Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 57
heimsins stærsti talkór upp raust sína og fer með „Sjö boðorð Matsúsjíta": 1. Þjóðleg framför og blómgun vegna iðnaðarins. 2. Hreinskiptið og heiðarlegt háttarlag. 3. Samvinna og örugg eining. 4. Iðni og framför. 5. Kurteisi og lítillæti. 6. Samhæfing og aðlögun. 7. Þakklæti og endurgjald. Eftir þessi „Ljóðaljóð skyldunnar", sem minna Vesturlandabúann einna helzt á skátamessu i zenbúddískri umgerð, geng- ur einn fulltrúi hvers hóps fram og snýr sér að félögum sínum. Honum er ætlað að segja eitthvað uppbyggilegt áður en vinnan hefst, til dæmis hvetja til ferskr- ar hugsunar eða fara með lærdómsríka dæmisögu, sem einatt er í næsta litlum tengslum við verksmiðjuna og verkefni dagsins. Hvað um það, þetta er föst hefð, sem er helguð af langri venju og engum kemur til hugar að breyta. Þessi undirbúningur dagsins tekur ekki nema fimm til tíu mínútur, og síðan dreifast hóparnir i einu vettfangi að færiböndum og vinnuborðum, og allt er í fullum gangi. Að kvöldi áður en starfsfólkið heldur heimleiðis er lagið tekið á ný og sunginn Matsúsjíta-marsinn, sem er styttri en Morgunsöngurinn og fjallar um það að Japan sé að endurfæðast, iðnaðurinn eigi þátt í vextinum og endurfæðingunni, það sé mikil hamingja að fá að taka þátt í hinu mikla átaki og vera trúr og dyggur þjónn Matsúsjíta-fyrirtækisins. Kjör starfsfólksins Þetta fyrirtæki er á heimsmælikvarða, státar af því að vera arðbærasta fyrir- tæki Japans og leitast við að vera til fyr- irmyndar um allan rekstur. Það greiðir laun, sem eru talsvert fyrir ofan meðal- lag, og varð fyrst japanskra fyrirtækja til að taka upp fimm daga vinnuviku fyr- ir sjö árum. Það hefur eftirlaunasjóð, sjúkratryggingu og slysabætur til fjöl- skyldna þeirra starfsmanna sem slasast eða deyja. Það rekur eigin sjúkrahús, sem eru ákaflega glæsileg, og sama er raunar að segja um iþrótta- og skemmtihallir þess. Stavfsmaður hjá Matsúsjíta hefur að meðaltali i mánaðarlaun þegar hann er hálfþrítugur um 48.000 jen eða um 12.000 íslenzkar krónur. Við þau bætist síðan bónus sem samsvarar 6,8 mánaðarlaunum hjá þessu fyrirtæki, en er annarsstaðar 4—5 mánaðarlaun. Þannig verða meðal- launin í reynd rúmar 18.000 krónur á mánuði. Af þeim fara um 10% í skatta, í hæsta lagi 20% í húsaleigu og um 40% í mat handa fjögurra manna fjölskyldu. Matsúsjíta rekur allskyns menningar- starfsemi, enda er stofnandinn mikill hugsjónamaður. Til að starfsfólkið sitji ekki auðum höndum tvo frídaga vikunn- ar eru skipulögð margháttuð námskeið í tungumálum, verkfræði, rafeindatækni, matargerð, blómaskreytingum o. s. frv. Þessi námskeið er enginn skyldugur að sækja, en það gerir nú samt um helm- ingur starfsfólksins. Til endurgjalds fyrir alla þessa um- önnun ræður starfsfólkið sig ævilangt hjá fyrirtækinu, að vísu ekki formlega, en í sálinni. Menn ganga stoltir með merki fyrirtækisins í barminum og líta á það sem nokkurskonar æðri fjölskyldu, sem gengur fyrir þörfum og óskum fjölskyld- unnar sem menn eiga heima hjá sér. Þessvegna er það fáheyrt í Japan að menn fari frá einu fyrirtæki til annars — það vekur ævinlega furðu og tortryggni. Stórfyrirtæki einsog Mitsúbisjí, sem smíðar stærstu skip veraldar auk margs annars og rekur 40 verksmiðjur og skipa- smíðastöðvar með um 90.000 starfsmönn- um, hefur annan hátt á sínum „fjöl- skyldumálum“ en Matsúsjíta. Þar koma allir starfsmenn saman í allstórum hóp- um einusinni i viku hverri milli kl. 15 og 16 og taka eigin framleiðslu til gagn- rýninnar umræðu, jafnframt því sem lagðar eru fram tillögur til úrbóta. Til- lögurnar eru ræddar í þaula, og hóparnir halda uppi harðri samkeppni um flestar og beztar tillögur. Á timabilinu frá maí til nóvember 1969 lögðu starfsmenn í vélaverkstæðum Mitsúbisjís fram 2.909 tillögur til úrbóta, sem teknar voru til greina við framleiðsluna. Viðhorf bankamanns Til eru þeir Japanir, sem gagnrýnt hafa atvinnutilhögun og vinnusiðgæði þjóðar sinnar. Einn þeirra er Ichiro Kaúasaki, sem skrifaði bókina „Japan Unmasked“ og var kvaddur heim i skyndi meðan hann var á leiðinni til Buenos Aires að taka þar við sendiherrastarfi. Hann var umsvifalaust rekinn úr utanríkisþjónust- unni og starfar nú hjá Mitsúbisjí. í bók sinni bendir Kaúasaki meðal annars á þá áráttu Japana að hanga á vinnustað frameftir öllu, þó ekkert sé þar að gera. Enginn Japani fari heim á venjulegum hættutíma, meðal annars vegna þess að vinnan sé tekin framyfir fjölskylduna og yfirleitt séu hýbýli manna ákaflega þröng. En þetta stafi líka af hinni geysi- hörðu samkeppni. Fyrirtækin séu stöð- ugt að leita að sínum beztu starfskröft- um, og allir vilji sýna áhuga og vilja. Síðan sé látlaust verið að halda námskeið og þjálfa úrvalið, því andleg og siðferði- leg þjálfun sé ekki talin minna virði en líkamleg þjálfun. Mörg fyrirtæki hafi þann sið að senda beztu starfsmenn sína einn til tvo mánuði á hverju ári til ein- hvers afskekkts klausturs, þar sem þeir losni úr öllum tengslum við umheiminn og geti einbeitt sér að ihugun og andleg- um æfingum. Þessum andlegu æfingum fylgi likamleg áreynsla og þjálfun, löng hlaup í býtið á morgnana og mjög tak- mörkuð matarneyzla. Þetta geri það að verkum, að þegar mikið liggi við geti þess- ir menn lagt á sig 12—14 stunda stanz- lausa vinnu um lengri eða skemmri tíma án þess að kikna. Þó Kaúasaki sé gagnrýninn á margt í vinnutilhögun Japana, gerir hann ekki ráð fyrir neinum verulegum breytingum um fyrirsjáanlega framtið, enda hafi þessi tilhögun borið mikinn árangur í hagvexti og allsherjarframförum á efna- hagssviðinu, þó hún bindi einstaklingn- um oft mjög þunga bagga. Unga kynslóðin virðist ekki sjá neitt athugavert við að feta í fótspor feðranna, ef marka má umsögn ungs aðstoðardeild- arstjóra í einum banka Tókíóborgar, vel- menntaðs manns sem leikur á fiðlu í frí- stundum sinum. Hann hafði meðal ann- ars þetta að segja um sina eigin afstöðu, þegar franskur blaðamaður átti tal við hann fyrir tímaritið Réalités: „Ég hef ráðið mig ævilangt hjá bank- anum. Jafnvel þó mér væru boðin tvöföld laun í öðrum banka, mundi ég ekki þiggja starf þar. Það væru einskonar svik. Hér veit ég hvernig ferill minn á eftir að verða; ég verð deildarstjóri eftir fimm ár, og yfirdeildarstjóri eftir tíu ár. Siðan er ekki gott að segja hvað verður, en starfs- aldur og dugnaður koma þar til álita. Mér finnst ég vera algerlega samsamaður fyrirtækinu. Ég ræði við vinnuveitendur mína og þeir taka tillit til minna sjónar- miða. Ég vinn oft frá kl. 8 á morgnana til 9.30 á kvöldin með matarhléi um há- degið... Ég gæti hætt kl. 5.30, sem er opinber hættutími; fagfélögin hvetja okkur til að fara heim snemma og eiga gott fjölskyldulíf. En að vinna frameftir er gott til að komast áfram og hækka í tign. Við eigum rétt á þriggja vikna sumar- leyfi. Ég mundi aldrei taka svo langt leyfi. Ég tek mér aðeins átta daga frí. Fjórum dögum eyði ég með konu minni og börn- um í einum sumarskála bankans og fjór- um í heimaborg minni til að vitja grafar föður mins, til að heimsækja Búddamust- erið og gamla frænku mína. Ég fer ekki i musterið í Tókíó — musterið í heimaborg minni er það eina sem mér finnst ég vera í tengslum við. Þar eru allir forfeður mínir.... Stundum taka yngri starfsmenn bank- ans meira en fjögurra daga fri í einu. En það mundi ég aldrei gera; það liti svo illa út og gæfi til kynna að ég væri latur. Ég er viss um að það er nægilegt mark- mið i sjálfu sér að vinna af trúmensku fyrir fyrirtæki sitt.... Golf er mjög mikilvægt fyrir ungan kaupsýslumann. Það veitir manni færi á að mynda góð viðskiptasambönd. Mér geðjast alls ekki að þessari iþrótt, en hún er félagsleg nauðsyn, margir viðskipta- samningar eru endanlega afráðnir á golf- vellinum.... Markmið mitt i lífinu er að vinna starf rnitt æ betur og ná fullkomnu valdi á bankastarfsemi. En ég óttast, að það sé minni hrifning og áhugi í Japan en áð- ur var.“ Viðhorf þessa unga bankamanns eru sennilega í stórum dráttum dæmigerð fyrir þau 20% japönsku þjóðarinnar sem eru á snærum stórfyrirtækja og lifa í fullkomnu félagslegu og efnahagslegu ör- yggi. Allir hinir lifa við mjög bág kjör eða beinan skort, og úr röðum þeirra kemur það óánægða unga fólk sem oft hefur gert stjórnvöldum þar eystra gramt í geði og gæti átt eftir að setja allstórt strik í reikning þeirra sérfræðinga sem af svo mikilli og bjargfastri bjartsýni hafa gert áætlanir um efnahagsvöxt Jap- ans framtil næstu aldamóta. 4 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.