framtíðarrannsóknir ekki annað en aðferð
til að kanna 'hugsanlega framtíðarkosti. Þær bjóða ekki uppá neinar
patentlausnir vandamála, óyggjandi spásagnireða annað i þeim dúr, held-
ur hjálpa mönnum til að koma auga á möguleikana sem fyrir hendi eru
og benda á leiðir til að ná æskilegum markmiðum. Segja má að einn
þáttur raunvlsinda hafi ævinlega verið bundlnn framtíðarhorfum, en nú
er svo komið að hag- og félagsvisindi sjá sig knúin til að taka f ört
vaxandi mæii mið af framtíðarkostum. Mannlegt samfélag á eftir að
breytast svo stórkostiega á næstu áratugum, að það er orðin líffræði-
leg nauðsyn að búa ungt fólk undir æviferil, sem verður háður sífeildum
og æ örari breytingum. Þessa vitneskju verður að veita ungu fólki ein-
faldlega til að koma í veg fyrir alvarleg taugaáföli sem hinar miklu og
öru breytingar mundu að öðrum kosti valda.
Til að fá sem sannasta og raunhæfasta mynd af framtíðarþróuninni
er að sjálfsögðu mikilsvert að taka sem allra flesta drætti með í myndina,
og það verður aðeins gert með þvi að kveðja til sérfróða menn á sem
flestum sviðum. Jafnvel þegar um er að ræða afmörkuð svið, er nauð-
synlegt að hafa heildarmyndina í huga; að öðrum kosti geta framtíðar-
áætlanir orðið óraunhæfar og ónýtar. Gott dæmi um það eru efnahags-
áætlanir Indverja, sem jafnan hafa farið í vaskinn, einfaldlega vegna
þess að ráðamönnum láðist að taka sálfræðilegu þættina með í reikn-
inginn. Svipað má segja um skipulagningu háskólanáms hérlendis og
víðar; þar gleymist einatt að taka með í reikninginn þann nýja heim sem
orðið hefur til á síðustu áratugum, þannig að þessar æðstu mennta-
stofnanir eru gjarna einsog fornminjasöfn.
Þegar afráðið var að taka framtíðarhorfur íslands og (slendinga til
meðferðar i Samvinnunni, var horfið að þvf ráði að hafa umræðurnar i
formi hringborðssamtals, en ekki greinaflokks. Jafnframt var reynt að
fá til menn af ólíkum sviðum vísinda og tækni, þannig að „framtíðar-
könnunin" yrði sem nákvæmust og raunhæfust. Vitanlega hefði verið
æskiiegt að fá menn af miklu fleiri sviðum, en augljóst var að bæði
hefði umræðuhópurinn orðið alltof stór með þvi móti (hann var raunar
helzti stór einsog hann var), og eins hefði orðið torveldara að ræða
þessi mál við fólk sem ekki hafði velt þeim fyrir sér eða lesið það
sem helzt er skrifað nú um framtíðarfræði. Niðurstaðan varð því sú,
að „sérfræðingarnir" voru kvaddir til þessarar fyrstu tiiraunar, en vitan-
lega hafa þeir alls ekki sagt siðasta orðið um þessi mál, og því eru
það eindregin tiimæli til lesenda að þeir sendi Samvinnunni sín sjónar-
mið, annaðhvort í formi lesendabréfa eða greina, sem við munum birta
með glöðu geði. Væri fróðlegt að fá bæði viðbrögð lesenda við þeirri
umræðu sem hér er birt og eins þeirra eigin hugmyndir um framtíðar-
þróunina hérlendis næstu þrjá áratugi. Þó víða sé komið við i umræðunni
hér á eftir, hefur eflaust margt gleymzt, sem ástæða hefði verið til að
fjalla um, og annað tekið mjög léttum tökum, þannig að tilefni tii
frekari umræðu ættu að vera ærin.
Vera má að einhverjir lesendur hefðu viljað fá helztu niðurstöður
umræðunnar dregnar saman í stutta og aðgengilega greinargerð, en því
verður varla komið við, svo nokkurt vit sé i, vegna þess hve margslungin
og sundurleit mál eru tekin til umræðu. I stórum dráttum má segja, að
tvær gagnólíkar framtíðarmyndir hafi verið dregnar upp. Annarsvegar
voru raunvísindamennirnir í hópnum og þeir sem yngri voru, en hins-
vegar embættismennirnir og fulltrúar ráðandi afla f þóðfélaginu. Fyrr-
nefndi hópurinn var til muna bölsýnni, bæði að því er varðaði umhverfis-
vandamálin og lausn þjóðfélagsmála yfirleitt, en seinni hópurinn var
ákaflega bjartsýnn og gerði sér vonir um að tæknin mundi leysa allan
vanda. Hitt var samt eftirtektarvert, að bjartsýnismennirnir gerðu sér
fyllri grein fyrir því en búast hefði mátt við, að lifsþægindagræðgin og
andlaus efnishyggjan, sem tröllriðið hafa íslenzku þjóðfélagi eftir seinni
heimsstyrjöld, mundu verða að lúta í lægra haldi fyrir manneskjulegri
og mannúðlegri lífsháttum og lífsviðhorfum.
Ég hygg að heppilegast sé, að hver lesandi dragi sínar eigin ályktanir
af þvi, sem fram kemur í umræðunni, og dragi upp fyrir sjálfan sig myndir
úr því púsluspili sem þessi samtalsbrot eru. Ekki er óliklegt að gera
megi fleiri en tvær framtiðarmyndir úr þeim. Hvað sem þvi liður, verður
fróðlegt að heyra dóm lesenda um þessa tilraun, hvort hún hafi að ein-
hverju leyti náð þeim tilgangi að vekja til ferskrar umhugsunar um aðkall-
andi mál, hvar þurfi helzt um að bæta ef lagt verður útí svipaða tilraun
siðarmeir, og hvar sé að finna helztu annmarkana á þessu umræðuformi.
Ætlunin var að gera aðra áþekka tilraun, að vísu mun umfangsminni,
seinna á þessu ári, en það fer semsagt eftir undirtektum lesenda, hvort
af því verður. í næsta hefti birtist hinsvegar greinaflokkur um skólamál
strjálbýlisins, þar sem kennarar, bændur og bústýrur úr öllum lands-
fjórðungum lýsa ástandinu í skólamálum strjálbýlisins einsog það er nú
og bera fram tillögur til úrbóta. s-a-m