Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 23
Dr. Jónas Bjarnason, Geir Vilhjálmsson, Þorbjörn Broddason og Mar- grét Guðnadóttir. Steingrímur: En hafa banda- rísku vísindamennirnir, sem fengizt hafa við þetta, ekki haldið því fram, að skammt væri að bíða þess, að hægt væri að framkvæma slikar aðgerðir á mönnum? Þeir hafa raunar varað mjög við þessum mögu- leika. Ágúst: Við mundum fá svo mikið af vanskapningum. Jónas: Mér finnst mjög ósenni- legt, að í náinni framtíð verði hægt að breyta mannskepn- unni í ákveðna átt, setja hana í tiltekinn farveg, þó kannski sé hægt að koma til leiðar ein- hverjum breytingum á henni. Steingrímur: Það er hægt að breyta hugsun hennar. Hildur: En hver á að breyta hugsuninni? Sigurður: Já, það er einmitt spurningin, hver mundi þora að stíga slíkt skref? Ég held til dæmis að venjulegur heilbrigð- ur maður, ekki sízt ef hann á börn, mundi aldrei láta sér til hugar koma að gera slíkar til- raunir. Steingrímur: Það gæti verið einhver einræðisherra sem teldi sér hag að því. Sigurður: Mundu þá ekki vís- indamennirnir gera uppreisn? Steingrímur: Mætti ekki hugsa sér, að þetta yrði gert í nafni einhvers isma, einhverrar „hugsjónar"? Margrét: Ég held það sé miklu nærtækara að breyta erfðum með lyfjum og geislun og öðru slíku. Auðvitað væri hægt að læðast aftanað fólki og gera þetta. Það er alltaf viss fjöldi af stökkbreytingum í náttúr- unni, og það er hægt að verka á þær með þessum hætti, ef einhver hefur sérstaka löngun til þess. Sigurður: Þá áttu við í styrjöld? Gegn fjandmönnum? Margrét: Ekki endilega í styrj- öld. Það er hægt að læðast aft- anað fólki og gera þetta hvar sem er. Þorbjörn: Hafa smágeislatæki í mjólkurbúðum? Sigurður: En þegar enginn veit um afleiðingarnar, hversvegna skyldu menn þá leggja útí slíka óvissu? Margrét: Ja, þær eru þekktar að sumu leyti. Það geta komið fram ákveðnir varanlegir skað- ar, sem vitað er um. Þorbjörn: Ég held að þróun rafreiknitækninnar geti haft gífurleg áhrif á einstaklingana á næstu áratugum. Það er talað um að smávaxið fólk komist ekki inni strætisvagna, en með hjálp tölvunnar verður unnt að taka tillit til allskonar ein- staklingsbundinna þátta og „sérvizku". Ég held að lausnin verði sú, ef vel gengur, og nú fer ég að tala einsog bjartsýnis- maður, að þá muni einstakling- arnir verða miklu frjálsari á næstu áratugum, með hjálp tölvunnar, heldur en þeir hafa verið hingaðtil. Við losnum af færiböndum, en fáum í staðinn einstakar þrautir sem tölvan leysir fyrir okkur, og við lærum að hugsa með þessum nýju vél- um. Geir: Má ég leiða hugann að annarri tækni, sem er skyld þessari? Það er sú tækni sem felst í lyfjum, sem eru mjög mikið notuð. Ef við tökum dæmi, þá hafa milljónir ungs fólks í Bandarikjunum gert til- raunir með mjög sterk efni, sem hafa áhrif á sálarlífið, til dæmis LSD og í miklu meira mæli náttúrlega marihuana. Ef þessi tílhneiging heldur áfram að segja til sín, og þeim efnum fjölgar stöðugt sem hafa áhrif á vitundina og leysa úr læðingi ýmsa hluti þar, hvað getum við þá séð fyrir árið 2000? Margrét: Ég held að þetta sé einhver óhugnanlegasta breyt- ing sem orðið gæti. Ábyrgðartilfinning Bjarni Bragi: Er hægt að hugsa sér lyf sem hafi áhrif til auk- innar ábyrgðartilfinningar? Þorbjörn: Það stefnir allt í hina áttina. Bjarni Bragi: Já, nú er talað um, að unga fólkið reyni að losna. Ég verð nú að segja, að einsog vandamálið er í dag, einsog maður sér að minnsta- kosti á mörgum stúlkum núna hæfilega löngum tíma eftir Verzlunarmannahelgina, þá held ég að skortur á ábyrgðar- tilfinningu og sjálfsaga sé mjög mikill. Hildur: Eru það endilega stúlk- urnar? Bjarni Bragi: Maður sér það á þeim. Sigurður: Þá er eftir að skil- greina ábyrgðartilfinninguna. Telst það til dæmis ekki til ábyrgðartilfinningar að hafa mjög sterka samkennd með ná- unganum eða með heiminum öllum, jafnvel svo sterka að úr verði nýir einstaklingar? Mér skilst líka að hassneyzla veki þessa samkennd. Getur hún ekki verið jafngóð og sú á- byrgðartilfinning sem varnar því að menn lendi á fyllirii eða í bólinu hjá náunganum? Steingrímur: Þá er þjóðfélagið sett úr jafnvægi. Bjarni Bragi: Engin ábyrgðar- tilfinnnig er góð nema hún sé jafnvaranleg gagnvart þeim sem vaktar eru vonir hjá. Hildur: Varst þú ekki að tala um aukinn hagvöxt og aukinn fólksfjölda i ákaflega miklum bjartsýnistón? Nú snýrðu alltí- einu við blaðinu, og þá kalla ég til ábyrgðar þá sem eiga að sjá um, að stúlkur geti á sómasam- legan hátt alið upþ sín börn, komið þeim á barnaheimili og svo framvegis, vegna þess að þar er ábyrgðartilfinningu ábótavant. Bjarni Bragi: Það er enginn vandi að hafa þá ábyrgðartil- finningu, sem ber það með sér, að tekið sé við börnum á barnaheimili, síðan leikskóla, síðan barnaskóla og svo fram- vegis, og það eina sem einstakl- ingurinn þurfi að gera sé að komast í einhverja vímu, búa til nýjan einstakling, og síðan eigi einhver skepna sem heitir þjóðfélag að taka við honum. Ég er að tala um, hvort hægt sé að innprenta með lyfjum eða öðrum breytingum æskunni á- byrgðartilfinningu sem nær lengra en þetta. Hildur: Það er þjóðfélagið sem skortir ábyrgðartilfinningu gagnvart einstaklingum, sem eru þjóðfélagsþegnar um leið og þeir fæðast. Bjarni Bragi: Þjóðfélagið er alltaf að puða. Margrét: Þjóðfélagið tekur við einstaklingnum, hvort sem fólki likar betur eða verr, og það er ekki endilega víst að áhrifin, sem hann verður fyrir, þurfi að vera áhrifin sem þjóð- félagið hefur á hann. Sigurður: Og við göngum úti hjónabönd af sama ábyrgðar- leysi og unga fólkið skemmtir sér um Verzlunarmannahelg- ina. Maður veit aldrei hvað úr því verður eða hvort maður er gæddur þessu stöðuglyndi sem auglýst var eftir hér áðan. Steingrímur: En er ekki þessi þjóðfélagsskepna saman sett af einstaklingum, þannig að hún hafi því meiri ábyrgðartilfinn- ingu sem hver einstaklingur hefur meiri ábyrgðartilfinn- ingu? Geir: Á ensku er orðið yfir ábyrgð, responsibility, dregið af response, andsvar. Ábyrgðartil- finning er raunverulega það að skynja eitthvað og bregðast við því. Þá komum við að þessu: ef það er eitthvað sem við erum tilfinningalega lokuð fyrir, ef við erum með bældar tilfinning- ar, ef við skynjum til að mynda ekki það sem við erum að gera einsog til dæmis sprengjuflug- maðurinn sem styður á hnapp og tortímir hundruðum þús- unda mannslífa, eða tækni- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.